Leita í fréttum mbl.is

Afturkreistingarnir í Róm

páfi 

Það er vont að lesa fréttir þessa dagana.  Þær koma á færibandi skelfingarfréttirnar og á forsíðunum blaðanna er harmageddonboðskapurinn það sem mætir manni um leið og maður opnar augun.

Ég verð að játa að ég er orðin hálf hrædd.

En sumir hlutir eru alltaf eins.  Engar fjármálakreppur breyta t.d. ömurlegri skítaafstöðu katólsku kirkjunnar til margra hluta.  Einkum og sér í lagi hangir þetta valdabatterí eins og hundur á roði þegar kemur að réttindamálum kvenna.

Konum skal haldið niðri hvað sem það kostar.  Reyndar er mér fyrirmunað að skilja hvernig nokkur getur aðhyllst svona trúarbrögð sem ganga í berhögg við alla skynsemishugsun.

Í viðhengingu hér stendur eftirfarandi:

"Benedikt XVI páfi staðfesti í morgun andstöðu páfagarðs og kaþólsku kirkjunnar gegn getnaðarvörnum en 40 ár eru síðan fyrst var gefin út yfirlýsing frá páfagarði, svo kallað umburðarbréf páfa um þetta umdeilda málefni.

Getnaðarvörn „... þýðir að sneitt er framhjá hinum innilega sannleik ástar í hjúskap sem er tjáning á hinni guðlegu (líf)gjöf," sagði páfi í skilaboðum sem páfagarður birti í morgun."

Það liggur við að ég hafi andað léttar þegar ég las þetta.  Ekki vegna þess að mér hugnist heimskan í þessum afturkreistingum í kjólunum í Róm, (svo ég tali nú ekki um hina æpandi rauðu skó páfans sem segja meira en þúsund orð um hégóma hans) heldur vegna þess að ég þurfti svo innilega á því að halda að eitthvað væri eins og það er vant að vera.

Takk fyrir það páfakjáni.  Fólk gerir það til að tjá hina guðlegu lífgjöf.  Það er greinilegt að þú hefur ekki verið mikið í láréttri stöðu í bedda.  Guðleg tjáning er EKKI það sem fólk er mikið að pæla í, eða hvað?

Í dag ætla ég að reyna að róa mig niður.  Hanga í jákvæðninni og njóta þess að vera samvistum við þá sem mér þykir vænt um.

Ég ætlaði reyndar að fara að æsa mig upp úr öllu valdi í morgun þegar ég var búin að sprauta insúlíninu í lærið á mér og ég þurfti að troða í mig fæðu alveg pronto.

Ég alveg á innsoginu: Hvar er brauðið?

Minn heittelskaði: Hm.. brauðið, æi ég gaf fuglunum það.

Ókei, ég er komin í samkeppni við þresti.  Sætt.

Í kvöld koma Jenný Una og Hrafn Óli í pössun.  Mamman og pabbinn ætla að halda upp á afmælin sín.

Oliver elsku Londonbarnabarnið mitt er á landinu og á sunnudaginn verður hann hjá okkur þessi rússla.

Lífð heldur nefnilega áfram hvernig sem efnahagslífið djöflast og hamast.

Ég ætla að hafa það í huga alveg einn dag í einu sko.

Later with loveInLove (Er farin að ástunda smá guðlega tjáningu. DJÓK).


mbl.is Fordæming getnaðarvarna staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús og hlýjar kveðjur inn í þennan yndislegan föstudag og góða helgi.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.10.2008 kl. 10:21

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef heyrt að fólk ákalli guð sinn af mikilli innlifun í þessari stöðu...

Hrönn Sigurðardóttir, 3.10.2008 kl. 10:26

3 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Já bara Jákvæðni og ekkert röfl lífið verður allt of erfit ef við förum líka að leggjast í þunglindi.

Já antik og skrautmunurnir í róm eru semsagt á móti fóstureiðingum kemur á óvartþ

Eyrún Gísladóttir, 3.10.2008 kl. 10:30

4 identicon

Páfi/vatíkanið/kaþólikkar = óvinir mannkyns.
Skál í Sússa

DoctorE (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:39

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jenný og Hrönn .....hhhahahaha guðleg tjáning

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.10.2008 kl. 10:52

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Fór einu sinni í Vatíkanið og aldrei afur!  Njóttu vel með fjölskyldunni Jenný mín. Gaman fyrir ykkur að fá dúllurassinn hann Oliver í heimsókn. Bíð eftir því að heyra gullkornin frá Jenný Unu eftir helgi hehehe...

Ía Jóhannsdóttir, 3.10.2008 kl. 10:59

7 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa og skemmtilega helgi með þínu fólki jenný mín elskuleg

Brynja skordal, 3.10.2008 kl. 11:02

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða helgi Jenný mín og dásamlega skemmtun með barnabörnunum

Jónína Dúadóttir, 3.10.2008 kl. 11:11

9 Smámynd: Gulli litli

kvitt kvitt

Gulli litli, 3.10.2008 kl. 11:12

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hann er nú krúttlegur á myndinni þarna efst í færslunni. Fer honum ekkert illa. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.10.2008 kl. 11:17

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sumt breytist aldrei og Páfinn ekki heldur, viss friðþægin í því á óróa tímum. Mun samt aldrei kvitta upp á páfaveldið fyrr en kona verður páfi en við konur erum næst því að vera guðlegar með okkar vald til að skapa nýtt líf, ekki þetta blessara forpokaða karlveldi sem kaþ.kirkjan er só help mí god !

Njóttu dagsins og helgarinnar með fjölskyldunni þinni Jenný !

Sunna Dóra Möller, 3.10.2008 kl. 11:28

12 Smámynd: Freyr Bergsteinsson

"...trúarbrögð sem ganga í berhögg við alla skynsemishugsun."
 Hvaða trúarbrögð gera það ekki?

Freyr Bergsteinsson, 3.10.2008 kl. 11:38

13 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Njóttu vel með dúllunum þínum, það er ekki tekið af manni sem betur fer.

Saknaðarknús til þín

Elísabet Sigurðardóttir, 3.10.2008 kl. 11:52

14 identicon

Elsku Sunna Dóra mín ertu að segja að þú kvittir undir hjá vatíkaninu ef kona verður páfi... You are doing it wrong :)

DoctorE (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 11:55

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Freyr: Rétt hjá þér.  Hugsaði einmitt um leið og ég skrifaði, nákvæmlega þetta sem þú segir hér.

What the hell, trúarbrögð eru auðvitað bilun.  Mismikil reyndar, en bilun samt.

Takk öll fyrir innlegg.

Elísabet: Þarna ertu þá stelpa.  Sakna þín líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2008 kl. 11:57

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Njóttu helgarinnar með barnabörnunum.  Flott myndin af Pápa

Sigrún Jónsdóttir, 3.10.2008 kl. 11:59

17 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Elsku DrE.....finnst þér líklegt að kona verði nokkurn tímann páfi ! Huxa í samhengi !

Sunna Dóra Möller, 3.10.2008 kl. 12:09

18 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Það er alltaf gott að líta á jákvæðu hliðarnar, en vandamálið við getnaðarvarnarbann páfagarðs er það kostar milljónir mannslífa. Það er ekkert flóknara en það. Í Evrópu,  þ.á.m. hinni kaþólsku Ítalíu, taka menn þetta bann ekkert alvarlega. En í Afríku er kaþólska kirkjan svo sterk að hún á stóran þátt í útbreiðslu alnæmis. Það hefur kostað milljónir mannslífa, sem er auðvitað ekkert fyndið.

Guðmundur Auðunsson, 3.10.2008 kl. 12:25

19 identicon

Ok Sunna... you got me ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 12:41

20 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Varðandi konu sem páfa þá eru reyndar kenningar uppi um að kona hafi verið páfi fyrir um 1000 árum eða svo

Guðmundur Auðunsson, 3.10.2008 kl. 13:50

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit um þá sögu Guðmundur.  Ætli hún sé sönn?

Er ekki allir páfar geymdir í grafhvelfingu?

Spurning um að dna-öll stykkin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2008 kl. 14:13

22 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Hvurslags samkór er þetta og heimskunnar reiði. Eru menn alveg ólesnir? Auðvitað hefur fólk sínar ástæður til að vilja ekki nota getnaðarvarnir - hér á landi sem víða annars staðar. Skoðanir manna á ást , kynlífi, mannlífi og getnaði eru ólíkar. Ekki þarf mikla innsýn í lífið til að sjá að óskynsamleg notkun getnaðarvarna getur beinlínis verið heimskuleg td. stundum beinlínis hvatt til óaðgætni í kynlífi og þannig fjölgað kynsjd í stað þess að fækka þeim. Fletir þessa máls eru gífurlega margir.

Guðmundur Pálsson, 3.10.2008 kl. 16:13

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðmundur Pálsson: Nenni ekki að láta þig heyra það, en það er ekki allt í lagi með þig kallinn minn, bara svo þú áttir þig á því. Þú ert raunar svona running gag hér á blogginu í mærðarlegu og yfirdrepslegu trúarofstæki þínu.

Jenný: Mússarnir voru nú að toppa krossdressarann í Róm með því að fækka sýnilegum augum kvenna undan búrku úr 2 í 1. Það er til að koma í veg fyrir að konur máli sig um augun til að vera sexy og lokka loðna múslimska grapa.  Þið eruð svei mér hættulegar. Hvers eigum við að gjalda þessir hárlausu órangútar með allt okkar testosterón, þegar þið valsið um í 5 manna tjöldum og blikkið mann með auganu?

Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2008 kl. 21:53

24 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Fór þetta fyrir brjóstið á þér Jón? Vanstilltur ertu. Þetta er ekkert svar hjá þér heldur froða. Í svari mínu hér að ofan er ekki minnst á trú. Lestu aftur - framkreistingur. Hvaða hagsmuni hefur þú af því að gera umræðu um getnaðarvarnir naívar, barnalegar, fíflalegar, einstrengingslegar, flatar, hugsunalausar?

Guðmundur Pálsson, 3.10.2008 kl. 22:48

25 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Nú þegar kommentum er nánast hætt vil ég segja eftirfarandi: Hvernig stendur á því að hægt er að komast upp með að rægja kaþólska/kristna menn með þessum hætti? Kaþólskir menn á heimsvísu eru um einn milljarður manna. Annálaðir heimspekingar og hugsuðir eru í hópi kaþólskra manna ma. nóbelshöfundur okkar.

Grundvallaratriðið er þetta: Látið engan sefja ykkur! Allra síst fjölmiðla og pópulíska heimsku. Látið ekki kúgast eða sefja í ykkur yfirborðslegar skoðarnir og vitneskju. Verið gagnrýn(ir) á eigin siði og hugsunarhátt. Látið engann telja ykkur trú um eitt eða neitt fyrr en þið hafið lesið ykkur til, hugleitt og myndað klára, þroskaða skoðun sem stenst nánari rýni.

Guðmundur Pálsson, 4.10.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.