Leita í fréttum mbl.is

Hvar er húmorinn?

Krúttið hann Salman Rushdie sér ekki eftir að hafa skrifað skáldsöguna umdeildu Söngvar Satans.

Gott hjá honum.  Enda engin ástæða til.  Fólk má skrifa bækur ef það vill og þessar dauðahótanir múslima eru orðnar helvíti þreytandi.  Hvar er húmorinn? 

Reyndar lagði ég mig alla fram við að virkja í mér athyglispart heilans þegar þessi bók kom út en ég gat ekki haldið mér vakandi mér fannst hún svo tyrfin og leiðinleg.

Það gerist ekki oft þegar ég les bækur.  Sumar bækur eru svo vondar að maður getur ekki lagt þær frá sér.   Maður slefar af spenningi.  Alveg: Er þetta hægt? 

Það er friggings listgrein að skrifa vondar bækur. 

En hvað um það.

Það hlýtur að vera bömmer fyrir skrifandi fólk að sjá eftir því sem það setur á prent.

T.d. í netheimum.  Ef þú skrifar eitthvað, eins og t.d. á Moggabloggið þá er ekki nóg að eyða orðunum og halda að maður sé laus allra mála.

Óekkí.

Þú getur náð í hinn burtstrokna texta inni á Gúgli og þess vegna kópípeistað kvikindið og geymt sjálfum þér til ánægju eða leiðinda.

Ég á ágætis vinkonu sem er sífellt að kenna mér á allskyns netfídusa. 

Og ég er alveg; vá hvað þetta er merkilegt, er þetta hægt?

Ég held að þannig sé farið um marga sem eru að sýsla á netinu.  Við nýtum ekki nema brotabrot af þeim möguleikum sem netið býður upp á.

Þannig að ég bíð spennt eftir námskeiði fyrir lengra komna.  Það er fyrir þá sem kunna á mús, lyklaborð, starttakka á tölvu, ók,ók, þið vitið hvað ég meina.

Mig langar ekki að deyja án þess að læra meira.

Ég dramatísk og morbid?

Getur verið en í þessu krepputali þar sem allt er í alvörunni á leið til þess vonda þá er það ekki nema von.

En ég elska ykkur more than ever villingarnir ykkar.

 


mbl.is Sér ekki eftir skrifunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og fyrir þessa ferlega leiðinlegu bók var kall anginn "réttdræpur"hjá múslimum.Ég slefaði af leiðindum einum saman þegar ég las ritið.Góðan dag

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er alveg hætt að taka mark á þessum réttdræpu-tilkynningum frá erkiklerkunum. Þeir hóta og hóta og svo drepst aldrei neinn. Það væri örugglega löngu búið að drepa Rushdie ef þeir hefðu virkilega ætlað sér það.

Helga Magnúsdóttir, 2.10.2008 kl. 11:37

3 identicon

Helsta ástæða dauðadóma leiðtog íslams er ekki dauðaósk yfir þá sem fyrir þeim verða.  Það er terror sem málið snýst um.  S.s. ekki má halla orði á íslam eða múhameð "spámann". 

Þetta er hótun sem fólk sem fyrir verður, verður að taka alvarlega og í raun hefur Salmann Rushdie ekki verið frjáls maður síðan að múslimaskríllinn trylltist gegn honum.

Íslam er óvinur frelsi, jafnréttis og mannlegrar reisnar.  Hvernig væri að femínistar með rauðgrænu ívafi færu að átta sig á að óvinir vesturlanda eru ekki endilega og skilyrðislaust vinir þeirra.

marco (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 18:29

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Marco: Þú þarft ekkert að litgreina mig áður en þú segir hvað þér finnst réttast að ég endurskoði.

Ég hef mínar skoðanir á innflytjendur frá ólíkum menningarsvæðum.

Mér finnst ekkert að því að fólk haldi sérkennum sínum innan þeirra marka sem lög segja til um í landinu sem flutt er til.

Ég eins og fleiri er skíthrædd við hvernig hópar frá ýmsum löndum einangra sig í nýja landinu og verða ríki í ríkinu.

Þá er ég t.d. að tala um fólk frá Sómalíu sem flust hefur til Danmerkur en vill alls ekki hafa með íbúa landsins að gera.

Ég held að engum einum sé um að kenna.  Að þeir sem taka á móti fólki hafi í tilraunum sínum til að vera næs hafi gleymt að gera þessa kröfu.

Þetta er mín skoðun.  Í svart hvítu sko.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2008 kl. 19:43

5 identicon

 "Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á".

Þetta er þín lýsing á sjálfri þér.  Ég bara færði þetta upp á litrófið.  Alls ekki illa meint.  Mér þykir nefnilega vænt um hina rauðgrænu.  Helda að þeir séu yfirleitt vel meinandi.  Þess vegna fer varnarleikur þeirra fyrir íslam virkilega í taugarnar á mér.

marco (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 21:48

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Marco: Ég vissi alveg hvert þú varst að fara.  Langaði bara að pirrast smá. Úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2008 kl. 22:11

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ástæða viðbragðanna er langt frá því einfalt mál að útskýra.  Í rauninni er enn þann dag í dag margt á huldu um orsakirna.

Sem dæmi hafa menn deilt um ástæður þess að Kómeni var með fatwa vesenið.

Sumir telja ástæðurnar pólitískar, enda lögðu stjórnvöld málið þannig upp að bókin væri dæmi um yfirgang vesturveldanna gagnvart muslimum og einn angi af heimsvaldastefnu þeirra eins og sést á orðum Rafsanjani forseta er hann fjallaði um bókina á sínum tíma:

"Whoever is familiar with the history of colonialism and the Islamic world knows that whenever they wanted to get a foothold in a place, the first thing they did in order to clear their paths -- whether overtly or covertly -- was to undermine the people's genuine Islamic morals"

Aðrir hafa talið að Kómeini hafi haft í huga persónulega hefnd því hann kemur víst fyrir í bókinni og lendir í einkennilegum uppákomum. 

Það er margt nefnt til sögunnar sem ástæða óánægju sumra muslima.  Ma. að þýðingin á sálmum  yfir á arabísku var ayat sem aðeins er notað um vers Kóransins.  Það fékk suma til að halda að bókin væri að segja að Kóraninn væri frá Satan.

Heiti bókar Rushdie vísar til viss atriðis í sambandi við Koraninn sem  ekkert hafði verið til umræðu almennt á þessum tíma og er reyndar merkilegt atriði útaf fyrir sig en er fyrst og fremst umfjöllunarefni fræðimanna sem nenna að spekulera etthvað í því.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.10.2008 kl. 23:03

8 Smámynd: Jón Á Grétarsson

In Rome, you do what Romans do.

Þetta er gömul speki sem mér finnst heilmikið varið í. Þeas ef þú ferð í annan menningarheim, þá hegðar maður sér samkæmt því. 

Ef maður flytur til annars lands og getur ekki samsamað sig  þeim siðum og háttum sem þar eru ríkjandi, þá getur fólk alveg eins farið heim til sín.

Þetta er grundvallaratriði.

En svo er annað mál að "Aðgát skal höfð í nærveru sálar".   Þó maður trúi ekki á það sem aðrir hafa í hávegum þá er óþarfi að rakka það niður.  Ég minni á þegar Spaugstofan fór í taugarnar á kirkjunni ... 

Jón Á Grétarsson, 2.10.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.