Föstudagur, 5. september 2008
Gáfurnar að drepa mig
Það verður "Freaky Friday" í síðasta skipti í dag á hárgreiðslustofunni Gel en hún er að hætta.
FF þýðir að þú sest í stólinn, gefur engar vísbendingar um hvernig þú villt láta klippa þig og voila: þú gengur út einhvern veginn um hárið.
Ég er með hárvandamál. Ég hef átt slæma hárdaga í allt sumar. Hvers vegna spyrð þú krúttið mitt og ég skal segja þér það. Ég get ekki með nokkru móti gert það upp við mig hvernig ég vil hafa hárið á mér klippt og á litinn.
Statusinn í dag er að það er orðið alltof sítt og undarlega röndótt á litinn. Eins og það geti ekki gert það upp við sig hvort kastaníurauði liturinn verði ofan á eða þessi nánast svarti sem kemur frá frönsku duggurunum ættingjum mínum.
Ég á vinkonu sem heitir Dúa og er hættuleg með skæri og rakvél. Hún fær reglulega kast á hárið á sér og tekur það af, nánast allt ef þannig liggur á henni.
Ég held að ég yrði skelfileg krúnurökuð enda með rúsínuhaus. Allt of lítið kvikindi. Mér finnst það skrýtið að þessar stórkostlegu gáfur mínar og ÖLL vitneskjan sem ég hef viðað að mér komist fyrir í þessu höfði af möndlustærð. (Ýkin, ég? Ekki að ræða það!) Ætli það sé þess vegna sem mig svimar oft og er að drepast úr hausverk? Gáfurnar að flæða út bara? Það mætti segja mér það.
Kannski á eftir að standa í minningargreininni; hjá henni fór allt í vaskinn! Það væri þá að minnsta kosti satt. Þetta sem mun standa um hannyrðirnar og fórnfýsina mun hins vegar verða tóm friggings lygi.
En... ég ætla ekki að láta hvatvísa og örlynda hárlistamenn komast í hárið á mér í dag, né aðra daga.
Ég ætla að halda áfram að hugsa um hvernig ég vilji hafa hárið.
Á meðan hef ég það í hnút eða tagli. Hnútur - tagl - tek hnútinn, það er gáfulegra svona þegar ég steðja út á meðal fólks.
Er á leiðinni heim eftir hálfs mánaðar dvöl í vesturbænum.
Úff, nú sé ég tvöfalt.
Gáfurnar eru hreinlega að drepa mig!
Síðasti Freaky Friday dagurinn hjá Gel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:46 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég á í svipuðu sálarstríði þessa dagana - skil þig.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.9.2008 kl. 09:48
Mikið verður gott fyrir þig að komast heim aftur.
Heima er best
Linda litla, 5.9.2008 kl. 10:00
Góða ferð heim upp yfir snjólínuna Jenný mín.
Af hverju ekki bara að stoppa á leiðinni heim og fara á þessa Gel stofu, láta bara slag standa og loka augunum á meðan.
Veit alveg hvað hárið getur pirrað mann, þú veist, fer svona líka stundum í okkar fínu taugar og þá verður maður ekki húsum hæfur, sko er líka núna að hugsa um hann Einar þinn.
Veit líka að það þýðir lítið fyrir mig að setja þér reglurnar svo ég er hætt núna hehehhe....
Ía Jóhannsdóttir, 5.9.2008 kl. 10:01
Hnútur er svo gáfulegur í hnakkanum, það er svo kennslukonulegt svo ég missi mig í stereotýpunum ! Þegar ég á slæman hárdag, set ég hárið í tagl og síðan svart hárband yfir allt, þá sést ekkert í hárið og ég er eins og Zorró...án bandsins yfir augunum !
Góða ferð heim í heiðardalinn !
Sunna Dóra Möller, 5.9.2008 kl. 10:14
Þakkarskuld er eina skuldin sem auðgar
Átt þú góðan dag.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 5.9.2008 kl. 10:43
hef átt í svipuðum vanda.En ekki akkúrat þessa stundina
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 11:10
Hafðu það gott Jenný mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.9.2008 kl. 11:19
Haha, er í svipuðu ástandi, búin að panta tíma tvisvar og hætta við og rangla inn á hárgreiðslustofuna tvisvar til að tala við hárgreiðslukonuna um hvað ég eigi að gera næst - eða við...þetta er rosalegt að vera svona..svo endar með því að ég krúnuraka mig eða eitthvað...
Góða helgi!!
alva (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 11:22
r
Hárstríið á mér er einmitt núna að valda mér leiðindum og ég sem er að fara á reunion á morgun. Verð bara með vetrarhúfuna mína og varalit. Reyndar nota ég rauðu skóna á bad hairdays og það klikkar ekki því það horfir þá enginn á hausinn á mér.
Knús til þín gáfaða mær....það er byrði að bera svona miklar gáfur eins og þú kona!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.9.2008 kl. 11:48
Mikið hlýtur þetta að vera erfitt....Samúð í stórum hrúgum frá mér
Jónína Dúadóttir, 5.9.2008 kl. 12:00
Ein vinkona mín með hárfóbíu bað um algera breytingu en það mátti alls ekki sjást.
Gangi þér vel með hárið og flutningana gáfaða kona.
Elísabet Sigurðardóttir, 5.9.2008 kl. 12:59
Þú hefur örugglega verið "hársbreidd" frá því að koma við á Austurvelli á leiðinni "uppeftir"...gast bara ekki ákveðið greiðsluna.
Sigrún Jónsdóttir, 5.9.2008 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.