Leita í fréttum mbl.is

Zero aðgerðaráætlun

Ég sat niðurnegld við sjónkann og horfði á Geir.  Hélt niðri í mér andanum.  Það mátti heyra saumnál detta þar sem ég og Hljómsveitin sátum stóreyg og bíðandi eftir lausnum.

Geir talaði og talaði og það komu engar aðgerðaráætlanir.

Bara ladídadída, (eru kosningar hugsaði ég auðvitað trúandi sjálfri mér til að hafa misst af einhverju).

Maðurinn talaði áfram og það kom ekkert.

Zero - Nada - Nothing - ingenting - intet -

Inte ett djävla skit.

Ekki að ég sé hissa, það er ekki eins og það hafi stafað öryggi og fumleysi frá fólkinu í brúnni undanfarið (nokkruntímann).

Látum þetta lið róa.

Strax á  morgun.

 


mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jenný, aðgerðaráætlunin er sko (hvíslað): leyndó ... = hann veit ekki rassgat hvað hann ætlar að gera og þjóðinni kæmi það ekki við vissi hann hvað hann ætlaði að gera...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.10.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hver veit hvað gera skal núna? Raunar fékk ég eina brilljant athugasemd inn á síðuna mína í dag frá Benóný Jónssyni sem leggur til að lífeyrissjóðirnir bindist samtökum um að bjarga efnahagslífinu. Hann er með formaða hugmynd sem er svo djörf og einföld .... að ... að ... hún verður áreiðanlega aldrei að veruleika.

En sumsé - ég sat nötrandi af skelfingu undir ræðu Guðna Ágústssonar  og sá ástæðu til að tjá mig af því tilefni.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.10.2008 kl. 22:53

3 identicon

Suss ekki hafa hátt þetta er leyni jú know............bara rætt á miðnæturfundum, hei voru það ekki svona byttu fundir okei... erum við að tala um að þeir ....þú veist þeir... séu allir fullir? úps mátti ekki segja það svona hátt. 

Skýrir ýmislegt

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:25

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála með Geir og ég trúði ekki mínum eyrum .  En Steingrímur var helv. góður

Sigrún Jónsdóttir, 2.10.2008 kl. 23:39

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur var góður ég er sammála.  Atli fannst mér þó bestur.  Jóhanna var fín enda er hún hryggistykkið í ríkisstjórninni.

Guðbjörg: Góð.

Ólína: Takk fyrir linka.

Jóga: Hann er algjörlega ráðalaus.

Auður: Híhí og ég er sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2008 kl. 23:59

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég horfði ekki heldur, bara einhvern vegin gat það ekki, enda átti ég ekki von á lausnum, þar sem einhvern vegin engin virðist vita hvað eigi að gera ! Ég held að það sé einhvern vegin ekki annað hægt en að vera að ákveðnu leyti hálf döpur yfir því að allir klóra sér í hausnum og vita ekkert í hvaða fót á að stíga!

Kannski ættum við bara að hringja í Margréti Danadrottningu og biðja hana að taka við okkur aftur ef við lofum að vera góð, við getum boðið henni í staðinn Illum og Magasin du Nord !

Sunna Dóra Möller, 3.10.2008 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2986833

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.