Miðvikudagur, 10. september 2008
Pilsmaður - eða sokkabuxnanörd?
Ég er alltaf pælandi í fötum. Jájá, það vita þeir sem hér lesa.
Og nú hef ég af gefnu tilefni lagst í rannsóknir á skotapilsum.
Ég játa það hér með og skammast mín ekki afturenda fyrir að vera svag fyrir mönnum í pilsum.
Þegar ég nefndi þetta við húsbandið í gær var hann dálítið hissa á þessum smekk mínum og vildi vita hvað væri aðlaðandi við háruga karlmannsleggi í pilsi.
Ég átti ekki erfitt með að segja honum það. Ég er nefnilega á því að það sé smá ertandi þegar karlmenn sveipa sig hefðbundnu kvennaklæði eins og pilsið óneitanlega er - EN - án þess að vera að klæða sig til konu.
Þegar konur fóru að klæða sig í jakkaföt (Frida Khalo og Cocco Channel) þá gengu þær algjörlega á skjön við ríkjandi tísku og hugmyndir manna um hvernig konur ættu að vera til fara. Auðvitað slógu þær í gegn kerlurnar.
Menn í sokkabuxum eru hins vegar algjört törnoff (nema í ballett og það telst ekki með. Maður er ekki að fiska í balletttjörninni skiljið þið).
Fötin eru ógeðslega stór hluti af ímynd fólks. Þá er ég ekki að meina að allir þurfi að vera uppstrílaðir í merkjafötum, heldur er ég að meina svona mun eins og á gráum útþvegnum joggingbuxum - versus gallabuxum.
Einu sinni voru sokkabuxur í tísku hjá körlunum. Það má vel vera að Hinrik VIII og félagar hans hafi verið að skora feitt í sokkabuxunum en ímyndið ykkur eftirfarandi:
Geir Haarde að hundskamma Sindra í Markaðnum fyrir framan stjórnarráðið í hvítum sokkabuxum.
Árni dýralæknir með attitjút í Kastljósinu í grænum sokkabuxum með krosslagða fætur, alveg bálillur og ábúðarfullur.
Egill Helga á vappi við tjörnina í bláum tæturum og í jakkanum og bindinu. Hm..
An on and on and on.
Ég er biluð - á alls ekki að vera að upplýsa fólk um ömurlega fánýtar hugsanir mínar á meðan heimurinn er að fara til helvítis.
Sorrí - hraðallinn splundraði ekki jarðarkringlunni.
Farið með þessa færslu eins og mannsmorð.
Halló Hafnarfjörður hvað þið eruð miklar dúllur.
Fyrir mér eru Skotarnir beisíklí búnir að vinna - út af pilsunum sko.
En - áfram Ísland.
Úje.
Allt klárt fyrir Skotaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:47 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
.....Mér finnast þeir flottir í pilsunum
Hólmdís Hjartardóttir, 10.9.2008 kl. 11:57
Skotarnir eru flottir.Þeir sem ég sá(og sá marga í gærkvöldi)voru flestir í stuttermabolum,ullarsokkum ,gönguskóm og köflóttum pilsum.Með bjór í annari hendi og bakpoka eða haldapoka frá ríkinu í hinni.Nokkrir saman í hópi.Með háruga ljóta leggi en samt flottir.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 12:01
Lífga upp á bæinn í sínum sætu pilsum. Mættu vera meira edrú, ekkert sexý við þá í því forminu
M, 10.9.2008 kl. 12:06
Pilsin eru töff. Nú ætla ég að fara að dunda mér við að ímynda mér hina og þessa karlmenn í sokkabuxum. Það verður gaman hjá mér í dag.
Helga Magnúsdóttir, 10.9.2008 kl. 12:11
Þeir yrðu tjúll ef þeir vissu að þú kallaðir þetta pils.... Skotarnir eru afar harðir á að kalla þetta KILT......
Gogglaði það til að hafa rétta orðið... annsi flottar myndir þar.....
Helga Dóra, 10.9.2008 kl. 12:13
Mér finnst þeir bara kjút í sínum pilsum en að lenda í því að dansa við einn þeirra, ég í gala dressi og hann í pilsi, (sem er auðvitað þeirra gala dress) var eitthvað svona pínu öðruvísi en það hafðist enda var maðurinn afburða skemmtilegur.
Svo þetta með punginn, nei ekkert svona, ég er að meina þann sem þeir bera við belti, nuddaðist aðeins of mikið inn í mallan á mér.
Ía Jóhannsdóttir, 10.9.2008 kl. 12:15
Mér finnst reyndar ekkert sexý eða flott við þessi pils á mönnum..... mér væri meira skemmt ef menn gengju í álíka hópum um Laugaveginn, í flottum boxerum þar sem vel sæist móta fyrir fram- og afturenda
Lilja G. Bolladóttir, 10.9.2008 kl. 12:18
Ég ligg í kasti yfir sokkabuxnamönnunum, sé þetta allt of vel fyrir mér.
Elísabet Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 12:28
Í minni vinnu (og húsbands) höfum við talsvert af þeim að segja og þeir eru bara flottastir !
Það er gaman að sjá þá með vöðvamikla kálfa -eldhressir og glaðir- syngja og spila á sekkjapípur.
Þeir eru án efa flottasta stuðningsmannalið í heimi
Ragnheiður , 10.9.2008 kl. 12:36
Sæl Jenný Anna
Vonast til að sjá þig við opnun sýningar minnar í Gerðubergi föstudaginn 12. sept. kl. 4.
Sýningin stendur til 2. nóv.
Kær kveðja
Guðný Svava StrandbergSvava frá Strandbergi , 10.9.2008 kl. 13:27
Innlitskvitt og kær kveðja. Þú ert sko alltaf skemmtileg hvort sem er í pilsi eða sokkabuxum, ja nema bæði sé
Ásdís Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 13:45
Sá einn í skotapilsi (Kilt ) í kringlunni áðan (var ekkert að versla mér neitt ) og roðnaði þvílíkt þegar mér varð hugsað til þess að það væru engar brækur þarna undir þessu pilsi.....og ég sem er gift, fróm og tepruleg prestsfrú !
Sunna Dóra Möller, 10.9.2008 kl. 16:46
Arg Egill Helga á sokkabuxum...hahaha, I love you vúman...
skotar í pilsum eru flottir ...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.9.2008 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.