Leita í fréttum mbl.is

Heldur þú að ég sé friggings skjaldbaka?

Ég er að drepast úr kreppu.  Algjörlega komin undir borð og nánast í fósturstellingu hérna.

Málið er að ég fæ fyrir þind og hjarta í hvert skipti sem keyptur er matur til örheimilisins.

Botnfylli í körfu kostar þessa dagana hvítuna úr augum vorum.

Ég var að hugsa um að fá mér hænu, lamb og kálf - á fæti og hafa hérna í garðinum.  Hann er nokkuð stór.

Nei ég er allt að því ekki að fíflast.  Matvaran hérna er svo dýr að það kemur út á manni tárunum.

Ég er samt ákveðin í að halda áfram að borða minn holla mat.  Ég er með sykursýki og verð að hugsa um hvað ég læt ofan í mig og unnar kjöt- og fiskvörur eru nónó.

Það væri auðvitað hægt að vera bara með gömlu medesterpylsuna, nú eða bjúgu eða þá saurgerlakjötfars - en ekki að ræða það.  Liðin tíð.

Ég var að tjatta við þjónustufulltrúann minn í bankanum áðan og hún er alltaf hress og skemmtileg, enda ég einn af þeirra stærstu kúnnum bæfar.

Ég kvartaði við hana eins og mófó, barmaði mér yfir örlögum mínum og grenjaði út samúð eins og almennilegt fórnarlamb eitt getur gert.  Það stóð fjárhagsleg kreppublóðbuna upp um alla veggi í bankanum, maður kann kvarthlutverkið, lifði sem þolandi til fjölda ára.  Jájá.  Bíðið á meðan ég æli.

Mín kona veitti mér öfluga áfallahjálp í gegnum símann og þegar ekkinn fór að minnka þannig að aftur heyrðist mannsins mál, sagði hún mér að vera ekki með kreppuáhyggjur.  Þetta væri bara tímabundið ástand. 

Ég: Tímabundið, ókei, en hvað erum við að tala um langan tíma hérna?

Hún: Einhver ár bara, verður búið áður en þú nærð að snúa þér við.Errm

(Ég í huganum: Heldurðu að ég sé friggings skjaldbaka?)

Upphátt: Ókei, gott að heyra.

Thanks for nothing you þjónustufulltrúi you

En lesið endilega þessa færslu hérna.  Það er eitthvað mikið að.

Later.


mbl.is Útilokað að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sko tíminn líður mishratt...fer eftir því hvernig stemmingin er. Þegar allt er gott og gaman líður hann hratt en þegar hlutir eru erfiðir og jafnvel ömurlega erfiðir fyrir fólk líður tíminn hægt..mjög hægt. Þessi örskotsstund sem þjónustufulltrúinn þinn talaði um gæti verið eins og mannsævi fyrir verkafólk meðan íslandskóngarnir bara sprella og hlægja og fá sér stærri skjaldbökur. Keppa svo í því hvort skjaldbakan er fljótari að snúa sér eða stjórnmálamaðurinn að fatta raunverulega ástandið..ha? Hver vinnur það'

Skjaldbakan auðvitað. Það veit almenningur.

Knús á þig Jenný mín...geta verið töff þessir þjónustufulltrúadagar. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 15:33

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir að vekja athygli á þessari færslu Jenný

Sigrún Jónsdóttir, 24.9.2008 kl. 16:57

3 Smámynd: Gulli litli

Hljómar vel þetta skepnuhald í garðinum. Á sunnudaginn gætirðu t.d. slátrað lærinu á rollunni...

Gulli litli, 24.9.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já þið eruð ekki öfundsverð hér upp á eyjunni og kærar þakkir fyrir að benda á færsluna.  Hún ætti að birtast víðar. 

Ía Jóhannsdóttir, 24.9.2008 kl. 17:20

5 identicon

Hey Geir Haarde er búinn að segja það margoft að það sé allt í fína lagi... :)
Mig grunar reyndar að hann haldi að það sé verið að spyrja hann hvort hann sé með kryppu... þess vegna láti hann eins og ekkert sé í gangi

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 17:25

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Allt verður þér að mat kæra Jenný. Þú ert stórskemmtileg skjaldbaka.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.9.2008 kl. 17:26

7 Smámynd: Hugarfluga

No kidding, vúman! Bónusferð í gær, þar sem eina kétið var pakki af afsláttarkjúllabringum, en annað var mjólk, ostur, brauð, smér og fleira "ómerkilegt" kostaði okkur 10 þúsund spírur, takk fyrir.  Þetta er svínslegt og óásættanlegt!

Hugarfluga, 24.9.2008 kl. 17:27

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jenný mín ég skal bara segja þér það að ég ætla fá mér hænur í garðinn og rækta mitt grænmeti sjálf, þegar ég flyt til húsbands....já svei mér ef ég fæ mér ekki kindur líka...þetta er löngu hætt að vera fyndið þetta kreppuástand...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.9.2008 kl. 17:30

9 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 24.9.2008 kl. 17:39

10 Smámynd: Ragnheiður

Af svipuðum örsökum er ég alveg foxill eins og er..leigubílar eru að verða óeðlilega dýrt "hobby". Mitt kæra tryggingafélag vill fá 294 þúsund spírur nú á ári fyrir að ábyrgjast farartækið mitt. Tryggingapakkinn í þessu heimili hefur hækkað um heilar 25000 krónur per mánuð.

Ég er alveg =#%/&%#=)(#= og gríp til aðgerða

Ragnheiður , 24.9.2008 kl. 17:59

11 Smámynd: M

Er að undirbúa saumaklúbb með tilheyrandi gotteríi í körfuna. Það kostaði sko skildinginn. Eins gott að þær éti þetta og þakki fyrir

M, 24.9.2008 kl. 18:10

12 Smámynd: Ragnheiður

M ég myndi selja inn , sko upp í kostnað

Hvað er ég annars að bulla á annarra manna bloggsíðu

Ragnheiður , 24.9.2008 kl. 18:22

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Úff....ég vil ekki byrja að tala um matarverðið...ég kaupi inn fyrir fimm og ég verð alltaf og ég meina alltaf hissa þegar talan við kassann kemur! Ég er ekki að grínast, ég hrekk við, verð hálf dofin...lít yfir matinn sem ég kaupi og huxa: Þetta getur ekki verið...ég er að kaupa svo lítið, bara brýnustu nauðsynjar (engar nautalundir hér). Þetta er akveg ótrúlegt og að kreppan skuli þurfa að vara einhver par ár í viðbót...þá verð ég farin að borða kál og maískökur sem er aðalfæða húsbands í Afríku þessa dagana...spurning um að biðja hann að koma með uppskrift heim (vinsamlegast lesist ekki sem fordómar gegn Afriku )

Farin að lesa, pása búin !

Sunna Dóra Möller, 24.9.2008 kl. 18:43

14 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Æ, þú ert svo skemmtileg, Jenný, ég næstum græt af hlátri að lesa hvernig þú setur skoðanir þínar fram...... friggings skjaldbaka!!!  ....besta myndlíking sem ég hef heyrt.

Og takk fyrir að benda á færsluna mína

Lilja G. Bolladóttir, 24.9.2008 kl. 19:18

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jenný litla! Þú ert ekki konan sem heldur skepnur! Ég sé þig ekki fyrir mér blóðuga upp fyrir haus við slátrun og aðgerðir! 

Sé þig miklu fremur fyrir mér sem fórnarlambið........

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 19:23

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Jenný mín þú ert með sykursýki svoleiðis er minn hjartkæri  manni minn líka með. Já það er allt svo hræðilega dýrt að manni sundlar bara. Stórt knús

Kristín Katla Árnadóttir, 24.9.2008 kl. 19:34

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Minnstu ekki á matarverðið ógrátandi, var svo sein í búð að ég varð að versla í Nóatúni og þar var klippt af mér hönd og fótur við kassann fyrir einn grillaðan kjúlla, smá salat og nesti fyrir stjúpbarnið í skólann. 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.9.2008 kl. 21:09

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóga: Í leti minni hendist ég stundum í Nótatún.  Þ.e. gerði þangað til nýlega.  Ég varð að horfast í augu við það að ég er ekki "something in oil or diamonds".  Maður er rændur um hábjartan daginn.

Hrönn: Er það nema von að þú sjáir í mér bévítans fórnarlambið, með meirapróf á viðbjóðinn.

Katla: Takk.

Lilja: Anytime.

Sunna: Láttu karlinn koma með afríska eldhúsið heim til þín.

Horsí: Góð, hehe.  Djöfuls rán á bílatryggingum og öðrum tryggingum reyndar.

M: Þú átt að fara að ráðum Horsí og selja inn.

Krumma: Á ekki að selja manni af þessu heimaslátraða? Múhaha

Fluva: Góð, í Bónus er það nema von að það sé svínslegt.  ARG

Svanur: Takk sömuleiðis.

Doktor E: Garg (úr hlátri).

Gulli litli: Já ég aflima memeið little by little.

Takk öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 22:49

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Ég sé að þetta kemur út eins og þú sért með meirapróf á fórnarlambið, en ég var sko að tala um mig.  Hahahaha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 22:49

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heppin varstu að ég var steinsofnuð! Annars hefði ég sko gert allt vitlaust........

Hrönn Sigurðardóttir, 25.9.2008 kl. 10:18

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sjúkkit og mig grunaði það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband