Laugardagur, 6. september 2008
Pappírsmorðinginn Jenný Anna
Ég er ekki sammála úlfunum í þessu máli.
Þá er það frá og bara að dýfa sér í djúpu og taka á viðfangsefni dagsins næst á eftir G-bletti.
Sko, undanfarna daga hef ég þurft að út- og innrétta alveg hellinga í ýmsum stofnunum og fyrirtækjum. Gegnum síma auðvitað. Svo sem ekki í frásögur færandi, ég er hrinumanneskja og tek allt í stórum skömmtum, eins og áfengið á meðan ég var í því. Jájá.
Í nánast öllum símum sem ég hef hringt í hefur komið símsvaramaður eða kona sem segir mér að símtalið sé tekið upp.
Það er ekki að spyrja að því ég fer öll í vörn.
Ég hugsa; reikna þeir með því að maður ætli að segja hernaðarleyndamál, áreita starfsmennina kynferðislega eða játa á sig fjöldamorð?
Af hverju er verið að taka upp símtöl nema af því að það er beinlínis búist við því að það þurfi að færa sönnur á það sem viðkomandi lætur út úr sér fyrir rétti eða í lögregluyfirheyrslu?
Góðan daginn, eigið þið til húsgagnaolíu?
Svar: Já þrjár gerðir, kosta sóandsó. Hvað ætlarðu að gera við hana?
Ég ætla að olíubera rekkverkið á rúminu mínu.
Svar: Nú jæja, voða er það eitthvað grunsamlegt? (Hugsar; eins gott að þetta er til á bandi).
Ég hringdi í OR til að athuga með ástand mála á þeim bæ varðandi reikninginn sem tekinn er af greiðslukorti heimilisins.
"Orkuveitan góðan daginn. Athugið að öll símtöl eru tekin upp".
Ég ætlaði bara að biðja um afrit af rafmagnsreikningum ársins, kannski gæti ég játað svona í förbífartin að ég ætli að brytja niður allt Seljahverfið með afritunum?
Pappírsmorðinginn Jenný Anna? Úje.
En svo fór ég að pæla, burtséð frá fíflaskapnum, hvað er gert við allar upptökurnar?
Verður hægt að fara á Landsbókasafnið eftir 100 ár og hlusta á mig ræða við skattinn um þessar 14.325 krónur sem ég skulda þeim?
Sjitt.
Heppin ég að vera svo kurteis að ég heilsa hundum. Uppeldið á eftir að redda mér, ég segi það satt.
Úlfar kjósa heldur lax en villibráð | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 21:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hringdu bara í mig, hér er ekkert tekið upp en veitti þó ekkert af því stundum hehe
Ragnheiður , 6.9.2008 kl. 21:31
Jónína Dúadóttir, 6.9.2008 kl. 21:38
Viltu jarðbundna skýringu? (Eða ... geimveru skýringuna?)
Jarðbundnaskýringin er:
- Allt er tekið upp ef upp kemur ágreiningur milli kúnna og úrlausnaraðila (OR í þessu tilviki).
- Ef kúnni sakar OR um dónaskap þá er hægt að sanna / afsanna það.
- Ef OR sakar kúnna um dónaskap þá er hægt að sanna / afsanna það á sama hátt.
- Þetta er hluti af gæðakerfinu. Allar "tilkynningar" tengdar hverju verki eru settar saman í sér "möppu". (Eða... þannig ímynda ég mér þetta, amk). T.d. "Það hafa 150 manns hringt í okkur út af vatnsleka á Laugaveginum, við höfum hérna tímasetningar og magn vatns."
- Þetta gæti verið tengt skaðabótapælingu... ef þú hringir og tilkynnir um tjón, þá gæti upptakan verið hluti af tryggingarmálinu.
- Örugglega fleiri möguleikar sem koma til greina.
Og nú... Geimveruskýringin: Allar þessar upptökur eru settar í stóran hljóðblandara, spilað aftur á bak, og skrúfað niður undir bassamörk. Þessu er síðan útvarpað út í himingeyminn og skilaboðin eru skýr: "Reynið bara að ráðast á okkur, aumingjarnir ykkar" (sko, geimverurnar, sko), "við getum varið okkur, við höfum fullt af fólki sem vant því að eiga við svona þjónustufulltrúa."
Þannig er það nú....
Einar Indriðason, 6.9.2008 kl. 21:41
Hahaha
Einhvernveginn er ég viss um að þú hefur brætt úr nokkrum símahlerunargræjunum, þegar þinn sími er hleraður og mikið liggur við.
Þú drepur mig kona. ég sit hér einn í mínum turni og veina af hlátri.
En hvað með úlfana voru þeir hleraðir eða hvað??
Einar Örn Einarsson, 6.9.2008 kl. 21:42
Takk fyrir að vilja vera bloggvinkona mín, Jenný Anna!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.9.2008 kl. 21:42
Og þú drepur lika mig Hræðilega fyndin kona!!!
Hulla Dan, 6.9.2008 kl. 21:47
Róslín: Sömuleiðis dúlla
Einar Örn: Gott að þú hlærð. Hahaha, eitthvað verðum við "nafnlausa fólkið" að skemmta okkur við á síðkvöldum. Úlfarnir voru ekki hleraðir en þeir hafa afspyrnu lélegan matarsmekk.
Einar Indriðason: Ég kann milljónsinnum betur við geimveruskýringuna.
Ragga: Þú átt eftir að bjarga lífi mínu vúman.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2008 kl. 21:47
Takk fyrir að gera hversdaginn bærilegri
Hólmdís Hjartardóttir, 6.9.2008 kl. 21:49
Þarna er líklega komin skýringin á því hvað er að símanum mínum.Ekki frosin línan heldur eru svo margir að hlusta.3 langar og 2 stuttar ,takk fyrir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 21:55
Segðu Jenný.
Öðruvísi mér áður brá. Taldi mig vera ómissandi á mannamótum og mátti ekki missa af neinu.
Djö erum við nafnlausa fólkið heppin
Einar Örn Einarsson, 7.9.2008 kl. 00:30
Heheheeheh þú ert óborganleg, og ert búin að bjarga annars leiðinlegu kvöldi.
Knús á þig fyndna kona.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 00:46
Ég er sko farin að halda að það sé njósnað um mann hægri vinstri...Skór sem ég keypti í Flensburg fyrir ári síðan / very cheap) hafa angrað mig extreme..sérlega annar þeirra..svo núna í gær datt mér í hug að kíja inn í skóinn ..þessi 2 pör...(keypti fleiri)...
Þetta voru að vísu tvenn pör..annað var með RFID merkið límt alveg lengst inn í botni og fram í tá..hinn / sandalar) var með merkið uppi í bandinu..tókst loks að ná fokking draslinu úr..en vá ..tók sko bara gerfileðrið með líka... Skyldi þetta vera límt með galdragripi?...
En það er ekki langt síðan að ég skrifaði færslu einmitt um þessa strikamerkingu/track... Set myndir fljótlega af herlegheitunum á bloggi mitt... En ass....... að ég vilji að einhver sé að snuðra hvert mitt skref...ja eða hrösun...
Agný, 7.9.2008 kl. 06:48
Ég er sko alveg að gúddera geimveruskýringuna hjá Einari I
En að öllu gamni slepptu þá hef ég einmitt líka oft velt því fyrir mér hvað þeir gera við allar þessar upptökur og hversu lengi þeir þurfa að geyma þetta. Ætli það sé ekki 7 ár eins og bókhald? Spyr sú sem ekkert veit.
Megaknús á þig kona. Ætla
Tína, 7.9.2008 kl. 07:41
Þvílíkur og annar eins dónaskapur í þessari tölvu!!!!! Ég var enn að skrifa fyrri sthugasemd þegar hún ákveður upp á sitt einsdæmi að nú væri greinilega komið nóg.
En nú man ég ekki hvað átti að koma eftir orðinu "ætla" í síðustu athugasemd
Tína, 7.9.2008 kl. 07:43
töff...
Gulli litli, 7.9.2008 kl. 09:21
Hef ég einhverntíma sagt þér það Jenný að þú ert fyndin?
Edda Agnarsdóttir, 7.9.2008 kl. 10:39
Það sem þér dettur í hug Jenný Anna
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2008 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.