Föstudagur, 19. september 2008
Djö.. langar mig til að sofa hjá þér
Ein ein selfölgelihets-rannsóknin hefur litið dagsins ljós.
Karlar hafa tilhneigingu til að ofmeta útlit sitt og persónutöfra. Hehemm.. Fréttir? Æ dónt þeink só.
Ekki það að konur eigi þetta ekki til líka, jújú.
En svo er til fólk sem tekur þetta alla leið. Sem er t.d. í skemmtanabransanum og heldur sig Adonis endurborið með hæfileika af guðs náð.
Ég man eftir tveimur íslenskum - í músík og ætla ekki að nafngreina þá.
Það er til svona fólk sem hefur ekki sans fyrir sjálfu sér. Er gjörsamlega ástfangið af eigin persónu. Þetta er fólkið sem horfir í spegil og segir hátt og skýrt;
Djöfull langar mig til að sofa hjá þér.
Liberace eða hvað hann hét, skrauthomminn á píanóinu er skólabókadæmi. Maðurinn var ekki alveg að gera sig í tónlistinni en dressin hans voru flott, þ.e. ef þú ert svag fyrir því að klæða þig í jólaskraut.
Hugs, hugs, hugs, Jane Mansfield var ein, sorgleg sagan hennar og allt það en hún var alveg með það á hreinu að hún væri leikkona. Ekki að gera sig.
Hugs, meira hugs, jú Cher, hún er ekki nein sérstök söngkona, en hún brillerar sem gína.
Fyrrverandi hennar hann Sonny hélt því fram að hún væri svo tóm í höfðinu að hún tryði því að vindurinn hafi mótað myndirnar af forsetunum í fjallið í Ameríku.
En hann hefur bara verið fúll út í konuna vegna þess að hún skildi við hann.
Munið þið eftir fleirum svona sem eru einir í sínum aðdáendaklúbbi?
Farin að týna strá.
Karlar ofmeta persónutöfra sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:26 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2987152
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Brillerar sem gína!
Gvöð hvað ég vona að þetta verði aldrei lýsingin á mér
Hrönn Sigurðardóttir, 19.9.2008 kl. 13:13
...nei þetta eru sko ekki fréttir
Hólmdís Hjartardóttir, 19.9.2008 kl. 13:17
Lýði minn: Hélstu að þú hefðir dottið inn á fund hjá Framsóknarflokknum?
Stelpur: Góðar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2008 kl. 13:20
Mér skilst að sjálfshátíðir á Íslandi séu mun algengari en útihátíðir enda sagði skáldið: ,,Íslendingar einskis meta, alla sem þeir geta." Það hygg ég sé hin hliðin á gínuliberacianum.
Gunný (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 13:38
GMG....það er varla að mar þori að nefna fólk sem er eitt í sínun aðdáendaklúbbi.....en læt vaða og hverf svo úr landi sporlaust !
Ólafur F...svona undir að síðasta !
Geir ólafs....níd æ sei væ !
Fjölnir Þorgeirsson fyrir svona einhverjum árum síðan (á séð og heyrt Mel B tímanum...)!
Farin í flug
Sunna Dóra Möller, 19.9.2008 kl. 15:34
Ég gæti nefnt nokkra stjórnmálamenn, nokkra "Guðsmenn", nokkra í skemmtanabransanum og nokkra fjölmiðlamenn.....en ég þori það ekki, hef ekki efni á flugmiða
Sigrún Jónsdóttir, 19.9.2008 kl. 15:44
Ég man ekki eftir neinum.
Þröstur Unnar, 19.9.2008 kl. 15:54
AAAAAHHHHH erum við ekki ÖLL svona inn við beinið, við bara erum misjafnlega frökk að láta það sjást. En engu að síður er þetta rétt hjá ykkur að það eru ákveðnir einstaklingar sem sem ganga of langt meir að segja Páll Óskar stundum, eða Logi Bergman, Jón Ársæll, Þórhallur Gunnarsson, Vala Matt og fjöldin af alskyns fjölmiðlafólki sem er so upptekið af sjálfum sér að það er í vandræðum með að koma öllum vinum sínaum að á skjánum, eða síðum blaðana.
kær kveðja
Jón Svavarsson, 19.9.2008 kl. 16:36
Ertu alveg frá þér ég þori ekki að segja hvaða fólk mér dettur í hug einmitt núna, það yrði allt brjálað hér á síðunni heheheh....
Ía Jóhannsdóttir, 19.9.2008 kl. 16:44
"Það er til svona fólk sem hefur ekki sans fyrir sjálfu sér. Er gjörsamlega ástfangið af eigin persónu. Þetta er fólkið sem horfir í spegil og segir hátt og skýrt;
Djöfull langar mig til að sofa hjá þér."
Er það ekki einmitt það fólk sem gerir einna mest af því, þ.e. sofa hjá sjálfu sér
Karma (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 17:45
Gleymist ekki aðeins í þessari rannsókn og umræðum sú staðreynd um konur að þið eruð margar hverjar óánægðar með ykkur sjálf með hugann stútfullann af hugmyndum um hvernig þið eigið að líta út samkvæmt nýjustu uppskriftinni úr Nýtt líf, Vikunni, Vogue o.s.frv ? Óraunhæfar kröfur hægri vinstri og ég fer ekki að nefna meira því það er svo mikið. Þið þekkið þetta eflaust mikið betur en ég
Alls ekki meint sem eldskot í flugeldasmiðju, bara benda ykkur á þetta
Danni (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 18:59
Na, ekki alveg sammála þér um Cher, alveg þokkalegasta rokksöngkona og alls ekki slæm leikona heldur.En mikið rétt, hún hefur farið í óteljandi fegrunaraðgerðir, sem ansi stór hluti frægra kvenna hefur reyndar líka gert.
Magnús Geir Guðmundsson, 19.9.2008 kl. 21:39
Magnús Geir: Við erum ekki alltaf sammála sem betur fer. Híhí.
Danni: Þú hefur allveg hárrétt fyrir þér. Það er svo einfalt.
Karma: Ég hafði nú aðeins öðruvísi "svefn" í huga.
Ía: Hehe.
Jón: Hm.... ekki veit ég um þetta.
Þröstur: Enda löngu kominn á þann aldur að fara að gleyma stöffi.
SD: Þú ert með það.
Gunný: Góð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2008 kl. 21:54
Sko, ég er ekkert að fíla svona bömmera.
Janis Joplin var mega sexy bara röddin hafði ákveðin áhrif, sem ég er svosem ekkert að fara útí.
Glaumbær var góður staður að vera á.
Vorin voru falleg í Hljomskó.
Reykjavíkurnætur voru upplifaðar af þeim sem voru og eru Miðbæjaríhöld og klikkuðu ekki á helgi í Glaumnum.
Við elskuðum, nutum og upplifðum. Nú erum viðallt í einu á einhverjum pólitískum köntum.
Iss ég vil miklu frekar vera á allt öðruvísi köntum . Ég held að þú vitir alveg hvað ég meina,
Blæðandi hjarta fólk er stundum áhugavert en ekki altaf.
Stundum er lífið Blues stundum Rock and roll. Svo les maður skít um nevell, sem var goody gaur.
Elsku besta, við höfum lifað helvíti flotta tíma. Verum þakklát og berjumst fyrir börnin okkar. See Okkar unga fólkhefur miklu meiri þolinmæði, rósemi og margt sem við leituðum að en fundum ekki fyrr en við horfðum á vöggu þeirra.
Æ mín kæra, hættum að rífast og föðmumst eins og gert var í Glaumnum, ef einhver fílaði ekki hvað hinir voru að pæla. Jörðin snýst samt.
Miðbæjaríhaldið
enn á Sóleyjargötunni en ráðsettur á sínu 27 ára brúðkaupsafmæli
Bjarni Kjartansson, 19.9.2008 kl. 23:52
Cher er það góð söngkona að kallinn hennar fyrrverandi renndi sér á tré og dó....Held samt ekki að það sé ástæðan en hver veit...
Gulli litli, 20.9.2008 kl. 07:06
Gilzenegger eda hvad hann nú heitir...og já , ýmsir fleiri i thessum klúbb held ég...
En EKKI ég...
María Guðmundsdóttir, 20.9.2008 kl. 07:09
Af hverju er fólki upp til hópa í nöp við Cher?
Hún fer ekki í felur með það sem er efst/ofarlega á lista hjá flestum konum og körlum líka.
Hún hefur aldrei lent í hneykslismálum sem vega eitthvað á nútímamælikvarða.
Henni hefur tekist að framfleyta sér og sínum - og ófáir fegrunarlæknar (geri greinarmun á lýti og fegrun) hafa notið þess að hún, svona fræg manneskjan hefur valið þá til að tálga sig.
Ég viðurkenni fúslega að ég prísaði mig sæla ef ég liti jafnvel út og þessi nú aldurhnigna skvísa. Munurinn á Cher og okkur hinum er sá að hún lætur ekki selja sér bolaskít í krukku og gerir sér grein fyrir því að það þarf róttækari aðgerðir en að maka á sig kvölds og morgna - í von um að ná árangri. Og það þarf einbeitni til að láta sig hafa að fara í hverja aðgerðina á fætur annarri - og vita hvað þetta er óskaplega vont.
Ég er 48 ára og Cher var skvísa þegar ég var barn. Ég er orðin miðaldra kerling og Cher er ennþá skvísa.
Bara það að við skulum vera að spekúlera í henni, segir okkur að henni hefur vegnað vel - þó svo að ömmur hennar væru e.t.v. ekki tilbúnar til að kannast við svipinn á henni.
Þetta er hæfileikaríkur kvenmaður sem hefur nýtt sitt til hins ýtrasta án þess að verða fræg að endemum fyrir að meiða aðra.
Og svo á hún helling af fallegum skóm..........
Linda María (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 09:18
Linda María: Þetta er nú bara til gamans gert. Cher er frábær leikkona. Er bara alltof lítið í því. Ég myndi drepa fyrir skóna hennar.
Miðbæjaríhald: Nú hentist ég niður minningagötu á ljóshraða. Takk fyrir þitt innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2008 kl. 09:34
Er ég svona grafalvarleg í orðavali?
Ég þar greinileg að láta mynstra mig á spaugnámskeið
...en ég vissi að þetta með skóna vekti samúð þína......
Linda María (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 09:51
Æi stundum þarf ég að vanda orðavalið LM, ég skoðnáði húmornum (hehemm spauginu) alveg right on the money sko.
En spaugsnámskeiðin eru bráðnauðsynleg.
Nú eða að skrifa "þetta er brandari" fyrir framan spaugimálin sko eins og t.d. höfundar íslenskrar fyndni gerðu hérna á árum áður.
Skórnir, skórnir, skórnir.
Vér Ímeldur þessa heims erum að tengjast hérna biggtæm.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2008 kl. 12:25
Ég á Ungling sem er klárlega formaður eigin aðdáendaklúbbs hehe hann kemst ekki fram hjá spegli..
en meðlimir klúbbsins eru fleiri og ég er varaformaður
Jóna Á. Gísladóttir, 20.9.2008 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.