Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Það kemst ekki hnífurinn á milli ukkar
Merkilegt hvað öfgatrúarhópar eru hræddir við kærleika og ást. Eitur í þeirra beinum, svei mér þá.
Ást er svo skelfileg í þeirra augum að hún má bara fara fram fyrir þrílæstum dyrum með slagbrandi og gaddavír fyrir gluggum. Í metafórískri merkingu sko.
Ekkert káf, haldast í hendur eða strjúka kinn á almannafæri. Jesús minn.
Þegar ég og Greta systir rifumst sem mest þegar við vorum 3 og 5 ára, þá klöguðum við sífellt í ömmu sem svaraði okkur alltaf eins; það kemst ekki hnífurinn á milli ukkar. Amma mín kom austan af fjörðum. Hehe.
Þannig er það með kristna og múslima, þessa í öfgakantinum, þeir eru herskáir, þá skortir umburðarlyndi og kynlíf og kærleikur er eitthvað sem verður að fara með eins og mannsmorð.
Þess vegna er ég ekki hissa þó útlenskum konum sem létu vel hvor að annarri í Dubai, hafi verið hent í mánaðarfangelsi.
Alveg í stíl við forstokkaðan huga öfgamannsins og slá á kærleikann hvar sem til hans næst, ég tala nú ekki um ef það eru í þokkabót fólk af sama kyni sem sýna væntumþykju og kyssast í þokkabót. Vó, hættulegt.
Það gæti endað með ósköpum, konur gætu heimtað að fá að keyra bíl ef þessu heldur áfram þarna í Dubai.
En hinir öfgakristnu eru ekki hótinu betri.
Hómófóbían ríður þar húsum sem aldrei fyrr.
Ég hef enga trú á að þetta fólk myndi kannast við guð þó það dytti á heimskan hausinn á sér fyrir framan hann.
En ef guði er þessi forpokun þóknanleg - ók þá ér ég hér með algjörlega trúlaus.
Aular og fíbbl.
Ósiðleg framkoma í Dubai | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:47 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ef allt þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist/sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í Krist/þá hlýtur að vakna sú spurning hvort mikils sé misst/ef maður að síðustu lendir í annarri vist.
Svo kvað prófessor Jón Helgason í Kaupmannahöfn. Boðskapur hans er enn í gildi -- og að breyttu breytanda með síðari tíma kristslíki, Allah.
Sigurður Hreiðar, 31.8.2008 kl. 19:33
Já þetta er ljóta pakkið! Er furða þó maður halli sér ansi bratt burtu frá trúarbrögðum?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.8.2008 kl. 19:59
Hef ekki kynnst fórdómafyllra og dómharðara fólk en innan frjálsu kristnu safnaðanna.... Var í þeim pakka í nokkur ár... Þjökuð af sektarkennd yfir öllu mannlegu sem ég gerði....
Helga Dóra, 31.8.2008 kl. 20:23
Innlitskvitt og knús kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.8.2008 kl. 20:24
Þetta er auðvitað undarlegt mál afspurnar eins og öll þessi öfgamál eru. Málið með Guð virðist vera það að hver maður sér hann á sinn hátt og telur það hinn eina rétta og bregst illa við annarra manna Guðum.
Æj ég nenni ekki að eyða ágætu sunnudagskvöldi í þessar pælingar.
Ragnheiður , 31.8.2008 kl. 21:30
Kær kveðja til þín Jennslan mín
Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 21:40
ööhh, ertu nú alveg viss um að konurnar hafi verið af sama kyni?
Brjánn Guðjónsson, 31.8.2008 kl. 22:01
Ég trúi bara á sjálfa mig
Huld S. Ringsted, 31.8.2008 kl. 22:07
Megi algóður drottin verma hýbýli þín um alla eilífð elsku jenní mín og andi hinna réttsýnu lýsa þér leið í skrifun þínum og náð skaparans flæða úr penna þínum. Ef ekki þá stiknarðu bara í víti en það er nú af kærleika sagt , er það ekki
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 22:27
Ég get ekki ýmindað mér að Guð hafi nokkuð komið að skrifum hvorki biblíu né annarra trúarrita. Verst að hann getur ekki varið þennan hroða sem aðrir hafa verið að skrifa í hans nafni. Að mínu mati er þetta allt saman fordómar of fáviska - og það er sko hellingur af þeim pakka í henni veröld. Er ekki biblían annars gamall stjórnmálaáróður?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 31.8.2008 kl. 22:53
Jenný. Þú talar eins og þú hafir engan skilning á neinni annarri menningu en þinni eigin íslensku hippamenningu. Þú ert sem sagt eins og þeir bara með fordóma í hina áttina. Það er ekki bara lítill öfgatrúarhópur innan kristni og íslam sem hefur aðra skoðun á samkynhneigð en þú. Það er nær allur hinn íslamski heimur. Og hinn kristni er klofinn hvað þetta varðar.
Ég var að koma frá Dubai og þar mega gagnkynhneigðir ekki heldur sína atlot á almannafæri. En ég er ekki viss um að það sé af því að þeir séu hræddir við kærleika og ást. Já þetta er erfitt fyrir okkur að skilja af því að við erum öðru vön og auðvitað getum við staðið í þeirri trú að við höfum rétt fyrir okkur en að kalla þá aula og fífl er kannski aðeins of mikið.
Heiðrún (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 23:17
Ég segi enn og aftur: Þeir sem fordæma ást og væntumþykju, eru ekki Kristnir, þótt þeir þykist það - og gaspri jafnvel hátt um það. Og mínum Guði þóknast ekki forpokun.
Laufey B Waage, 31.8.2008 kl. 23:18
Já, alveg merkilegt að einhver menníngarsamfélög þarna úti í heimi séu nú ekki búin að sjá það að okkar "stórazta land í heimi" eigi sjálfskipaðann rétt til að segja til um þeirra rangt þar.
Mætti halda að þezzi skríll hafi mizzt af Ólympíuleikunum ?
Steingrímur Helgason, 31.8.2008 kl. 23:28
Brjánn: Takk fyrir að benda mér á mistökin. Búin að breyta hehe.
Dettur einhverjum í hug að ég sé að halda því fram að allur hinn múslíimski heimur sé öfgatrúar?
Ég veit að fólki er yfirhöfuð bannað að sýna blíðu og hvers kyns atlot á götum úti, fyrirgefið en mér finnst það fáránlegt.
Steingrímur: Ég er ekki að dissa heilu menningarsamfélögin, ég er að kalla öfgatrúarmenn aula og fífl.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2008 kl. 23:49
Góðan dag.
Já þetta er sá veruleiki sem feministarnir eru að reyna að færa okkur til vesturlanda. Boð og bönn og siðfræðireglur ýmiskonar. Svo kalla þeir þetta ýmsum skrautnöfnum sbr. kvenfrelsisbarátta o.s.frv.
19 ára skjeggjaður gaur (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 10:02
Mér sýnist að trúmenn og konur séu mestu afturhaldsseggir og kvennakúgarar okkar tíma. Eru enn að vitna i gamla testamentið og það sem karlar n.b. skrifuðu fyrir tvö þúsund árum. duh. Kíkið á síðuna hennar Höllu Rutar frá í gær. Ég þarf ekki að segja meira.
Rut Sumarliðadóttir, 1.9.2008 kl. 11:54
Jenný, þú ert að kalla stjórnvöld í Dubai öfgatrúarhóp. Dúbaí er nú sennilega með "frjálslyndara" móti þegar kemur að íslömsku stjórnarfari. Ef Dúbaí er stjórnað af öfgatrúarhópi hvað þá með önnur ríki á Arabíuskaga? Þau eru væntanlega eitthvað enn verra eða hvað? Er Íslam kannski ekki bara trúarbrögð Dauðans eins og svo oft hefur verið bent á?
Jón Garðar (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 19:40
Öll lönd eru byggð á lögum og reglum! Þegar fólk flyst til Íslands ætlumst við til þess að það fólk fari eftir þeim lögum og reglum sem settar hafa verið!
Þetta gildir í öllum löndum! Almmanaást og kossar og káf eru bannaðar í UAE, Dubai er meira að segja MJÖG líbó á þessu! Ef þú ákveður að fara til UAE eða annara landa, skaltu haga þér eins og þú mátt haga þér!! Ósköp einfalt!
Ég hef búið í múslimaríki í 3 ár og hef kynnst Islam nokkuð vel. Ég sjálf er trúlaus þannig séð og trúi bara á að koma vel fram við náungann, en Islam er byggð mjög fallega! Auðvitað eru til þessir öfgahópar, sem og annarsstaðar! Það er til í öllum trúarflokkum!
Þessar konur vissu vel af þessari reglu (ef þær eru sekar þeas) og hefðu betur mátt geyma þessa hegðun þar til þær fóru heim!
Ef þú brýtur lög skal gjalda fyrir það og hvert land byggir sín lög og eftir þeim skal fylgja. Mér finnst þetta ósköp einfalt:)nafnlaus (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.