Leita í fréttum mbl.is

Dorrit tók gullið

 dorrit

Ég hef bloggað um það áður að ég var alin upp af sjálfmenntuðu og kærleiksríku alþýðufólki og ég er afskaplega stolt af uppruna mínum.

Mér var innrætt með hafragrautnum að allir væru jafnir þegar þeir kæmu í heiminn og enginn ætti að hreykja sér yfir annan.  Ergo: Mitt fólk gerði sig ekki til, bukkaði sig ekki og beygði fyrir svokölluðu heldra fólki, en það kunni sig var kurteist og gerði aldrei greinarmun á fólki eftir stöðu þess í þjóðfélaginu.

Ég hef fengið þetta í arf þó ég verði að viðurkenna að ég hef átt mín laumusnobbstímabil í gegnum árin.

Ég er ekki stolt af því enda var ég í felum með það eins og svo margt annað en það er önnur og subbulegri saga sem ekki verður sögð núna.  Hvað get ég sagt, ég er smali í eðli mínu.

Hvað um það, nú er fólk farið að blogga um forsetafrúna.  Hún er ekki nógu settleg.  Hún er borin saman við Margréti drottningu Dana og það ekki okkar konu í vil. (Lesið sérstaklega kommentin við færsluna). 

Sumum finnst ekki sæma að forsetafrú þessa örríkis sem samanstendur af venjulegu fólki, þó margir hverjir telji sig eðalbornari en aðra, hagi sér eins og dauðleg kona.  Hún á að kunna sig og í þessu tilfelli er þá væntanlega átt við að hún sé þrædd upp á prik, nikki og hneigi og sé með fjarræðan drottningarsvip á andlitinu.  Eitthvað í þá áttina amk.

Í mínum huga er svoleiðis forsetafrú steingeld, vakúmpökkuð og tilbúin til útflutnings.

Ég vil ekki sjá það.

Hitt er svo annað mál að ég vil helst engan forseta hafa, og engin puntembætti yfirleitt en ég er nú hálfgerður anarkisti í svona málum.´

Mér finnst nefnilega flott að vera alþýðlegur og laus við silkihúfutilgerð.  Ég hef skömm á orðusöfnurum sem labba um eins og mörgæsir í þeirri vissu að þeir séu meiri og betri en venjulegt fólk.

Mér finnst forsetafrúin kynna okkur á skemmtilegan hátt, eins og við höfum húmor fyrir sjálfum  okkur og kunnum að gleðjast. 

Eða erum við ekki þannig þjóð? 

Öll eigum við ættir okkar að reka til fjósa, torfkofa og súrmetis.  Hvernig væri að átta sig á því.

Ég myndi hins vegar skilja pirringin ef konan væri á felgunni, rífandi kjaft í sleik við aðra þjóðhöfðingja og svona, halló, er í lagi á heimastöðvum?

Ég þekki ekki forsetafrúna (merkilegt mér er aldrei boðið í mat eða kaffi) en hún birtist mér sem hlý og manneskjuleg kona sem kann að hrífast með.  Ég held að Dorrit sé stemmingsmanneskja.

Þannig á fólk að vera.

Svo geta allir tréhestarnir hneggjað úti á túni bara.

Og látið sig dreyma um hallir, kónga og krínólín.

Frussss en til hamingju Ísland!

 


mbl.is Til hamingju Ísland!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sé ekkert smart við það að snobba nið´r á við! Ég fékk aulahroll þegar ég sá þessar myndir af henni - og er ég þó ekki kulvís

Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég spyr og afsakið orðbragðið, hvern fjandann er átt við þegar sagt er að fólk snobbi niður á við.  Hver er niðri?  Er pöbullinn og venjulegt fólk niðir og skv. því þá Dorrit ofar?

Getur ekki verið að hún sé bara eins og flestir með heilbrigða skynsemi, að hún komi fram við alla eins og fólk?

Mér finnst það líklegra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Akkúrat þessa framkomu sem hún sýnir - er átt við þegar talað er um að fólk snobbi niður á við! Þá stígur hún ofan af sínum palli og kemur niður til "okkar hinna" með svona líka fínum árangri! Fólk heldur ekki vatni yfir henni! Ég þekki þessa konu ekki neitt - mér hefur ekki, frekar en þér verið boðið í teiti að Bessastöðum! En ég ligg ekki kylliflöt fyrir þessari konu! Mér er það líka til efs að strákunum hafi þótt það þægilegt að hún sé að káfa þetta á þeim!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 15:46

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veistu að þú ert að gera konunni upp alls kyns hluti.  Eins og hvers vegna hún gengur út á völlinn.

Næ þessu ekki.

Hvaða álit sem maður nú annars hefur á henni og öðrum svona yfirleitt þá tel ég að við vitum ekki rass um hvað henni gengur til með hegðun sinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2008 kl. 15:47

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert líka að gera henni upp alls kyns hluti með því að ganga út frá því sem gefnu að hún sé svona hipp og kúl!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 15:50

6 identicon

Tek undir með þér Jenný og takk fyrir góð skrif.

"Og hvernig er hægt að snobba niður á við?  Hver er niðri og hver er uppi?"

Dorrit er bara hún sjálf og það er aðdáunarvert í uppskrúfuðum heimi. Ég segi bara "Bíbb" eða "Píp" á svona hallæris umræðu.

Emma (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 15:52

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jenný góð færsla hjá þér.  Þetta blogg sem þú vitnar í fór í taugarnar á mér.  Ég trúi sjálf að forsetafrúin sé dálítið ofvirk...soddan fiðrildi. Það er bara gaman að því. Á engan hátt er hún að verða okkur íslenska aðlinum til skammar. Mér finnst ósmekklegt að ætla henni eitthvað annað en að gleðjast með okkur hinum.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.8.2008 kl. 15:58

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Þakka þér fyrir að leiða mig í sannleika um villu míns vegar.

Emma og Hómdís: Konan er venjuleg manneskja og ábyggilega ofvirk á stundum en þannig er það oft með fólk sem hrífst með.  Ég er þannig sjálf af og til.  hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2008 kl. 16:02

9 identicon

Hef miklar efasemdir um þetta embætti yfirhöfuð, deili því með þér að vilja ekki hafa forseta.

Hugnast ekki þessi "Séð og heyrt" væðing embættisins. Því miður er það næstum lögmál að þeir sem settir eru á hæstu stallana, falla mis hratt ofan af þeim, dómstóll alþýðunnar þarf yfirleitt ekki mikið til að dæma.

Við höfum öll okkar breytilegu hugmyndir um framkomu, sumir eru meðvirkir og skríða undir borð ef einhver nákominn gerir eitthvað vitlaust, það kann að skýra upplifun sumra.

Fyrir mér er það fólk sem sinnir þessu embætti forseta og maka, fyrst og fremst fólk. Ég þarf ekkert að hafa einhverja eina skoðun á því, og fyrst að hægt er að gagnrýna Guð almáttugan, hví skyldi fólk ekki mega gangrýna Dorrit líka? Nú eða forsetann sjálfan, það stóð ekki á honum að finna orðin yfir aðra á sínum tíma og þau orð voru ekki öll beint jákvæð. En hann er samt forseti Íslands.

Dorrit er glæsileg og hefur engan skandal gert, þó svo að ég hafi fengið vott af aulahrolli líka, en það er mín meðvirkni og minn aulahrollur sem ég ætla ekkert að vera að fela.

 Hún er jafn glæsileg kona fyrir það og eftir sem áður hún Dorrit.

einarorneinars (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 16:15

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj - hvernig gat ég gleymt því! Allir verða að vera sammála.......

Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 16:16

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það eina sem mér finnst skemmtilegt við þessa landkynningu Dorritar er að strákarnir í Dogma bolabúðinni gripu boltann á lofti og voru komnir með þessa setningu á boli strax í gær: Ísland stórasta land í heimi! ásamt því hver mælti þessi fleygu orð hvar og hvenær!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 16:19

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Já er það? Það á ekki við mig er óssammála út um bloggheima endalaust og botnlaust.  

Einar Örn: Burt með forsetaembættið.  Ég tek þátt í því anytime.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2008 kl. 16:21

13 Smámynd: Guðrún

Sammála þér Jenný......held að Frú Dorrit hafi alltaf komið vel fyrir og er landinu okkar til sóma

Guðrún, 24.8.2008 kl. 16:23

14 identicon

ÉG vil byrja á því að þakka þér fyrir góða færslu.

Ég ætla að taka undir hvert orð sem þú segir hérna og lýsa yfir hneykslan minni á umræðunni sem hefur farið fram í garð Dorrit. Ég átta mig ekki alveg á því að fólk geti verið að setja sig á e-n stall og dæmt þess konu, hún er jú ekkert annað en manneskja sem gegnri ákveðnu hlutverki  og að mínu mati stendur hún sig ljómandi vel í því.

 Þykir bara virkilega skemmtilegt að sjá hana koma fyrir með herra Ólafi. Hún lífgar yfirleitt upp staðinu sem hún kemur á og gerir það á skemmtielgan máta.

Munum að bera virðingu fyrir einstaklingnum. Hvort sem það er Gunni, jón, Dorrit eða María!!

Takk aftur f. þessa færslu og ÁFRAM ÍSLAND :)

Íris Dögg (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 16:23

15 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Það er ekki fallegt að dæma fólk sem maður þekkir ekkert til.  Það sem forsetafrúin gerir eða segir fyrgir henni en ekki okkur.  Mér finnst líka virðingavert að hún sé að böglast við að læra okkar erfiða tungumál.  Þessi umræða er engum til gagns. 

Ía Jóhannsdóttir, 24.8.2008 kl. 16:25

16 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Eins og talað úr mínu hjarta.

Rut Sumarliðadóttir, 24.8.2008 kl. 16:26

17 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér fannst Dorit yndisleg. Segi það og skrifa. Er stoltur af henni. Ef forsetaembætið á að vera einhvern veginn. Þá á það einmitt að vera formlaust og mannlegt og uppfullt af lífsgleði. Hún Dorrit var þannig núna og þannig vil ég að við Íslendingar séum.

Hitt er að ég er sammála þér Jenny varðandi það að ég vil helst ekki hafa neinn forseta.  

Brynjar Jóhannsson, 24.8.2008 kl. 16:47

18 identicon

Það er eitt að vera alþíðleg og annað að láta eins og fífl. Það er altalað innan embætisins sem og lögreglunar hvað hún á það oft til að hegða sér kjánalega og þá sérstaklega þegar það koma erlendir gestir hingað.

óli (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 17:38

19 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég hef mjög sjaldan séð Dorrit og veit því ekkert hvernig hún hegðar sér en mér finnst ótrúlega skammarlegt að fólk skuli vera að gera grín af því að hún skuli ekki tala kórrétta íslensku. Ég hef sjálf kennt íslensku sem erlent tungumál og ég skal segja ykkur að þetta er ekki auðvelt mál að læra. Mér sýnist hún standa sig vel og við ættum að vera ánægð með að hún skuli vera að læra málið og að hún skuli tala íslensku í viðtölum. Vil líka benda á að ég heyri sjaldan Íslendinga tala ensku án þess að þeir klúðri bæði málfræði, framburði og hrynjandi.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.8.2008 kl. 18:27

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er eitthvað að dofna yfir æsingnum hér? Bezt ég skvetti olíu á eldinn!!

Gefum okkur andartak að Kvennaliðið í fótbolta hafi verið að spila á leikunum! Gefum okkur að ÓRG hafi stokkið yfir bekki og borð til að aðstoða nuddara þeirra! Ætli það hefðu ekki einhverjir rekið upp öðruvísi kvein þá? Það mætti segja mér að einhverjir hefðu gert honum upp alls kyns hluti.........

Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 18:57

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óli: Mér finnst svolítill kjaftasögubragur á þessu sem þú segir, að það sé altalað að hún láti eins og fífl.

Hallgerður: Þú berst á mörgum vígstöðvum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2008 kl. 19:37

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þjóðarsálin: Vóff.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2008 kl. 20:17

23 Smámynd: Hugarfluga

Mér er sama hvað hverjum finnst. Ég upplifi Dorit sem konu sem er það einlæg að hún á það til að misskiljast og virka kjánaleg. Mér finnst hún samt ekki verða sér eða öðrum til skammar með einlægninni ... þvert á móti.  Ég hef hins vegar ekkert fyrir mér í því að upplifun mín sé sú eina rétta og sanna, en ég ætla að láta hana duga.

Hugarfluga, 24.8.2008 kl. 20:36

24 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Dorritt er stórust   

Ég er bara svo sammála Kristínu Jóhannsdóttur og thví sem hún segir. Mér finnst bara fínt ad Dorrit reyni ad tala íslensku, spáid í gagnrýninni sem hún fengi ef hún reyndi ekki ad leggja thad á sig og héldi áfram ad tala ensku eda hvad hún taladi ádur en hún flutti á skerid. Thad mikilvægasta er víst ad fólk reyni, og ad thad tali ekki nidur til annara.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 24.8.2008 kl. 20:40

25 Smámynd: M

Sammála síðasta ræðumanni. Dorrit fær stórt prik frá mér fyrir að leggja sig svo fram við að læra okkar fallega mál,sem er nú ekki auðvelt og hvað þjóðarstoltið skín úr andliti hennar fyrir Ísland.

M, 24.8.2008 kl. 21:10

26 identicon

Ég er ein af þeim sem fæ bara kjánahroll þegar hún birtist í fjölmiðlum. Ég hef alltaf verið þeirra skoðunar að hún eigi að leggja sig fram við að læra íslenskuna og geta tjáð sig á málinu. Hún er núna búin að búa hérna í þó nokkuð mörg ár og á íslenskan eiginmann, starfar á Íslandi og ætti  því að tala málið betur. Ég meina þessar kröfur eru gerðar til nýbúa, það er ætlast til þess að það læri málið. Ég hef verið í tímum í HÍ með krökkum frá Noregi og Finnlandi sem hafa verið hérna í rúmt ár og aðeins lengur og þau tala betri íslensku en hún.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 21:27

27 identicon

Já langar að bæta því við að mér ekki smekklegt að hún geti látið alla atburði snúast um sig.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 21:29

28 Smámynd: Beturvitringur

"Stórasta" held ég að flestum finnist nú bara krúttlegt og fyndið og að í lagi sé að taka það upp í sakleysislegu gamni ; orð sagt á "örlagastundu" af þeim sem hefur ekki þetta flókna en flotta (finnst mér) tungumál að  móðurmáli. Ég lít alltaf með virðingu á þá sem reyna sitt besta í glímunni við íslenskuna.

DM er "umdeild" manneskja og það þýðir öðru fremur að ekki séu allir sammála um manneskjuna og/eða framkomu hennar.  Þ.a.l. virðast þetta tilgangslitlar athugasemdir, - hver sé "með eða móti" henni eða hegðuninni. Að lokum, enginn ætti að skammtast sín fyrir hegðan annarra... heldur sjá um að koma sómasamlega fram, sjálfur. Amen

Beturvitringur, 24.8.2008 kl. 21:35

29 identicon

Heheh  Jenný, ég er eiginlega viss um að þér verður boðið í kjölfarið a þessari færslu í Te með Dúllunni henni Dorit.  Hún er örugglega ágætasta kona, og ég er bara nokkuð sátt við hana.

Ef þér verður boðið, þá verður þú að muna eftir að skila kveðju frá mér.   Smjúts. 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 21:44

30 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Vá - ég er viss um að ef ég hefði verið í þeirri aðstöðu að stökkva út á völl eftir leikinn í sigurvímu þá hefði ég hiklaust gert það.  Sjálfsagt hefði enginn veitt því neina sérstaka athygli þar sem ég er ekki þjóðþekkt persóna.  Ég sumsé má gera hluti sem venjuleg Jóna Jóns sem forsetafrúin má ekki gera.  Eins og að samgleðjast á gleðistund!  Af hverju má ekki fólk vera það sjálft án þess að allir fríki út og vilji hafa skoðun á því hvernig það á að vera.  Dorit er ekkert ein um að þurfa að sitja undir skoðunum annarra - flestir þurfa meira og minna að sitja undir því hvað öðrum finnst um þá.  Það bara kemst ekki í blöðin.  Getur fólk almennt ekki farið að kúka í eigin koppa og láta aðra í friði.............

