Leita í fréttum mbl.is

Nálgunarbann án dóms - já takk

main 

Ef kona verður fyrir heimilisofbeldi og hringir í lögreglu þá getur lögreglan boðið upp á einn möguleika.

Hún getur boðið konunni að fara með hana (og börnin þar sem þau eru inni í myndinni) í kvennaathvarf eða til ættingja/vina.

Svo getur konan auðvitað verið áfram heima með ofbeldismanninn inni á heimilinu því það er ekki til siðs í flestum tilfellum að fjarlægja þá enda eru þeir margfrægir fyrir rólegt og yfirvegað fas rétt á meðan að laganna verðir eru á staðnum.

Því miður er það oft þannig að kona treystir sér ekki út af heimilinu vegna barnanna eða að hún er ekki tilbúin að leggja harma sína á borðið fyrir einn né neinn.

Ég get bara reynt að ímynda mér þá erfiðu stöðu að þurfa að rífa börnin sín upp að kvöldlagi (oftast) og rjúka með þau út í nóttina til viðbótar við þá skelfingu sem ofbeldið er.

En í Austurríki byrja þeir á réttum enda.  Þeir fjarlægja ofbeldismanninn af heimilinu og svo er honum boðið upp á aðstoð við að gera eitthvað í sínum málum.

Auðvitað á ofbeldismaðurinn að víkja.  Ekki spurning.

Nálgunarbann á að setja á manninn þar til dómur gengur og bara eins lengi og þörf er á.

Þessu er Kolbrún Halldórsdóttir þingkona VG búin að vera að reyna að breyta í nokkur ár en hún hefur hingað til talað fyrir daufum eyrum.  Það hefur verið hlegið að henni.  Hahahaha, svo klikkuð hún Kolbrún að láta sér detta í hug að svona aðgerðir þurfi hér í landi hamingjunnar.

Og nú er hindrunin sjálfur dómsmálaráðherrann Björn Bjarnason.  Hann er á móti austurísku leiðinni.  Er ég hissa?  Ónei.

BB er myndbirting hins karllæga valds sem mikið var rætt um hér í gær.

Vér konur munum fylgjast grant með örlögum frumvarpsins um austurísku leiðina.

Vanda sig, framkvæma og það án tafar.

Áfram Kolla!

Hér er færsla um málið.

Hér.

Svo ég tali nú ekki um þetta.

 

 


mbl.is Vill nálgunarbann án dóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hann Einar er með áhugaverða pælingu um sama málefni! 

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 09:07

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er ekki spurning um hver á húsnæðið heldur hverjir eru skráðir þar til lögheimilis.  Þannig að þarna er verið að flækja mál að óþörfu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 09:17

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það hljóta allir sæmilega greindir menn að sjá, að þetta er eina rétta leiðin, þ.e. þessi austurríska.  Fjarlægja misyndismanninn af heimilinu.  Ég bara skil ekki svona afstöðu eins og kemur fram hjá ákveðnum dómurum og Birni Bjarnasyni.  Ætli þeim finnist þetta bara vera normið ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2008 kl. 09:44

4 Smámynd: halkatla

jámm það eru sko alvöru manneskjur sem eru á móti þessum "nýju" úrræðum, sama hversu erfitt er að trúa því uppá þær (ok auðvelt að trúa því uppá BB að vísu). En síðustu daga hefur enn og aftur sýnt sig hvar við sem þjóð erum stödd í réttlætismálum og hversu fær við erum til þess að vernda þá sem hafa verið beittir ofbeldi. Ísland fær algjöra falleinkunn á nánast öllum sviðum dómskerfisins og beyond

halkatla, 12.8.2008 kl. 09:49

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég veit ekki Jenný.....

Setjum sem svo að ég beiti son minn ofbeldi! Hann á lögheimili hjá mér og er orðinn átján. Ég er eigandi húsnæðisins. Löggan fjarlægir mig af heimilinu skv. austurrísku aðferðinni! Á ég þá að halda áfram að borga afborganir af lánum? Rafmagn og hita? Ég er skrifuð fyrir öllu.....

Ég er ekki að segja að það þurfi ekki að aðskilja ofbeldismann og þolanda - ekki misskilja mig! Ég er bara að nálgast málið frá öðru sjónarhorni. 

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 09:53

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ef hins vegar það að fjarlægja ofbeldismanninn er eingöngu tímabundið úrræði þá gefur það þolandanum tækifæri til að finna sér nýtt húsnæði. Það er kannski það sem austurríska leiðin gerir?

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 10:00

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvaða della er þetta eiginlega!! Þarf eitthvað að búa til lög um hvernig á að bregðast við??
Ef einhver hefur beitt fjölskyldumeðlim sinn ofbeldi og það er kallað á lögreglu.......... hvað er löggan þá að gera á staðnum? Kyssa á bágtið?

Auðvitað á að fjarlægja ofbeldismanninn! Ef ég kýli ókunnuga manneskju úti á götu og löggan er kölluð til þá hlýt ég að vera færð á næstu lögreglustöð!

Heiða B. Heiðars, 12.8.2008 kl. 10:16

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

...æi ýtti of fljótt á "senda" :)

Þessi austuríska leið virðist ágæt.... en hvað erum við að tala um? Hver eru tímamörkin á því að ofbeldismaðurinn megi fara heim aftur?

Heiða B. Heiðars, 12.8.2008 kl. 10:18

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já mér finnst þær upplýsingar skorta!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 10:22

10 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Af hverju er ekki hægt að handtaka manninn á staðnum? Hefur það eitthvað með friðhelgi heimilisins að gera? Hvað ef hann drepur mann heima hjá sér? Má ekki handtaka hann þá?

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 12.8.2008 kl. 10:55

11 Smámynd: Rebekka

Það hlýtur að vera eitthvað meira í þessari austurrísku aðferð.  Dæminu sem Hrönn setur upp er einnig hægt að snúa við.  Hvað ef par býr saman í íbúð og konan er skráður eigandi?  Á hún bara að þurfa að fara úr íbúðinni og jafnvel borga reikningana og lánin fyrir manninn sinn OG hafa þurft að þola barsmíðar að auki?

Ekki nóg með að fórnarlambið sæti ofbeldi, heldur þarf hún/hann einnig að fara burt frá heimili sínu á ókunnugan stað og lifa milli vonar og ótta um að finna aftur til öryggis.

Gerandi ofbeldisins er sá sem á að sæta refsingunni fyrir glæpinn,  ekki fórnarlambið.

Rebekka, 12.8.2008 kl. 10:57

12 Smámynd: Hulla Dan

Mér finnst þetta bara ekki vera spurning...
Auðvitað má ekki beita aðra manneskju ofbeldi!
Heldur ekki fjölskyldu meðlim!
Heldur ekki þó að þú gerið það heima hjá þér.
Þannig fólk á að handtaka og þá er ekki spurning um hver á íbúðina sem ofbeldið er framið í.
Ef einhver fremur glæp og er lokaður inni , þá borgar sá sami að sjálfsögðu af sinni eign áfram, en ræður því líka hverjir búa þar.

Hulla Dan, 12.8.2008 kl. 11:05

13 Smámynd: halkatla


mig minnir að það séu 2 vikur sem ofbeldismaðurinn er fjarlægður, en það gæti verið misminni því það er þónokkuð langt síðan þessi snilldarleið var tekin upp. Það er nægilegur tími til umsvifa fyrir alla aðila, hvað er að því að fólk sem beitir aðra hrikalegu ofbeldi verði að redda sér í nokkra daga á meðan fórnarlömbin ná áttum? Ekki neitt. En það er enginn að segja að við ættum að taka þetta algjörlega upp eftir austurríkismönnum, svona mál þarf fagfólk (t.d löggan) að ræða og svo á að gera viðbragðsáætlun við þessu sorglega vandamáli (í takt við lögin - ef þau eru ekki of vonlaus).

halkatla, 12.8.2008 kl. 11:13

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Af hverju er fólk svona æst í að fara einhverja leið án þess að vita hvað það felur í sér?

Alveg er ég til í að stappa niður fótunum þangað til eitthvað þolanlegt kerfi fer í gang. En ég veit barasta ekkert hvað þessi austurríska leið felur í sér.

Anybody?

Heiða B. Heiðars, 12.8.2008 kl. 11:16

15 Smámynd: Linda litla

Ég er alveg sammála Heiðu, af hverju vilja fara aðra leið sem að við vitum ekki hvað felur í sér.....

Það er a.m.k. ljóst að eitthvað arf að gera..... en hvað ??

Linda litla, 12.8.2008 kl. 11:21

16 Smámynd: Dísa Dóra

Austuríska leiðin felur einmitt í sér (meðal annars) að fjarlægja ofbeldismanninn af heimilinu í 2 vikur, gefa honum kost á að sækja sér aðstoð í svipuðu formi og til dæmis karlar til ábyrgðar eru með hérlendis.  Leiðin felur í sér að þolandinn færi tækifæri til að skipuleggja framtíðina án afskipta gerandans.  Oft er það nefnilega ótti og hótanir sem gera að þolandinn þorir ekki að viðhafast neitt og situr áfram við sama ástand.  Ef gerandinn er fjarlægður af heimilinu fæst tækifæri til að taka ákvarðanir án þess að lifa við stöðugar hótanir og ofbeldi gerandans.

Ég er 100% fylgjandi þessari leið og vona svo sannarlega að Kolbrún fái samþykki núna.  Segi eins og Jenný - áfram Kolbrún!!!

Dísa Dóra, 12.8.2008 kl. 11:27

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Setti inn linka neðst í færsluna til glöggvunar.

Hér er hæstaréttardómurinn um nálgunarbannið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 12:01

18 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Aha! Ok...selt!
Mér líst vel á þetta..... let´s do it

Heiða B. Heiðars, 12.8.2008 kl. 12:04

19 identicon

Í barnaverndarmálum er gerandinn oftast fjarlægður af heimilinu svo hann getir ekki ítrekað brot sín. Það að kona og jafnvel börn þurfi að yfirgefa heimili sitt eftir barsmíðar nær engri átt og er arfavitlaust. Er ekki komið nóg þegar slíkt gerist? Lengd dóma í ofbeldismálum gagnvart börnum og konum eru skýrt dæmi um hugmyndir dómara um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Hvað er að þessum mönnum. Eiga þeir ekki mæður, systur og dætur? Hvað er þá leyfilegt gagnvart þeim?

rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 12:14

20 Smámynd: Kolgrima

Það að fjarlægja ofbeldismann af heimili er eins og hver önnur viðurlög við afbroti. Þetta er tímabundin aðgerð og felur ekki í sér eignaupptöku. 

Sumum (mér) gæti fundist að viðkomandi gæti bara þakkað fyrir að vera frjáls maður og ekki samstundis neyddur til að þiggja húsnæði á kostnað ríkisins - hvað með rafmagnsreikningana og afborganirnar þá?

Við (sá sem kann það) ættum kannski að setja á fót síðu þar sem austurríska leiðin er útskýrð (kannski er hægt að setja link á frumvarp Kolbrúnar?) og fólki er gefinn kostur á að skora á Alþingi að fara þessa leið? 

Kolgrima, 12.8.2008 kl. 12:50

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kolgríma: Let´s do it.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 12:50

22 Smámynd: Kolgrima

Hver er tölvunörd?!

Kolgrima, 12.8.2008 kl. 13:04

23 Smámynd: Kolgrima

Ef ég kynni að setja upp svona undirskriftalista á netinu, myndi ég gera það! Ég kann það bara ekki.

En hér má lesa um frumvarp Kolbrúnar. 

Kolgrima, 12.8.2008 kl. 13:19

24 Smámynd: Kolgrima

Ok, ég er farin að leggja þessa síðu undir mig! Varðandi tímann, þá er hann ekki bundinn við tvær vikur:

"Brottvísun af heimili og heimsóknarbanni skulu markaður ákveðinn tími, þó ekki lengri en þrír mánuðir."

Sá tími er ákveðinn af dómara: "Ákvörðun lögreglu skv. 1. mgr. skal borin undir dómara innan fimm daga frá því að hún var tekin." og "Dómari skal leggja úrskurð á ákvörðun lögreglu innan tveggja daga frá því að hún var borin undir hann." 

Kolgrima, 12.8.2008 kl. 13:24

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kolgríma, við fáum einhvern í djobbið.  Lára Hanna kann þetta pottþétt hún er með meirapróf á allskyns svona tölvu eitthvað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 13:42

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og vúman þú mátt vera eins mikið á síðunni minni og þú vilt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 13:42

27 Smámynd: Kolgrima

Frábært!

og já, takk 

Kolgrima, 12.8.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.