Mánudagur, 1. september 2008
Í vondu skapi
Ein af múr- og naglfestum hefðum M.R. eru tolleringar á busum.
En svo koma hinir skólarnir á eftir og reyna að toppa hver annan í sniðugheitum oft án þess að nokkur skenki því þanka hvernig áhrif þetta hefur á unga fólkið sem er að byrja í skólanum.
Ég á tvær dætur sem gengu í M.H.
Sú elsta kom heim ölli í slori og ógeði en henni hafði verið dýft ofan í fiskikar fullt af úrgangi. Svo var hellt yfir hana hveiti eða lími minnir mig. Djöfuls viðbjóður.
Sú yngri fékk viðlíka yfirhalningu þó ég muni ekki í augnablikinu nákvæmlega hvernig sú vígsla var en sú stutta var ekki par hrifin.
Hvað er að skólastjórum þessara skóla?
Af hverju stöðva þeir ekki þetta ofbeldi?
Þarf allt að vera svona hipp og kúl og frjálslegt að það megi þjösnast á nýnemum með líkamlegu eg/eða andlegu ofbeldi?
Svona fíflagangur er algjörlega úr takt á tímum sem eiga að teljast upplýstir.
Annars er ég í vondu skapi en það breytir ekki því að ég er algjörlega á móti busavígslum yfirhöfuð. Líka þegar lífið brosir við mér.
Arg.
Varað við busavígslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2986875
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Barasta alveg sammála Jenný. Sjálfur var ég tolleraður í MA á sínum tíma og það var bara fínt. Þetta er gjörsamlega farið úr böndunum.
Bergur Thorberg, 1.9.2008 kl. 19:42
Voðalega getur fólk látið kjánalega.
Man eftir busavígslum í heimavistarskólanum á Reykjanesi, en þær voru voða meinlausar í sjálfu sér. Aðallega var nýnemunum fleygt út í sundlaug í fötunum.
Elskan mín hættu í þessum vondu sköpum. Það er svo niðurdrepandi.
Annars grunar mig að þú farir ekkert í vont skap að ástæðulausu, svo ég vona að allt fari að lagast.
Góða nótt á þig.
Hulla Dan, 1.9.2008 kl. 19:44
Lífið brosir við mér núna en ef það er eitthvað sem ég undrast að ekki hafi verið aflagt fyrir mörgum áratugum eru það busavígslur, þessi hylling ofbeldis meirihlutans. Ég var meira að segja á móti tolleringunum. Það á ekkert að þurfa að vígja neinn til skólavistar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.9.2008 kl. 19:53
Vígsla inn í skóla viðgengst á ýmsum stöðum skal ég segja þér. Það allra versta og óhugnalegast er busavígsla sem hefur verið í gangi í Íþróttakennaraháskólanum á Laugarvatni, gamlar hefðir frá því áður en hann varð háskóli og margt ekki gott sem þar fer fram!
Edda Agnarsdóttir, 1.9.2008 kl. 20:08
Ég hef aldrei skilið af hverju þessar ógeðisbusavígslur eru ekki lagðar niður, það hlýtur að vera hægt að busa krakkana á einhvern annan hátt.
Huld S. Ringsted, 1.9.2008 kl. 20:20
Ég var í MR og þegar ég var tolleruð barst leikurinn niður að Tjörn og var okkur hent út í grútskítuga Tjörnina. Ein stelpa slasaðist og þetta varð stórmál.
Helga Magnúsdóttir, 1.9.2008 kl. 20:27
Mig langaði að benda ykkur á , við og þið sem eruð miðaldra eða hvað það heitir, það eru aðrir tímar í dag... og busavígslur eru miklu harðari í dag en á okkar tímum...
ég skal segja ykkur það að eftir 2 ár, skal ég vera eina mamman í skólanum sem mætir í busavígslu sonar míns og skammast mín ekkert fyrir það... kannski hann aðeins... en djö mar...krakkar sem hafa orðið fyrir misjöfnu upp skólann skulu ekki standa ein.... hey stöndum saman... knús á Mary Quant
valdis (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 20:32
Stúlkurnar mínar fengu sína tolleringu í MR. Hins vegar hafði ég séð busum dýft í ker full af slori og klaka á Ísafirði á sínum tíma, - og hafði því verulegar áhyggjur af drengnum þegar hann fór í menntaskólann þar. Hann taldi mér í trú um að þetta hefði alls ekki verið svo slæmt (hefur líklega vitað hvað ég vildi ekki heyra).
Fyrir nokkrum árum heyrði ég að á Suðurnesjum væru busar látnir ganga á Stapafell eða Þorbjörn. Það þótti mér til fyrirmyndar.
Laufey B Waage, 1.9.2008 kl. 20:44
Ætli viði Helga séum jafngamlar? Ég slasaðist þegar mér var hent út í tjörn eftir tolleringu og bíð þess aldrei bætur.
Nema fleiri hafi slasast í öðrum árgöngum. Hef haft ímugust á þessu ofbeldi síðan.
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 20:50
Ég hef aldrei lent í svona löguðu, enda aldrei farið í framhaldsskóla (kláraði ekki einu sinni 9 bekkinn), en mér finnst þetta oft ganga of langt.
