Sunnudagur, 28. september 2008
DD át kökuna mína!
Í gær var hér fullt af skemmtilegu fólki.
Það var mikið hlegið og svo voru sumir sem gúffuðu í sig innflutningsgjöfinni sem HÚN kom með fyrir okkur húsband. Hugsið ykkur móralinn. Alveg: Ég ætla að gefa vinkonu minni þessa girnilegu frönsku súkkulaðiköku af því mig langar ógeðslega í hana og hef ekkert borðað í allan dag.
Ég er ekki að spauga. Svona vini á ég. Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta hvíta hyski? DJÓK, ég á bestu vini í heimi. Já þetta var hún DD.
Jabb.
Og hér var Jenný Una Eriksdóttir ásamt bróður sínum honum Hrafni Óla sem skríður um allt á maganum eins og ormur og ryksugar allt upp af gólfinu. Dúllubarn!
Jenný Una varð hér eftir og ætlaði að sofa hjá okkur en eftir kvöldmatinn tók hún skyndilega þá ákvörðun að sofa heima. Það var auðsótt mál og Hljómsveitin keyrði prinsessuna heim.
Þegar hún var á leið út kallaði sú þriggja ára yfir öxlina á sér:
Amma, villtu hringja í FORELDRANA mína og láta vita að ég kemur heim!
Halló, hvað ertu gömul barn guðs og lifandi?
Næst heldur hún ábyggilega fyrirlestur fyrir mig um nýjungar í skammtafræðinni.
Í gær var hún svo að bisa við að teikna eitthvað og hún var ekki ánægð með afraksturinn.
Ég get ekki gert´etta, þett´er VONLAUST!
Jájá við hér við hirðina verðum að vera gætin í tali þegar sumir eru viðstaddir.
Allir út að hlaupa á meðan ætla ég að reykja mér til vansa.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Æðisleg kaka og unaðslegt barn. Jenný Una er örugglega með alskemmtilegustu börnum sem ég hef "kynnst" og svo er hún líka svona íðilfögur.
Helga Magnúsdóttir, 28.9.2008 kl. 19:34
Já kæra bloggvinkona, ekkert er dýrmætara en góðir vinir og ekki efast ég um að þú átt þá marga.
Litla ömmustelpan er bara ákveðin og hreinskiptin, rétt eins og amman. Þannig er það nú bara.
Það er ekkert alltaf toppurinn á tilverunni að vera hjá ömmu en samt svolítið oft.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 28.9.2008 kl. 19:35
Ekki amalegt að vera skutlað heim af heilli hljómsveit.
Var´etta nokkuð Dúa Dásamlega sem gúffaði kökuna?
Þröstur Unnar, 28.9.2008 kl. 19:36
Sunna Dóra Möller, 28.9.2008 kl. 19:37
Hmmmprffff Dúa hefur ekki ENN komið með köku til mín! Samt eru átta ár síðan ég flutti!!
Er það nú vinir sem ég á.......
Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 19:52
Erða nú vinir sem ég er ! Kom ekki einusinni með köku til að éta sjálf !!
Sowwy....gast nú látið mig vita að ferðum DD..ég hefði kannski getað troðist í boðið
Ragnheiður , 28.9.2008 kl. 20:05
AF ferðum, ekki að
Ragnheiður , 28.9.2008 kl. 20:05
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 20:43
knús á þig elskulegust og góða nóttina
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.9.2008 kl. 21:20
Jenný ég er komin í hlaupaskóna....njóttu rettunnar
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.9.2008 kl. 21:22
Krumma: Run away. Múha.
Dúa: Þú ást helminginn af innflutningsgjöfinni, það hefur verið fært til bókar. DD þýddi Dúa Djöfullega í þessu tilfelli en ég þorði ekki að skrifa það, það eru nefnilega sumir í bloggheimum sem hafa ekki okkar stórkostlega og fínlega húmor.
Jenný er á kúk, piss og prump aldrinum.
Horsí: Ég læt þig vita næst, þe ef ég næ því.
Hrönn: Hvernig væri að baka eins og tvær rabbabarapæjur og koma í heimsókn? Sko eina fyrir mig, þig, Hljómsveitina og hina níu sem búa í húsinu, hina fyrir Dúu
Takk öll fyrir skemmtileg komment.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2008 kl. 21:30
Góð hugmynd Jenný!
Dúa! Það er rétt - ég var búin að gleyma því....
Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 21:34
Haha
Þið eruð svo frábær öll.
Einar Örn Einarsson, 28.9.2008 kl. 21:44
Má ég ekki bara reykja þér til samlætis?? nenni ekki út að hlaupa
Huld S. Ringsted, 28.9.2008 kl. 22:15
Gáfað barn í skemmtilegri fjölskyldu.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.9.2008 kl. 22:27
Alltaf svo gaman í þínum bekk.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.9.2008 kl. 22:46
Ætla rétt að vona að þú hafir hringt í foreldra eins og barn bað um. Ég hélt að seinna Dé-ið stæði fyrir drullusokkur en hafði ekki hugmynd um fyrra Dé-ið
Jóna Á. Gísladóttir, 28.9.2008 kl. 23:54
Jenný Una alltaf góð og Jenný Anna á góða vini
Sigrún Jónsdóttir, 29.9.2008 kl. 00:39
+
Birna Guðmundsdóttir, 29.9.2008 kl. 01:24
Mmmmmm ... mig langar í ÞESSA köku - mikið!!! Svo máttu skila til hennar Jennýjar Unu að hún sé yfirnáttúrulega mikið krútt
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 01:40
Hulla Dan, 29.9.2008 kl. 07:52
Anna: Þetta er ekki alveg kakan sko en hún var nokkurn veginn svona og eftir mylsnunni að dæma (sem ég náði að roffa til mín) þá var hún unaðslega góð.
Jóna: Ofkors hringdi ég í mömmuna og lét vita en hitt foreldrið er enn í útlöndum í að taka upp plötu.
Takk stelpur fyrir frábær komment.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 08:39
Mér fannst kóksíróið bara mjög gott og hugsaði bara þess meira um dýrðarkökuna á leiðinni heim í blínum.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.