Þriðjudagur, 23. september 2008
Segðu ostur
Einu sinni á ári var tekin bekkjarmynd í Melaskóla hér í denn.
Eða var það sjaldnar?
Alla vega þá fór maður í sparifötin og skartaði sínu besta á myndinni. Eða reyndi það að minnsta kosti.
Þetta var gert með góðum fyrirvara og ég hef ekki hugmynd um hvort það kostaði eitthvað sérstaklega, sennilega þó.
Við fórum á sal þar sem herlegheitin af gáfnaljósunum hennar Þóru Kristinsdóttur kennara voru fest á filmu.
En þegar frumburðurinn minn hún Helga Björk var í sænskum barnaskóla var ég beitt skólamyndaofbeldi af Göteborgs Skolfoto.
Amk. tvisvar á ári kom hún heim og sagði mér að það hafi verið tekin skólamynd. Ein af bekknum og svo sería af hverju barni.
Nú hefði það svo sem ekki verið mikið mál en þetta fór þveröfugt ofan í mig. Göteborgs Skolfoto lét sig ekki muna um að koma á heilum myndatökum án þess að foreldrar hefðu hugmynd um að það stæði til. Ekki börnin heldur.
Svo barst umslag með stöðluðum og steingeldum litmyndum sem mig langaði ekkert að eiga, nema kannski eina annaðhvort ár í mesta lagi. Í umslaginu var svo gíróseðlill með dágóðri upphæð og 15 daga greiðslufrest minnir mig.
Það stóð reyndar í áföstu bréfi að maður gæti skilað myndunum innan x daga ef þær féllu ekki í kramið.
Halló, segir maður við barnið sitt: Þetta eru ömurlegar og illa teknar myndir, ég vil ekki eiga þær?
Ónei, maður borgaði steinþegjandi og hljóðalust.
Flestir foreldrar voru illa pirraðir á þessu fyrirkomulagi en það gerðist aldrei neitt.
Hver sem er hefði getað framið þessar myndatökur sem voru eins óspennandi og frekast er hægt að ímynda sér.
Nú virðist sama upp á tengingnum í íslenskum skólum, en núna á að bregðast við með því að aðeins þeir sem hafa pantað myndir þurfi að greiða fyrir þær.
Næg eru fjárútlátin fyrir skólann samt þó ekki sé verið að kengbeygja foreldra til að borga fyrir dittinn og dattinn sem þeir hafa jafnvel ekki ráð á.
Það er amk. lágmarks kurteisi í viðskiptum að biðja um samþykki kúnnans áður en vörunni er klínt á þig.
Reyndar eiga foreldrar íslenskra grunnskólabarna alla mína samúð.
Það hlýtur að vera þungur biti að kyngja að þurfa að leggja út stórar fjárhæðir fyrir hvert barn þegar meginþorri fólks þarf að vinna frá morgni til kvölds til að eiga í sig og á.
Já þetta er krepputal, enda bullandi hækkanir á öllu hvert sem litið er.
Segið "cheese".
Talsmaður neytenda ávítar ljósmyndastofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
já veistu thetta er doldid lodid med thessar skólamyndatøkur..hér eru teknar myndir af øllum i skólanum af ljósmyndara, bædi hópmynd og grútur af einstaklingsmyndum..svo á madur ad fara á netid og panta..nú..krakkarnir audvitad spenntir ad mann kaupi myndir,," hva,auddad kaupirdu mynd af mér..viltu ekki mynd af barninu thinu??" sem og audvitad madur vill..en thetta er skrattans ekki gefid..ein fjárans mynd á einhver thúsund..jújú portrait og whatnot...en thegar madur á t.d fjøgur thá er thetta dáldid snúid..og á námslánum i thokkabót...
María Guðmundsdóttir, 23.9.2008 kl. 14:24
Ostur....
Jónína Dúadóttir, 23.9.2008 kl. 14:37
Ekki laust við að ég sé svolítið sammála þér.En mikið þykir mér vænt um myndirnar mínar í dag.Í sparikjól og án.Engin spariföt á gelgjunni.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 15:04
Mikið var ég fegin að dóttir mín var sammála mér að hundsa myndina í fyrra. Var ömurleg eins og hún (dóttir) mín er nú sæt. Yfirleitt eru þau nývöknuð með húfufar og jafnvel nýkomin úr sundi hehehe Bekkjarmyndina hefði ég getað tekið á símann minn !! Svo slæm var hún.
Já allt er að hækka og er þetta orðið óþolandi.Nýjasta nýtt er að samræma á öll matarverð skólanna í Reykjavík og breyta greiðsluforminu, sem þýðir bara hækkun á verði
M, 23.9.2008 kl. 15:16
" ... segir maður við barnið sitt: Þetta eru ömurlegar og illa teknar myndir, ég vil ekki eiga þær?" (JAB)
Þa nebbla það. Við fullorðnu getum lýst frati á svona lagað, en krakkaræflarnir gætu litið á það sem e-s konar höfnun. á einni bekkjarmynd af dóttur okkar lítur hún út eins og útlifaður sukkari, nývaknaður í hitaveitustokki í rigningu, með koddafar á kinninni (9 ára!) (*_*)
Beturvitringur, 23.9.2008 kl. 15:39
Bíddu var þér ekki bannað að tengja færslur við Mbl fréttir eða hvernig var það?
Jói (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 15:59
Í skólanum sem mín börn eru í pantar maður myndirnar áður en þær eru teknar svo það er enginn neyddur til að kaupa þær. Svo eru þetta myndir teknar af fagmönnum og bara hinar fínustu myndir...og á fínu verði líka. Svo ég er bara mjög sátt.
Brynja Hjaltadóttir, 23.9.2008 kl. 16:23
Brynja: Þetta er í lagi sums staðar.
Jói: Mér þykir leitt að valda þér vonbrigðum en mér hefur aldrei verið bannað að tengja við fréttir. Þú verður að fylgjast betur með.
You´ll get over it.
Beturvitringur: Ég er í kasti.
M: Skil þig.
Og ykkur öll reyndar.
Ég er því miður búin að týna mínum myndum en veit að þær eru í Melóbókinni.
Auðvitað vill ég bekkjarmyndir af börnunum mínum það er fyrirkomulagið sem ég er ósátt við eða var réttara sagt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 16:32
Veistu af hverju Noregskonungur er alltaf svona skrýtinn í framan á öllum mynum? Það er af því að hann er svo þjóðlegur að þegar honum er sagt að segja cheese segir hann ost.
Helga Magnúsdóttir, 23.9.2008 kl. 16:39
Ómæ... ég man eftir hóp-bekkjarmyndunum í kringum 90-og-eitthvað þar sem tískan var EKKI hliðholl ungu fólki. Drengirnir girtir upp að geirvörtum og ekki vorum við stelpurnar mikið skárri. Klippingarnar eins og foreldrum manns væri illa við mann og þætti gaman að hlæja að hárinu á manni. Kræst hvað ég get hlegið þegar ég skoða þessar myndir!
Berglind Inga, 23.9.2008 kl. 16:43
Góð Helga
M, 23.9.2008 kl. 17:03
Skólamyndaofbeldi......brilljant...
Gulli litli, 23.9.2008 kl. 17:13
Ég á Melóbókina, Jenný... Hvað hét bekkurinn þinn?
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.9.2008 kl. 17:30
þessar skólamyndatökur koma mér alltaf úr jafnvægi.....ég gleymi alltaf að borga þessar myndir (get ekki annað en keypt þær vegna þess að grísunum mínum finnst þetta eitthvað svo skemmtilegt)..... sumt er bara til þess fallið að valda manni vandræðum !
Sunna Dóra Möller, 23.9.2008 kl. 19:24
F frá 7 og uppúr Hanna Lára.
Hehe þið eruð frábær.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 20:11
Takk fyrir mig elsku Jenný mín og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:44
Má segja smurostur?
Jú það hlýtur að vera.
Þröstur Unnar, 23.9.2008 kl. 20:59
Það er bráðfindið að skoða þessar gömlu myndir og ég á enn nokkrar, held ég einhvers staðar, alveg frá því ég var í Ísaksskóla.
Ég er með sexára myndirnar af krökkunum mínum enn á náttborðinu og þaðan fara þær ekki fyrr en ég er öll.
Ía Jóhannsdóttir, 23.9.2008 kl. 21:36
Nú fer ég næst að ráðum ÞU og Noregskonungs og vel skemmtilegar ostategundir. Yrði ekki flott að sjá heila fermingarveislu segja Caaaamenbert eða Hööööfðingi. Mun gera nokkrar tilraunir og læt svo vita.
Beturvitringur, 23.9.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.