Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Banna búsið
Ég var ekki par glöð þegar það var sett á reykingabann í háloftunum. Fannst alveg nógu stressandi að fljúga þó mér væri ekki bannað að reykja líka.
En það vandist fljótt, enda hálf ógeðsleg tilhugsunin um þetta tiltölulega litla rými, kjaftfullt af fólki sem oft er með börn, að spúa nikótíni yfir allt og alla. Ekki geðslegt eða hvað? Ég er dedd á þessu þrátt fyrir að vera innmúraður nikótínisti og í opnu og utanáliggjanda stríði við reykingarbannið á öllum opinberum stöðum.
Ég er fyrir löngu orðin þreytt á síendurteknum flugdólgsuppákomum í háloftunum. Ég vil alls ekki að blindfullar manneskjur stefni öryggi mínu og annarra í stórhættu með framferði sínu.
Þarf eitthvað alvarlegt að gerast til að flugfélög átti sig á að þetta gengur ekki?
Nikótínneysla var bönnuð um borð.
Nú á að hætta að selja áfengi á sama hátt.
Burt með búsið, ekki flókið.
Hvað þarf fólk svo sem að vera að hella í sig áfengi á meðan á flugferðinni stendur?
Fólk getur bara sofið í hausinn á sér og hrunið svo í það á eigin ábyrgð með fast land undir fótum.
Icelandair, ganga á undan með góðu fordæmi.
Komasho.
Lét ófriðlega í farþegaflugvél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur, Samgöngur | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2987290
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Svoooo innilega sammála !!!
Jónína Dúadóttir, 20.8.2008 kl. 09:22
Já það er löngu tímabært að hætta að selja áfengi um borð í flugvélum
Dísa Dóra, 20.8.2008 kl. 09:29
Frábært framtak.
Ég man eftir Spánarferðinni minni fyrir 19 árum og ég var með litlu dóttir mína, vélin var á hausnum og stútfull af reyk. Þetta var svo eðlilegt. Gott að þessi mál eru að þróast í rétta átt.
Elísabet Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 09:30
Áfengisneysla í flugvélum ætti svo sannarlega vera bönnuð og vel drukknir menn eiga ekki fá að fara um borð en að banna áfengisneyslu á opinberum stöðum er ég alls ekki sammála. Ég er ekki sammála því heldur að banna reykingar á opinberum stöðum.
MacGyver, 20.8.2008 kl. 09:37
Sammála!
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.8.2008 kl. 09:38
Ég er á móti þessum endalausum bönnum!
Skil ekki af hverju ekki er hægt að gera þá kröfu til fólks að það umgangist áfengi af skynsemi!!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 09:50
Hrönn: Ég er á móti því að velta fyrir mér breyskleika mannsins á meðan hann gerir allt vitlaust um borð í flugvél svo af verður slys. Ég er ekkert hrifin af boðum og bönnum en ölóður maður í vindlahylki innan um nokkur hundruð manns er komin yfir það mark að hægt sé að segja við hann: Sestu og þegiðu og drekktu eins og maður.
Elísabet: Man eftir einni svona Spánarferð fyrir ca. 19 árum líka. Mikið fjör en ekki mikið gaman.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 09:57
Mikið er ég sammála þessu.
Eigðu góðan dag.
Anna Guðný , 20.8.2008 kl. 09:58
Ekki spurning! banna áfengi um borð. Hvað með það þó fólk geti ekki drukkið í örfáa klukkutíma, stundum eiga boð og bönn rétt á sér, sérstaklega ef öryggi fólks er ógnað.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.8.2008 kl. 10:11
það gerist þannig séð örsjaldan(miðað við allar vélarnar í háloftunum) að einhverjir vitleysingar eru með læti . Ég er ekki sammála þessu að banna áfengi um borð. Frekar að sekta þetta fólk svo það finni almennilega fyrir því . svona 100 þúsund krónur eða svo fyrir læti .
Ég á ekki að blæða fyrir það að sumir kunna ekki að fara með vín + það að ég er mjög flughræddur og hvað ætti ég þá að gera ef ekki væri vín? hætta að fljúga út af einhverjum vitleysingum?
jonas (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 10:16
Mér finnst reyndar ömurlegt að þurfi að banna allt vegna einstaka bjána sem kann sig ekki.
Veit að sumir láta sér nægja glas rauðvín með matnum eða einn öl á leið sinni yfir hafið.
En hitt er svo annað mál að ég sem hef stundum verið örlítið stressuð við að fljúga, er nú meira stressuð um að sé flugdólgur um borð.
Ég er sérlega hrædd við blindfullt fólk í flugvélum og treysti því bara ekki baun.
Hulla Dan, 20.8.2008 kl. 10:18
Ég er sammála því að það sé súrt epili að bíta í að fólk sem kann sér í alla staði hóf við meðferð áfengis fái ekki að neyta þess.
En..
Ég reykti sparlega þegar ég mátti reykja um borð. Sýndi tillitssemi í hvívetna, en það gerðu ekki allir. Ergo: Fullt af fólki varð fyrir óþægindum.
Í flugvél þarf einn drukkinn vitleysing til að stefna lífi fleirihundruð manna, kvenna og barna í lífshættu, mér finnst það ekki ásættanlegt.
Þannig að það er gamli níkótínúðinn eða önnur slík lyf sem koma í staðin bara.
Út með búsið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 10:28
Ég er sammála þessu Jenný, - og ég er viss um að starfsfólkið sé INNILEGA sammála. Fyrir utan það að það er bara alls ekkert hollt að drekka um borð í flugvél - annað en vatn og þá mikið af því! ..
Setjum rauða ljósið á búsið! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.8.2008 kl. 11:06
Jóga: Úje.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 11:25
Mér finnst líka alveg eðlilegt að banna áfengi í flugvélum. Af hverju ætti fólk ekki að geta sleppt því í nokkra klukkutíma að drekka áfengi? Sé ekki hvað er svona hræðilegt við það.
Guðrún (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 13:32
Flott skref ef það væri stigið: Banna áfengið um borð í flugvélum.
Eva Benjamínsdóttir, 20.8.2008 kl. 13:59
Ef við reykingapakkið getum sleppt því að reykja um borð og erum svona líka ánægð með það bann þá hljóta drykkjusvolarnir að geta lifað það af að djúsa ekki í nokkra klukkutíma. Versta flugferð lífs míns var með drukknum ættingja eitt árið. Engin uppþot svo sem en ógurleg leiðindi og skömmustutilfinning. Æ, bönnum bara helvítis brennivínið alls staðar, alltaf ... múahahahahah
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.8.2008 kl. 15:04
Áfram svona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 15:46
Væntanlega er ástæða fyrir því að það kemur í fréttum þegar flugdólgar láta á sér kræla. Hins vegar var ólíft í hverri einustu flugferð fyrir reykjarsvælu, það er bara þannig. Ég er ekki fylgjandi svona banni.
Tek fram að ég drekk svo til aldrei í flugi, bóndinn fær sér stundum rauðvínsglas með matnum, þannig að ég er ekkert að verja mína hagsmuni, neitt.
Flugfélögin ráða væntanlega sjálf hvort þau selja áfengi um borð, hvernig væri að sleppa til dæmis öllum sterkum drykkjum, ég hugsa að það yrði minna um dólga ef rauðvín og bjór væri það eina áfenga sem fengist. Hins vegar græða félögin væntanlega of mikið á hinni sölunni til að þetta komi til greina.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.8.2008 kl. 20:01
Svo innilega ósammála nóg komið af kommnisma á þessu landi þegar þú ert með kommunista á þingi vinstra meigin og "hægra" meigin (d listinn)
Alexander Kristófer Gústafsson, 20.8.2008 kl. 22:08
Reykingar í flugvélum höfðu aldrei átt að vera bannaðar
Alexander Kristófer Gústafsson, 20.8.2008 kl. 22:10
Þessi forræðishyggja þykir mér óþolandi. Réttara væri að banna organdi smákrakka og fituhlussur úr flugvélum enda töluvert oftar sem farþegar verða fyrir ónæði frá þeim en stöku byttum.
maggi (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 22:53
jamm, forræðishyggja
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 23:35
Flugdólgur er eitthvert leiðinlegasta fyrirbæri sem hugsast getur. Aldrei hef ég heyrt talað um nokkurn flugdólg án þess að hann væri ofurölvi og nánast viti sínu fjær vegna drykkju.
En, gott fólk, það þýðir ekkert að banna sölu áfengis um borð í flugvélunum og halda að það ráði bót á vandanum. Allir flugdólgarnir eiga það sameiginlegt að hafa drukkið miklu meira en hófi gegnir í flugstöðinni áður en ferðin hófst. Þeir eru sem sagt á mörkunum þegar þeir skreiðast um borð og missa glóruna hálftíma eftir flugtak jafnvel þó þeir drekki ekki meira en orðið er. Meinið liggur miklu frekar í því hversu löngu fyrir brottför fólk þarf að mæta, svo að biðtími í flugstöðvum fyrir brottför er allt of langur. Og kannski fylla dólgarnir hóp hinna flughræddu?
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 12:32
Af hverju er ekki selt vodka í strætó? Eða hjá Sæmundi?
Rökin á bakvið áfengissölu í flugvélum er að bjóða upp á slökunarmeðal. Hjálpa fólki að ná úr sér stressinu. Verst að áfengi er frekar lélegt meðal og óstapílt. Nærtækara væri að parkera búsinu bjóða fólki upp áeina róandi díezepam í staðin.
Páll Geir Bjarnason, 22.8.2008 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.