Leita í fréttum mbl.is

Hvar er Kobbi? - Ó hann var ekki týndur!

Ég nenni ekki að blogga mikið meira um ruglið í borgarmálunum.

Allir komnir með upp í kok, en samt er eitt mál hérna sem ég hef verið að velta fyrir mér.  Þið verðið að hjálpa mér með það gott fólk.

Hvar er Kobbi Magg?

Málið er að ég hef ekki séð mynd af Ólafi Eff, nema keðjumyndina, án þess að Kobbi sé þar fast á hæla honum.  Óaðskiljanlegir og samvaxnir á mjöðm síðustu misseri drengirnir.  Algjör tenging í gangi, hveví ástarsamband.

Hvað varð svo um Jakob?

Hefði hann ekki átt að sitja við hlið Guðföðurins á blaðamannafundinum í fyrradag?

Ólafur segist koma aftur og aftur..W00t

..en ætlar Jakob bara að koma einu sinni (sjitt, þetta hljómar illa)?

Við reynum aftur..

ætlar miðborgarstjórinn ekki að standa með sínum manni sem hann trúir svo svakalega mikið á?

Óli er svo einn án Jakobs og Jakob er ekkert án Ólafs.

Ómæ - farin að gera eitthvað skemmtilegt eins og að klóra mér í höfðinu.

Ó, hér eru nýjustu fréttir.

Miðborgarstjórinn er niðri í ráðhúsi að spila á harmóníkku.

Málið er leyst, samband heldur, allir glaðir, ég líka.

Farin til læknis. Jájá.

 


mbl.is Borgarstjórinn: Kemur alltaf aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eins og flensan... hún kemur líka alltaf aftur og aftur og.....

Jónína Dúadóttir, 21.8.2008 kl. 09:46

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hvernig ætli Svanasöngurinn hljómi á Harmónikku?

Sigrún Jónsdóttir, 21.8.2008 kl. 09:48

3 identicon

Fyrir mína parta þá á Jakob Magnússon allt gott skilið. Eftir að við Sibba fórum í BÍTLAFERÐINA til Liverpool þá sá ég hvers Jakob var megnugur. Ferðin far sú besta sem við höfum farið í.

 Hágæða hótel kvöldverður í toppklassa, og miðarnir á Paul McCartney á lang besta stað, að ég tali nú ekki um semmtilegustu ferðafélaga allra tíma.

Í guðanna bænum nýtið þið krafta Kobba, því að skipulagshæfileikar hans eru að mokkar mati óumdeilanlegir.

Sem fararstjóri fór hann hreint á kostum, og ætla ég síst að draga úr þætti hinna skipuleggjendanna Fabúlu, Sigga Flosa og Aðalsteins Ásbergs.

Ef þið Reykvíkingar fáið jafn mikið fyrir peninginn ykkar frá Jakobi og við fengum,  þá held ég að þið gerið ekki betri díl í mannaráðningum.

Við tókum hann í guðatölu.

Leifur 

Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 10:43

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég er einmitt búin að velta þessu mikið fyrir mér, hvað með JFM? ÉG vil endilega fá hann upp í Ártúnsholt í tiltekt og lagfæringar. Hann er snyrtimenni og diplóm, sem kann pé err vinnuna sína vel. Það hefur hann sýnt og á náttúrulega að fá prik. En hvar er hann?

Eva Benjamínsdóttir, 21.8.2008 kl. 11:18

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þórleifur: Ég er alveg með það á hreinu að Kobbi er hæfileikaríkur og skemmtilegur maður, hann á bara ekki að vasast í pólitík maðurinn.

Eva: Góð.

Stelpur: Hahaha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986901

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.