Leita í fréttum mbl.is

Ég er hætt að blogga - eða hvað?

Mogginn birtir af og til krúttlegar "fréttir" af einum sambloggara henni Ásdísi Rán og það er bara í fínu lagi. 

En hvernig væri að birta fleiri.

Það gæti verið "frétt" um nýjan rækjurétt Jens Guð.

Ég saknaði líka "fréttar" um að Stebbi Fr. væri hættur að blogga.  

Og líka "fréttarinnar" um að hann væri byrjaður að blogga aftur vegna fjölda áskorana daginn eftir.

Annars er visir.is duglegur að birta fréttir af Moggabloggurum.  

Eins og Magna, Sverrir Stormsker og nú man ég ekki eftir fleirum í bili.

En stundum rek ég mig á mér til mikillar skelfingar að bloggheimurinn er afskaplega lítill amk. finnst mér það stundum.

Þá fæ ég þessa tilfinningu um að ég sé önd á polli og pollurinn er frekar svona lítill og ræfilslegur.

En samt þykir mér vænt um hann.

Og núna ætla ég að hætta að blogga og snúa mér að mikilvægum verkefnum.  Ég er hætt að blogga - núna.

geisp, bor í nef, klór í haus, dingl í augnhárum og fleiri mikilvægar aðgerðir.

Jájá, hættið að bögga mig.

 

 

 

Ég er byrjuð að blogga aftur.

Vegna óteljandi áskorana, massívrar þjóðarsorgar og hýsterískra viðbragða hins vestræna heims eins og hann andskotans leggur sig.

Hvað get ég sagt?

Það elska mig allir? Dæs, dæs, dæs.

Súmítúðebón.

 


mbl.is Ásdís Rán tjáir eiginmanni sínum ást sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehehe þetta finnst mér alltaf svo fyndið

Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 08:54

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, sástu ekki "hættinginn" um daginn.  Það voru ekki mörg andartök í fríi hjá Stebbanum og reyndar fleirum sem hafa hætt að blogga reglulega hér í bloggheimum.

GARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2008 kl. 08:58

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn og þakka þér fyrir að hætta við að hætta við að blogga

Jónína Dúadóttir, 26.8.2008 kl. 09:03

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður:  Þú ert bara kettlingur í hættingunum.  Það eru ákveðnir aðilar hér í bloggheimum sem hafa gert hættingar að listgrein.  Hehe.

Búkolla: Og það hefur ekki komið í heimspressunni, sko að þú sért hætt.  Hahahah.  Annars er þín saknað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2008 kl. 09:19

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég hætti einu sinni að blogga, en þar sem ég var hættur að blogga bloggaði ég ekki um að ég væri hættur. Það gerðist bara því ég hafði ekki tíma til þess. Spurning með að koma með "hættur að blogga" blogg til að peppa upp heimsóknirnar og athugasemdirnar og byrja svo aftur, til neyddur.

Villi Asgeirsson, 26.8.2008 kl. 09:42

6 identicon

ÁST Á PENINGUM

Tryggvi (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 09:55

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

kokakola: Ég næ því ekki heldur.  Haha.

Villi: Alltaf góður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2008 kl. 09:56

8 Smámynd: M

Er alltaf á leiðinni að hætta, en get ekki gert fólki það eins og æsingurinn er á síðunni hjá mér

M, 26.8.2008 kl. 09:56

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

mér fannst thessi "bloggfrétt" bara fyndin ad thad thyki til tídinda yfirhøfud...

en ég ætla aldrei ad hætta...ég myndi sakna mins eigins bloggs svo mikid.. hva...madur má nú lesa hjá sjálfum sér...

María Guðmundsdóttir, 26.8.2008 kl. 10:09

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, ég skora á þig að hætta ekki að blogga svona en sjúkkitt að þú byrjaðir aftur! Hehehhehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.8.2008 kl. 10:23

11 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Gott að þú hættir við að hætta að blogga hehehe

Anna Margrét Bragadóttir, 26.8.2008 kl. 10:26

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég sem var svo glöð fyrir Stebba hönd... kominn með vinnu og sona á eyjunni. Loksins fengi mannræfilstuskan að borða....lifir enginn af 2000 kalli á mánuði!....

Heiða B. Heiðars, 26.8.2008 kl. 10:33

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heyri að þér líður vel í Westurbænum!  Eigðu góðan dag kjútíbæ!

Ía Jóhannsdóttir, 26.8.2008 kl. 10:36

14 Smámynd: halkatla

það þarf að gera raunveruleikaþátt með hörðustu bloggurunum, þannig að fólk geti kosið hver VERÐUR að hætta að blogga - svo verður einn bloggkóngur eftir í lokin

halkatla, 26.8.2008 kl. 10:42

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Bloggið er eins og fíkn...  Ég veit um marga sem segja oft ,,ég er hætt/ur að drekka" að morgni (með timburmenn) .. en fá sér svo vel kaldan bjór um kvöldmatarleitið ahhhhh...

Ég lýsti því yfir nýlega yfir (fréttatilkynning á Moggann, Vísi og RUV eða þannig)  að ég ætlaði að taka frí frá blogginu, eða amk hægja á....stóð við það í nokkra daga, en svo var allt of freistandi að fara að blogga aftur  ... 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.8.2008 kl. 10:42

16 Smámynd: Gunnar Pálsson

Af hverju sækir þú ekki um starf sem blaðamaður hjá einhverju blaðana ef þér langar svona mikið að komast í blöðin?

Gunnar

Gunnar Pálsson, 26.8.2008 kl. 10:43

17 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

í góðu lagi að mogginn birti „fréttir“ af blogginu, en boj ó boj, það mættu þó allavega vera fréttir af einhverju öðru og áhugaverðara en gyllinæð fólks

Brjánn Guðjónsson, 26.8.2008 kl. 10:51

18 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hehe, ég hætti við að byrja en byrjaði svo og hætti .........nei hvað var það nú aftur.....

Rut Sumarliðadóttir, 26.8.2008 kl. 11:08

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð fyndin.

Heiða: Er Stebbi blaðamaður á eyjunni?  Vó!

Gunnar: Þú kannt að lesa trúi ég, stendur einhvers staðar skrifað að mig langi í blöðin?  I don´t think so.

Byrja, hætta, byrja, hætta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2008 kl. 11:15

20 Smámynd: Týnd kisa hefur þú séð hana?

Haha Jenný nú ertu í fréttum á stöð 2 .......og þú aðp kvarta yfir að ekkert sé sagt frá skemmtilegum bloggurum hehe

Týnd kisa hefur þú séð hana?, 26.8.2008 kl. 12:15

21 Smámynd: Brynja skordal

Já bara í fréttum kona frægasti bloggari landsins

Brynja skordal, 26.8.2008 kl. 12:17

22 Smámynd: Týnd kisa hefur þú séð hana?

Gleymdi ...maður gæti haldið að þú værir svona skyggn já eða að óskir þínar virki svona sterkt á veröldina að þær rætist bara stundakorni seinna hehe...nei nei bara smá djók fannst þetta bara ferlega skondið af því ég var nýbúin að lesa þessa færslu hjá þér

Týnd kisa hefur þú séð hana?, 26.8.2008 kl. 12:22

23 Smámynd: Laufey B Waage

Í þessum andapolli ert þú svanur.

Laufey B Waage, 26.8.2008 kl. 12:35

24 Smámynd: Þröstur Unnar

"Ég er að hugsa um að hætta að blogga" Svör: Ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ónei!! Ekki hætta - plís! Ekki hætta - Ekki hætta.... osfrv........ "

Höfundur ókunnur.

Þröstur Unnar, 26.8.2008 kl. 14:12

25 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

sjúkk! Næst þegar þú hættir að blogga skora ég á þig að þú byrjir aftur!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 26.8.2008 kl. 14:13

26 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Einu sinni var ég að hugsa um að hætta. Þá sárnaði mér einhver bévítans athugasemd (trúlega var það korn sem fyllti einhvern mæli) og ég var SVO sár að ég bloggaði um það. 

Ég fékk einhver ósköp af bænaskjölum á áskorunum um að hætta ekki - og þá sá ég hvað þetta var hallærislegt. Það var eins og ég væri að biðja fólk um að ganga á eftir mér. Þá hét ég sjálfri mér því að láta aldrei í það skína að ég ætlaði að hætta á blogginu  - nema standa við það.

Ég tek nefnilega undir með þér Jenný - það er hvimleitt þegar fólk er á þriggja mánaða fresti að kalla fram fortölur og bænaskjöl um að það haldi áfram að blogga.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.8.2008 kl. 14:25

27 Smámynd: Himmalingur

Fegurð telst frétt, ein og sér,

hvað þá ef spjörum fækka.

Jenný er best, mér og þér,

hún í fötum, ég Guði þakka!

Himmalingur, 26.8.2008 kl. 14:36

28 Smámynd: Jens Guð

  Það var skemmtilegt að heyra í hádegisfréttum Stöðvar 2 upplestur úr snilldar texta þínum um forsetafrúna.  Eins og ég var svekktur yfir að vakna fyrir hádegi þá hætti ég að vera svekktur þegar ég heyrði lesturinn. 

Jens Guð, 26.8.2008 kl. 15:08

29 Smámynd: Anna Guðný

Ég mátti til með að kíkja á fréttina. Textinn þinn kom rosa flott út.  Þetta endar með að hún býður þér í te.

Anna Guðný , 26.8.2008 kl. 16:23

30 identicon

hahahahahahahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 19:15

31 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Tja..... ég las færslu þar sem hann kvaðst vera hættur að blogga og byrjaður að vinna á eyjunni.
En samkvæmt þessum skrifum er hann hættur við að hætta en þar kemur ekki fram hvort hann er hætti líka við að vinnuna á eyjunni.

Ég sé aragrúa af tækifærum við þetta allt saman að vera fyndin og pínu illkvittin í bland...........en af því að ég er annáluð fyrir að vera ljúf og góð þá ætla ég að láta eins og ég sjái ekki alla brandarana sem ég gæti látið flakka um þetta mál

Heiða B. Heiðars, 27.8.2008 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 2987161

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband