Sunnudagur, 28. september 2008
Jennískur rekstur.
Ég er orðin svo sparsöm að það á eftir að verða fært í annála þegar fram líða stundir. Gott ef nýtni mín og útsjónarsemi í heimilishaldi verður ekki kennslugagn í matreiðslutímum framtíðarinnar.
Ég á jafnvel von á því að sú aðferð sem ég nota til að draga úr rekstrarkostnaði heimilanna fái sérstakt nafn og verði síðan þekkt hugtak innan vísindanna.
Svokallaður "jennískur rekstur". (Ég er að reyna að slá dreifbýlisdúllunni við, þegar kemur að því að spara alveg heví).
Á fimmtudaginn setti ég mig í stellingar og sagði húsbandi að nú væri lag að fara í Bónus og versla inn mat til kærleiksheimilis.
Svo var það sturta, blástur, málning, dragt, flottir skór (bara að hnykkja á þessu með skóna enda verslar alvöru kona ekki klemmu á ómerkilegum túttum) og listi skrifaður.
Vér steðjuðum í Bónus, týndum í körfu samkvæmt miða og ekkert umfram það.
En nú er ég komin að erfiðum kafla.
Ég er nefnilega að ljúga. Með miðann sko, reyndar var ég með flottan miða en mér tókst illa að halda mér við efnið.
Ég var búin að gleyma að mig vantaði skóáburð, silfurpúss, nýja moppu með tilbehör, súkkulaðispæni (), sérstaka olíu fyrir tekkhúsgögn (ég er viss um að ég á eftir að eignast eitthvað úr tekki í framtíðinni), flugnaspaða og sagógrjón. Ókei, ókei, smá ýkjur en þið vitið hvert er er að fara.
Hljómsveitin sagði: Jenný, miðinn. Halda sér við miða.
Ég pirruð: Viltu hætta þessu, bíddu bara á meðan ég skrepp yfir í næsta gang.
Hljómsveitin: Þú verður að fara að taka sjálfa þig alvarlega. Ekki að einhverjir smáhlutir skipti máli en hvernig væri að standa við gerðan samning við sjálfa þig?
Mér stórlega misboðið: Einar, ertu að fíflast í mér, erum við að tuða um þetta? (Ég stóð við körfuna sem var kjaftfull af einu og öðru þegar hér var komið sögu og hélt dauðahaldi í körfufjandann eins og ég væri hrædd um að minn heittelskaði eiginmaður tæki hana af mér með valdi og skilaði henni í hendurnar á Jóhannesi Bónussyni, pabba okkar allra).
Minn heittelskaði: Jenný Anna - grow up!
Ég rauk út úr búðinni og hann á eftir og hann vissi ekki hvað hafði hlaupið í þennan engil í mannsmynd sem hann er giftur. Eða þannig.
Karfan varð eftir og verðið var 0 krónur.
Svo tuðaði ég þarna á bílaplaninu dágóða stund og til að þið hríðfallið ekki úr áhyggjum af matarleysi þá var taka tvö tekin í annarri Bónusverslun og í þetta sinn var miðinn notaður.
Það er nauðsynlegt að læra einhvern tímann, því ekki núna.
Þannig að hér er sparnaðarráðið mitt komið upp á núll krónur.
Rífist elskurnar eins og mófóar við einhvern þegar þið eruð búin að henda í körfuna allskyns óþarfa og ég lofa að 100% garanteruðum ægisparnaði.
Og hér á kærleiksheimilinu finnst okkur við hafa stigið feti framar á þroskabrautinni. Mér hefur amk. farið fram, veit ekki með hljómsveit, þetta hefur aldrei vafist fyrir honum. Ég lít á innkaup af öllu tagi sem dásamlegt listform sem má hefja upp í æðra veldi og snudda við guði sjálfum.
Ég ætla að vera með kjúkling í kvöldmatinn. Nema hvað?
Pétur Blöndal snæddu hjarta.
Neysluboltinn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Góðan daginn heillin, ertu búin að fá þér frystikistu ? Eða telst það kannski ekki til "jennísks reksturs" ?
Jónína Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 09:59
Innkaup eru listform mín kæra og ber að æfa við hvert tækifæri sem gefst og hana nú, já og Pétur Blöndal getur bara etið hund mín vegna!
Ofurskutlukveðja
es. fegin að heyra að þú varst vel skóuð í þessari svaðilför í Bónusveldið!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 10:01
Vambasúpa heitir það heillin sem nú er komin á kreik!
Edda Agnarsdóttir, 28.9.2008 kl. 10:02
Þú ert meinfyndin..
Gulli litli, 28.9.2008 kl. 10:49
Þetta hljómaði ekkert ólíkt innkaupaferð hjá mér og húsbandi hef margreynt að skrifa innkaupalista en gleymi þeim svo heima, lítið gagn af því
Huld S. Ringsted, 28.9.2008 kl. 10:52
Ég fer alltaf ein í Bónus..., ég bara get ekki tekið neinn með mér í þetta áhugaverða verkefni sem tengist rekstri heimilisins og svo get ég aldrei farið með miða, bara kann það ekki og ég gleymi alltaf einhverju og þarf þá að skjótast í Nóatún til að kaupa eitthvað eitt og kem heim með fernt....! Ég reyndar uppgötvaði nýtt sparnaðarráð í gær....bara láta bjóða sér í mat, mér var boðið bæði í hádegismat og kvöldmat (af því ég er ein sko ..allir að vorkenna mér ) og eyðsla dagsins var 0kr.....algjör snilld!!
Eigðu alveg bestastan sunnudag !
Sunna Dóra Möller, 28.9.2008 kl. 11:23
Laukrétt. Það er ódýrast að kaupa ekki neitt. Ég er að hugsa um að kaupa bara mjólk og brauð í næstu viku, og klára það sem er til fyrir í skápunum.....
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 28.9.2008 kl. 11:38
Ætli ég eigi ekki eftir að berjast við þetta sama vandamál þegar ég kem heim en hér sest ég bara að borðum og krakkarnir splæsa á þá gömlu. Annars kvartaði tengdasonur minn mikið í gær og lenti víst í rimmu við kassann í Hagkaupum þar sem hann tók eftir því að verðmerkingar á vörunni voru kolruglaðar. Hann var að kaupa eitthvað smotterí og þess vegna tók hann eftir þessu. Lægra verð var skráð inni í búðinni heldur en inn í kassann.
Og þá spyr maður hvernig er þetta t.d. með grænmeti og annað sem viktað er við kassanum, það er ekki svo auðvelt að fylgjast með því.
Ía Jóhannsdóttir, 28.9.2008 kl. 12:15
Þetta er ekkert annað en snilldaraðferð við innkaup og megrandi í þokkabót fyrir þá sem þurfa á því að halda. Best að starta fætingi við erfðaprinsinn í búðarferðum framtíðarinnar, múahahahah
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.9.2008 kl. 12:22
Ég skrifa alltaf miða og gleymi honum heima. Frábær aðferð!
Rut Sumarliðadóttir, 28.9.2008 kl. 12:35
Hehe mitt besta sparnaðar ráð er að senda húsband í bónus með innkaupamiða á meðan ég sit við blogg eða eitthvað álíka mikilvægt ( djók) hann hefur ekki mikið hugmyndaflug að fara út fyrir miðann.. nei nei þessi elska hefur bara miklu meiri sjálfsaga en ég.....prófaðu næst að senda húsband með péning og miða í buddu......
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.9.2008 kl. 12:40
Krumma: Það er nú oftast þannig að hann fer með miða og heldur sér algjörlega við hann. Annars væri hirðin farin á höfuðið.
Rut: Góð.
Gurrí: Já láttu erfðaprinsinn heyra það.
Ía: Þetta er ákveðin leið, að fara í mat til ættingjanna. Múhaha.
Sigríður Inga: Gangi þér vel.
Sunna: Ég bóka mig í mat hjá öllum sem ég þekki út vikuna. Híhó.
Huld: Við slugsar höldum uppi efnahagslífinu.
Gulli: Sömuleiðis.
Edda: Hvað er vambasúpa?
Guðbjörg: Já maður lætur ekki ná sér á plebbaskóm við innkaupin vúman.
Jónína: Hef ekki pláss fyrir frystiskápinn. Damn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2008 kl. 13:05
Góður -betri -bestur!! Stundum topparu einfaldlega sjálfa þig!
Jafnvel argasti fýlupúki hlýtur ad brosa út í annað við lesturinn hjá þér
Eigðu góðan dag - alla daga
Birna Guðmundsdóttir, 28.9.2008 kl. 16:18
Karlinn minn sér um öll innkaup. Ég vinn og hann verslar.
Helga Magnúsdóttir, 28.9.2008 kl. 16:23
Helga: Ég held að ég láti hann alfarið í málið.
Birna: Takk fyrir það.
Auður: Við verðum hinar heimahangandi húsmæður með sendil og svo verslum við í laumi. Kann allt um svona laumu. Laumudrykkja, laumureykingar, jájá, það kemur enginn að tómum kofanum hjá mér.
Múhahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2008 kl. 16:29
Guð blessi þig fyrir þann hlátur sem loks hraut af mínum vörum eftir ansi öööööömurlega leiðinlegan sunnudag (að mestu).
Engill í mannsmynd....... ggggaaaaargghhhhh
Jóna Á. Gísladóttir, 28.9.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.