Leita í fréttum mbl.is

Hrífandi glerkastali

glerkastalinn 

Í sumar hef ég lesið óvenjulega lítið miðað við það sem ég er vön.  Ég kenni veðrinu um, annað eins sumar og það sem brátt er á enda hef ég ekki upplifað á "draumaeyjunni".

En nú er ég lögst í lestur sem aldrei fyrr.

Ég bloggaði um að ég væri að lesa Glerkastalann um daginn.  Hafði á orði að hún væri hrífandi.  Svo fór ég að velta fyrir mér orðalaginu hjá mér. Getur frásögn konu um fátækt, ofbeldi, hungur og vanrækslu í uppeldinu verið hrífandi? Já,  í þessu tilfelli er frásögnin hrífandi þrátt fyrir allan ljótleikann.

Á bókarkápu segir:

"Frásögn Jeannette Walls af æsku sinni er í senn miskunnarlaus og angurvær; ástin til foreldranna skín í gegn þrátt fyrir þær hörmulegu aðstæður sem þau bjuggu börnum sínum.

Jeannette Walls býr í New York og Virginíu og er gift rithöfundinum John Taylor. Hún skrifar reglulega á MSNBC.com
. "

Ég hafði heyrt um þessa konu og bókina hennar.  Æska hennar var skelfileg.  Meðferð foreldranna á börnunum ótrúleg og sú staðreynd að í lok bókarinnar eru foreldrarnir komnir á götuna í New York að eigin vali, á meðan börnin hafa komið sér vel áfram í lífinu, er náttúrulega bara óvenjulegt svo ekki sé nú meira sagt. 

En öll frásögn Jeannette er lygasögu líkust en hún er jákvæð þrátt fyrir skelfilegan raunveruleikan sem hún og systkini hennar búa við.

Þetta er svona bók sem skilur mann eftir gapandi og ég var hálf fúl þegar lestri lauk, ég vildi meira.

Ég mæli með Glerkastalanum, hún situr svo sannarlega eftir í hjarta og sinni.

Vó hvað góðar bækur gefa manni mikið. 

Og nú er ég að klára spennubók sem heitir Svartnætti.  Þið fáið upplýsingar um leið og ég má vera að bókafíklarnir ykkar.

Annars voða góð og á leiðinni í þrif.

Og ég sem ætlaði í berjamó. 

Later.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir tipsið.  Ég dríf í að kaupa þessa.

Halldóra (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gaman að lesa þetta, ég er ónýt í bókunum og búin að vera lengi. Veit ekki af hverju, þarf kannski að láta rannasaka það!

Nennirðu virkilega í berjamó?

Edda Agnarsdóttir, 16.8.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda: Enginn berjamór, ekki veður til þess í dag og ekki á morgun heldur.  Fer í næstu viku.

Ég hringdi í þig í gærmorgun og þú varst í vinnunni.

Hringi á morgun er á leið út.

Stelpur þessi bók er þannig að hún er must read.  Lesa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2008 kl. 16:07

4 identicon

Við vinkonurnar elskum bloggið þitt og bókabloggin eru best.  Klikka ekki.

Rósa, Harpa, Guðný og Rósa E.

Rósa (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 16:12

5 Smámynd: Hulla Dan

Ég er búin að lesa óvenju mikið í sumar, kannski útaf vibba veðrinu sem við höfum fengi.

Ég verð að fá mömmu til að senda mér glerkastalann...

Takk fyrir ábendinguna... aftur. Ég er líka gleymin og þarf að fá svona upplýsingar oft

Hulla Dan, 16.8.2008 kl. 16:51

6 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Takk fyrir ábendinguna.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 16.8.2008 kl. 21:05

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir umræðuna.  Hulla þú sérð ekki eftir því að lesa þessa bók, því get ég lofað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2008 kl. 22:15

8 identicon

Fer sennilega og kaupi mér þessa bók í dag.  Hlakka til að lesa hana, hef aðalega verið í krimmum undanfarið.  Sigga

Sigríður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 10:41

9 identicon

Fer sennilega og kaupi mér þessa bók í dag.  Hlakka til að lesa hana, hef aðalega verið í krimmum undanfarið.  Sigga

Sigríður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 10:43

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú verður ekki svikin af þessari bók Sigríður, ég get lofað þér því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 11:48

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aha, þessi er næst í bunkanum hjá mér. Er að ljúka við Hjarta Voltaires og hún er bráðskemmtileg. Get ekki beðið eftir að lesa Glerkastalann.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.8.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.