Laugardagur, 30. ágúst 2008
"Jag har varit på toiletten i Tivoli"
Ég myndi ekki vilja vinna fyrir þessa konu. Þessa með erfiðu börnin og sjálfa sig í messi.
Hún er þó með góðan húmor, gæti verið gaman að þekkja hana, upp að vissu marki.
Það er samt aldrei að marka svona auglýsingar eftir fólki í "vist".
Þegar ég var á virkum barnapíualdri þá var það höfuðverkur hvers sumars að komast í vist.
Ég var reyndar heppin, lenti á ágætis fólki oftast þó svona eftir á að hyggja finnist mér út úr kortinu að fólk hafi ráðið mig frá sex ára aldri í barnapíudjobb.
Ég sá ekki upp fyrir barnavagninn þarna í fyrstu vistinni, en vagninn var flottur og ég var öfunduð um allan vesturbæ, bæði Á Hofsvallagötu- og Hringbrautarróló.
Ég fékk einn bláan tuttuguogfimmkrónuseðil fyrir vikuna og það er eina skiptið í lífi mínu sem mér hefur tekist að leggja fyrir peninga. Ég fékk rosalegt kikk út úr því. Merkilegt að mér hafi ekki tekist að endurtaka þetta.
Svo fór ég til Köben þegar ég var sautján. Blómasumarið mikla. Það fór ekki vel get ég sagt ykkur, þó það hafi akktjúallí líka verið kúl og skemmtilegt.
Ég fór sem blanda af gesti og stugepige hjá sjálfum lögreglustjóranum í Köbenhavn.
Engum aukvisa var treyst fyrir villingnum mér sem þótti til als vís og það með réttu.
Þar voru engin smábörn, ónei, en hjónin áttu tvo syni, annar var skemmtilegur en sjaldnast heima. Hinn, hann Morten var nörd og lág í bókum alla daga og átti enga vini. Ég held að Morten hafi verið smá undarlegur.
Þegar ég var í sólbaði eða að vesenast svona yfirleitt í húsinu þá kom hann aftan að mér. Hann stóð og glápti eins og hann væri að bíða eftir að ég springi í loft upp eða eitthvað en sagði aldrei orð. Krípí.
Svo var mér réttur Manhattan kokteill á hverju kvöldi fyrir mat. Og annar og annar af því þeim fannst Íslendingurinn svo skemmtilegur rallhálfur með lágmarks þol.
Ég röflaði einhver ósköp og mín uppáhaldssetning var "jag har varit på toiletten i Tivoli". Þvílíkt rugl.
Og ég var snögg að finna mér ábót í vínkjallaranum og man ansi lítið frá seinnipörtum daganna þarna í Valby.
Datt í rúmið á kvöldin nánast rænulaus, en merkilegt nokk þá hafði ég hljótt um mig.
Seinna stakk ég svo af úr þessu endalausa eftirmiðdagspartíi og hélt áfram upp á eigin spýtur við að kanna næturlíf Kaupmannahafnar.
Er það nema von að ég hafi beinlínis setið ofan á dætrum mínum þegar þær voru á þessum aldri.
En engin þeirra reyndist svo með villingagen móður sinnar svo ég hefði getað sparað mér áhyggjurnar.
Framhald seinna.
Nokkru seinna.
Síjú.
Börnin mín eru erfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Var líka barnapía, passaði 3 börn sumarið sem ég varð 9 ára að mig minnir. Var þá þrælvön eftir að hafa keyrt tvíburavagn systra minna og passað litla bróður. Hlít að hafa stýrt eftir minni því ég var næstminnst þegar ég fermdist. Hef varla staðið út úr hnefa á þessum tíma. Þætti ekki gott í dag en við munum tímana tvenna í þessu sem öðru. Ég er amma mín, allavega farin að hljóma eins
Rut Sumarliðadóttir, 30.8.2008 kl. 15:22
Ég passaði líka...sumurin þegar ég var 11 og 12! Mér þótti það svo leiðinlegt að ég var farin að efast um að ég gæti eignast mín eigin börn ! En svo komu þessir molar....og þau eru bara ekkert leiðinleg , ætli það hafi ekki bara verið ég sem var orsökin þarna, ekki börnin !
Sunna Dóra Möller, 30.8.2008 kl. 15:25
Ég var alltaf passandi bæði systkini og önnur börn. Fór líka til USA að passa. Held ég hafi verið orðin of gömul þá, því mér hundleiddist að passa en naut mín í botn í skemmtunum og félagslífi í frítímanum
M, 30.8.2008 kl. 16:15
Þú hefur verið alveg villt manneskja.
Það er alveg á hreinu að barnapíurnar voru yngri í denn. Kannski vegna þess að það þótti sjálfsagt að eldri systkini pössuðu þau yngri um leið og það eldar var orðið klósettvant. Eða var það bara á biluðum heimilum?
Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2008 kl. 16:46
Ertu viss með villingagenið? Veit mamma þín um allt sem þú gerðir af þér?!! Mömmur fá ekki að vita nema 1/3 af því sem gerist...
Stella Rán, 30.8.2008 kl. 21:12
Skemmtileg færsla! Er þetta í alvöru satt þetta með Manhattan-kokkteilinn!? Ég á ekki til orð..
Nei ég myndi ekki heldur vilja passa fyrir þessa konu sem auglýsti eftir barnapíu í vist. Hún er of hreinskilin til að ég myndi sækja um. Hún vill greinlega hafa varan á svo hún missi ekki stelpuna strax úr vistinni, og ráða vélmenni sem ræður vel við þetta. Sé fyrir mér rússneska valkyrju í þessu starfi helst einhverja vel agaða sem hefur tekið þátt í kúluvarpi á Olympíuleikunum .
Ester Júlía, 31.8.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.