Leita í fréttum mbl.is

Ó nei - ekki aftur

Paul Ramses er kominn heim, amk. á meðan verið er að skoða umsókn hans um pólitískt hæli.

Hvað sem Björn Bjarnason segir um það mál þá vita allir að mál hans var endurskoðað vegna þess að almenningi fannst afgreiðsla málsins ómannúðleg og Íslendingum til háborinnar skammar. 

Ef einhver hefur talið sér trú um að mál Ramses væri ljót undantekning á framkvæmd mála hjá útlendingastofnun þá hefur sá hinn sami svamlað í forarpytt afneitunar og þar er ég fremst í flokki. 

Ég hafði raunar ekki hugmyndaflug í þetta dæmi sem kemur fram í viðtengdri frétt.

Að skilja eigi 23 ára ungmenni frá fjölskyldu sinni úr landi og út á gadd og guðleysi.

Og það sex árum eftir að hann kemur til landsins, þar sem hann vinnur fyrir sér, borgar sína skatta og gjöld og hagar sér eins og aðrir fyrirmyndar Íslendingar.

Ef lögin eru svona þá gjörið svo vel að breyta þeim núna!

Þetta er engin hemja að hafa lög sem stangast á við alla mannúð, skilning og heilbrigða skynsemi.

Ég er til í að stilla mér upp niðurí ráðuneyti einn ganginn enn og sama er að segja um alla hina sem gerðu það til stuðnings Ramses.

Hver maður (þar með talinn BB og hans embættismenn) hljóta að sjá að svona kemur maður ekki fram við fólk.

ARG og í veggi.


mbl.is Kom 17 ára – sendur úr landi 23 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.9.2008 kl. 11:17

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þurfti að lesa fréttina tvisvar til að vera viss um að ég væri ekki bara að misskilja eitthvað all illilega....Hvernig fólk er það eiginlega sem vinnur þarna hjá þessari stofnun ????

Jónína Dúadóttir, 6.9.2008 kl. 11:17

3 identicon

ó nei ekki aftur! Að sjá ttta væl frá tér alltaf tegar eitthver er rekin úr landi! Sem betur fer verður tað sennilega ofan á að tessi Paul verði látin fara líka Enda er tað tannig sem á að tækla tetta lið sem svíkur sig hingað inn!

óli (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 11:19

4 Smámynd: Helga Dóra

Þetta eru skrýtnar reglur sem stýra þessu....

Helga Dóra, 6.9.2008 kl. 11:39

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já þetta er sjokkerandi að lesa í blaðinu í dag. Hreint ömurlegt.

Edda Agnarsdóttir, 6.9.2008 kl. 11:43

6 Smámynd: halkatla

*ógeðshrollur*

Úff hvað ég er sammála þér! Ég get ekki pælt í þessu lengur

halkatla, 6.9.2008 kl. 13:03

7 identicon

Ef fólk er hér ólöglega skal vísa þeim úr landi í hvelli.Engar undantekningar

sigurbjörn (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 13:40

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er ömurlegt maður skilur ekki svona.

Kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 6.9.2008 kl. 14:24

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég man einmitt eftir fleiri dæmum af svipuðu tagi, sem fóru ekki eins hátt, fegin að fjölmiðla- og bloggaðhald er búið að bæta úr því, í þessum málum gildir það að orð eru til alls fyrst.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.9.2008 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband