Leita í fréttum mbl.is

Enginn heima

 

Ég vaknaði í morgun og mér fannst veðrið frábært og lífið enn betra.

Það er ljúfur laugardagur.

Í dag kemur lítil stúlka til okkar og að sögn ætlar hún að vera lengi, lengi, lengi og alveg þangað til nóttin er búin.

Hún ætlar sem sé að gista.

Við húsband náðum í hana í leikskólann á fimmtudaginn og tókum hana með í vesturbæinn til Jökuls "stórafrænda minn".  Og svo kom Ástrós skádóttir mín elskuleg líka og Jenný Una elskar Ástrósu og kallar hana "Ástrús".  Hér ríkti mikið fjör yfir kvöldmatnum.

Og eftir matinn þurfti hún að fara heim.  Í bílnum reyndi hún að díla við húsband.

Jenný: Ég get ekki farið heim, mamma mín er í skólanum, pabbi minn að spila í Iðnó og Lilleman er úti að leikaW00t.

Hb: Nei Jenný mín, mamma og pabbi eru bæði heima að bíða eftir stelpunni sinni og Lilleman er enn svo lítill að hann getur ekki verið úti að leika.

JU: En ég á ekki heima á Leifsgötu tuttuguogátta, ég er flutt í nýtt hús langt í burtu.  Ég ætla bara að vera hjá ykkur.

Hb: Núna ferðu heim elskan en á laugardaginn kemurðu og þá er frí í leiksólanum og þá máttu gista.

JU: Það ER laufardagur kjáni, ertu búinn að gleymaðí?

Ég hef ekki áhyggjur af að þessi unga stúlka geti ekki komið fyrir sig orði í framtíðinni.

Og svo sagði hún mér á fimmtudaginn að Franklín Máni Addnason hafi "bint" hendina á henni og hún hafi fundið til en ekki lengur.

Amman: En þá verð ég að skamma hann Franklín er það ekki?

JU: Nei amma, fóstran gerðiða.  Hann er alveg orðinn góður núna.

Jájá, annars góð bara.

Gleðilegan laugardag.

Later.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gleðilegan laugardag sömuleiðis.....!

Þetta barn er sætast...!

Sunna Dóra Möller, 30.8.2008 kl. 11:28

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Krúttakast í tölvuna ekki vegginn.

Hvaðan kemur þetta litla kvikindi sem Jenný sæta heldur á? Þetta passar allt inn í sviðsmyndina. Myndin er frábær.

Edda Agnarsdóttir, 30.8.2008 kl. 11:52

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er kötturinn Núll, sem nb. Jenný skírði sjálf.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2008 kl. 11:54

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 30.8.2008 kl. 11:54

5 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 12:23

6 Smámynd: Brynja skordal

þvílík krúsídúlla hún jenný litla yndisleg hafið ljúfa helgi í ömmukoti

Brynja skordal, 30.8.2008 kl. 12:23

7 Smámynd: Ragnheiður

Æj hún á eftir að bjarga sér ágætlega blessunin.

Hehehe gott að geta brosað í morgunsárið, njóttu þessa laufardags í botn kona !

Ragnheiður , 30.8.2008 kl. 12:26

8 Smámynd: Helga Dóra

Yndisleg greinilega......

Eigðu góðan dag  

Helga Dóra, 30.8.2008 kl. 12:51

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Æ, hvað þú átt nú gott. Kemur sú stutta með Núllið með sér?

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.8.2008 kl. 13:30

10 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

7_5_137

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 14:15

11 Smámynd: Linda litla

Hún er æðisleg, algjört krútt. Eigið góðan dag saman (og nótt)

Linda litla, 30.8.2008 kl. 14:25

12 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Alveg meiriháttar sæt.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 30.8.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband