Leita í fréttum mbl.is

Dansandi tauklemmur eftir hádegi

dansklemmur 

Mér finnst þetta voða sæt stórfrétt.  Ég hélt að það værum bara við íslenskar konur sem ríghéldum í meydóminn fram að hjónabandi.Halo

En nú virðist þessi aldagamla hefð og vani okkar íslensku kvennanna vera að ryðja sér til rúms í Ameríku.

Það er auðvitað ekkert nema stórkostlegt við það að giftast blindandi.  Fyrir bæði kynin.  Strákarnir ættu að prufa þetta líka.

Að giftast með þessum hætti er jafn spennandi og vænlegt til árangurs og að vera ákveðin í að láta íslenska getspá sjá fyrir heimilinu um alla framtíð.

Og undir innlendum fréttum á Mogganum í dag er sagt frá því að Eva Mendez sé farin að framleiða eigin sængurföt.  Hún byrjar á svefndæminu af því að hún elskar að sofa.  Hún er ofsalegur stílbrjótur hún Eva - elskar svefn - á tímum sem allir hata að sofa.

Ég hnýtti eina átta músastiga í gær og ég reikna með að sú frétt verði látin undir liðinn "erlendar fréttir" á Mogga.

Svo eru einhverjar milljónir að geispa golunni úti í heimi, börn að deyja úr hungri og sjúkdómum en það er auðvitað skiljanlegt að það sé ekki verið að skrifa um það daglegar fréttir því það er gömul saga þó hún sé alltaf ný.

En það er ekki á hverjum degi sem konur taka upp miðaldastefnu í hjónabandsmálum né heldur er Eva Mendez á leiðinni að framleiða eitthvað merkilegt eins og sængurföt mjög oft og reglulega.

En ég er farin í mín mikilvægu verkefni.  Ég þarf að harðangra og klaustra nokkra kaffidúka fyrir hádegið og svo ætla ég að finna upp dansandi tauklemmur seinnipartinn.

Aldrei friður, alltaf brjálað að gera. 

Súmí.


mbl.is Ekkert kynlíf fyrir hjónaband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

....nú brosti ég í kampinn mitt í mínum mikilvægu verkefnum, en kona þreytist aldrei á að stoppa í sokka og strokka smjér !

Sunna Dóra Möller, 9.9.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég hló svo mikið af fyrri partinum að ég er ekki búin að lesa seinni partinn

Heiða B. Heiðars, 9.9.2008 kl. 11:20

3 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 9.9.2008 kl. 11:21

4 identicon

Vá hvað ég er að fíla þig!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 11:28

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 11:28

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég dáist að þessu með músastigana... geri aðrir betur.

'Eg er svo sammála þér. Allir að ganga kynferðislega blindandi í hjónaband. Mjög vænlegt til árangurs

Jóna Á. Gísladóttir, 9.9.2008 kl. 11:29

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er hrein mey!! samkvæmt þessu

Rut Sumarliðadóttir, 9.9.2008 kl. 11:43

8 Smámynd: M

nærð alltaf að koma manni til að hlægja. Takk fyrir það

M, 9.9.2008 kl. 11:46

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hahahaha snilld

Brjánn Guðjónsson, 9.9.2008 kl. 11:46

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehehe ekkert nema skemmtilegheitin.  Harðangur og klaustur heheh er enn í kasti.  Erró farin að spangóla hér með mér.

Ía Jóhannsdóttir, 9.9.2008 kl. 11:59

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Kynlíf fyrir hjónaband? Gerir einhver svoleiðis?

Helga Magnúsdóttir, 9.9.2008 kl. 12:05

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já um ad gera ad kaupa eitthvad drasl sem madur hefur aldrei smakkad nei takk..ég prufukeyri bila ádur en ég skrifa undir samninginn

María Guðmundsdóttir, 9.9.2008 kl. 12:26

13 identicon

Algjört nó,nó að gera do,do fyrir giftinguGiftast "blindandi"ókunnugu fólki auðvitað,er einhver sem ekki gerir þetta svona?Farin að prjóna vetlinga með 2 þumlum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 12:29

14 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ég vil endilega fá dansandi tauklemmur takk.   Þú ert æðisleg.

Elísabet Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 13:35

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehe, kjánaprik!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.9.2008 kl. 15:26

16 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Heill þér meyjan munafríð ,

( er ekki að ávarpa þig Jenný) Já sæl Frú Jenný.

Loksins finn ég til algjörrar samkenndar, að finna fólk á sama stigi og ég.... bíddu aðeins þarf að laga kýlinn hann er svo déskoti þröngur...

En ég var að kveða mínar eftirmiðdagsrímur og dunda mér við að berja niðursetninginn. Og leit sem sneggvast hérna inn.

Það er sem ég segi, þarna vestur í bandaríkjahreppi býr afurðarfólk til holdsins, ekki að spyrja að siðseminni þar í sveit.

Skil ekki hvað mér verður allt í einu svona hálf óglatt, ekki er það morgunógleði...

 En spáðu í því hvað það væri smart.

Jómfrú Jenný, sýnir hannyrðir, þjóðdansa og vikivaka á sunnudagsmorgnum fyrir messu.

Kveðja á þig er enn og aftur í kasti.

Einar Örn Einarsson, 9.9.2008 kl. 20:02

17 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Þið eruð bara yndisleg, Jómfrú Jenný o.co.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 9.9.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 2986903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband