Leita í fréttum mbl.is

-The "E" Word -

Ég skrifaði einhvern tímann færslu um "EN-heilkennið".  Sem mér finnst alveg merkilegt fyrirbrigði.

Fólk samþykkir það sem þú segir og segir svo "en" og er svo gjörsamlega ósammála.

Eða þá heldur einhverju fram og tekur það svo strax til baka með "en-inu".

Ég er að velta því fyrir mér hvort það sé ekki algjör óþarfi að teygja lopann á þennan máta í staðinn fyrir að koma sér beint að efninu.

Ég tek dæmi:

Nei Jenný, þú ert alls ekki frek og hvatvís EN þú ert frekar skapstór og segir yfirleitt það sem þér dettur í hug án þess að hugsa.Errm

Nei Guðrún, þú er sko ekki feit fyrir fimm aura EN hefurðu eitthvað pælt í að fara í líkamsrækt?  Það hreinlega leka kílóin af fólki er mér sagt.

Nei Elsa, ég er alls ekki móðguð út í þig EN mér fyndist nú að þú ættir að gæta þín á hvað þú segir, þú gætir sært fólk.

Og hin hliðin.

Ég er sko alls enginn rasisti, það má guð vita EN ég er algjörlega á móti því að við kjaftfyllum allt af útlendingum og svo taka þessir andskotar vinnuna frá Íslendingum.

Ég er jafnréttissinni út í gegn EN mér finnst þetta kerlingarvæl um að konur fái lægri laun og að gengið sé fram hjá þeim algjört móðursýkistal og femínistavæl.

Við stjórnmálamenn lofuðum bættum kjörum til þeirra lægst launuðu í þesum mánuði EN við ætlum ekki að gera það. Só?

Af hverju segjum við ekki bara hvað okkur finnst án þess að pakka því inn í viðurstyggilega væminn glanspappír og eyðum svo fleiri klukkutímum í að ofskreyta böggulinn með slaufum?

Ég veit það ekki, ég dett í þessa gryfju sjálf og hljómsveit hússins missir sig reglulega í "en-ið" líka.

Í morgun áttum við heitar fjármálaumræður við morgunverðarborðið.

Ég: Ertu að segja að ég sé eyðslusöm?

Hljómsveitin: Neið auðvitað ekki EN þú ert að fara að kaupa þetta sóandsó þrátt fyrir að það sé þræl dýrt og við þurfum ekkert á því að halda.

Ég: Þá ertu að segja að ég sé eyðslusöm Einar.

Hljómsveitin: Nei alls ekki EN þú mættir fara aðeins betur með peninga stundum.

I rest my case og ég elska þennan mann.

Og ekkert helvítis EN með það.

EN..

Djók.

Síjú


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hah! Ég skal taka ykkur á námskeið!

Þú kennir mér bara muninn á hægri og vinstri í staðinn

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 10:05

2 Smámynd: Gulli litli

Mér finnst þetta frábær færsla en geturðu ekki beðið einhvern að hjálpa þér með skrifin.......djók.

Gulli litli, 24.9.2008 kl. 10:24

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gulli: Nákvæmlega svona.  Hahaha.

Hrönn: Díll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 10:30

4 Smámynd: Ragnheiður

Hehe mér tekst alltaf að hlusta betur á það sem kemur á eftir EN.

(voðalega geta kallar annars verið húmorslausir þegar maður ÞARF að kaupa eitthvað!)

Ragnheiður , 24.9.2008 kl. 10:36

5 Smámynd: Kolgrima

Frábær færsla, þú ert svo flott! Uppskrift að skyndibrjálæði: ég er jafnréttissinni en.... 

Kolgrima, 24.9.2008 kl. 10:40

6 Smámynd: Laufey B Waage

Ég þarf að pæla í þessu. Vá hvað ég verð miður mín ef á eftir að uppgötva ef-sindrómið hjá sjálfri mér.

Laufey B Waage, 24.9.2008 kl. 10:49

7 Smámynd: Laufey B Waage

Meinti auðvitað EN-sindrómið en ekki ef.

Laufey B Waage, 24.9.2008 kl. 10:50

8 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta heilkenni er mjög skemmtileg pæling, sérstaklega JÁ EN heilkennið. Það er svo innilega hægt að festast í því, þið vitið,
..svona upplifun að maður er jú að meðtaka það sem sagt er og já maður viðurkennir nú alveg að það sé einmitt svona... og svo kemur þetta stóra JÁ EN.... og svo er sagt meira við mann og aftur samþykkir maður það svo sem en svo kemur aftur ....JÁ EN....
...sem sagt eitthvað svona sem kraumar þarna undir niðri sem maður bara verður að hanga í eða þannig

Æ þið vitið hvað ég meina er það ekki?
 

Kolbrún Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 10:50

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að þessu, en öllu gamni fylgir nokkur alvara....

Jónína Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 11:16

10 identicon

 En syndrumið hahahahahaha.Við erum æði mörg með það

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 11:22

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha ég notaði þetta EN með mikilli áherslu í gær þegar ég var að tala við Önnu Möggu ritstjóra: Mér finnst þetta rosalega flott, æðislegir litir, myndin frábær EN... hehe

Svo nota ég svolítið fyrsta dæmið frá þér (EN (hehe) ekki þetta með að þeir taki vinnuna frá okkur...´) Ég veit ég er vonlaus

Jóna Á. Gísladóttir, 24.9.2008 kl. 11:33

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær ertu Jenný mín, En hefurðu nokkuð pælt í því að þú getur stuðað bloggvini þína með svona skrifum ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2008 kl. 11:40

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Don´t yeahhh but the universe segi ég nú alltaf enda mikið til í þeirri speki,,en maður má þó ekki gleyma..ble ble ble.

Það er alltaf gaman að..hvort segir maður gaman af eða gaman að...þér Jenný mín. En stundum bara skemmtilegra en gaman..you see?? 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 12:30

14 identicon

þú ert frábær og ekkert EN með það!

alva (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 13:49

15 Smámynd: Þröstur Unnar

En ég er meira krútt en Hrönn.

Þröstur Unnar, 24.9.2008 kl. 14:11

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg, ég var búin að svara hverju og einu ykkar og það vistaðist ekki.  Ég er að verða brjáluð á þessu.

En ég elska ykkur öll og þið verðið að taka viljann fyrir verkið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 15:20

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þröstur!! Ég er krútt netheima!

Hrönn Sigurðardóttir, 25.9.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.