Mánudagur, 8. september 2008
Þættir úr hjónabandi
Í mér takast á öflugar andstæður, plúsar og mínusar á hverjum degi. Jájá, ég held ekkert að ég sé svona rosalega sérstök og öðruvísi ég er bara að tala um hvernig ég upplifi sjálfa mig.
Sko ég er ekki munasjúk. Ég þarf ekki að eiga alla hluti, mér líður vel með mitt tiltölulega fábrotna líf og nú sé ég alveg fyrir mér herbergi með hvítum kalveggjum, trébekk og kolli með einu lásí kerti á borðinu og ég að hrynja niður úr næringarskorti en æi þið vitið hvað ég meina.
En ég hef skrifað um svarta veikleikann minn áður. Fötin mín, hópinn af þeim sem fylla fataskápinn og eru, eftir því sem minn heittelskaði heldur fram, öll eins en úr mismunandi efnum.
Í dag réðst ég sem sagt á þau helgu vé sem fataskáparnir eru og dagsskipun mín frá mér til mín var að láta frá mér allt sem ég hef ekki notað í svona eitt ár.
Ef hægt væri að sjá hégómagirndina og fatasýkina berum augum þá hefði blætt úr báðum. Þetta var hreinlega alveg helvíti erfitt.
Ég grandskoðaði gamlar svartar dragtir og aðeins nýrri dragtir og ég skildi að í augum leikmanns eins og húsbands þá er þetta allt eins - en við sérfræðingarnir sjáum stóran mun.
En mér tókst ætlunarverkið og nú verður afreksturinn látinn áfram til þeirra sem eru með tóma fataskápa. Húsband brosti sínu breiðasta yfir hrúgunni á gólfinu þegar hann kom heim.
Er þetta gámahrúgan?
Ég: Nei, þetta er skápahrúgan á bara eftir að hengja upp aftur (var að ljúga sko).
Hann (skelfingarsvipur): Ha, hvar er gámahrúgan?
Ég (benti á tvo aumingjalega boli sem lágu á hjónarúminu og ég var að fara að þvo): Þarna.
Hann: Ha????
Ég: Já - og???
Hann stundi: Já ég get svo sem alveg haldið áfram að geyma fötin mín í íþróttatöskunni.
Þarna var ég búin að missa húmorinn, hann í kasti og ég rótaði gámahrúgunni frekjulega ofan í nokkra poka, límdi fyrir og henti út á svalir og ég fann til í hjartanu. Fötin mín, sem ég nota ekki, vekja með mér öryggiskennd og ég veit að það er smáborgaralegt og allt það en þegar klæði eru annars vegar þá blómstra brestirnir mínir. Ég átti verulega bágt þarna.
Hann bauðst til að kveikja á kerti og spurði mig hvort ég vildi fylgja pokunum síðasta spölinn - svo rétti hann mér tissjú.
Hmrpf....
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
dugleg stelpa
Sigrún Jónsdóttir, 9.9.2008 kl. 00:03
Vó! nú fyllist ég aðdáun, þetta hefur verið sárt þetta er meira en ég get, geymi gamlar druslur árum saman þó ég sé fyrir lifandis löngu hætt að nota þær en jæja ég henti þó öllu öðru sem ekki er í notkun.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.9.2008 kl. 00:16
Þetta erk vara aðdáunar vert... ég hef tekið þann pól í hæðina þegar að svona málum kemur að sjá til þess að aðrir noti fötin sem ég læt frá mér... bíð vinum og vandamönnum að taka það sem þeir vilja ... og þannig sérstaklega fötin af barninu úff þau vaxa svo hratt... en jæja itl hamingj með áfangan... nú finnst mér bóndinn þinn eigi að gera eitthvað fallegt fyrir eins og fara og kaupa fallega kápu eða eitthvað handa þér.. svona í sárabót...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 9.9.2008 kl. 00:40
Elska manninn þinn... Hann er greinilega guðsgjöf fyrir þig.
Þú ert dugleg. Geri mér fulla grein fyrir hvað er efitt að henda því sem maður hefur aldrei eða sjaldan notað. Finnst að maðurinn eigi að fara með þig í verslunarferð. Sýna þér hvað hann er stoltur af þér.
Annars ertu best. Einu sinni las ég þig alltaf fyrst, en núna geymi ég þar til sidst.
Hulla Dan, 9.9.2008 kl. 01:01
Dugleg stelpa, vá hvað ég er stolt af þér.
Mæli með verslunarferð núna, það er það eina sem getur huggað eftir svona áfall.
Elísabet Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 01:19
Ég hendi aldrei neinu, börnin mín fara stundum í fataskápana og laga til og henda og banna mér að koma nálægt. Ef ég kem nálægt fer ég að tína til baka nytsamlegar flíkur sem ég gæti kannski notað seinna. Þau nota tækifærið og taka fötin mín fullgóð til þess að vera í og fara með í einhverja fatagáma. Sem betur fer hef ég ekki ennþá saknað þess sem krakkarnir henda.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.9.2008 kl. 01:54
thetta er sko aldrei audvelt , svona rýmingarhreinsun
en já,flott thú hafdir thad af
María Guðmundsdóttir, 9.9.2008 kl. 05:06
Dugleg stelpa og mikið er nú maðurinn þínn indæll... svona samúðarfullur... stendur alveg með þér í þessu
Jónína Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 06:22
Góðan daginn. Nú væri lag að taka til hér hendinni. Einmitt veður til að viðra allt draslið og henda notuðu og nýju, veistu ég er stundum með flíkur hér sem ég hef ekki farið í nema einu sinni, sko fíla þær ekki, en tými ekki að farga.
Farin að hugsa málið.
Ía Jóhannsdóttir, 9.9.2008 kl. 07:17
Ég skal keyra þessa argvítans líkfylgd...er á station bíl (Jenný veit ekkert um bíla, það er svona langur og tekur hellings drasl)
Kertið, Einar, Dúa , Fiðlan, Þú og Pokinn mega öll koma með
Ragnheiður , 9.9.2008 kl. 07:38
Skil þig svo vel.....ég get ekki hent fötum, býst alltaf við að nota þau öll aftur einhvern tímann í fjarlægri framtíð !
Gangi þér vel af fara lokaskrefin með pokana !
Sunna Dóra Möller, 9.9.2008 kl. 08:05
HAHAHA það er svo gaman að lesa hjá þér knús til þín Jenny duglega.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.9.2008 kl. 08:27
Það er nú ekki eftir lýsingunum að dæma á fötunum þínum að þú sért týpa fyrir fjögur brúðkaup og jarðarför. A.m.k ekki ensk brúðkaup... í bleikum siffonkjól með hvítblómaðan hatt og hanska...og silfrandi skóm Á svo ekki að fá sér eitthvað í lit fyrir svona litskrúðuga og skemmtilega konu??? Annars ertu smart í svörtu ..það verður bara að segjast. Skil þetta með hjartaverkinn og óska til hamingju með hugrekkið og dugnaðinn. Og endilega haltu áfram að ljúga að húsbandinu. Það er svo gaman að ímynda sér svipinn á honum þegar þú skrifar um hrekkina sem þú fremur reglulega á honum..hahaha
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.9.2008 kl. 09:07
hahaha kannast við svona tiltektir - hef reyndar verið dugleg síðustu ár og farið í gegn um þetta eins og einu sinni á ári og trúðu mér þetta verður auðveldara við hvert skipti
Dísa Dóra, 9.9.2008 kl. 09:26
Vitið þið konur að í tískuheimi okkar, er bara hannaður fatnaður fyrir konur sem eru beinvaxnar, þær eru 30% allra kvenna í heiminum en 70% kvenna í heiminum eru með mjúkar línur Það er ekki skrítið að við erum ekki ánægðar með fötin okkar
Anna Ragna Alexandersdóttir, 9.9.2008 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.