Föstudagur, 5. september 2008
Ef ég dey - nú þá dey ég - lifið með því
Ég hef fengið svo mörg brjálæðisköst um ævina vegna köngulóa að ég held að ég sleppi því núna.
Skrýtið hvað "úlfur, úlfur" heilkennið hittir mann stundum fyrir.
Ég er búin að fabúlera um það margoft á blogginu hvað ég myndi gera ladídadída ef ég gengi fram á eitraða óskapnaði í köngulóarformi og lýsa því fjálglega.
Núna, hins vegar, þegar innrás ógeðanna er hafin þá nenni ég ekki að garga, nenni ekki að hoppa hæð mína og nenni ekki að gúggla viðbjóðinn til að kanna með einkenni af biti frá viðkomandi langlöpp og hvernig á að bregðast við þeim.
Það er af sem áður var, mér er virkilega að förlast.
Einu sinni rétt áður en ég flutti til Íslands frá Gautaborg fór ég að hitta vin minn á kaffihúsi í hádeginu. Ég keypti mér GP til að lesa á meðan ég beið. Á forsíðunni var mynd af Tarantúllu sem hafði sloppið úr búri hjá löggunni, að mig minnir. Ég hoppaði nánast upp á borðið þarna inni í kaffihúsinu og um mig fór þvílík skelfingarbylgja og mér leið eins og hún hefði farið rakleiðis að leita að mér haldin einbeittri þráhyggju á minni persónu.
Og ég gat varla horft á Charlotte´s web með henni Jenný Unu út af þessum köngulóartryllingi.
Ótrúlegar svona fóbíur.
Þegar ég las þessa frétt þá hugsaði ég - fóbíu minni trú - nú hafa ættingjar þessarar þarna í Reykjanesbæ verið sloppnar á undan henni í bæinn.
Og það fór um mig hrollur og mig klæjaði út um allt.
En svo nennti ég ekki að vera með læti.
Ég er orðin svo leið á sjálfri mér veinandi og gargandi með líkurnar 1/trilljón eða nánast.
En ef þær koma - þá dey ég. Dílvitðit!
Það er ekki öðruvísi.
En þá verða ansi margir hryggir. Ég er svo unaðslegur persónuleiki.
Liggaliggalá.
Risakönguló í Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vísindi og fræði, Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 22:26 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Heheheheh.... Kogguló kogguló koddu með mér í berjamó kemur ekki til með að bögga mig í nótt. Hvurslags er þetta kona !
Frábær færsla ,er farin að halla mér. Stórt knús inn í nóttina.
Ía Jóhannsdóttir, 5.9.2008 kl. 22:47
Góða nótt þú unaðslegi persónuleiki...
Jónína Dúadóttir, 5.9.2008 kl. 23:02
Ertu vitlaus kona? Farðu nú að hugsa um vesalings köngulærnar sem eru svo góðar og halda öllu helv... flugnastandinu niðri sem eru að gera mig stundum vitlausa hérna inni!
Svo áttu að hugsa um börnin, þeim finnst þetta æði, en ef við erum eins og vitleysingar fá þau vonda mynd af náttúrinni þótt sumt eigi að varast!
Góða nótt og sofðu rótt!
Edda Agnarsdóttir, 5.9.2008 kl. 23:03
Anna Ragna Alexandersdóttir, 5.9.2008 kl. 23:09
Ég er nú ok með þessar íslensku, en þessar ókunnugu eru frekar krípý, oj, svo ég skil þig að hluta
Sigrún Jónsdóttir, 5.9.2008 kl. 23:40
Elsku litla skinnið var á leið á ljósanótt. Góða skemmtun litla könguló
lelli (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 00:01
Ætla bara að kvitta og þakka fyrir frábær blogg!! Þú ert uppspretta margra hlátursroka og snilldarpenni. Kveðja!
María (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 01:04
æ já thessi helv.kvekindi eru bara threytandi. Segi eins og einhver,tholi nú alveg thessar íslensku en halló thad sem ég fæ stundum á dyrakarminn hjá mér thá eru hlaupaskórnir settir undir vagninn og af stad....
María Guðmundsdóttir, 6.9.2008 kl. 06:06
Þetta minnir mig á þegar ég fríkaði út eitt sinn af því það var kónguló í baðkerinu. Ég æpti og heimtaði að Gunnar dræpi þennan fjanda. Elskan hann Gunnar horfði á mig stór hneykslaður en síðan með hálfgerðri vorkunn í augunum þegar hann greip sturtuhausinn, skolaði kvikindið niður og labbaði svo út á þess að segja eitt aukatekið orð. Shit hvað mér leið eins og fífl. En fegin var ég að hafa þetta ekki lengur fyrir augunum.
Góða helgi unaðslega kona.
Tína, 6.9.2008 kl. 07:02
Kóngúlær eru hin mestu nytjadýr, þær eta flugur, lýs og önnur íþarfa kvikindi. En ég skil þig Jennþy mín, þetta er eitthvaðsem maður ræður ekki við, eins og til dæmis flughræðslan mín. Ég vildi að ég gæti komið henni niður fyrir núllið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2008 kl. 09:53
Góðan daginn mín fagra! Ertu ekki vöknuð og komin á ról og búin flutningsjafna allt saman?
Vonandi að það hafi ekki safnast köngulær meðan þú varst að heiman?
Annars gott meðan engin er í húsinu, þá éta þær flugurnar.
Hvort viltu hafa könguló eða rottu?
Þú sérð að ég er komin í ham.
Edda Agnarsdóttir, 6.9.2008 kl. 11:15
Þetta er ekki eitt af því sem við eigum sameiginlegt. Ég hef aldrei skilið fólk sem er hrætt við - eða illa - köngulær. Mér finnst þær flottar.
Laufey B Waage, 6.9.2008 kl. 17:31
Laufey: Það hlaut að koma að því að við værum ekki sammála. Hehe og ekki steytum við á stóru skeri.
Edda: HÆTTU SKÖMMIN ÞÍN
Ásthildur: Ég vissi að þú héldir með þeim. Híhí.
Takk öll, þið eruð ágæt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2008 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.