Leita í fréttum mbl.is

Leirtauságreiningur

Úff mér koma í hug blóðugar upplifanir úr eigin lífi.

Varðandi uppvaskið sko, hvort ég eða þeir sem ég hef verið gift eigi að þvo upp leirtau.

Þessi kona í Texas er í vondum málum, hún barði kærastann út af leirtauságreiningi.

Í mínu fyrsta hjónabandi þegar Rauðsokkuhreyfingin var upp á sitt besta og kvennabaráttan var í algleymingi þá var ágreiningurinn á heimilunum í kringum mig ásamt mínu eigin um grunnskilgreiningar á hlutverkaskiptingu.

Hver þvær upp?

Hver neglir nagla?

Hver þrífur klósett?

Hver skiptir um dekk?

Hjónabandið var eldfimt heima hjá mér af þessum sökum.  Karlinn var sprengjusérfræðingur (vá hann hefði getað sprengt mig í tætlur við eldhúsvaskinn, sjúkkit eins gott að við skildum) og ég var í bókabúðinni.

Ég eldaði og þvoði upp svona oftast.  Þegar réttindabaráttan var komin til að vera gekk ég stundum að honum þar sem hann sat eins og saltstólpi og horfði á fréttir og ég sagði blíðlega;

elskan, nú er ég búin að þvo upp fyrir þig, hvað ætlar þú að gera fyrir mig?

Hjónabandið entist í tæpt ár.  Jájá.

Baráttan hefur síðan færst af heimilunum að einhverju leyti og út í samfélagið  þar sem konur berjast fyrir jafnrétti í launum.

Hvað tefur?

Launamunur kynjanna eykst.  Það er ekki spurning um að rífast um uppvaskið lengur, nú er þetta spurning um að hífa launin upp til jafns við karlana.

Ef þú ert hjúkrunarfræðingur, skrifstofustjóri, deildarstýra, sálfræðingur eða almennur starfsmaður hjá hinu opinbera þá ertu metin til launa eftir kynferði.

Hvenær stýrir maður deildum með kynfærunum?

Ég lifði sæl í þeirri trú hérna í denn að þegar stelpurnar mínar væru komnar út á vinnumarkað væri launajafnrétti löngu orðin staðreynd.

Það er heldur betur ekki þannig.

Það er svo jafnréttisbaráttunni ekki til framdráttar að konur séu að keppast við að afneita því að mismununin sé til staðar.  Það er öllum til góðs, konum, körlum og börnum að fólk fái sömu laun fyrir sömu vinnu.

Arg ég leysti málin einu sinni með uppþvottavél, til að setja þau hjónaband sem á eftir komu í lágmarkshættu út af leirtausmálum.

Hvað er hægt að gera í launamálunum?

Kaupa jafnréttisvél?

Hmm....

 


mbl.is Ákærð fyrir líkamsárás í kjölfar rifrildis um uppvaskið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Kallinn minn tjáir öllum að ég hafi svift hann Nilfisk réttindum hérna um árið svo hann þykist seif

Brynja skordal, 16.9.2008 kl. 15:49

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl mín kæra. Treysti á að ég mundi hressast við að lesa bloggið þitt, þú skvíkur mig ekki. Eina ofbeldið sem ég man eftir tengt uppvaski, var þegar eldri systir mín hótaði mér með bekkjarýjunni á meðan hún píndi mig til að vaska upp ein þegar við áttum að gera það saman. Annars vil ég þakka þér fyrir pistilinn hér á undan, vil ekki svona replay, ekki minn tebolli, annaðhvort orginalinn eða sleppa því.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 16:01

3 identicon

Hér er sátt um þau verk sem gerð eru.Húsband fær EKKI að koma í þvottahús nema til að bera þungan þvott til og frá.Hann eldar ég geri hreinnt á eftirSamvinan er góð hér enda þessi fína uppþvottavél á heimilinu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:31

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Mér finnst uppvaskið heima hjá mér vanmetið starf.

Þetta launamisrétti er óþolandi.

kv.

Deildarstjórinn.

Þröstur Unnar, 16.9.2008 kl. 16:40

5 Smámynd: Ragnheiður

Mér líst vel á jafnréttisvél, ekki virðist þetta ætla að leysast á annan máta.

Ragnheiður , 16.9.2008 kl. 16:48

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það vantar einhverja svona vél....

Jónína Dúadóttir, 16.9.2008 kl. 17:10

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er með lausnina á þessum vanda!

Eignast bara stráka!! 

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 17:51

8 identicon

Psss.. það er búið að finna upp jafnréttisvélina. Hún er heima hjá mér og mallar alla daga. Ég ætti líklega að vera örlát og koma henni í fjöldaframleiðslu

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband