Mánudagur, 1. september 2008
Enn í vondu skapi - Só?
Ég er yfirleitt ekki í vondu skapi. Það á það til að snöggfjúka í mig og svo er ég eins og gullfiskarnir, ég gleymi því nánast strax og held áfram að hafa gaman.
Einfalt og þægilegt.
En sumir dagar ættu ekki að vera til. Þessi er einn af þeim.
Einhver sagði í athugasemdakerfinu mínu að ég ætti ekki að eyða tímanum í að vera reið. Örugglega rétt, en ég hef tekið upplýsta og meðvitaða ákvörðun að vera bálill þar til þessi dagur er á enda runninn.
Það var kominn tími á smá túrbúlans.
Stundum þarf maður einfaldlega smá illsku til að dusta örlitið af uppsafnaða rykinu á sálinni.
Ég játa reyndar að ég missti mig í gamalt mynstur. Ég lét utanaðkomandi fólk, að vísu töluvert nálægt mér, afa áhrif á líðan mína, þrátt fyrir að ég viti að ef ég ætla að láta stjórnast af framkomu annarra í minn garð þá get ég alveg eins flutt lögheimilið mitt í næsta rússíbana bara.
Ég er búin að gera það sama og síðast þegar það fauk illilega í mig.
Ég þurrkaði af - var enn ill - ég setti í þvottavél - var enn ill - ég eldaði mat- það sauð meira á mér en friggings matnum - ég tók til á lóðinni - okokok, ég er hætt. Þið hljótið að skilja hvert ég er að fara þaeggibara?
Hehe, svei mér ef ég er ekki öll að koma til. Gott ef ég er ekki farin að brosa og blakta augnhárunum.
Æi lífið er sætt og súrt og heill hellingur þar á milli.
Og svo tók ég út færslu sem ég geri helst ekki.
1-0 fyrir mér, ég gerði mistök.
En ég ætla að vera ill í 57 mínútur í viðbót.
Farin að einbeita mér að því.
Úje.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ertu að telja til miðnættis ?
Var að tala við frænda minn áðan sem sagði að það væru 82 dagar, 56 mínútur og 40 sekúndur þar til hann fengi bílprófið.
Undarlegt að hitta tvo "teljara" á sama hálftímanum. Ætli þetta viti á vinning í happdrættinu ?
Ragnheiður , 1.9.2008 kl. 23:09
3871-3872-3873..... Jenný missti ég þá af góðri færslu??
Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 23:12
.Annars er ég búin að gráta í allt kvöld.Sorgin er búin að vera óvenjulega sár í kvöld.En verð góð á morgun.Já Ragga.Sá stóri.Jenný það er smá bót í máli er að svona stendur oftast stutt yfir.Og núna þarf ekki að þrífa hjá þér fyrr en í oktober hahahahaha
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 23:15
Kannski er þetta að ganga, hvað veit ég.
Ásdís: Færslan var ágæt en samt aðeins yfir strikið að mínu mati. Vertu róleg þær eiga eftir að verða margar brilljant. Hehe.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2008 kl. 23:16
Má ég segja eitt.....þú og systur þínar eruð allar jafn æðislegar. Heppin kona þú. Ég á reyndar bara eina systur en hún jafnast alveg á við þínar sex.... Og það er bráðhollt að pústa reglulega annars fær maður bara hjartaáfall eða eitthvað þaðan af verra. Ég ríf reglulega allt út úr fataskápnum og raða í réttri röð, lítum og formum og verð svo afar sátt.
Knús á þig.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.9.2008 kl. 23:16
:) þú hlýtur að vera í hrútsmerkinu ef þú snöggreiðist svona og snöggafreiðist svona aftur- þú ert frábær - reið sem ó-reið!!
Baráttukveðjur!!
alva (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 23:21
Mér finnst eitthvað óendanlega krúttlegt við Jenný hina snak-illu svo er það líka svo eðlilegt að verða svona stundum og það vitlausasta er víst að reyna að fara að afneita því að það geti fokið í mann - sammála?
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 23:30
Það góða við svona ham er að alltaf birtir upp um síðir og ef fúllyndið er hressilegt er hægt að fá góða útrás.
Voru ekki "missed calles" á gemsanum þínum á laugardaginn?
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 23:35
Sigrún Jónsdóttir, 1.9.2008 kl. 23:43
Mér þykir alveg jafn mikið í þig varið þegar þú ert úldin, en þegar þú er ferzk, gæzkan mín. Hvoru tveggja fer þér nefnilega vel, & það er gáfa sem að öðrum er ekki jafn vel gefin.
Svo ertu líka skemmtilega hnýsin & hyzkin...
Steingrímur Helgason, 2.9.2008 kl. 00:15
æ vonandi rjátlar thetta af thér...eitthvad kannst ég vid svona daga...thyrfti ad búa i helli á theim døgum
María Guðmundsdóttir, 2.9.2008 kl. 05:14
Jæja, núna ættu þessar mínótur að vera liðnar og góða skapið mætt á svæðið.
Fór að hugsa þetta mál me að vera pirruð og reið, það hhefur verið sagt við mig ef að ég er svoleiðis skapi "farðu á fund", þú hlýtur að kannast við það.
Annars hlakka ég bara til að lesa bloggið þitt í fyrramálið..... þegar þú verður þú aftur
Linda litla, 2.9.2008 kl. 05:44
Ekkert að því að vera reið annað slagið. Ég tel það meira að segja bráðnauðsynlegt. Safnast ekki upp einhver kergja á meðan.
Vona samt að vonda skapið hafi farið sömu leið og dagurinn......... s.s orðin að fortíð.
Knús á þig yndislegust.
Tína, 2.9.2008 kl. 07:13
SIgurvegari
Kveðja úr skítabrælu, lengst úti í hafi. Þrátt fyrir það er hægt að brosa hringinn.
Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 07:13
Góðan daginn heillin góð, hvernig líður þér í dag ?
Jónína Dúadóttir, 2.9.2008 kl. 07:36
Er ekki allt komið í dúnalogn og jörðin farin að snúast sinn vanagang?
Ía Jóhannsdóttir, 2.9.2008 kl. 07:48
Auðvitað hafa utanaðkomandi áhrif á okkur. Annað væri ekki mannlegt.
Svo bara hressa sig við........
Þröstur Unnar, 2.9.2008 kl. 08:58
Þú ert æðislegust og bestust .
Knús
Elísabet Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 09:31
Takk alveg innilega fyrir allar þessar fallegu kveðjur, að þessu sinni hafði ég verulega þörf fyrir orðaknús.
Katrín: Hitturðu systur mínar?
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2008 kl. 09:45
Sunna Dóra Möller, 2.9.2008 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.