Ekki vera í vondu skapi Jenný, þú hefur örugglega nóg annað að gera við tímann þinn.
Linda litla, 1.9.2008 kl. 20:53
Mér fannst nú voda gaman thegar ég var busud í MS í gamla daga. Thad er bara svo allt of langt sídan, ad ég man ekki nákvæmlega. Held ad vid høfum átt ad skrída eftir ákvedinni leid og thad var sprautad tómatsósu og sinnepi á okkur og líklega kastad hafragraut. Thad hefur ørugglega ekkert verid fyndid fyrir thann sem fékk sinnep í augun,´en ég man heldur ekki eftir ad thad hafi gerst. Vodalega er ég gømul og gleymin.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:08
Sammála þér......vona að skapið lagist
Sunna Dóra Möller, 1.9.2008 kl. 21:47
Mér finnst að það eigi að banna busanir með lögum, skólalögum og bjóða upp á tertur og alles eins og gert var í verzló þegar ég byrjaði þar um árið, þoli ekki þessa vitleysu. Dýrslegar kveðjur
Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 21:52
Finnst þetta ekki sniðugt og fannst það ekki þegar ég var busuð í FB árið.....
Minnir að það hafi verið notað skyr og fiskikar og ef ekki lýsi. Svona þurfti ég síðan að fara heim í strætó þar sem ég bjó ekki í Breiðholtinu.
M, 1.9.2008 kl. 22:25
Verzlo ber af ollum skolum... kokuveisla og frabaert mal!!! Thad er ad bjoda nynema velkomna!!!
Edda i Englandi (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 22:42
Þegar ég hóf nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1976 vorum við busarnir leiddir langar leiðir með bundið fyrir augun eitthvert og látin borða lýsi, skyr og eitthvað fleira. Þetta var bara kjánalegt.
Næsta vetur ákváðum við að leggja þessar asnalegu busaveislur niður. Þess í stað buðum við busunum til veisluborðs með heitu súkkulaði, tertum og kökum.
Í Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal tíðkaðist það að tollera busana. Ég þekki einn busa sem nefbrotnaði í tolleringunni og er ennþá með nefið út á kinn og getur ekki andað með því. Lengst af var nefið út á vinstri kinn. Fyrir nokkrum árum sparkaði hestur í stóðrétt í nefið. Síðan hefur það verið út á hægri kinn.
Það var mjög skrítið að vera búinn að venjast manninum með nefið út á vinstri kinn og þurfa svo að kynnast honum allt í einu með nefið út á hægri kinn. Dáldið eins og að kynnast skyndilega bíl með stýrið hægra megin.
Jens Guð, 1.9.2008 kl. 22:47
Ég er alveg sammála þér Jenny með þessar busavíglsur. Þetta er komið út í rugl.
Pálmi Guðmundsson, 1.9.2008 kl. 22:55
Jens: Þú drepur mig.
Takk öll fyrir frábær komment um þetta málefni.
Ég spyr, af hverju gera skólastjórnendur og foreldrar ekkert í því að fá þennan ósið aflagðan?
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2008 kl. 23:11
Ég skil nú ekki alveg hvað er svona hræðilegt við þetta, veit ekki um neinn sem hefur ekki haft gaman að busavígslunni sinni og það er ekki langt síðan ég var sjálf busuð, bara 4 ár og það sem við þurftum að gera var að mæta í "MR" gallanum aka stígvélum og lopapeysu(er verzlingur) vera bundin saman í rútunni og taka einhverjar armbeyjur og hoppa og syngja í húsdýragarðinum, síðan fengum við pulsu og kók og svo var kaka á busakvöldinu. Held að verzló sé reyndar með mildustu busunina en veit um fólk sem var látið bíta í hráan fisk og svoleiðis og er nú ekkert skaddað í dag, held nefninlega að á síðustu 5-6 árum séu þessar busavígslur búnar að mildast aðeins, man eftir því að hafa verið að labba um í kringlunni þegar ég var í unglingadeild og þá sá ég til dæmis einn strák sem verið var að busa og það var búið að klæða hann úr öllu nema nærbuxunum, teipa hann fastann við staur, krota á hann allan með olíutúss(sem er erfitt að ná af) og svo var hann skilinn eftir í miðri kringlunni fyrir alla að sjá, maður sér ekkert svona lengur
Freyja, 2.9.2008 kl. 05:50
verð að bæta við einu, veit ekki hvernig þetta er í dag en þegar ég var yngri þá voru 8. bekkjar "busavígslurnar" mikið verri heldur en framhaldsskóla vegna þess að þær áttu í rauninni ekkert að vera þarna þannig að það var ekki heill dagur tekinn í að busa alla heldur voru nokkrir óvinsælir einstaklingar teknir fyrir og það var níðst á þeim eins og ég veit ekki hvað, hent í þá eggjum, krotað á þá alls konar ljót orð, lamdir, peningar teknir af þeim, skóladót tekið eða eyðilagt og þetta gekk á í marga daga, jafnvel vikur eða bara út árið, það er náttúrulega bara klárt einelti en orðið busun var notað til að fela það
Freyja, 2.9.2008 kl. 06:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.