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 24.8.2008 kl. 22:14

31 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er nú ein af þeim sem finnst að fólk eigi að fá að vera það sjálft þrátt fyrir stöðu og titla og mér leiðist allt tildur og snobb. Ætli sumir gengu ekki af göflunum ef að hún Dorrit væri stíf og merkileg með sig, ég get næstum heyrt orðaflauminn sem kæmi þá hjá landanum. Dorrit er fín, lífsglöð, pínulítill flippari, manneskja að mínu skapi.

Huld S. Ringsted, 24.8.2008 kl. 22:25

32 identicon

Jenný, sé ekkert annað í stöðunni en að bjóða frú Dorit í te og með því og reyna að leiða henni fyrir sjónir hvað konu í hennar stöðu ber að viðhafa in pöblik...............

Je right! Hún er bara flott eins og hún er, sannkölluð Ofurskutla. Mun bjóða henni í félagið og þeir sem til þekkja vita að það er alltaf smart að vera maður sjálfur!

Auðvitað verður hún miðdepillinn hvar sem hún kemur döh...... hún hefur bara þannig útgeislun :)

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 22:28

33 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Dorrit er í mínum huga alveg yndisleg og skemmtilega litrík.  Mig minnir nú að í den þegar frú Vigdís var forseti þá hafi nú mörgun þótt hún of "alþýðleg" og "snobbað niður á við".  Held ég vildi frekar Dorrit sem forseta en Óla ;) Kýs hana vonandi eftir 5 ár ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 24.8.2008 kl. 22:32

34 identicon

Flott færsla hjá þér Jenný og hjartanlega sammála þér í einu og öllu.

Ekki vantar hrokann í sumar tæfurnar hérna inni þó ég tilgreini ekki hverjar. Ekkert neman illgirnin og skíteðlið uppmálað þar sem þær ganga hart fram í því að rakka niður Dorrit og tilgreina nú hinar og þessar ástæðurnar fyrir því afhverju Dorrit sé nú svona ómerkilegur pappír að þeirra áliti. Kemur upp i huga mér vísa eftir Steingrím Thorsteinsson sem hljómar svona:

Lastaranum ei líkar neitt
lætur hann ganga róginn;
Finni hann laufblað fölnað eitt,
þá fordæmir hann allan skóginn.

Það er nefnilega auðsýnt við lesturinn að það er persónuleg óvild og illgirni sem rekur þessar konur áfram í skrifum sýnum því þær þurfa að tilgreina hvern löstinn á fætur öðrum í fari Dorritar máli sýnu til stuðnings. Ganga þær heilar til skógar spyr ég bara? Svei þessum hælbítum og smásálum! 

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 22:38

35 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já!! Og ég get bætt við annarri sem var sögð um mig og mitt skítlega eðli:

"Útlitið var innrætinu verra

og er hún þó með ófríðari konum"

Gaman að þessu!!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 22:46

36 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Blessuð, ég ætlaði bara aldrei að ná niður síðuna, þvílíkt fjör í kommentakerfinu.  Ég er svo innilega sátt og sammála þinni færslu.  Hef verið hissa á þessum skrifum um frúnna. Er eins og þú, nema ég VIL ekki skilja þetta snobb upp/niður. Mér finnst hún hafa sýnt þennan sama karakter síðan Óli datt af baki hérna um árið.  Allir sem ég þekki, sem hafa verið svo heppnir að vera í boði eða öðru með frú DM bera henni góða sögu, og þar sé ekki tilgerð á ferð.  Mér finnst líka svo frábært hvað hún er í rauninni að gera öðrum útlendingum í okkar landi, hátt undir höfði, hún lætur það sjá að það er ekkert að því að tala ekki fullkomna íslensku og það er heldur ekkert ástæða til að vera feiminn, það kennir þá líka okkur "innfæddu" að reyna að koma betur fram við nýbúa.  Allavega tek ég þessa framkomu hennar, sem hennar yndislegu leið til að fá okkur þessa forpokuðu afdala strumpa, til að brosa smá og vera ekki með eitthv. fj.snobb.  GN já og takk fyrir mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 22:55

37 Smámynd: Beturvitringur

Ergo: DM er gleðistrympa

Beturvitringur, 24.8.2008 kl. 23:05

38 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

"Hitt er svo annað mál að ég vil helst engan forseta hafa, og engin puntembætti yfirleitt en ég er nú hálfgerður anarkisti í svona málum.´"

Forsetinn hefur gríðarlega mikilvægt hlutverk sem neyðar- og öryggisfulltrúi þjóðarinnar gagnvart þeim sem t.d. setja lög, komi upp stjórnarkreppa o.s.frv.  Dæmi um það er þegar hann vísaði fjölmiðlafrumvarpinu til þjóðarinnar til afgreiðslu.  Davíð og félagar drógu það síðan til baka þar sem þeir treystu sér ekki með það í dóm þjóðarinnar.

Forsetinn á hverjum tíma er svipaður og flugfreyjurnar; sætur, brosandi og fínn á meðan allt leikur í lindi en hefur skýru og afar mikilvægu hlutverki að gegna í neyð.  Sem betur fer er sjaldan neyð en það er ekki þar með sagt að maður segi upp öllum tryggingunum sínum.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 24.8.2008 kl. 23:15

39 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

...Dorri er auðvitað flottust. Kann sig fullkomlega þar sem það á við en leikur tiltölulega lausum hala þar sem það á við.

Mér skilst t.d. að íslenskir listamenn tali um tíma sem "fyrir og eftir Dorrit" eins og Vestmannaeyingar tala um "fyrir og eftir gos".  Hún hefur verið óþreytandi við að kynna íslenska listamenn fyrir vinum sínum út um allan heim sem síðan hafa orðið aðdáendur íslenskrar listar.  Þessir vinir eru margir hverjir með valdamesta fólki í listaheiminum.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 24.8.2008 kl. 23:18

40 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi þessi Guðrún er stórundarleg.

Dorrit er einlæg og segir og gerir það sem henni dettur í hug. Frábær

Heiða B. Heiðars, 24.8.2008 kl. 23:30

41 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Allt í fínasta lagi með Dorrit og ég skil ekki þennan pirring gagnvart henni.Mér finnst hún vera litríkur persónuleiki og það er bara af hinu góða.

Sigrún Jónsdóttir, 24.8.2008 kl. 23:51

42 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er þetta hýenumunstur í kommentakerfinu sem ég ekki þoli og finnst það vera svona snobb niður á við! Eða kannski ætti bara að segja AFTAKA?

Edda Agnarsdóttir, 24.8.2008 kl. 23:52

43 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég get ekki með nokkru móti svarað ykkur öllum en ég þakka fyrir umræðuna.

Amk. þeim sem hafa haldið sig svona nokkurn veginn innan kurteisismarka.  Hehemm, en það eru vel flestir.

Ég hef heldur ekki þetta element að finnast mögulegt að einhver sé mér meiri, en mér finnst tvímælalaust meiga vera fleiri sem leyfa sér að vera öðruvísi og fara svolítið ótroðnar slóðir.

Takk aftur kærlega fyrir umræðuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 00:12

44 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda: Hýenumynstrið stingur sér reglulega niður í bloggheimum, það er rétt.  Gott orð.  hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 00:12

45 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

bara svona að láta vita af mér

Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2008 kl. 00:19

46 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Mér finnst Dorrit bæði hip og kúl og framkoma hennar á ÓL hefur verið til mikillar prýði svo ekki sé minnst á þá gríðarlegu landkynningu sem hefur fylgt uppátækjum forsetafrúarinnar. Hún sýnir stuðning sinn við íslenska landsliðið ekki aðeins í orði heldur einnig á borði og það er bara frábært.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 25.8.2008 kl. 00:31

47 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Konan er bara yndisleg, einlæg og bráðskemmtileg.  Ekki veitir af að poppa Ólaf smá upp, hann er nú frekar stífur kallinn.  Hún er fullkomin með honum.

Elísabet Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 00:40

48 identicon

Allt er nú hægt að skemma fyrir manni og endalaust hægt að ætla öðrum illt. Takið nú til ykkar orð Ólafs "okkar" Stefánssonar eins og mér sýnist Dorrit gera algjörlega á sinn hátt: "Verið glöð!"

Oddný (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 00:50

49 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já, veistu Jenný, þetta gerist ekki oft, en ég tek hattinn ofan og skrifa undir hvert einasta orð þessarar greinar þinnar.

Kúdós.

 Kv.

JEVBM - alþýðupeyji. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.8.2008 kl. 03:32

50 identicon

Fyndid allt tetta tal um snobb upp og nidur í sambandi vid Dorrit,  svo virdist sem hennar helsti ljódur sé ad hún sé ekki nógu snobbud.   Hennar helstu gagnrýnendur virdast einmitt vera snobbada fólkid.

Einhvern tímann hefdi nú tótt kostur ad vera ósnobbadur, en tímarnir hafa greinilega breyst.

Elfa (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 07:04

51 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvernig á forsetafrú að vera ? Þessi sem við höfum finnst mér einmitt flott, vegna þess að hún er ekki uppstríluð puntudúkka sem er bara til sýnis

Jónína Dúadóttir, 25.8.2008 kl. 07:42

52 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Það verður ekki af þér tekið..þú er snildarpenni.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 25.8.2008 kl. 08:26

53 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Mér finnst Dorrit alveg frábær,þorir að vera hún sjálf.

'Eg er stolt af því að hún skuli vera okkar forsetafrú

Anna Margrét Bragadóttir, 25.8.2008 kl. 08:28

54 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Innilega sammála þessari færslu þinni Jenný.

Sigurður Þórðarson, 25.8.2008 kl. 08:56

55 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk stelpur.

Annars er ég að pæla í að bjóða konunni í kaffi eða te svo ég geti sagt að Dorrit hafi verið hjá mér í eftirmiðdagstei eða eitthvað annað ámóta uppskrúfað.

Fólk hefur greinilega skoðun á forsetanum og konunni hans. Bæði jákvæðar og neikvæðar.

En Dorrit er ekki pólitíkus og hún hefur aldrei boðið sig fram.  Mér finnst lágmark að tala um hana þannig að það sé okkur ekki til skammar.

Hún er að gera sitt besta, meira en það og það er plús í mínar bækur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 08:57

56 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Sigurður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 08:58

57 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

 Ísland stórasta land í heimi!  Ef börnin mín töluðu svona var ég allt að leiðrétta þau, ætli Dorrit viti ekki núna hvernig  hún á að bera þetta fram núna eftir alla þá umræðu sem þetta hefur ollið.

Flott kona hún Dorrit.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 25.8.2008 kl. 09:49

58 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það blæs hvassast á toppnum, það sannast hér og annars staðar í umræðunni um dúlluna hana Dorrit. 

Ég held að Dorrit sé ekki að leika eitt eða neitt. Hún er bara hún sjálf og það þurfum við öll að tileinka okkur. Hún er a.m.k. ekki enn farin að gera neitt sem mér finnist hún eiga að skammast sín fyrir. Hún kann örugglega alla venjulega mannasiði, sem til er ætlast af þér og mér - og það dugar mér.

Dorrit fær mitt atkvæði.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.8.2008 kl. 10:37

59 identicon

Ég hef ekki skoðun á þessu máli sem slíku en ég veit bara að eitt sinn í svona skrúðgöngu teigði ég álkuna full mikið til að sjá fræga manneskju, og öryggisverðir létu mig kyssa malbikið miskunnarlaust, járnuðu mig svo í bak og fyrir og skutluðu inn í sendibíl, illa hrufluðum í framan.

Svo dansar Dorrit fánadans á vellinum, hvar voru öryggisverðirnir?

Leifur

Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 11:00

60 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Dorrit er einlæg og skemmtileg kona.

Mér finnst Dorrit alltaf koma til dyranna eins og hún er klædd, laus við snobb og leiðindi.

Við meigum vera stolt af henni.

Jens Sigurjónsson, 25.8.2008 kl. 13:13

61 Smámynd: Laufey B Waage

Ég hef aldrei skilið þá sem tala um að snobba niðrávið. Set ? við þeirra viðhorf. Ég get ekki ímyndað mér frábærari forsetafrú en eðalkrúttið Dorrit. Alþýðleg, elskuleg, dugleg og skemmtileg. Og það besta er, að þetta virðist allt svo yndislega impúlsívt og ekta hjá henni.

Laufey B Waage, 25.8.2008 kl. 13:54

62 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Auður: Ég hef heyrt eða lesið að Dorrit borgar allan sinn fatnað sjálf og ferðir líka (veit þó ekki með opinberar heimsóknir).  Þetta var amk. svoleiðis.

En ég sé enga ástæðu til að vera með forsetaembætti, amk. ekki í þessari mynd.

Laufey og Jens: Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 15:33

63 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Leifur: Þú drepur mig einn daginn úr hlátri maður.  Kysstirðu malbik? Arg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 15:34

64 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Voða er nú leiðinlegt hvað tveimur konum hérna sérstaklega líður ílla vegna hennar Dóru litlu!Verst er hve óvild og biturð virðist búa að baki hjá þeim í garð konunnnar, sem þær þó þekkja ekkert né hafa hitt ef rétt er skilið.Það sem mér þykir þó mest forvitnlegt og svolítið skemmtilegt líka í aðra röndina, er að þær eru nánast að saka hana um kynferðislega áreitni við strákana í handboltaliðinu þarna út í Kína og styðja mál sitt með að allt ´hefði nú klikkast ef þetta hefði nú verið öfugt, forsetin farið að gera slíkt við stelpur í kvennalandsliðinu við svipað tækifæri! Nú ætla ég ekkert að fullyrða neitt um það, en að mér læðist sá grunur, að þessar tvær ágætu kvinnur hafi nú lítt upplifað eða séð svipaða leiki hjá konum og þá fagnaðarlætin sem orðið hafa eftir þá og það bæði innan og utan vallar.Þar verða engu minni kossar og klapp og faðmlög milli kynja og innbyrðis. ÉG gæti raunar sagt hér ýmsar sögur, en til að misbjóða nú ekki þessum tveimur frúm og e.t.v. fleiri, þá sleppi ég því.SVo vil ég bara að lokum geta þess til gamans, að ég hef hitt Doreth og verið í nálægð við sjálfa Danadrottningu fyri óralöngu, sú fyrrnefnda aðlaðandi og broshýr með afbrigðum, heilsaði öllum og spjallaði, sú síðarnefnda var líka hin kátasta að barnsminni mitt hermir, en ekki hygg ég að hún hafi reykt þá stundina. (en þetta var nú fyrir nær fjörtíu árum svo ég skal nú ekki segja)

Magnús Geir Guðmundsson, 25.8.2008 kl. 16:16

65 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Híhíh. MGG hittir naglann á höfuðið.

Ég verð að segja að ég fíla Dorritt, hún er æðisleg landkynning og góð fyrirmynd fyrir alla þá sem hér setjast að. Hvað var hún, kortér að læra málið? 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.8.2008 kl. 16:21

66 identicon

Nei tví miður er tetta ekki kjaftasaga Jenný. Ef tú aflar tér uplysinga frá fyrstu hendi eins og ég gerði tá heyriru sannleikan. Ég gæti nefnt hérna svona 10 dæmi tar sem starfsfólk forsetans sem og hann sjálfur hafa verið svoleiðis með aulahrollinn ef ekki bara skammast sín fyrir hana að tað hálfa væri nóg.

Tetta er tví miður satt.

óli (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 17:07

67 Smámynd: Lilja Kjerúlf

úff ég þoli ekki þessar kerlingar og karla sem lesa Dönsku blöðin með glýjuna í augunum. Tárast yfir því að við séum ekki með kóng og drottningu til að beygja okkur og bugta fyrir. 

Hvað með það þó hún Dorrit sé svolítið hvatvís...  og alþýðleg.

Svo er verið að setja út á það í einni bloggfærslunni að hún hafi misst beltið við athöfnina....guð minn góður það er nú eitthvað sem hún ræður nú ekki við konan.  Shitt happens

Allavega finnst mér illa gert að ráðast svona að henni.

Þeir sem eru svona uppteknir af formsatriðum og öðrum leiðinda fjanda ættu að taka prikið úr rassgatinu á sér. 

Eða bara gerast danskir ríkisborgara... til að fá húllum hæið beint í æð.

Lilja Kjerúlf, 25.8.2008 kl. 21:38

68 identicon

Dorrit kemur mér fyrir sjónir sem frábær manneskja, lífsglöð, laus við snobb og grobb, einlæg og um fram allt virðist henni líka vel að vera bara ein af okkur.  Ólafur var vel giftur -henni Guðrúnu Katrínu, sem var ein sú fallegasta kona sem ég hef augum litið, en hann á ekki síðri konu í dag.  Hún er að öllu leiti gjörólík Guðrúnu Katrínu, enda er hér allt önnur kona á ferð, en ekki minna falleg.  Meira áberandi kannski, en hvað er að því ?  Engir tveir eru alveg eins og það er vel.  Ég kann sko að meta Dorrit M og mér finnst hún hafa mikla og fallega útgeislun.  Dorrit er STÓRUST.

núll (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 00:44

69 identicon

Ég tek undir med tér Jenný ... vid höfum ekkert med forsetaembætti ad gera ... tví færri skrauthúfur tví betra.  

Dorrit er aftur á móti hressandi og skemmtileg kona.

Vardandi tad ad læra íslenskuna, tá er tad nú bara meira en ad segja tad.  Ég bý sjálf í Danmörku, er búin ad búa hér í 6 ár, var fyrir med stúdentspróf í dönsku og á uppruna minn frá náskyldu máli ... og samt tala ég dönskuna oft vitlaust.  Tungumál hafa tó gjarnan legid vel fyrir mér, voru mín bestu fög í námi.

Mér finnst ad adeins teir sem tala annad tungumál lýtalaust megi gagnrýna okkar nýbúa fyrir slæma íslensku.  

Elfa (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 06:42

70 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er svo sammála henni Hrönn okkar þarna ofarlega .... hverju orði ;)  (... líka þetta með innrætið og útlitið  )

Mér þykir það líklegt að önnur viðbrögð hefðu orðið ef "stelpurnar okkar" hefðu verið að keppa og forsetinn farið að káfa þessar elskur til dáða ;)

Mín gagnrýni hefur ekkert með þau forsetahjónin per´sonulega að gera, enda er ÓRG sveitungi minn og ágætis karl...., já af karli að vera

Forsetinn og frú hans eru hinsvegar alltaf í forsvari fyrir Ísland, hvert sem þau fara.  Aðrar þjóðir halda fast í sínar hefðir. Ég stórefast um að framkoma hennar hafi verið talin viðeigandi af þeirra hálfu. Þegar fólk tekur að sér mikilvæga stöðu þá þarf það að standa undir henni og forsetafrúin þarf ekki að breytast í stífa brúðu, en fyrr má nú fyrrvera.. eins og kerlingin sagði... hún ætti að geta fundið einhvern milliveg.  Ég sá enga íslendinga hlaupa með henni út á völlinn eða nudda leikmenn!! Þjóðhöfðingjar og fylgifiskar eiga að kunna sig, við hin megum sletta úr klaufunum og láta illa. Stundum minnir forsetafrúin á París Hilton sem gerir hvað sem er til að vekja á sér athygli og enda koma báðar úr umhverfi þar sem peningar móta fólk og gerir það blóþyrst í athyglina

(...og varðandi innlegg þitt á minni síðu Jenný mín, það hefur ekkert með F-lista fólk að gera. Ég er heldur ekki listamanneskja í þeim skilningi, heldur kýs ég þá sem mér þykir vera líklegir til að gera góða hluti hverju sinni).  

Að lokum: Það var frú Vigdís Finnbogadóttir sem byrjaði að þróa forsetaembættið í þá átt sem það er í dag.  

Marta B Helgadóttir, 26.8.2008 kl. 15:36

71 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...afsakið þetta flikkflakk á textaskrattanum.. tölvan mín er líklega í Paris Hilton athyglisstemningu þessa stundina.

Marta B Helgadóttir, 26.8.2008 kl. 15:51

72 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Bíddu, Marta, þarna heggur þú þvert á eigin orð þegar þú segir að þetta hafi ekkert persónulega með D&Ó að gera, því næst talar þú um uppeldi hennar á neikvæðan máta og berð hana saman við Paris Hilton af öllu fólki?

Og svo eru flestir karlar mjög fínir karlar af körlum að vera.

Það er hinsvegar fólk sem dregur fólk í dilka eftir kyni sem er ekki fínir karlar eða kerlingar, sama hvors kyns sú kynremba er.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 26.8.2008 kl. 16:41

73 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Orð Mörtu b. í takt við fleiri kvenna hérna verð ég nú að ítreka, að eru mjög dapurleg og þeim ekki til vegsauka! Og þessi orð eru ekki bara eitthvað sem þær geta afgreitt sem sakleysislegar skoðanir, sem að Brúnn væri betri en Rauður heldur eru þetta hreinar og klárar dylgjur, sem þær geta á engan hátt rökstutt. Og eins og J Einar bendir réttilega á, er það með ólíkindum að Marta B. Helgadóttir skuli svo ósmekklega bæta gráu ofan á svart með að líkja forsetafrúnni saman við nefnda ógæfustúlku, sem ekki hefur kunnað fótum sínum forráð, misnotað vímugjafa og brotið lög!

Svona málflutningur er bara ekki boðlegur í heilbrigðum skoðanaskiptum.

Magnús Geir Guðmundsson, 26.8.2008 kl. 22:09

74 Smámynd: Marta B Helgadóttir

J. Einar Valur og Magnús Geir, í okkar litla samfélagi reynist okkur erfitt ef mögulegt að aðgreina hvar er opinber persóna í embættiserindum og hvar er hún í einkaerindum.

Ég er að fjalla um "forsetafrúna" en ekki Dorrit sem prívatpersónu. Á þessum vettvangi var hún ekki í einkaerindum. Framkoma hennar sem forsetafrú Íslands finnst mér oft alls ekki við hæfi.

Hinsvegar getur vel verið að konan sé inn við beinið ágætismanneskja, veit ekkert um það enda þekki ég hana bara ekkert.

Marta B Helgadóttir, 27.8.2008 kl. 11:46

75 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er hún bara ágætismanneskja, mögulega inni við beinið?

Getur ekki verið að hún sé ágætismanneskja punktur þó hún hafi frjálslegri framkomu en þér finnst hæfa Marta?

Get ekki séð að það sé mælikvarði á persónur.

Og svo er þessi umræða komin út í tómt tjón.  Ég legg til að við lokum henni hér og nú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2008 kl. 11:56

76 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Tek undir það Jenný, en þó með nokkrum lokaorðum til Mörtu b. Helgadóttur, sem ég vona að komi hingað aftur inn og lesi.

EFtir að hafa gert athugasend við hennar orð hér á síðunni, ákvað ég fyrir forvitnissakir að fara inn á hennar eigin bloggsíðu til að sjá hvað hún hefði e.t.v. þar sjálf til málanna að leggja. Þar blasti við lítil grein og bara alveg ágæt, þar sem Marta er með þessar hugleiðingar um forsetafrúna í K'ina og framkomu hennar þar. ÉG hafði og hef ekki enn neitt við þessa grein sem slíka að athuga, nema hvað að ég var ekki sammála efninu, t.d. að myndirnar eins og þær koma fyrir væru eitthvað vandræðalegar eða ekki við hæfi. En slíkt gerist nú oft þegar maður les skrif annara og ég brást ekki við í mínu máli gegn greininni sem slíkri.

Það er hins vegar athugasendin sem marta setti hér inn, sem svo við lestur athugasenda á hennar eigin síðu, reyndust vera tilvitnanir í athugasendir þar, sem knúði mig til að bregðast harkalega við, fyrst hérna, en svo einnig eftir ýtarlegan lestur á athugasendunum við hennar eigin skrif og þar efnislega á sama hátt.

Í þessari athugasend gerir marta sig seka um þá óhæfu, að gera dylgjur og ósmekkleg orð annara um forsetafrúna að sínum eigin, með því að birta þau bæði í athugasend undir eigin nafni við eigin grein og svo einnig hér.

Með ýtarlegum rökstuðningi reyndi ég að leiða henni þetta fyrir sjónir í athugasendinni hér að ofan og enn betur inni hjá henni, en því miður er uppskeran ekki betri en sjá má hér, óábyrg skoðun um konuna "inn við beinið" bætist við og er þá Marrta komin óravegu frá að vera með sanngjarna gagnrýni á hefðun hennar við opinberar athafnir eða ekki.

Og hvort í raun var um lsíkt að ræða, má alveg deila um, forsetahjónin voru á OL á vegum og í boði Íþrótta- og Olympiusambandsins, ekki á vegum embættisins, en það finnst Mörtu og öðrum kannski ekki skipta máli?

Ég ítreka, það er eitt að hafa skoðun á mönnum og málefnum, annað að setja hana fram með sanngjörnum og tilhlýðilegum hætti. Með athugasendum sínum hérna gerir Marta B. Helgadóttir það ekki og verðskuldar því sem og fleiri hér, að því sé mótmælt harðlega.

En "Sannleikanum verður hver sárreiðastur" og það henti Mörtu því miður ofan í kaupið. Hún fjarlægði nefnilega athugasend mína og reyndar fleiri og lokaði fyrir aðgangin til frekari athugasenda við greinina!

Það er henni þó auðvitað frjálst að gera og ég geri ekki frekari athugasendir við það, frekar en ég ætlaði mér yfir höfuð að gera við greinina aftur.

En eftir stendur, að marta situr uppi með skoðanir og dylgjur sem hún hefur ekki rökstutt né getur og er því (kvenn)maður af minni fyrir vikið.

Magnús Geir Guðmundsson, 27.8.2008 kl. 14:53

77 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Jenný, þarna kemurðu að kjarna málsins og því að þú ert búin að misskilja mína umfjöllun alveg frá byrjun - líklega ekki viljandi en samt - ég er ekki - og hef ekki - fjallað um persónuna Dorrit! Ég er að fjalla um forsetafrúna og hlutverk hennar - sem um þessar mundir er leikið af konu sem heitir Dorrit. Það er ekki svona rosalega erfitt að skilja mismuninn á þeirri nálgun svei mér þá. Ég hef ekkert - hvergi - fjallað um persónuna Dorrit, hef ekkert um hana - eða af henni - haft að segja. Hef ekki hitt hana, þekki hana ekki og hef því enga skoðun á henni - persónunni.  

Jenný mín darling, mín umfjöllun er frá byrjun um forsetafrúna - hlutverkið forsetafrúin  

Marta B Helgadóttir, 27.8.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 2987156

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.