Miðvikudagur, 17. september 2008
Hjá borginni - minn afturendi
Mér finnst voða krúttlegt að sjá Hönnu Birnu svara í símann í borginni og fyrst var ég alveg; dúllan og sonna.
Svo fór ég að hugsa, (já ég veit það, stór-furðulegt en ég á þetta til þegar minnst varir).
Vildi svona skemmtilega til að blaða- og myndatökumaður móðurblaðsins var á rambi um Símaverið hjá borginni og gengu þar fram á Hönnu Birnu alveg í starfskynningu á fullu?
Auðvitað ekki. Það tekur krúttlegheitin niður um helling þegar maður fattar að allt svona er sett á svið.
Þetta er ímyndasköpun í beinni útsendingu.
Fjandinn að maður skuli vera orðinn svona kaldhæðinn á gamals aldri.
Það verður erfiðara með hverju árinu fyrir mann að sjá hlutina eins og þeir eru settir upp fyrir mann.
Sama fyrir kosningar, þegar frambjóðendurnir hanga á kaffistofum og í vélar- og pökkunarsölum út um allan bæ en myndu ekki fyrir sitt litla líf koma í námunda við viðkomandi starfsemi á milli kosninga.
Gætuð þið ekki kastað ykkur fyrir björg að sjá t.d. Áddna fjár með fyrstihúsahúfu í innilegum samræðum við pökkunarkonuna? Alveg intú itt?
Algjört stílbrot.
Mér er alveg sama hvar í flokki menn standa þeir eiga ekki að setja á svið einhver sjónarspil í aumri tilraunastarfsemi sem ætlað er að blekkja fólk.
Steingrímur með sveðjuna á lofti í frystihúsinu, Solla í pípulögnum, Áddni í dósaverksmiðju, Kiddi Sleggja í þvottahúsi og Geir í loðnu er ekki að gera neitt fyrir mig.
Hanna Birna, geðþekk eins og hún er og hún má eiga það, á ekki að vera að svara í símann fyrir blaðamenn.
Hvað varð um spekina úr bókinni um að hægri höndin skuli ekki vita hvað sú vinstri er að bardúsa?
Er ekki gott að halda henni til haga?
Hjá Reykjavíkurborg góðan dag, minn afturendi.
Símadama á borgarstjóralaunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Einmitt það sem ég hugsaði, PRstunt, ekkert annað. Einhvernveginn læðist að manni sá grunur að borgarfulltrúar ætli að ná vinsældum út á svona hluti. Og fólk svo bláeygt og kjánalegt að grípa þetta á lofti; Guð hvað hún er almennileg, og lítillát !!!! bla bla.....
Þetta er ekkert annað en sýndarmennska af verstu tegund og hana nú.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2008 kl. 14:22
Geðið að gefa sig? Hafið þið allt á hornum ykkar? Þið eruð þessar sem talið við sjónvarpið. Crumpy Old Ladys.
365, 17.9.2008 kl. 15:02
Er þetta satt stelpur? Eruð þið Crumpy??
Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 15:27
Ásthildur: Eins og leikrit.
365: Þú ert þrjúhundruðsextíuogfimmsinnum leiðinlegur
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2008 kl. 15:28
Hrönn: Nei, þessa stundina hjala ég við sjálfan mig.
Ég get fjandinn hafi það ekki gert að því þó fólk fari offari í pr-stöntum. Bara gaman þegar það eru andstæðingarnir í pólitík. Múhaha.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2008 kl. 15:29
Nú dey ég CRUMPY las þetta sem grumpy. Crumpy er nottla annað mál og mun alvarlegra.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2008 kl. 15:30
Einmitt. Ekki svona neikvæðar.
Um að gera að slumma og slafra í sig öllu heila gumsinu sem frá þessum dálausu lýðskrumurum kemur. Með bros á vör
Ekki hugsa.
Rómverji (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 15:32
Þetta var að mínu mati leiðinleg sviðsetning en aftur á móti þarft fyrir konuna að kynna sér störf fólksins. Hún á náttúrulega enga samleið með símadömunum í launamálum. Mér finnst þessi starfskynning bara engin frétt.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 17.9.2008 kl. 15:41
Það er alveg rétt þessi starfskynning er engin frétt. En hvað er málið ?? Á Hanna Birna að hækka í áliti hjá fólki fyrir þetta ??
Hún myndi kannski gera það ef að hún væri sett á símadömulaun.
Linda litla, 17.9.2008 kl. 16:09
Hanna Birna má alveg koma í starfskynningu til mín e.kl.18:00, en Kiddi sleggja fær ekki inngöngu hér í þetta þvottahús.
Þröstur Unnar, 17.9.2008 kl. 16:22
Af hverju ertu búin að breyta litnum!
Já og taka út blúnduna?
Edda Agnarsdóttir, 17.9.2008 kl. 16:43
Vá mér fannst þetta svo asanlegt og glatað e-ð að ég á ekki til orð. Hvað er að verða um alla þessa stjórnmálamenn... hvað er í gangi bara í þjóðfélaginu, Það vantar bara pjúra heiðarlega stjórmálamenn sem eru í þessum störfum af hugsjón. í dag virðist allt snúast um að búa til rétta ímynd en svo er ekkert á bakvið þessa ímynd. Vá hvað maður er orðinn þreyttur á þessu!
Viktoria (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 16:59
kommon...thetta er nú bara halló finnst thessi "stunt" hjá thessum pólitíkusum ótholandi,nákvæmlega..med frystihúsahúfurnar á lofti og flr i theim dúr..uss...bara sleppa thessu..frekar patrónæsing ad minu mati..sérstaklega thegar fæstir hafa nokkru sinni unnid i verkamannastørfum
María Guðmundsdóttir, 17.9.2008 kl. 18:16
Og hvað með það? Athyglissýkin í sósjalistunum er engu minni, góða mín. Dæmigert væl í hinu bitra vinstrapakki sem aldrei er ánægt. Vinir þínir í VG og Samfylkingunni gátu meira að segja fundið sér tíma í fílabeinsturni sínum til að agnúast út í það að reisa eigi styttu af Tómasi Guðmundssyni, og kölluðu slíkt dæmi um karlæga hugsun!
Ef það er ekki PR stönt, þá veit ég ekki hvað. Munurinn á þessum tveimur stöntum er sá að annað virkar og sýnir borgarstjóra sem eðlilegan einstakling (annað en þeir 3 sem á undan fóru, vitleysingurinn, Villi gerspillti, og Dr. Dagur blaðurskjóða), en hitt sýnir að hinar bitru rauðsokkur fá að ríða röftum í VG og Samfylkingunni í borginni, okkur kjósendum til ómældrar kátínu.
Liberal, 17.9.2008 kl. 18:57
Ég mundi fyllast aðdáun ef alvörusímadaman fengi borgarstjóralaun
Jónína Dúadóttir, 17.9.2008 kl. 20:05
Blaðamenn hafa ekki fundið þetta á sér, það hefur verið hringt í þá og leikritið svo hafist þegar myndatökumenn hafa verið tilbúnir. Það hfur þurft eitthvað jákvætt í kringum borgarstjóraembættið og hugmyndaflugið ekki verið upp á marga fiska.
Sigrún Óskars, 17.9.2008 kl. 21:00
Hjartanlega sammála öllu í þessari færslu. Mér finnst allt þetta athæfi hjá pólitíkusunum sýndarmennska og ekkert annað. Ég sá myndskeið frá þessari uppákomu Hönnu Birnu og finnst hvorki staður ne´stund til að vera í einhverjum ímyndarleik.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 21:05
Þvílík sýndarmennska og stælar. Hvaða máli skiptir það hvort Hanna Birna kunni að svara í símann eða ekki? Ég hélt að það væri fólk til að sinna því og hún ætti að druslast til að taka til hjá borginni og sinna því starfi sem hún fær himinhá laun fyrir. Svei attan.
Helga Magnúsdóttir, 17.9.2008 kl. 21:46
Ójá Jenný, þinn "Endi"!
Hann færi örugglega betur í símadömustól en nafni hans á HB. og það þótt þú værir líka á Stjóralaununum!
Magnús Geir Guðmundsson, 17.9.2008 kl. 22:38
Ertu sem sagt að segja að þetta hafi ekki verið tilviljun ;-? Og undarlegt hvað blaðamenn láta oft nota sig.
En annars get ég sagt þér aðra sögu úr sama heimi. Það voru nefnilega einu sinni (sumir segja í sextán ár) til stjórnmálasamtök sem fóru í frystihúsin, sláturhúsin, skrifstofurnar og út um allt á hverju ári (í september) en ekki bara á kosningaárum. Þetta var Kvennalistinn. Og það var næstum undantekninglaust spurt: Hva, eru að koma kosningar?
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.9.2008 kl. 22:55
Þetta er þekkt fyrirbæri hjá Sjálfsstæðismönnum. Munið hvernig látið var með Árna Sigfússon þegar hann var leiðtogi þeirra í Reykjavík. Þá var Barbie lúkkið inn.
Víðir Benediktsson, 17.9.2008 kl. 23:37
Þetta var alveg rosalega flott hjá henni. Það er alveg stórkostlegt að borgarstjóri vilji kynna sér hvernig borgin virkar. Það skemmdi para pínulítið að hún breytti ekki um nafn til að fá rétt viðbrögð fólks og að hún þurfti endilega að hringja í pressuna til að auglýsa humbelheitin. Kannski ég láti það vera að falla fyrir pí ar stöntinu.
Villi Asgeirsson, 18.9.2008 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.