Leita í fréttum mbl.is

Burt með grillið

Ég veit ekki með ykkur en ég er komin með algjöra gaskútafóbíu.

Það er eins og nú orðið þá séu þeir springandi út um allt.

Ég er með einn á svölunum með bölvuðu gasgrillinu sem ég þarf að losna við.  Ég nota það sjaldan, það er reyndar smá ryð í því sumstaðar en annars stendur það bara þarna og tekur pláss.

Hvert fer maður með grill sem maður ætlar að henda?

Ég ætla nefnilega að fá mér kolagrill.

Aðalástæðan fyrir þessu er gaskúturinn sem ég er hrædd um að springi anytime.

Svo er auðvitað út úr kú að vera með gaseldavél á svölunum.  Ég meina það er ekkert grillbragð af gasgrilli.

En annars er ég góð. 

Ætlið þið börnin góð ekki að mæta á palla í ráðhúsinu á fimmtudaginn?

Við þurfum að safna okkur saman og verða vitni að þessum sögulegu breytingum hjá borginni.

Eller hur?

En nú er ég farin í bili, ætla að horfa á Tudors.

Garg í boðinu.


mbl.is Eldur logaði í gaskút í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss.. það yrði nú ekki gott að þú færir nú að springa eitthvað Jennsla mín.

Ég er bara að senda á þig innlitskvitt, enda er ég komin aftur.

Knús og klemm.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Búin að losa mig við gasgrillið, var skíthrædd við þetta apparat og notaði það aldrei.

Er í fríi á fimmtudaginn, væri alveg til í að mæta.

Til hamingju með afmæli dóttur þinnar...ég  hef ekki verið í tölvusambandi alla helgina.

Sigrún Jónsdóttir, 17.8.2008 kl. 21:59

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mætum á pallana - ÖLL sem erum óánægð með þessi farsakenndu vinnubrögð í Ráðhúsinu!

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.8.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sammála þér með grillið. eina vitið að nota kolagrill, vilji maður fá grillbragðið. annars getur maður bara notað bakarofninn.

Brjánn Guðjónsson, 17.8.2008 kl. 22:17

5 identicon

En þetta væri ekki farsakennt ef Svan.... og Dagur "Engill" væru í forsvari? Þau eru öll eins og allir sem halda annað eru vitleysingar!

Erla (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 22:33

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kolagrillfærlzur mínar 1, Gazgrillfærzluleyzi Jenzínu 0

Steingrímur Helgason, 17.8.2008 kl. 22:41

7 Smámynd: Ragnheiður

Ætla ekki á pallana, viss um að sjá þetta bara í sjónvarpinu- já eða ekki.

Er með gaseldavél, inni, nenni ekki að setja aðra út. Finnst ekki gaman að borða úti heldur.

Ragnheiður , 17.8.2008 kl. 23:01

8 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég keypti mér grill fyrir 3 árum,það er enn í kassa í geymslunni.Ég er ferlega hrædd við gas og ef ég væri með grillið á svölunum(með gaskút),væri ekki glæta að ég væri inn í íbúðinni  Mér langar samt oft að geta og þora að grilla.

Katrín Ósk Adamsdóttir, 17.8.2008 kl. 23:09

9 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Skíthrædd við gasgrill !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 17.8.2008 kl. 23:30

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég kann ekkert á gasgrill, er líka hálfhrædd við það,  síðan að kona ein,  mér nátengd, sveið andlit sitt og hár allt í andliti og höfði þegar það blossaði allt í einu upp á gasgrillinu. - Mér finnst líka gott bragðið af kolagrillinu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.8.2008 kl. 23:42

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

besta bragðið er auðvitað af kolagrilli en þvílík endemis vitleysa samt að ekki sé grillbragð af mat sem kemur af gasgrilli. Það er gasgrill-bragð af honum. hehe mjög gott.

Hér var grillað í kvöld (sunnudagskvöld) og étið með bestu lyst.

Sjálf hef ég brennt hárin af handarbökunum af mér þegar ég var að kveikja upp í grilli og var bara fegin að losna við þessi hár.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.8.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2987327

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.