Mánudagur, 1. september 2008
"En mamma það fá allir að fara"
Mörgum er alveg svakalega illa við reglurnar um útivistartíma. Ég hef svo sem ekkert verið að pæla í þeim eftir að stelpurnar mínar komust til manns en stundum kastast ég til baka í tíma og þá sérstaklega á haustin þegar skólarnir byrja.
Ég var þarna einu sinni. Ég er fegin að það eru til reglur um útivistartíma - sem viðmið fyrir foreldra sem eru að vandræðast með mörkin en fyrst og fremst tekur maður ábyrgð á sínum börnum sjálfur.
Ég held að ég hafi verið leiðinleg mamma að þessu leyti ég var glerhörð á útivistartímum.
Á veturna sá ég ekki tilganginn í að stelpurnar mínar væru úti eftir kvöldmat þegar þær voru í skóla, nema frumburðurinn í Hagaskóla og hún var frekar stillt og hegðun hennar kallaði ekki á sérstakar aðgerðir í þeim málum.
Stelpurnar mínar voru í fimleikum og eftir daginn voru þær svo þreyttar að þær borðuðu og tóku því svo rólega.
Ég var aldrei hrædd við "en mamma það fá allir að fara/gera" fyrirkomulagið. Mér gat ekki staðið meira á sama. Af fenginni reynslu þá veit ég að ekkert barn skaðast af ákveðnum ramma og reglum. Sumt leyfir maður sér einfaldlega ekki að taka sénsa á.
Eins og unglingapartíum, ferðalögum í skíðaskála og svo framvegis.
Ónei, það var ekki í umræðunni.
Stelpurnar mínar voru ekki yfir sig hamingjusamar yfir að það var náð í þær í allar skólatengdar skemmtanir.
En þannig var það bara. Ég er steinhörð á því enn í dag að þú tekur ekki sénsa með börnin þín.
Reyndar náði ein þeirra (engin nöfn) að detta í það 15 ára á skólaballi sem haldið var í Hinu Húsinu, þ.e. hún komst aldrei þangað var orðin drukkin áður en rútan lagði af stað og bílstjórinn skildi hana eftir í frosti og snjó svoleiðis á sig komna.
Maður getur nefnilega engum betur treyst en sjálfum sér fyrir börnunum.
Þetta var skelfileg upplifun og var ALDREI endurtekin.
En þetta útivistarfyrirkomulag er eilífur höfuðverkur á mörgum heimulum í byrjun skólaárs.
Æi hvað ég er fegin að ég er laus.
Úff, ég hef nefnilega mildast svo með árunum. Byði ekki í það ef ég ætti að ala upp börn og unglinga í dag.
Sjitt.
Breyttur útivistartími barna og unglinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:35 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Skildi hann barnið eftir!! án þess að láta kóng, prest eða biskup vita? Á þetta sér stað enn þann dag í dag?
Jóna Á. Gísladóttir, 1.9.2008 kl. 09:52
Úff ég var líka svona ,,leiðinleg" mamma enda alin upp í ströngu uppeldi þar sem ég var elst. Man þegar ég hékk út í glugga og horfði á ALLA KRAKKANA leika sér úti eftir kvöldmat. Held ég hafi þá lofað sjálfri mér að verða aldrei svona ströng við mín börn en varð síðan nákvæmlega eins eða allt að því.
Veit ekki hvernig ég tæki á þessu í dag, svei mér þá??????
Ía Jóhannsdóttir, 1.9.2008 kl. 09:52
Jóna: Já, og það sem meira var að hún fékk að fara í rútuna í öðru hverfi en okkar með vinkonum sínum og það varð okkur til happs að systir mín gekk fram á hana í snjónum. Alla nóttina lá ég með hana og hélt á henni hita.
Og auðvitað gerði ég allt brjálað.
Það eru komin 16 ár síðan og ég fæ enn angist.
Ía: Ég var svona erfið vegna þess að ég flippaði út sem unglingur og var skelfingu lostin yfir tilhugsuninni um að mín börn yrðu eins. Engin þeirra erfði villingagenið.
Hehe.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2008 kl. 09:54
Ég er ströng mamma og læt krakkana vita að þessar útivistarreglur eru viðmiðunarreglur. Við foreldrarnir erum æðsta ráðið
Viðurkenni samt alveg að mér óar við því að fara inní unglingaskeiðið með dótturina eins og heimurinn er orðinn.
M, 1.9.2008 kl. 10:13
Ég var frekar væg við mín. Enda voru þau mestmegnis heima hjá sér, það er frekar langt í bæinn, og þá voru ekki strætóar. Og núna hefur ekki reynt á þetta ennþá, með stubbinn minn. En ég get alveg skilið að fólk vilji framfylgja útivistarreglum, sérstaklega í stórum bæjum, þar sem allt getur gerst. Við verðum að sýna ábyrgð, og vera vakandi fyrir börnunum okkar, bæði heima hjá okkur og þegar þau fara út fyrir heimilið. Það er nefnilega svo, að ekki einu sinni heimilin eru örugg, ef við gætum okkar ekki. Eins og skýrslur sýna. Og ég veit dæmi um. Þegar foreldrar héldu að barnið væri öruggt heima hjá sér, en það var einfaldlega ekki rauninn. Það eru nefnilega til ógeð, sem nota sér að "þekkja" fjölskylduna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2008 kl. 10:40
Gott að lesa þetta, hef stundum verið að pæla í hvort ég hafi verið of ströng við mín börn... þau fengu greyin "aldrei" að fara "neitt"
Jónína Dúadóttir, 1.9.2008 kl. 10:52
Ég þótti ströng líka.Allir fá að fara, það virkaði illa á mig.En ef við foreldrar förum ekki að reglum hvernig getum við ætlast til að börnin okkar geri það?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 11:07
strøng og ennthá strøng...og ógisslega leidinleg lika...( ad søgn Gengis Kahn..) en sætti mig vid thad og gef ekkert eftir fæ oft thennan ad "allir fái ad fara " en thá fá thau "ég er ekki mamma theirra allra".. en ég er mamma ykkar" og hananú.
knus og krammar til thin Jenný. Hafdu thad gott.
