Leita í fréttum mbl.is

Persónunjósnir

Hugmyndaflugi manna sem beita heimilisofbeldi eru lítil takmörk sett.

(Já karlar ég er ekki að skrifa um konur).

Leiðirnar sem farnar eru til að stýra og stjórna lífi konunnar eru ótalmargar og oft leggja þessir menn mikið á sig og það getur verið erfitt að standa þá að verki.

Nú veit ég ekkert um þetta einstaka mál sem meðfylgjandi frétt fjallar um en ég hef heyrt þessar svipaðar sögur margoft.

Peningar og fjármál eru afskaplega öflugt kúgunartæki.

Mörgum konum eru skammtaðir peningar til nauðþurfta ef nokkrir.

Sumar konur hafa ekki aðgang að peningum heimilisins og sá sem er algjörlega févana kemst ekki langt og fyrir konu sem ekki hefur neina peninga á milli handanna er erfitt að brjótast út úr ofbeldissambandi.

Svo ég tali nú ekki um þegar börn eru inni í myndinni.

Svo er það auðvitað algjörlega óviðunnandi ef starfsfólk stofnanna sem eru með aðgang að persónuupplýsingum um einstaklinga, fjárhagslegar eða af öðrum toga geti komist upp með að misnota þær.´

Samt heyrir maður reglulega um að fólk slái inn hinum og þessum í vinnunni og tékki á upplýsingum sem þeir hafa aðgang að.

Ég veit að spítalarnir hafa að mestu sett undir þennan leka.

Er það ekki hægt allsstaðar?

Í þessum tölvuvædda heimi hlýtur að vera hægt að koma í veg fyrir persónunjósnir.

Af hvaða hvötum sem þær annars eru framkvæmdar.


mbl.is Skoðar bankareikning án leyfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég held að það sé ekki hægt að koma í veg fyrir þetta, ég meina maður hefur heyrt í gegnum tíðina undarlegustu upplýsingar um fólk sem greinilega koma úr lokuðum skrám.

Þetta hafa alltaf verið óumbeðnar upplýsingar...

Gróa á Leiti lifir góðu lífi og hefur það ferlega fínt.

Sjáðu til dæmis fréttaflutning af "frægu" fólki ? það er ekki hægt að skamma fréttamenn fyrir að birta þetta meðan þetta er lesið eins og heitar lummur. Það er oft fróðlegt að sjá forgangsröðun þjóðarinnar á því að lesa "mest lesið" á forsíðu moggans. Það er einhver svipuð síða hjá vísi.

Ragnheiður , 30.8.2008 kl. 17:46

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það fór um mig þegar ég las þessa frétt. Konan er föst í aðstæðunum þar sem hún hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að skipta um banka. Og á meðan fær þessi maður notið sín og síns valds svo um munar. Þetta er eins og þú segir aðeins ein mynd ofbeldis og ég efa ekki að það sem á undan er gengið í samskiptum þessa fólks þá er málið mun alvarlega er bara njósnir um peningamál konunnar.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2008 kl. 17:47

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Björn Heimir. hvaða hvaða... Jenný tekur skýrt fram að hún viti ekkert um tiltekið mál annað en það sem hún les í þessari frétt. Hún bendir einfaldlega á að hún hafi í gegnum tíðina rekist á mörg dæmi um slíkt.

Enginn segir að allir karlmenn séu nauðgarar og ofbeldismenn nema einna helst karlmenn sjálfir í ofsafengnum viðbrögðum sínum við samskonar umræðu og hér fer fram.

Til eru ofbeldishneigðar konur og konur sem drulla yfir barnsfeður sína eins og þú bendir réttilega á. En það ætti ekki að banna eða útiloka umræðu um ofbeldi karlmanna á hendur maka síns. Er aðeins efni í annan pistil.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2008 kl. 17:57

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Frábært hjá Jenný að æpa upp þessa umfjöllun.  Húrra fyrir þér !!!!

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 18:02

5 identicon

Þegar við hjónin skildum fyrir 17 árum, fékk fyrrverandi maðurinn minn félaga sinn hjá símanum til að hlera símann minn. Ég gerði ekkert í því vegna þess að ég gat ekki hugsað mér að vera "aðili" í svona máli.

Kona (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 18:12

6 Smámynd: Kolgrima

Þetta er með ólíkindum.

Skil þig ekki alveg, Björn, er það ekki í þágu allra, jafnt kvenna, karla sem barna að berjast gegn ofbeldi - líka því ofbeldi sem sumir karlar beita konur? 

Er það ekki í þágu allra að bankstarfsmenn misnoti ekki aðstöðu sína þegar kemur að persónuupplýsingum, jafnvel þegar um fyrrverandi maka er að ræða?

Finnst þér í alvöru móðgandi við karlmenn veraldar að fara fram á slíkt? Eða er ég að misskilja þig?

Kolgrima, 30.8.2008 kl. 18:22

7 identicon

Ég fékk um mig hryllings hroll við lestur þessarar fréttar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 18:26

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég verð alltaf jafn gáttuð á því þegar karlar taka þessa umræðu sem árás á allt karlkynið eins og það leggur sig.

Ég veit ekkert hvort þetta einstaka tilfelli er satt og rétt, enda eru svipuð mál alveg nógu mörg.

Ekki tek ég því persónulega þegar umræða hefur verið um konur sem beita börnin sín ofbeldi.

Mér finnst einfaldega að það þurfi að uppræta það sem og allt annað ofbeldi.

Cappíss?

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2008 kl. 19:14

9 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Jenný, ég er sammála þér.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 19:17

10 Smámynd: Jens Guð

  Björn,  þú ert fordómafullur í garð fórnarlamba heimilisofbeldis.  Förum yfir það:  Kona lýsir óeðlilegri og í raun glæpsamlegri hegðun fyrrum sambýlismanns síns.  Þín viðbrögð eru að gruna konuna um að vera að koma óorði á manninn og eyðileggja mannorð hans.

  Þessi viðbrögð eru óeðlileg.  Þó ekki væri fyrir annað en að nafn mannsins kemur ekki fram fremur en vinnustaðurinn.  Það er ekkert gefið upp sem bendir á manninn. 

  Frásögn konunnar ber þekkt einkenni fórnarlambs.  Það sem hún ætti að gera er að leita til Stígamóta.  Þar vinnur fagfólk sem getur áreiðanlega gefið góð ráð.    

Jens Guð, 30.8.2008 kl. 19:21

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvittknús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.8.2008 kl. 20:19

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það sem er athugavert við fréttina er í raun ekki að aðili njósni um annan, per se. það er fullt af slíku í þjóðfélaginu, bæði af völdum karla og kvenna. ég er alls ekki að mæla því bót.

það sem er athyglisvert við þessa frétt er yfirbragð hennar. yfirbragð kjaftasögu og nöðruháttar. hvað svo sem er til í því, er ekki rétta leiðin af fjölmiðli sem vill vera tekinn alvarlega, að birta sögu sem hljómar helst eins og í kjaftaspjalli vinkvenna yfir kaffibolla.

ég stórundrast líka að fullorðið fólk sem ætti að hafa meiri þroska en svo að heimta nöfn á persónum og vinnustöðum.

er ekki í lagi heima hjá ykkur?

þetta á að vera lögreglumál og ekkert annað. ef rétt er að málum staðið hjá banka er öryggismálum þannig háttað að allt eins og hvaða starfsmaður tengist hvert eða skoðar hvaða reikninga, er skráð. ætti því að vera leikur einn að komast að hinu rétta í málinu.

gæti kannski verið ástæða þess að konan vill ekki leggja fram kvörtun, sú að þá kæmist upp að hún bulli?

hefur einhver spurt sig þeirrar spurningar?

Brjánn Guðjónsson, 30.8.2008 kl. 20:35

13 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Hef nú heyrt að konur í bankabransanum tékki á karlmönnum .... hvort þeir séu á svörtum lista skuldara... vinkonur gera vinkonum sínum greiða... ætli strákarnir geri þetta líka?

Lilja Kjerúlf, 30.8.2008 kl. 21:33

14 Smámynd: Kolgrima

Það getur hver sem er komist í vanskilaskrá Lánstrausts í gegnum heimabanka sinn, Lilja.

Kolgrima, 30.8.2008 kl. 22:00

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

~Kagglmenn eru bölvuð svín~

Steingrímur Helgason, 30.8.2008 kl. 22:04

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er sammála Brjáni að þetta verkaði á mig í kjaftasögustíl. En það er ekki þar með sagt að það sé ekkert til í kjaftasögum.

En að Morgunblaðið hafi tekið þetta upp eins og vinkona sem er að vekja athygli á vinkonu sinni er ekki gott til umfjöllunar en málið sem slíkt ætti að flytja á hærra umræðuplan.

Hins vegar lít ég á þetta sem viðvörun til viðkomandi manns og að konur eru oft í erfiðum aðstæðum vegna barna þótt það komi ekki fram þarna. Þá er hún að kæra föður barna sinna eða líka óttinn við að verða þess valdandi að hann missi vinnuna.

Hvað veit maður?

Edda Agnarsdóttir, 30.8.2008 kl. 22:09

17 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

"much ado about nothing"? Spyr bara. Hvort sem frásøgnin er rétt eda ei, getur madur varla vitad hver konan og hennar fyrrverandi eru? Thad er enginn nefndur med nafni. Thad eru margir karlkyns thjónustufulltrúar og líka fráskildir er thad ekki. Ísland er varla svona lítid? Mér er ansi sama hvort konan segir rétt frá eda ekki, ég er meira forvitin um hvad morgunbladid vill med thessari frásøgn. Vill mbl. vekja athygli á adstædum fórnarlamba ofbeldis, eda vill mbl. vekja athygli á ad persónuupplýsingar ekki eru øruggar. Mér finnst fréttin léleg, eins og einhver hér ad ofan segir: eins og kjaftasaga. Hvad er meiningin mbl.? Ekki thar med sagt ad thad sé ekki sorglegt og geti átt sér stad.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 30.8.2008 kl. 22:12

18 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Kolgríma: Ég kannast ekki við að geta tékkað á fólki gegnum heimabankann minn.   Það væri líka brot á persónuvernd...

Lilja Kjerúlf, 30.8.2008 kl. 22:30

19 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér fannst nöturlegt að lesa þessa frétt. Svona er kúgun viðhaldið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.8.2008 kl. 22:36

20 Smámynd: Kolgrima

Lilja, það er hægt að fletta upp á fólki í vanskilaskrá Lánstrausts bæði í heimabanka Landsbankans og KBbanka - veit ekki með hina. En þetta er einn af þessum flipum sem koma upp.

Kolgrima, 30.8.2008 kl. 22:49

21 Smámynd: Helga Dóra

Ég var í sambandi þar sem launin mín fóru beint inn á hans reikning og ég vann auka vinnu til að fá pening fyrir mat og öðrum nauðsynjum....

Það er ömurlegt að vera í svona sambandi... Vægast sagt.....  

Helga Dóra, 30.8.2008 kl. 23:09

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég viðurkenni það að þessi frétt virkar ekki sérstaklega vel unnin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2008 kl. 23:25

23 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég vil taka undir það með þér Jenný, og Önnu Ól. Björnsson að við lestur þessarar fréttar, -  óar manni við hvernig kúgun og andlegu ofbeldi er viðhaldið hér á landi.  - 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.8.2008 kl. 23:37

24 Smámynd: Beturvitringur

Karl faðir minn hafði alltaf á orði þegar mikið var skrafað (slúðrað án fullrar vitneskju):

"Ja, mikið vitið þið, en meira segið þíð"!

