Leita í fréttum mbl.is

Fréttir úr snyrtibuddunni

makeup-kit-708299 

Þarna hljóp á snærið hjá mér.  Loksins, loksins rannsókn sem segir mér eitthvað af viti.

Ég hef verið að pæla í því af og til hversu mikill tími fari í að taka sig til, sko yfir ævina.  Ekki að ég sjái eftir tímanum sem ég hef lagt í málið, heldur vegna þess að mig grunar að það sé dágóður slatti af dýrmætum klukkustundum sem ég hef notað í málefnið.  Jæja ég hef amk. ekki gert eitthvað af mér á meðan ég er með nefið ofan í snyrtibuddunni eða hálf inni í fataskáp að velja mér föt.

Ég gæti sagt ykkur sögur.

Tímarnir eru að meðaltali 3.276 á heilli ævi.

Ég held að það geti verið meira, í mínu tilfelli.  Amk. hef ég á sumum tímabilum nánast búið í snyrtibuddunni eða með andlitið flatt út á spegilinn svo ég minnist ekki á þá tíma þar sem ég hef átt lögheimili í klæðaskápnum.  Úff.

Ég er stilltari þessi misserin vegna þess að ég er gránduð af heilsufarsástæðum.  Er ekkert mikið að mála mig og svona nema að ég eigi erindi út í bæ.  Sama gildir um fatnað, ég prófa ekki allan fataskápinn á morgnanna áður en ég geri það upp við mig hverju ég eigi að klæðast hér innan fjögurra veggja heimilisins.

En þetta ástand er vonandi tímabundið og áður en ég get talið upp að 4566 mun ég vera komin á fulla keyrslu í fatamátun og meiköppi.

Og þá mun heyrast flett, flett, flett,  í mínum troðfulla klæðaskáp þar sem 95% af flíkum eru svartar, afgangur grár.  Ansi erfitt að finna það sem leitað er að, einkum vegna þess að ég veit ekki að hverju ég er að leita.  Só?

Svo er það baðherbergið með speglinum.  Krem, meik, blöss, augnblýantur, maskari, varalitur, varablýantur. Hár blásið, greitt, ekki að gera sig, greitt aftur, ók þetta verður ekki betra.  Stella tekin og henni úðað á meistaraverkið.

Skór valdir, þessir, nei, þessir, máta, ekki að gera sig þessir, nei, æi það er farið í þá skó sem fyrst voru mátaðir.

Þegar hér er komið sögu er húsband eða aðrir heimilismenn sofnaðir á næsta stól.

Viðkomandi vakinn og minntur óþyrmilega á að líf með konum getur verið flókið.  Dásamlega flókið og talið í geimferðum samanber viðhangandi frétt.

Augnahárum dinglað á leiðinni út og því haldið áfram þar til hreinsikrem og önnur fegrunarlyf eru smurð á í tonnum.  Þetta er lygi, þetta síðasta sko, vatn dugar ágætlega. 

Hér hefur ekki farið mínúta til spillis.

Eða hvað?


mbl.is Tímafrekt að hafa sig til: 3.276 stundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Shit!!! Ég er greinilega drusla dauðans!

Vakna. Gallabuxur og bol + gúmmískó. Burst tennur, uppi og nyðri, hárið í tagl.
Fyrir svefn. Sturta, bursta tennur uppi og niðri. Náttbuxur og hlýrabolur (oftast af Eika)

Hef reynt að vera gella, það bara passar mér ekki.

Hulla Dan, 19.8.2008 kl. 09:26

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er alveg örugglega ekki búin að eyða þessum 3.276 klukkustundum í snyrtivörufatamátunardeildinniÉg er greinilega alger drusla... útlitslega séð

Jónína Dúadóttir, 19.8.2008 kl. 09:37

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég get sko sagt þér það að fram að þrítugu eyddi ég ca 1500 stundum í þessa iðju. Á milli þrítugs og fertugs eru það sennilega 5344 klst. Úff þetta verður sífellt tímafrekara því fjöldi laga á andlitinu á mér fara að nálgast lífaldur.

Einu sinni var ég eins og Hulla (nema þegar eitthvað stóð til) en það var þá.... (grátkall)

Jóna Á. Gísladóttir, 19.8.2008 kl. 09:47

4 identicon

Jebb, ætli þær séu nú ekki eitthvað fleiri meðaltalsstundirnar hér! Lögheimili mitt er í fataskápnum sem er fullur af engu til að vera í :)

Þú klikkar ekki !

Ofurskutlukveðja

ps. óska hér með eftir vinskap!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 10:50

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er eins og Hulla...  veit ekki einu sinni hvað þetta snyrtidót heitir, mestanpart. Enda með svínslegt ofnæmi fyrir flestum snyrtivörum og eitt kvöld með maskara getur kostað mig rauð, þrútin og tárfellandi augu í nokkra daga á eftir.

Gafst fljótt upp á að nota meik og þess háttar í æsku því á eftir logsveið mig í húðina og hún varð öll flekkótt.

Ég hef því getað varið öllum þessum klukkustundum í annað... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.8.2008 kl. 11:45

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

En frásögnin manneskja mín, er dásamleg.

Eva Benjamínsdóttir, 19.8.2008 kl. 11:53

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Make up er möst....en það gleður mig að heyra að það eru fleiri en ég sem eiga troðfulla fataskápa af engu....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.8.2008 kl. 12:55

8 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Dem, tíminn minn er örugglega löngu búinn.

Þú klikkar ekki kona.  

Elísabet Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 13:04

9 identicon

Stella er helv...fín!!

Ég var einusinni svona..alveg hætt að nenna því..

alva (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 13:08

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég allavega nóg af drasli sem ég ekki nota! ojbara hvað mar fer illa með penganna!!!!!!!!

Annars bara ágæt, leit í spegil í morgun og sagði: "Ég nenni ekki að mála mig þótt þetta sé með fyrstu skóladögunum"

Ég fór ómáluð og sé ekki eftir því!

Edda Agnarsdóttir, 19.8.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30