María Guðmundsdóttir, 1.9.2008 kl. 11:18
Oh, hvað ég man eftir þessu "það fá ALLIR að fara" - bæði frá mínum unglingsárum og sonarins! Svo fengu kannski bara tveir að fara þegar upp var staðið.
Það skiptir líka gríðarlega miklu máli að foreldrar vinahópsins séu í góðu sambandi og tali saman.
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 11:21
Ég er svona leiðinlega mamma núna...með einn ungling og eina 8 ára gelgju ! Ég hlusta ekki á "það mega allir"....því yfirleitt kemur í ljós að allir eru tveir! Ég hlusta heldur ekki á útivistareglurnar, yfirleitt fær unglingurinn minn að vera styttra úti en þessar reglur segja til um, mér finnst til dæmis rugl að 13 ára barn megi vera úti til miðnættis yfir sumartímann samkvæmt þessu reglum. Hér er komið inn fyrir ellefu og sjaldan farið út eftir kvöldmat á skóladögum. Ég hlýt að vera óþolandi mamma !
Sunna Dóra Möller, 1.9.2008 kl. 11:26
Ég hef verið með útivistarreglur á mínum börnin og þau hafa tekið vel í þær og ekkert vesen. Þau eru sko ekki eins og mamma sín sem að hlustaði ekki á neitt og fór bara og skilaði sér þegar henni hentaði. Var sko ekki góð fyrirmynd, algjört vandræðagemsi.
En sem betur fer þá eru börnin mín það ekki, þau haga sér allt öðruvísi. Strákurinn minn fer yfirleitt ekki út eftir kvöldmat á veturnar og á sumrin gerir hann ekki mikið af því að vera úti eftir klukkan 8.
Hafðu það gott Jenný mín.
Linda litla, 1.9.2008 kl. 12:41
Ég var voðalega leiðinleg þegar stelpurnar voru litlar. Dana (sú eldri9 skilur mig í dag. En Lena (sú yngri) finnst ég ennþá hafa verið ósagjörn með einsdæmum.
Mér er eiginlega bara nákvæmlega hvað henni finnst og verð leiðinleg aftur ef ég þarf á að halda.
Nú búum við í sveit og ég hef aldrei þurft að rökræða þetta eitthvað við strákana. Svona er þetta bara.
Hulla Dan, 1.9.2008 kl. 12:47
Lenti bara aldrei í neinu basli með þetta. Krakkarnir sóttu ekkert í það að fara út á kvöldin og ef einhver kom og spurði eftir þeim voru þau stórhneyklsuð á viðkomandi settu upp á sig svip og sögðu: ,,Veistu ekki að það er bannað að vera úti núna"..
Á laugardagskvöldum hafa tíðkast "kósýkvöld" á mínu heimili og það hef ég frá mömmu. Þá var verslað nammi, poppað og horft á góða bíómynd eða tvær. Ylurinn inni hefur freistað meira en útiveran með félögunum. Að vísu, þegar krakkarnir fóru að eldast var stundum herskari af vinum sem fengu að hafa ,,kósýkvöld" heima hjá mér en ég var þá með augun á þeim og vissi hvar ég hafði mín börn.
Svo þegar ég var kvödd til að fara í ,,foreldrarölt" þá var' ég fyrst leiðinleg og tók ekki þátt í því að fara að heiman frá mínum unglingum til að leita uppi eða fylgjast með unglingum hinna foreldranna. Fannst það frekar hallærislegt.
Ég veit að þetta virkar ekkert svona hjá öllum, enda börn og unglngar jafn misjafnir og þeir eru margir. Ég held að ég hafi bara fengið þrjú frekar heimakær eintök.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.9.2008 kl. 13:40
Til hamingju annars með titilinn "Miss Blog" .. þú ert vel að honum komin esskan og ég treysti því að þú brosir í gegnum tárin.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.9.2008 kl. 13:46
ég hef ekki enn lent í basli en það gæti breyst en ég vona ekki.
Kristín Katla Árnadóttir, 1.9.2008 kl. 14:50
Mikið er ég heppinn, losna alveg við þessar áhyggjur af reglum, sem mér finnst nb. nauðsynlegar og bara fallegt ef fólk heldur utan um börnin sín.
Ertu ''Miss Blogg''? Til hamingju Jenný mín þú átt krúnuna skilið.
Eva Benjamínsdóttir, 1.9.2008 kl. 18:05
Ég lét heimasætuna heyra, að ef ég þyrfti að velja á milli þess að vera leiðinleg mamma, eða taka einhverja áhættu með hana (heimasætuna), - þá mundi ég velja að vera leiðinleg mamma. Þannig væri það bara.
Vissi ekki af þessari tilnefningu. Hvar fór hún fram? Veit bara að ef einhver á skilið að bera titilinn miss blogg, þá ert það þú. Til hamingju.
Laufey B Waage, 1.9.2008 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.