Beturvitringur, 30.8.2008 kl. 23:47

25 Smámynd: Jens Guð

  Björn,  fordóma lýsa því að einhver eða eitthvað sé dæmt fyrirfram.  Þú lætur að því liggja að konan sé lygari.  Hæðist að því að maðurinn hafi  örugglega  nauðgað konunni og barið til óbóta áður en þau hittust fyrst.  Jafnframt segir þú það sem þessi kona sé að gera líkist  óneitanlega  aðferðum margra kvenna við að eyðileggja mannorð fyrrverandi manna sinna.

  Þú hefur aðrar hugmyndir um fordóma.  Telur þig vera að lýsa fordómum gegn fordómum.  Það er of flókið fyrir mig - og sennilega flestra - að lesa fordómaleysi út úr skrifum þínum. 
  Þú áttar þig ekki á forsendum þess að ég hafi í einni setningu sagt þig fordæma fórnarlamb ofbeldis og í næstu setningu að þú segir þessa konu ekki vera fórnarlamb. 
  Með því að ætla konunni að ljúga að hún sé fórnarlamb ofbeldis ertu að fordæma fórnarlambið.  En það er svo sem ekki hægt að ætlast til þess að þú áttir þig á þessu.
 
  Svo heldur þú áfram að hamra á ásökun þinni um meintar lygar konunnar með því að segjast hafa fordóma gegn lygurum.
  Þú segir mig vera sérfræðing í þessum málum.  Það eru líka fordómar.  En vægir fordómar út af fyrir sig.  Eitt er að vera sérfróður og annað að hafa innsýn í svona mál.  Systir mín er talsmaður Aflsins,  systursamtaka Stígamóta á Norðurlandi.  Hún bjó við heimilisofbeldi sem ekkert lát varð á eftir að hún skildi.  Ég hef fylgst vel með því sem Aflið og Stígamót eru að kljást við alla daga.
  Þekkt einkenni fórnarlambs heimilisofbeldis eru meðal annars:
  Fórnarlambið er niðurbrotið,  hrætt og treystir ekki þeim úrræðum sem eru fyrir hendi.  Hún (í þessu tilfelli.  Ekki það) kærir ekki til lögreglu né klagar í yfirmenn viðkomandi manns.  Hún upplifir sig ennþá vera undir járnhæl og ógnarvaldi mannsins þó að samvistum þeirra sé lokið.  Hún er rétt svo nýbyrjuð að átta sig á að hegðun mannsins sé óeðlileg.
  Það rýrir ekki frásögn konunnar að nafn hennar og ofbeldismannsins komi ekki fram.  Maðurinn hefur ekki verið kærður né dæmdur.   Nafnleysið bendir ekki til þess að konan sé með þá ætlun að eyðileggja mannorð mannsins.
  Ég get alveg fallist á að vera ofbeldismaður.  En vel að merkja ekki heimilisofbeldismaður. 
 
   

Jens Guð, 31.8.2008 kl. 00:57

26 Smámynd: Þröstur Unnar

Kolgríma. Þú getur aðeins flett upp þinni eigin kennitölu þarna í heimabankanum, ekki annara.

Þröstur Unnar, 31.8.2008 kl. 08:15

27 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Rétt hjá Þresti

Annars sýnist mér umræðan en eina ferðina komin útí konur á móti körlum og öfugt.

Hvert samand hefur sína einstöku sögu og skilnaður einnig, það er til fólk sem skilur illa og örfáir sem gera það vel.  Við megum ekki dæma út frá okkar eigin reynslu ef hún er slæm.  Ekki dæma alla karla fífl og allar konur lygara. 

Munið að þegar einn fingur bendir á annan þá benda þrír fingur á þig.

Lilja Kjerúlf, 31.8.2008 kl. 09:58

28 identicon

Þessi frétt er nú merkileg, en getur það verið að konan hafi látið bola sér í burtu frá heimilisbókhaldinu og líkað bara vel, minna að hafa áhyggjur af.

Maggi V (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 16:19

29 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hahah, ég bara verð að vísa í þessa rönd sem ég sá í dag, lýsir vanalegum viðbrögðum á þessari síðu ansi hreint vel. Spurning um að birta hana sem færslu?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.8.2008 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband