Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Hver er við óstjórn í dag?
Það er ekkert sérstaklega skemmtilegt að vera borgarbúi á þessum undarlegu tímum.
Ég rauk upp með andfælum fyrir allar aldir af því að mér fannst ég knúin til að athuga hver væri við óstjórn í borginni eftir nóttina.
Og þar sem ég hef tilhneigingu til að trúa málgagninu þegar mál íhaldsins eru annars vegar þá fékk ég hálfgert hjartastopp við að lesa þessa frétt um að meirihlutinn sé á "endastað". Ég veit reyndar ekkert hvað það þýðir.
Ég sé enga endurfæðingu í augsýn þó Perlufestus fari út og með honum stuðmaðurinn og þeir sem eru með þeim í liði. Ég sé heldur enga lausn fólgna í því að fá inn Óskar í staðinn.
Rót vandans Sjálfstæðisflokkurinn í borginni situr eftir sem áður áfram en þeir hafa kannski ekki áttað sig á að þeir eru hinn helmingurinn af borgarkrísunni.
Íhaldið er búið að spila þennan valdablús með tilbrigðum og hefur sýnt mér að þeir valda ekki djobbinu sem felst í að stjórna borginni.
Ég legg til að þeir gefist fallega upp.
Trú mín á stjórnmálamönnum var nokkuð stabíl fyrir ekki svo löngu síðan. Nú er ég með þessa sömu trú í gjörgæslu. Ég trúi engu og ég er farin að reikna með að það sé verið að ljúga að mér.
Meira að segja forsætisráðherrann okkar "allra" segir ósatt í hádegisfréttunum í gær og segist ekki vita um hluti sem hver sótraftur í þessari borg var með á hreinu, þ.e. að samstarfið í borginni væri við það að springa.
Og svo er að bíða, bíða og bíða eftir nýjasta leik íhaldsins.
Það má enginn vera að því að stjórna í þessari borg.
Við fólkið erum leikmunir í uppsetningu áhugaleikhópsins "ónýt borg" enda höfum við aldrei skipt máli í alvörunni og það er eins gott að halda þeirri staðreynd til haga.
Og hef þið viljið myndræna útgáfu á þessum farsa og kannski brosa og gráta svolítið í leiðinni þá skuluð þið kíkja á þessa brilljant myndgerðu samantekt Láru Hönnu.
Farin að reyna að ná smá svefni á meðan ró ríkir.
Fruss.
Samstarfið á endastað" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Las fréttina, löng frétt sem segir mér samt akkúrat ekkert. Hélt það væri nú yfirleitt sagt á endastöð ekki endastað, en hvað veit ég svo sem... Sofðu vel mín kæra
Jónína Dúadóttir, 14.8.2008 kl. 07:45
Ég vaknaði upp með andfýlu ..... og þannig er lyktin líka af þessum borgarstjórnarmálum öllum saman! Og hananú! Held að þetta fólk ætti allt saman að fara í Extreme Makeover og láta implanta í sig karakter og heilindi. Ja fussum svei a'la Soffía frænka.
Eigðu góðan og blessaðan, darling.
Hugarfluga, 14.8.2008 kl. 09:11
æTli þetta allt saman sé ekki barnaleikur miðað við það sem er að gerast bak við tjöldin ? í Reykfylltum bakherberjum, sem eru bara fyrir miðaldra hvíta karla ? eða var það ekki þannig sem frú menntamálaráðherra orðaði það ? Show must go on. Sendi ykkur samúðarkveðjur kæru Reykvíkinga.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2008 kl. 09:19
Ég finn all svakalega til með starfólki RVK sem er alltaf að skipta um yfirmenn og konur með nokkurra mánaða millibili, borgin ætti að fara að bjóða þeim áfallahjálp og jóganámskeið til að losa um kvíða ! Þetta er svo mikið bull og að þetta skuli gerast á þeim tímum sem núna er, þegar atvinnuleysi er vaxandi og horfur í efnahagsmálum eru enn slæmar og einmitt er þörf á styrkri stjórn í borginni....þá er allt í óstjórn og vitleysu. Ég bara andvarpa og dæsi á víxl.....brosi þó gegnum tárin !
Eigðu góðan dag ..... ! Ég er á leið út í Viðey með 20 brjálæðinga !
Sunna Dóra Möller, 14.8.2008 kl. 09:36
Greinilegt er að lýðræðið eigi erfitt með að fóta sig í Reykjavík þessi misserin. Allt of fáir borgarfulltrúar eru í borginni enda hentar núverandi skipan mjög vel þeim sem eru mjög ráðríkir og nógu frekir að stjórna.
Athyglisvert er að íbúar á bak við hvern borgafulltrúa í dag er svipað og allir íbúar Reykjavíkur voru fyrir einni öld en þá var fulltrúum fjölgað upp í núgildandi tölu.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.8.2008 kl. 09:38
Ég er sammála þér Jenný. Svo er málskrúðið í kringum alla þessa vitleysu orðið alveg hreint eins og vitleysan sjálf. Hvað er til dæmis það að ná málum "upp úr átakamiðuðu ferli" ??? Spyr sú sem ekki veit.
Annars þandi ég lúðurinn yfir þess öllu saman með þessari færslu í gær - við erum efnislega á einu máli.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.8.2008 kl. 09:41
Frábært myndbandið hjá Láru Hönnu.
Góðan daginn Jenný mín.
Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 10:12
Innilegustu samúdarkvedjur til ykkar Reykvíkinga
María Guðmundsdóttir, 14.8.2008 kl. 10:17
Að vera á "endastað" hebbði ég haldið að þýddi; að vera á líknardeild, líkhúsi, eða kirkjugarði. Á vel við um núverandi borgarstjórn.
Myndband LH var frábært. Rak þar augun í skoðanakönnun, þar sem fram kemur að samfylking + vinstri grænir eru með rétt tæp 70% fylgi. Óskastjórnin mín er sumsé engin útópía.
Laufey B Waage, 14.8.2008 kl. 10:45
Takk fyrir innlegg.
Óskastjórnin er ekki útópía Laufey en í Reykjavík er minnihlutinn meirihluti og v.v.
Kíkið endilega á Ólínu og Láru Hönnu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 10:56
Úr mínu tengslaneti heyri ég bara einn fallegan samhljóm: "Ég mun aldrei aftur kjósa Sjálfstæðisflokkinn!"... halelújaaahhhhh!
...désú (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.