Mánudagur, 8. september 2008
Samkenndin á Skaganum
Ég er svo glöð fyrir hönd flóttafólksins frá Al Walleed-flóttamannabúðunum í Írak.
Ég hef fylgst með Gurrí, þeirri frábæru konu en hún er einn af stuðningsmönnum sem taka á móti fólkinu og hafa undirbúið komu þess á Skagann. Hún hefur eina fjölskyldu á sinni könnu.
Skagamenn hafa svo sannarlega tekið höndum saman og lagst á eitt til að taka vel á móti fólkinu og það er greinilega nóg af hjartahlýju þarna á Akranesi.
Ég verð alveg mössí, mössí þegar ég les inni hjá Gurrí og ég vildi óska að við gætum boðið fleiri konur með börnin sín velkomnar.
Það var svo sannarlega óþarfi að hafa áhyggjur af Skagamönnum varðandi þetta mál.
Magnús Þór virðist ekki hafa átt marga skoðanabræður í þessu máli.
Virðing og hamingja!
Úje
Erlendir fjölmiðlar fjalla um komu flóttamanna til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hulla Dan, 8.9.2008 kl. 12:16
Æðislegt ég er mjög glöð.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.9.2008 kl. 12:28
Kúl..
Gulli litli, 8.9.2008 kl. 12:49
M, 8.9.2008 kl. 13:01
Bara frábært
Elísabet Sigurðardóttir, 8.9.2008 kl. 13:45
Þetta er alveg meiriháttar. Hugsa sér að einn maður var nærri því búinn að koma óorði á Skagamenn eins og þeir leggja sig. Skagamenn voru sem betur fór snöggir að reka af sér slyðruorðið.
Helga Magnúsdóttir, 8.9.2008 kl. 14:27
Ekki hef ég áhyggjur af því að erlendir kvennahópar verði til vandræða, frekar en innlendir ... ... Þetta gengur vonandi allt í sómanum!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.9.2008 kl. 14:43
Þetta er ótrúlega samhent fólk þarna uppfrá. Já og Magnús Þór virðist ansi einangraður í skoðunum sínum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 15:04
Skoðun margra breyttist varðandi þetta eftir að upplýsingarnar komu fram.
Við skulum nú ekki hengja Magnús Þór, veit að meðal annars fjölskylda hans hefur hjálpað við komu þeirra. Það heyrði ég allavega.
Held að það sé ekki nokkur maður á Akranesi sem setji út á það að Skaginn hjálpi konum og börnum úr flóttamannabúðum.
Fór bara smá hystería í gang þarna uppi á Skaga á sínum tíma. Frjálslynda flokknum ýtt úr úr bæjarstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn tók yfir. Margir pirraðir yfir því.... og svo framvegis..
Þetta er frábært framtak hjá Akranesi.
Kjósandi Frjálslynda flokksins (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 15:33
Hvernig ætli samkenndin á skaganum væri ef að senda ætti heimilislausu rónana þangað ??
Passa uppá garðinn sinn fyrst ha!!!
Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 17:26
Kjósandi FF: Þó Magnús Þór hafi slegið feilnótu í málinu þarf það ekki að þýða að allt sem honum viðkemur sé óalandi og óferjandi. En hann hafði ekki rétt fyrir sér í þessu máli, sem betur fer.
Sigríður Bryndís: Veistu ég skil þig ekki, ertu að bera saman konurnar með börnin sín og heimilislausa? Ekki að það sé rosa slæmt sko, báðir hópar þurfa að eiga heima einhvers staðar eins og allir menn. Ertu ósammála því?
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 17:35
Já ég er að því finnst þér það skrítið?? þú svarar þessu sjálf segir allir þurfi heimili en spyrð á sama tíma hvort ég sé að bera saman börn og konur við róna í strætinu??
Já allir þurfa heimili, í þessu tilviki eiga rónarnir ekki samastað í sínu eigin landi útaf svona hræsnurum.
Upphæðin sem kostar að fá þetta fólk hingað til lands hefði verið betur varið í vasa þessa fólks í þeirra eigin landi. EÐA Í VASA FÓLKS SEM VILL HJÁLPA ÍSLENSKU FÓLKI.
stór merkilegt að ekki sé búið að byggja blokkir með sundlaug í flóttamannabúðunum miðað við peningana sem fara í þetta lið.
ja sei sei..
Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 18:07
SBB: Þó ég verði hundrað ára þá kem ég aldrei til með að skilja þinn hugsunarhátt. En það er í lagi við erum ekki öll eins.
En ég skil heldur ekki hvernig það getur andað svona köldu frá upplýstri manneskju í garð blásaklauss fólks sem lendir í skelfilegum hremmingum.
Og þessi klisja um að okkur væri nær að hjálpa frekar þessum og hinum hérna heima er lélegasta röksemdafærslan í allri svona umræðu.
Við getum hjálpað flóttamönnum og við getum kosið okkur stjórnvöld sem hugar að okkar minnstu bræðrum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 18:24
"Hve gott og fagurt og indælt er"!
Þessi ljóða- eða réttara sagt sálmalína kom mér í hug þegar ég las þessa frétt og innleggið þitt Jenny. Ekki það að ég samgleðjist ekki þessu fólki að komast á skárri slóðir en flóttamannabúðirnar. Og í ofanálag virðast Íslendingar vera orðnir frægir útum allan heim fyrir gæsku sína og eru sem hinn góði samverji meðal þjóða.
Þetta sama Ísland sem hefur veitt innan við fimm einstaklingum hæli á undanförnum áratugum þ.e. af þeim sem komið hafa til landsins og sótt um hæli. Það er líka minnst á það að Ísland taki við 25-30 flóttamönnum á ári og á víst af tóni fréttanna að þykja gott og sá ég meira að segja á einni erlendri síðu að Íslendingar hefðu boðið út snilli sína við móttöku flóttamanna öðrum þjóðum til lærdóms og eftirbreytni...
Til samanburðar má geta þess að t.d. Svíar tóku árið 2007 á móti og veittu hæli 18.500 einstaklingum. Ef Íslendingar ættu að vera á svipuðu róli og þeir og ef við miðum við mannfjölda þá hefði Ísland átt að taka á móti 560 flóttamönnum á ári í stað þessa 25-30 sem þeir eru að gera sig drýgindalega yfir. Í stað þessara 560 flóttamanna á ári hafa þeir tekið á móti 481 flóttamönnum frá árinu 1956 þ.e. segja færri en tíu á hverju ári.
Og þessir flóttamenn sem Svíar veittu hæli komu þangað sjálfir en voru ekki "valdir af flóttamannanefnd". Þetta "val" minnir mig á þegar bændur í minni sveit voru að fara í önnur héruð og velja kynbótaskepnur til þess að bæta stofninn. Það skal því enginn flóttamaður halda að hann geti bara vaðið inní í landið á flótta undan stríði og hörmungum. Nei, honum ber að bíða rólegur á sínum stað eftir því að kynbótanefnd íslenska ríkisins komi og skoði uppí hann og kanni lendar og byggingarlag til þess að skera úr um hvort hann muni verða okkar göfuga til kynbóta eður ei....
Jón Bragi (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:46
"okkar göfuga stofni til kynbóta eður ei...." átti náttúrlega að standa þarna.
Jón Bragi (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:53
Jón Bragi: Ég er algjörlega sammála þér upp á punkt og prik.
Ísland stendur sig skammarlega illa í öllu flóttamannasamhenginu eins og berlega hefur komið í ljós þegar fólk fór að rýna í pólitískar hælisveitingar í sumar vegna máls Paul Ramses. Kannski ætti ég frekar að segja skorti á pólitískum hælisveitingum.
Ég er ekkert að klappa okkur á öxlina fyrir að taka á móti þessum 30, finnst það alveg sjálfsagt en það gleður hjarta mitt að sjá hversu Akurnesingar leggjast á eitt við að taka vel á móti fólkinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 23:03
Jú, vissulega ber að þakka það sem gert er og það fólk sem vinnur óeigingjart og ofta ólaunað við að taka á móti flóttamönnum á allan heiður skilið.
Habbðu það gott í dag!
Jón Bragi (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 05:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.