Leita í fréttum mbl.is

Árni kastar stríðshanskanum

 v

Ég er með eitt á hreinu - þessi mannfjandsamlega ríkisstjórn sem nú situr við völd er ekki mín ríkisstjórn og alls ekki ríkisstjórn kvenna í þessu landi þar sem jafnréttismálin eru á svo slæmu róli að launamunur kynjanna hjá hinu opinbera er að aukast jafnt og þétt, er nú kominn í rúm 17%.

Þetta fólk er ekki að vinna vinnuna sína.

Það er eins gott að halda því til haga að það er ekki bara Árni fjármála sem er farinn í opinbert stríð við ljósmæður og um leið almenning í þessu landi, því ekki láta ykkur detta í hug að það sé ekki gert með vitund og vilja samráðherra hans.

Ég hefði seint trúað því að kvennabaráttukonan ISG ætti eftir að sitja í ríkisstjórn sem svona fer að ráðum sínum gagnvart konum í þessu landi.  Kona sem ég hef alltaf treyst til að verja rétt kvenna.

Nú er verið að senda konur heim um leið og þær hafa fætt börnin eða á fyrstu klukkutímunum.

Er ég ein um að hafa áhyggjur af því?

Varla, en nú er spurningin hvað við gerum stelpur og allir sem láta sig málið varða.

Ætlum við að sitja undir því að þessi duglausa ríkisstjórn sýni okkur fokkmerkið hvað eftir annað á meðan meðlimirnir lifa í vellystingum praktuglega?

Við erum að verða þriðjaheimsland í jafnréttismálum eða stefnum amk. hraðbyri í það.

Goðsögnin um að við séum í svo góðum málum í þessu efni er lífsseigur andskoti.

En Árni kastaði stríðshanskanum.

Eigum við ekki að grípa hann á lofti?


mbl.is Fæddi og fór strax heim til sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þú ert klukkuð væna! Kíktu á bloggið mitt.

Edda Agnarsdóttir, 12.9.2008 kl. 12:11

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ef Samfylkingin rís ekki upp á afturlappirnar núna fá þau ekki mitt atkvæði í næstu kosningum.    Fólk á að safnast fyrir utan Fjármálaráðuneytið og krefjast afsagnar ÁM

Hólmdís Hjartardóttir, 12.9.2008 kl. 12:12

3 Smámynd: Ragnheiður

Það er ekki nóg að losna við Árna. ISG segir á vísi í dag að henni komi deilan hreinlega ekki við, sé ekki á hennar könnu.

Hvað segir það okkur Jenný ?

Ragnheiður , 12.9.2008 kl. 13:01

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ríkisstjórnin öll er ábyrg ekki bara Árni!

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 12.9.2008 kl. 13:11

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Konur Íslands sameinumst og setjum fætur í kross, (t.d. til að ekki verði til börn) þar til búið er að semja við ljósmæður. 

I promise, það verður búið að semja á mánudag.  ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.9.2008 kl. 13:26

6 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þú getur ekki verið í ríkisstjórn og haft enga ábyrgð nema gagnvart þínu ráðuneyti. Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir þessum ummælum ISG en það virðist vera algeng yfirlýsing þessarar ríkisstjórnar að málefni ráðuneyta komi ekki öðrum við en viðeigandi ráðherra og ríkisstjórnin í heild beri enga ábyrgð.

Steinn Hafliðason, 12.9.2008 kl. 13:39

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Það er nú slakt að geta ekki haldið í sér fram á mánudag.

Því í fjandanum eru ekki fleiri karlmenn að rífa sig um þetta mál, eins og okkur komi það ekki við. Skil-eggi.

Konur og karlar, setjum bara Árna á kross.

Góðar stundir.................

Þröstur Unnar, 12.9.2008 kl. 13:43

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta er með ólíkindum og til skammar! Ég vona að ljósmæður hviki hvergi og standi fast á sínu !

Sunna Dóra Möller, 12.9.2008 kl. 13:44

9 Smámynd: Ragnheiður

http://visir.is/article/20080912/FRETTIR01/27105826/-1/FRETTIR

Hérna er fréttin sem ég var að pirra mig á !

Ragnheiður , 12.9.2008 kl. 14:04

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góður Þröstur!  ... auðvitað er þetta mál karla og kvenna, var að hugsa um "þrýstihóp" .. Þetta mál kemur okkur svo sannarlega öllum við, ef að fæðing nýrra þjóðfélagsþegna kemur okkur ekki við getum við alveg eins gengið í sjóinn eða eitthvað...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.9.2008 kl. 14:05

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

eða í Sjálfstæðisflokkinn, vildi ég sagt hafa...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.9.2008 kl. 14:05

12 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Góð hugmynd hjá Jóhönnu, tek undir hana.

Elísabet Sigurðardóttir, 12.9.2008 kl. 14:17

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vitanlega ber öll ríkisstjórnin ábyrgð á þessu. Ef Árni væri undir þrýstingi frá samráðherrum sínum um að semja við ljósmæður væri þessi staða ekki komin upp.

Helga Magnúsdóttir, 12.9.2008 kl. 14:50

14 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hver sagði að við værum búin að vera í góðum málum?  Góðu málin hafa farið æ versnandi frá því ég átti fyrsta barn og fram til þess þriðja. Og góðu málin fara greinilega bara versnandi.  Sem betur fer er ég hætt barneignum, annars mundi ég búa mig undir það að setjast á hækjur mínar með það fimmta og puðra því út sjálf á góðum stað.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.9.2008 kl. 17:56

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að semja við þær og leiðrétta launin þeirra!! Stend með þeim 100%. En góð hugmynd hjá Jóhönnu

Huld S. Ringsted, 12.9.2008 kl. 21:43

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lísa: Góð.

Takk öll fyrir frábæra þátttöku.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2985793

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband