Mánudagur, 11. ágúst 2008
..svo píkulegt og tilfinningahlaðið
Einu sinni sagði karlbjáni við mig að konur væru ekki hæfar í samræður um dómsmál og pólitík m.a. vegna þess að þær hugsuðu með leggöngunum og þvældu alla hluti með því að prjóna inn í alla "málefnalega umræðu" bölvuðu tilfinningakjaftæði.
Það er ekkert afskaplega langt síðan að þetta var sagt en í gegnum lífið hef ég fengið þessa "málefnalegu" beiðni frá "sterka" kyninu um að halda kjafti og reyna að dingla augnhárunum þegar alvarleg mál ber á góma. Munurinn er að það er ekki sagt alveg svona beint út eins og ofannefnt fífl gerði.
Til þess að vera teknar gildar í samræðum um alvörumál verða konur að varast að dassa umræðuna með tilfinningum. Það er bannað í karlaheiminum. Það er svo móðursýkislegt og ómálefnalegt. Svo alvegaðbyrjaátúrlegt eitthvað.
Nauðganir, ofbeldi, mismunun á fólki eftir stöðu, húðlit, trúarbrögðum, menntun og öðru sem notað er sem mælistika á ágæti fólks á að ræða ískalt og án tilfinningalegrar innblöndunar.
Ég er satt að segja ekki með neina trú á að tilfinningalaus umræða skili nokkru.
Karlalægur hugsunarháttur hefur ekki sýnt sig breyta miklu af ríkjandi óréttlæti svo ég taki eitt dæmi sem eru dómar í ofbeldismálum.
Það er karlægur hugsunarháttur að verðleggja störf kvenna í umönnunarstéttum á tombóluprís en laun manna í stjórnum fyrirtækja og í forstjórastólum á uppsprengdu verði. Að vinna með peninga er æðsta starf sem karlaheimurinn getur hugsað sér. Fyrir það þarf að greiða ólýsanlega háar fjárhæðir.
Það er karlægur hugsunarháttur sem birtist okkur í íslensku dómskerfi þegar dæmt er fyrir ofbeldi og þá einkum og sér í lagi á konum og börnum.
Við erum vanþróað ríki þegar kemur að skilningi á ofbeldi á konum og börnum.
Feðraveldið neitar að hlusta, skilja og læra.
Ekki bara í dómskerfinu, heldur í menntakerfinu og annarsstaðar þar sem það skiptir máli að kunnátta og hæfni til að taka á alvarlegum afbrotum gagnvart konum og þá sérstaklega börnum sé til staðar.
Hið karlæga kerfi vill engar breytingar á þessum málaflokkum. Þeir rembast við að halda í löngu úreltan hugsunarhátt, þeir neita að opna augun fyrir staðreyndum.
Enda engar tilfinningar með í myndinni.
Það er svo píkulegt eitthvað.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dómar, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Af hverju má ekki hlusta á báðar/allar hliðar! Stundum er gott að hafa tilfinningarnar með í umræðunni! Stundum geta þær alls ekki harmónerað með. Blanda af báðu held ég að væri gott mál!
Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 11:51
Það er nákvæmlega það sem ég er að meina. Konur eru helmingur þjóðfélagsins, það er út úr kú að okkar reynsla skili sér ekki inn í valdabatteríið.
Ég er ekki að kalla eftir einhliða kvænlægri stjórnun en ég vil fjandinn hafi það hafa hana til jafns við hina.
Tek fram að ég er að ræða um hugmyndafræði en ekki persónur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 11:54
er Sóley farin að skrifa fyrir þig pistlana?
allt hið slæma í þjóðfélaginu fær stimpilinn „karllægt“
Brjánn Guðjónsson, 11.8.2008 kl. 12:21
Heyr heyr !
Jónína Dúadóttir, 11.8.2008 kl. 12:21
Brjánn:Þegar ég tala um "karlaheim" og "karlæga" hluti er ég ekki að beina sjónum mínum að karlmönnum almennt heldur því viðhorfi sem ríkir í þjóðfélaginu sem er stjórnað og uppbyggt af körlum.
Þetta er spurning um hugmyndafræði. Ekki persónur.
Lesa drengur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 12:25
Píkukveðja að austan og Brjánn minn, það þarf enginn að skrifa pistlana fyrir Jenný Önnu.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 12:27
ég er bara alls ekki sammála þér að téður hugsunarháttur sé eitthvað karllægari en kvenlægari. só sorrí
Brjánn Guðjónsson, 11.8.2008 kl. 12:28
Nákvæmlega það sem mér finnst Jenný, miklar og heitar umræður um þennan karlæga heim áttu sér stað í tímum hjá mér í vetur, ég fékk sjokk að heyra í unga fólkinu, þau voru með skoðanir og viðhorf sem tíðkuðust fyrir 30 árum síðan, ég satt að segja fann fyrir vonleysi þegar ég áttaði mig á því hvað langt er í land ennþá og að uppgötva að það er fullt af ungu fólki sem hugsar eins og foreldrar mínir gerðu.....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.8.2008 kl. 12:32
Frábær pistill, Jenný, ég er þér svo hjartanlega og innilega sammála
Kolgrima, 11.8.2008 kl. 12:36
Þegar þú talar um að eitthvað sé karllægt, ertu þá að tala um að þetta sé karlmönnum eðlislæg hegðun og hugsunarháttur ?
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 12:51
Miðað við þennan pistil er margt karllægt gert undir stjórn kvenna
Steinn Hafliðason, 11.8.2008 kl. 12:53
Hummm
Annars kveðja til þín.
Hulla Dan, 11.8.2008 kl. 12:57
Það hljóta þá að vera karlmenn sem láta þessar konur gera þessa karllægu hluti
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 12:57
Ég ítreka að við erum að tala um hugmyndafræði ekki persónur. Það hljóta allir að skilja muninn.
Það eru til konur sem eru með karlægan stjórnunarstíl og það eru til karlmenn sem hafa kvenlægar áherslur.
Bjöggi: Nei ég er ekki að tala um það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 12:58
Eigum við ekki að slá sjálfum okkur við og ræða þessi mál í alvöru?
Djö.. værum við þá þroskuð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 12:58
Mér finnst bara óþroskað að kyngera hegðun eða hugsunarhátt. Lætur karlæga hegðun líta út fyrir að vera verri en kvennlæga. Mér finnst þú bara falla í sömu grifju og þessi kall sem þú ert að skammast út í.Þetta er svona hjá köllunum af því að það vantar tilfinningar hjá þeim.....
Svo finnst mér þetta enn ein tilraunin til að finna sökudólg eða dólga fyrir eitthverju sem er í gangi. Þú segir t.d. "Þeir rembast við að halda í löngu úreltan hugsunarhátt, þeir neita að opna augun fyrir staðreyndum." Þetta eru semsagt karlar í karlaliði sem standa á bakvið þetta allt saman.
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 13:04
Ég gef nú ekki mikið fyrir rök þessa mans og tel skoðanir hans litaðar af ákaflega svart hvítum fordómum. Raunar er þetta svo helbert bull að ég get eiginlega ekki orða bundist.
Lögmaður að nafni Rut sem venjulega er titluð stjörnulögfræðingur varði mig og félaga mína er við kærðum lögregluna fyrir ólögmæta handtöku á geysissvæðinu árið 2001 vegna komu kínakarlsins. Ég hef aldrei á æfinni sé jafn stefnufastari manneskju,rökfastari eða faglegri í vinnubrögðum. Fyrir utan það að ver afburðar velgefin manneskja var hún gríðarlega skipulögð og vissi bersýnilega nákvæmlega hvað hún var að gera. Það er líka ekki sökum að spyrja að hún malaði þetta mál fyrir okkur félaganna eins og flest öll mál sem þessi ágæta kona flytur fyrir rétti.
Ég er orðin hundleiður á þessum eilífðar hleipidómum á milli kynjanna. Vissulega eru ótrulega mikið af konum sem eru alveg óþolandi dramatískar en staðreyndin er sú að ámóta margir karlmenn eru EKKI SKÖMMINNI SKÁRRI.
Það vill svo merkilega til að mestu dramatíkir og prímadonnur sem ég þekki eru karlkyns. það má ekki yrða á þá öðruvisi en þeir fara í fýlu eða mistúlka allt vísvitani það sem ég segi.
Brynjar Jóhannsson, 11.8.2008 kl. 13:09
Karllæg hegðun - hvort sem hún er framin af karli eða konu - er hvorki betri né verri en kvenlæg hegðun - hvort sem HÚN er framin af karli eða konu.
Það þarf einfaldlega að búa til kokkteil af báðu og báðar aðferðir mixaðar saman ættu að gera um það bil fullkomna stjórnun! Sem þyrfti þá að skila sér á toppinn!
Einfalt!
Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 13:10
Ætli þessir "þeir" ráði ekki ansi miklu, Bjöggi? Þeir sem hafa dómskerfið alfarið á sinni könnu; ráðherra, þingmenn, lögregla, dómarar. Þeir sem stjórna fjármagni þjóðarinnar í bönkum og lífeyrissjóðum og eru um það bil að setja íslensku þjóðina á hausinn. Þeir sem stjórna fjölmiðlunum og ráða hvað telst fréttnæmt. Þeir sem stjórna kirkjunni og öðrum söfnuðum. Þeir sem reka heilbrigðiskerfið og meta þar mikilvægi starfa til launa og hafa forgangs- og goggunarröðina á hreinu.
Þetta snýst ekki um hugsunarhátt karla heldur um hugsunarhátt karlaveldisins. Þessara miðaldra karla sem öllu stjórna og öllu ráða og hleypa engum að sem ekki hugsar eins. Þetta er karllægur hugsunarháttur sem sumar konur hafa tileinkað sér en fráleitt allir karlar.
Þetta er hugmyndafræði en ekki lýsing á muni kynjanna; segir bara hvar valdið liggur.
Heiminum er stjórnað af miðaldra körlum og ég verð nú að segja að mér finnst þeim ekki fara það sérlega vel úr hendi!
Kolgrima, 11.8.2008 kl. 13:20
Áhugaverð umræða sem eins og margt um þetta mál er ekki á háu plani, ég verð var við mikið af alhæfingum og fordómum hér í athugsemdunum.
Ég verð þó að taka undir flest það sem Brynjar segir hér að ofan. Það má við bæta að ég er orðinn mjög leiður á þessu karlar vs konur umræðu því þjóðfélaginu er ekki stjórnað af körlum frekar en konum heldur körlum og konum. Við þurfum að læra að vinna saman og já, ég hefði gjarnan viljað sjá fleiri konur í ríkisstjórn. Ég hef þó ekki áhyggjur því þeim á eftir að fjölga.
Steinn Hafliðason, 11.8.2008 kl. 13:28
Ok, þetta er hugmyndafræði og þessvegna er í lagi að kyngera hegðun og segja hegðun karla verri en kvenna ?
Segir Kolgríma sem hefur átt besta komment íslandssögunar á moggablogginu. EN það var það að ferður sem væru búinir að skilja við konurnar sínar gætu alveg séð börnin sín ef þeir kærðu sig um það, konur gætu semsagt ekki haldið börnunum sínum frá ferðum sínum.
Ég verð nú bara að segja að ég held að kona eins og þú eigir ekki eftir að stjórna heiminum betur en þessir "miðaldra karlar" sem þú ert að tala um. Miðað við þann fórdómafulla og fáfróða hugsunarhátt sem þú hefur í garð karlmanna.
Haltu bara áfram að benda út í loftið og leita að sökudólgum.
Konur eins og þú láta karlmenn vera á móti jafnrétti !!!
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 13:31
Steinn og Brynjar: Ef þið eruð orðnir leiðir margfaldið það með milljón. Ég get ekki byrjað að lýsa því hversu þreyttar við konur erum á ríkjandi ástandi. Það er endalaust mikið.
Og þegar þessi umræða fer í gang eru alltaf einhverjir sem koma og telja sig knúna til að segja að þeim finnist hún á lágu plani. Hvað er á lágu plani? Sú staðreynd að okkur konum finnst á okkur hallað við stjórn samfélagsins. Að okkar reynsla og sjónarmið fái ekki notið síni?
Ég minni alla hér á nefndarskýrslu frá Sþ þar sem nefndin lýsir yfir áhyggjum af þróun jafnréttismála (eða skorti á þróun) og tekur einkalega fram dómskerfið varðandi ofbeldisdóma.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 13:35
Bjöggi: Konur eins og ég? Sem hafa skoðun og vilja gagnrýna ríkjandi kerfi og leyfa sér að kalla skóflu skóflu?
Ég neita því alfarið að ég hafi fórdóma í garð karla og ekkert sem ég hef skrifað bendir til þeirra.
En ég bið þig vel að lifa Bjöggi og takk fyrir að taka þátt í umræðunni.
Kolgríma: Takk fyrir frábær innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 13:37
Þessi karllægi huxunarháttur sem þú talar um er því miður orðinn landlægur! Brenglað verðmætamat og lífsgæðakapphlaup ofar öllu öðru er hin eina sanna íslenska leið og (feðra)veldið þarf ekkert að hlusta, skilja eða læra þar sem þeirra stefna er orðin ráðandi stefna og hitt óþarfa væll og ves.
...désú (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 13:37
Konur eins og þú eru gamaldags og hafa gamaldagshugsunarhátt í garð kynjana og hlutverk þeirra. Það hefur margt breyst síðan þú gast gengið um brjósthaldaralaus.
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 13:44
Bjöggi: Þú ert að sanna mál mitt hérna. I rest my case.
Désú: Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 14:00
Jenný mín kæra bloggvinkona.
Ég er náttúrulega svo mikil "ljóska" að ég get ekki fundið mig í þessum karllægu lýsingum sem þú kemur inn á í þínum ágæta pistli.
Græðgin og eigingirnin eru því miður fylgifiskar þeirra sem valdið hafa. Þarf ekki að finna annað orð yfir þetta. Það er til stór hópur karla sem verður fyrir barðinu a hinu "karllæga", eins og þú kallar það, sem vinna í þessum stéttum sem þú vitnar til, og eins aðrir sem eru á svipuðum stað og ég í lífinu, og hafa skömm á þessu mismununar mynstri.
Þarf ekki að skoða þá fyrst hvað felst í þessum skilgreiningum "karllægt og kvenlægt"? Held að allt of margir stökkvi í vörn bara út af orðinu einu. Gruna það að meirihluti karla hér á landi kvitti undir það að hér þarf að ráða bót á, og er ég einn þeirra.
Einar Örn Einarsson, 11.8.2008 kl. 14:00
Bjöggi - það ert þú sem ert gamaldags, karlinn minn. Það er afar forn hugsunarháttur í bland við forneskjulega fordóma að halda það að jafnréttisumræðu sé beint gegn körlum.
Hvað þá að konur sem tala um jafnrétti séu á móti körlum! Ekki veit ég hvaðan sú hugmynd er komin en mér virðist hún helst í ætt við 15. aldar hugmyndafræði, þessa sem ól af sér rannsóknarréttinn.
Ég held að það sé einsdæmi í veröldinni að á Íslandi var það karlmaður sem barðist mest fyrir kosningarétti kvenna og konur sem börðust mest fyrir fæðingarorlofi karla. Góðir hlutir gerast þegar fordómalaust fólk leggur saman krafta sína.
Kolgrima, 11.8.2008 kl. 14:21
Jenny...
Ég hef alltaf sagt að á meðan þetta samfélag er stjórnað af miðaldra karlmönnum verða þeirra viðhorf ráðandi. Mér er mein illa við að launamismunun sé enn á milli kynjanna og ótrúlega íhaldskarlremba sé enn ríkjandi í þessu samfélagi. Ég veit til þess að flestir karlvina minna eru á sömu máli og er það mín upplifun að flestir karlmenn á mínum aldri séu á svipuðu máli.
Yfirmaðurinn minn er kona og hún er einn besti yfirmaður sem ég hef nokkurn tíman haft og ber ég ómælda virðingu fyrir henni. Hún er rökföst og getur verið mjög hörð í horn að taka. Hennar hugsannarháttur byggir aðallega uppi á "ekkert helvítis væl og ekkert helvítis kjaftæði". Hún er vel liðin þó svo að hún sé nátturulega mannleg eins og við hin.
Þessvegna skil ég ekki hvað þú átt við með karla heima og kvennaheima. Er virkilega svona mikill munur ?
Ég hef unnið á kvennavinnustöðum og karlavinnustöðum.
Munurinn var aðallega sá að konur baktöluðu meira á meðan ég fékk hlutina beint framan í smettið á mér frá karlmönnum. Á báðum vinnustöðum var rosalega mikið um leiðindi og stæla og stéttaskiptingu þar sem menntaðari einstaklingarnir litu stærra á sig og litu niður á mig ómenntaða aumingjan. Ég segi það og skrifa að ef eitthvað var þá var meiri harka á KVENNAVINNUSTÖÐUNUM. stælarnir og leiðindin voru lygilegir og það voru ótrúleg leiðindi sem ég þurfti að sitja undir.
Þessvegna skil ég ekki..
hver er þessi munur á karllægum og kvennlægum heimi ??
ég sé hann ekki..
fyrir mér erum við öll SAMI SKÍTURINN og sá skítur heitir HOMO SABIENS...
við erum MISJAFNÍNGAR.
Tveir bestu vinir mínir eru konur. Auðvitað eru þær eitthvað frábrugðnari í hugsannahætti en samt erum við lygilega mikið sammála um flesta hluti.
Brynjar Jóhannsson, 11.8.2008 kl. 14:26
Brynjar: Til þess að fólk geti rætt þessa hluti verður að gera greinarmun á hugmyndafræði og persónum.
Konur og karlar eru eins misjöfn og þau eru mörg.
En eins og komið hefur fram hér áður er valdið hjá miðaldra köllum og það eru þeirra viðmið sem vaða uppi í samfélaginu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 14:47
Kannski er kominn tími til að segja hvað maður vill í staðinn fyrir hvað maður vill ekki
Ég er reyndar sammála mörgum hérna; orðin sick á þessu konur/karlar umræðu-þema. En leiðin til að slátra umræðunni er að slátra hugarfarinu.
Það er alveg á kristaltæru að þangað til í gær voru karlmenn við stjórnvölinn á samfélaginu. Það er ekki það langt síðan konur fóru að hafa einhver áhrif utan heimilisins.
Þess vegna ríkir karllægt hugarfar víða í samfélaginu.
Varla þrætir nokkur kjaftur fyrir það að það eru karllæg viðhorf sem gera það að verkum að umönnunarstörf eru þau lægst launuðu í samfélaginu?
Breytir samt ekki því að konur viðhalda þessum karllægu viðhorfum líka með því að hafa ákveðna fælni við að krefjast þess að viðhorf þeirra séu tekin inn í reikninginn.......
En svo eru það kvenlægu viðhorfin..... þau þarf líka að losna við og til þess þarf ekki síður hugarfarsbreytingu.
Eigum við ekki bara að segja að þetta sé samstarf?
Heiða B. Heiðars, 11.8.2008 kl. 14:56
æ, bara pikuleg kvedja hédan frá Mørkinni....
knus i daginn thinn
María Guðmundsdóttir, 11.8.2008 kl. 14:57
Mér finnst gamaldagst að skipta kynjunum í tvö lið eins og Jenný og Kolgríma eru að gera hérna. Það hjálpar ekkert í barrátunni við mismunun.
Kolgríma er að segja að ég sé gamaldags, mér finnst hún nú bara gamaldags, t.d. viðhorf hennar gagnvart einstæðum feðrum er mjög gamaldags og enginn jafnréttisinni gæti tekið undir þau.
Þið eruð kvennrembur og er alveg sama um jafnrétti.
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 14:58
Mér sýnist Heiða vera á sama bandi og ég, hún kemur kannski hlutunum frá sér á nógu "kvennlægan hátt" til að konur eins og Jenný skilji.
Svo er hún örugglega sammála mér um Kolgrímu, mig minnir að hún hafi látið sín fleygu orð í garð einstæðra ferða flakka á síðunni hennar.
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:00
Verð að taka undir með þér og þetta er að mínu áliti vel skrifaður pistill.
Finnst áhugavert að það eru karlmenn sem fara mest í vörn núna - er að spá í hvort það geti verið vegna þess að sannleikurinn stingur??
Dísa Dóra, 11.8.2008 kl. 15:02
ohhh byrjar þetta, af því að við getum ekki verið algjörlega sammála þér þá hljótum við að vera verja eitthvað óréttlæti sem við "karlmenn" erum að "græða á".
Mér finnst þetta gamaldags og kvennrembulegt komment hjá þér Dísa, þú sérð greinilega sama djöfull í okkur karlmönnum og Jenný og Kolgríma.
Svo er þetta léleg rökfræði á bakvið svona illa út hugsuð koment.
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:06
Þú ert góður penni Jenný mín. Kær kveðja til þín
Kristín Katla Árnadóttir, 11.8.2008 kl. 15:10
Bjöggi, það skiptir enginn kynjunum í tvö lið hérna nema þú.
Við erum öll í sama liði. Jafnrétti er fyrir bæði kynin en ef þú tekur jafnréttisumræðu sem árás á þig eða karlmenn yfirleitt, þá þú um það.
Ég ætla bara að minna þig á það aftur að það voru konur sem börðust hvað harðast fyrir feðraorlofi og það eru konur sem berjast hvað mest fyrir réttindum einstæðra feðra. Í nafni jafnréttis.
Ég skil bara ekki hvernig þú færð það út að umræðu um jafnrétti sé beint gegn körlum en ég get svo sem sagt að ég vildi gjarnan sjá karlmenn tala dálítið um jafnrétti - í stað þess að bregðast við eins og þú.
Kolgrima, 11.8.2008 kl. 15:14
Bjöggi; Ekki gera mér upp skoðanir.
Þú hlýtur að geta viðurkennt að öll stjórnsýslan er að mjög miklu leiti í höndunum á karlmönnum. Þær konur sem hafa tínst þangað inn starfa í umhverfi þar sem karllægur hugsunarháttur hefur verið allsráðandi frá örófi alda.
Það tekur tíma að breyta þessu og það verður ekki gert með því að blása í stríðslúðra; Konur á móti körlum
En það er þreytandi hvað þetta tekur langan tíma.
Sjáðu launin í þeim störfum sem konur eru í miklum meirihluta
Sjáðu dómana sem falla í kynferðisglæpum
Sjáðu núna síðasta málið, nálgunarbannið
En þetta þýðir ekki að konur þurfi engu að breyta
Heiða B. Heiðars, 11.8.2008 kl. 15:15
algjörlega sammál þér Heiða ! Þú passar þig að láta ákveðna hluti fylgja því sem þú segir og passar að stilla þessu ekki upp sem stríði tveggja hópa, karlmanna og kvennmanna eins og jenný og Kolgríma gera. Þú alhæfir heldur ekkert um karlmenn eins og þær gera og notar einhverja eðlishyggju þegar þú útskýrir hlutina.
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:19
Orð þeirra eru gildishlaðin viðhorfi þeirra til karlmanna !!
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:21
Ég er ekki sammála því að orð þeirra séu gildishlaðin viðhorfum þeirra til karlmanna. Þau eru aftur á móti hlaðin viðhorfum þeirra til þreytu á ástandinu.
Eitt lítið og ekki merkilegt dæmi í stóru myndinni....
Konur í stjórnunarstörfum sem setja fram kröfur og fylgja þeim eftir eru frekar og "bossí"
Karlmenn í sömu aðstöðu eru ákveðnir og fylgnir sér.
Þetta heyri ég ekkert síður frá konum en körlum.
En í staðinn fyrir að við kvörtum yfir þessum viðhorfum, eins og við erum að gera hér, þurfum við að hjálpast að við að breyta þeim.
Til þess þurfa að konur að breyta sínu hugarfari með margt.... OG ekki síður, þurfa karlmenn að reyna að hörfa úr nauðvörn í hvert skipti sem málefnið er rætt.
Mér þætti t.d töluverður sigur falinn í því að þú stigir út úr nauðvörninni í smá stund og viðurkenndir að við höfum eitthvað til okkar máls :)
Heiða B. Heiðars, 11.8.2008 kl. 15:30
Eins og Jenný stillir þessu upp hérna þá má rekja kynjamisrétti til eðlislægra þátt karlmanna og samstöðu þeirra til að halda hinu kyninu(konum) í fjötrum.
Ég hef aldrei haldið því fram að á Íslandi ríkti jafnrétti. Mér finnst bara skrítið að kyngera óréttlæti og jafnrétti, svona eins og mér finnst að það þurfi að koma kynjaumræðunni út úr ofbledisumræðunni. Mér finnst að blanda kyni inn í þetta gjaldfella ofbeldi gangvart karlmönnum.
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:31
Já og líka óréttlæti gagnvart karlmönnum. Við eigum öll að vera í sama liði og berjast fyrir sömu hlutum fyrir alla, ekki bara annað kynið !!
Dómsúræði í Kynferðisbortamálum eru t.d. mjög áhrifalítil, bæði gagnvart geranda og þolanda.
Viðhorf til einstæðra ferða er líka gamaldags í dómskerfinu.
Það hallar á annað kynið í báðum þessum tilvikum, en baráttan á að vera jafn forræði yfir börnum, ekki meira forræði karla yfir börnum. Skilurðu hvert ég er að fara ?
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:35
En ef við minnkum þessa jöfnu, allar konur vs allir karlmenn, og færum hugmyndina yfir á eitt fyrirtæki.
Þar hafa 10 karlmenn verið nánast einráðir í heila öld. Skyndilega eru ráðnar 2 konur sem meðstjórnendur fyrirtækisins.
Þær sitja stjórnarfundi með körlunum 10.
Hvernig ætli sú staða sé?
Hversu auðvelt heldur þú að það sé fyrir karlmennina að fara úr hjólförunum sem þeir hafa verið í óáreittir í heila öld.... og samþykkja að fyrirtækið sjái um að það séu alltaf til dömubindi á kvennaklósettinu?
Ímyndaðu þér svo stærri ákvarðanir.... Eins og að fara í alvöru að líta á karlmenn sem "banka" í konurnar sínar sem ofbeldismenn
Fæðingarorlofsbreytingarnar kostuðu blóð svita og tár! Okkur sárvantar þá hugarfarsbreytingu inn í allt stjórnkerfið og samfélagið
Heiða B. Heiðars, 11.8.2008 kl. 15:39
Svo langar mig að vita, hvernig get ég ekki verið að viðurkenna að þú Heiða hafir eitthvað til þíns máls, ég er þér algjörlega sammála ?
Það er bara jenny, sem greinilega er orðin svona "þreytt" að hún er farin að rugla. Kenna eðli karlmanna um hvernig hlutirnir séu.
Mér finnst það jafnheimskulegt að segja að það sé meir í eðli kvennmanna að ala upp börn.
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:42
Sko Heiða, nú ert þú að tala um samfélagsgerð, orsakir og afleiðingar. Ekki eðli karlmanna.
Ég get samþykkt slíka umræðu, ekki eitthvað um eðli eða tilfinngalíf okkar karlmanna.
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:44
Já og líka óréttlæti gagnvart karlmönnum. Við eigum öll að vera í sama liði og berjast fyrir sömu hlutum fyrir alla, ekki bara annað kynið !!
Ég er algjörlega sammála þér. Og hún Kolgríma benti réttilega á að það voru konur sem fóru fyrir því að feður gætu tekið fæðingarorlof....
En það hefur hallað á konur í stjórnsýslunni svo óbærilega lengi að okkur finnst ekkert auðvelt að taka undir þegar karlmenn kvarta sáran yfir t.d því að það séu nánast eingöngu konur sem taka á móti þeim þegar þeir sækja rétt sinn til að umgangast börnin sín.......... Karlmenn hafa mætt okkur í öllum þeim málum sem að okkur hafa snúist frá örófi alda!
Það er ekki langt síðan að fórnarlömb nauðguna sáu ekki eina einustu konu, nema kannski sjúkraliðann, þegar þær leituðu sér aðstoðar eftir nauðgun og hvað þá þegar þær kærðu og sóttu málið!!!
Heiða B. Heiðars, 11.8.2008 kl. 15:46
Sorry, ég er hættur að taka mark á Kolgrímu eftir að hún sagði að það hallaði ekkert á karmenn þegar kemur að forræði yfir börnunum sínum. Mér finnst svona bara hljóma eins og coverupp fyrir því að mega hafa þessa skoðun á karmönnum sem hún virðist hafa.
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:49
Ég get samþykkt slíka umræðu, ekki eitthvað um eðli eða tilfinngalíf okkar karlmanna.
Eðli og tilfinningalíf karlmanna hefur að sjálfsögðu eitthvað að segja... og ekki eðli og tilfinningamál kvenfólks síður.
Það er svo stór hluti af okkur að það er ekki nokkur leið að hunsa hann þegar við ræðum meiriháttar breytingar á samfélagsgerð.
Verðum bara að varast að nota þá hluta sem eru ólíkir í fari kvenna og karla gegn hvort öðru......
.....og núna ætla að ég halda kj.. og sinna vinnunni minni!! :)
Heiða B. Heiðars, 11.8.2008 kl. 15:52
Það er fyrir margra hluta sakir athyglisvert að lesa í gegnum þessa umræðu. Mér sýnist hún endurspegla ansi vel hversu viðkvæmt umræðuefnið er og hversu stutt er í skotgrafirnar þegar farið er að tala um kynjajafnréttismál.
Ég treysti mér ekki til að tjá mig í stuttu kommenti eitthvað að ráði um þessi mál en langar að nefna að mér finnst það áhyggjuefni að hver rannsóknin á fætur annarri skuli vera að sýna bakslag hvað varðar viðhorf til stöðu kynjanna í samfélaginu. Þeim er að fjölga aftur sem aðhyllast gömul gildi um stöðu konunnar. Og þeim fjölgar ekki hvað síst hjá ungu fólki. Spurning er hvers vegna þetta er að gerast. Ég hef ekkert svar en bind vonir við að nýju jafnréttislögin sem samþykkt voru í vetur geti kannski verið liður í því að stöðva þessa aftur á bak þróun.
Kveðja til þín mín kæra Jenný - og smáskilaboð vegna komments frá þér: Heimsótti engar vinkonur í síðustu kaupstaðaferð. Tók Clapton og Gay Pride framyfir þær
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:53
Anna, mig langar til að vita meira um þessar rannsóknir; hverjir hafa gert þær og hvar er hægt að nálgast þær.
Kolgrima, 11.8.2008 kl. 15:58
Heiða, það voru nú feminstar sem sannfærðu mig um að svona eðlishyggjukenningar væru að hinu slæma, þær væru t.d. notaðar til að rökstyðja það að konur væru verri stjórnendur og ættu að vera heima með börnin. Er þetta eitthver vitleysa í mér...
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 16:04
Eðlishyggjukenninginn hennar Jennýar gekk út á að við værum ekki tilfinningalega þróaðir til að framflygja réttlæti. Það er víst eitthvað "karllægt"
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 16:05
Kolgríma: Dæmi um tvær rannsóknir:
Hér er umfjöllun um eina af þessum rannsóknum: http://www.visir.is/article/20070502/FRETTIR01/105020108
Og svo er sagt frá nýrri rannsókn við Cambridge háskóla í frétt á bls. 4 í Sunnudagsmogga.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 16:17
Takk
Kolgrima, 11.8.2008 kl. 16:27
Ég hef unnið við ummönnun aldraða og það í þónokkurn tíma. Ekki get ég sagt að ég finni mikið til með fólkinu sem vanna þar.
ÚFFF... Kellingarnar héngu á rassinum allan dagin og kvörtuðu yfir hvað þessi vinna var erfið. Ég verð að segja að mér fannst það hálf furðulegt því meira letistarf hef ég ekki unnið á æfi minni.
Ófagleg vinnurbrögð voru í hávegum höfð og gjörsamlega laus við allt sem kallast getur gott skipulag.
Ef það á að hækka laun við ummönunn...
1. auka kröfunar á starfsgæði og ráða aðeins sjúkraliða eða félagasliða eða úrvalsstarfsfólk. Ekki ráða fólk sem segir gamla fólkinu að þegja eða starfsfólk sem vinnur sína vinnu eins og á sláturhúsi.
2. hafa starfið hnitmiðaðara og með mannúðlegri stefnu.
Fólk fær borgað fyrir gæði.. og er vinnubrögðin eru ekki betri en þetta.. er ekki hægt að borga fólki hærri laun..
því miður.
ég vil taka skýrt fram AUÐVITAÐ VAR FULLT AF GÓÐU STARFSFÓLKI ÞARNA LÍKA
auðvitað var mikið af góðu starfsfólki þarna en það var fáranlega mikið af skemmdum eplum.
Brynjar Jóhannsson, 11.8.2008 kl. 16:45
"kerlingar eru ömurlegir ökumenn" þetta fékk ég einu sinni að heyra.
Tók þann mann í karphúsið og notaði ekki tilfinningarök. Spurði hann hvaða heimildir hann hefði fyrir sér í þessu mati hans á akstri kvenna. Bað hann svo vinsamlegast að tala ekki svona fyrir framan son minn.
Hann horfði hvolpaaugum á mig og sagði
"afhverju þarftu alltaf að fara með hlutina á heimspeki-levelið?"
Þetta hafði ekkert með heimspeki að gera.
Annars er þetta frábær pistill hjá þér skvís.
Lilja Kjerúlf, 11.8.2008 kl. 17:34
Þetta er ein af tabú umræðum, hitt er útlendingar og trúmál. Knús á þig Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2008 kl. 17:46
Bjöggi - ef að eftirfarandi er beint til mín þá er ég nú ekki að skilja ástæðuna þar sem ég talað ekki neitt um þetta: ohhh byrjar þetta, af því að við getum ekki verið algjörlega sammála þér þá hljótum við að vera verja eitthvað óréttlæti sem við "karlmenn" erum að "græða á".
Það eina sem ég sagði er að ég er fyllilega sammála Jenný og finnst þetta vel skrifaður pistill hjá henni - held svei mér þá að þú sért eitthvað að misskilja í pistlinum ef þú skilur þetta á þennan veg og hvað þá ef þú skilur komment mitt á þennan veg.
Ég var nú ekki með neina rökfræði og tel kommentið alls ekki illa hugsað. Kom bara fram með eina vangaveltu mína þ.e. hví það gæti verið að það eru aðallega karlmenn sem fara í vörn við þennan pistil. Fór nefnilega að spá í það að oft fer fólk í mestu vörnina vegna þess að það finnur að sannleikur liggur á bak við það sem sagt hefur verið og vill ekki horfast í augu við þann sannleika. Og enn spyr ég hvort það gæti ekki verið málið hér??
Dísa Dóra, 11.8.2008 kl. 18:02
Það er ótrúlegt hvað þessi umræða er viðkvæm....
Bjöggi; Ef þú lest með opnum huga, þá sérðu að ég er í rauninni að segja það nákvæmlega sama og t.d Jenný og Kolgríma.
Eini munurinn er sá að ég kaus að segja það með það í huga að karlmenn almennt stökkva í vörn og hengja sig á ákveðin stikkorð....eflaust það sama upp á teningnum þegar við konur erum annars vegar. En þegar upp er staðið erum við öll sammála í stóru málunum
Það að viðhorf ungs fólks séu að fara í ranga átt held ég að sé okkur þessum eldri að kenna fyrir að hafa ekki haft vit á því að sleppa sandkassanum í umræðunni.
Öfgaviðhorf í báðar áttir hafa sent bæði kynin í sandkassann.
Heiða B. Heiðars, 11.8.2008 kl. 18:16
Hér er mikil og gagnleg umræða.
Ég sé kynjakerfið með sömu kynjagleraugum og þú Jenný. Það eru tvö kerfi sem ekki ná heilt saman, það er karllæga kerfið og kvenlæga kerfið. Karllæga kerfið ræður eða hefur völdin í heiminum, ekki bara á litla Íslandi, það er fakta. Konur eiga 1% allra fjármuna í heiminum, og á meðan konur eiga ekki peninga ráða þær engu það er fakta.
Eigum við að finna sökudólg?
Já því ekki það. Heyrst hefur bæði í rituðu og töluðu máli að jafnrétti kynjanna náist ekki fyrr en jafnrétti náist inni á heimilum fólks í fjölskyldum og þar eigi umræðan og viðhorfsbreytingin að byrja.
Jú jú mikil ósköp með viðhorfsbreytingum auðvitað en ekki með ríkjandi þögn innan heimilana. Lifandi umræða um jafnréttismál er nauðsynleg sem nær inn fyrir dyr heimilanna.
Þöggunin er hættulegasti óvinurinn.
Það er nefnilega ótal margt sem gerist inni á heimilum fólks!
Ég er með hugmynd, það er að gera könnun á ýmsum praktískum hlutum sem snúa að heimilum fólks, dæmi:
Eru allir í fjölskyldunni í símaskrá sem hafa aðgang að síma?
Í hvaða röð eru nöfnum fjölskyldumeðlima raðað á dyrabjöllu merkingu eða á hurðarskilti?
Á hvaða nafni er fjölskyldubíllinn?
Á hvaða nafni er fasteignin sem fjölskyldan býr í?
Eflaust hugsa margir og segja; "þetta er nú bara smámunasemi eða jafnvel tittlingaskítur"!
En það er einmitt í þessu smáa sem hugarfars- og viðhorfs breytingar verða.
Komið svo með fleiri hugmyndir.
Edda Agnarsdóttir, 11.8.2008 kl. 18:19
Æi ég gleymdi náttla fyrirsögninni á þessum frábæra pistli, það finnst kannski einhverjum þetta "svo píkulegt og tilfinningahlaðið?"
Edda Agnarsdóttir, 11.8.2008 kl. 18:28
Takk fyrir þetta Jenný, þú kannt að stinga á kýlunum
Sigrún Jónsdóttir, 11.8.2008 kl. 18:32
Góð Edda
*það vantar dagvistunarúrræði og "annað foreldrið" neyðist til að fara heim. Borgin ákveður að bjóða smá upphæð til þess sem fer af vinnumarkaði til að gæta barna.
Hvort foreldrið er líklegra til að fara heim?
*Fólki hefur verið heitt í hamsi yfir þessu og heimtar að kalla þetta "að gefa þeim sem þess óska val til að hugsa um barn/börn.
En eftir hverju á að fara þegar ákveðið er hvort foreldrið verður heima?
*Pabbinn fer í veiði og mamman er heima með restina af fjölskyldinnu.
Mamman skreppur í bíó og pabbinn passar
*Hún mætir í sjónvarpsviðtal og málefnin heyrast ekki fyrir upphrópunum um ljótu dragtina og hörmulega hárið
En það heyrist vel þegar hún grípur frammí..... enda er hún algjört skass!
*Hann mætti í sjónvarpsviðtal og var í.......einhverjum fötum. Skiptir ekki máli
Það sem hann sagði er frétta/bloggefni í marga daga. Hann greip frammí af því að hann er svo duglegur að koma sínum málefnum að
En til að breyta þessu þarf tvennt að koma til
Karlmenn sem eru viljugir til að breyta
Konur sem eru viljugar til að breyta
Heiða B. Heiðars, 11.8.2008 kl. 18:37
Frábær pistill,
MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 19:17
Takk fyrir pistilinn Jenný.
Frá örófi hefur konan verið eign karlmannsins, hún var í besta falli gefin honum, annars tekin af honum og talinn til eigna, líkt og búfénaðurinn og brækurnar hans. Öll menning allra landa (með örfáum staðbundnum undantekningum) byggðist á því að konur voru vinnuafl og til þess eins að ala bónda sínum afkvæmi. Jafnrétti kynjanna var óhugsandi og varla til sem hugtak alveg fram undir lok 19 aldar í lang-flestum þjóðfélögum. Þegar loks fór að rofa til, einkenndist jafnréttisbaráttan að því að ná lagalegu jafnrétti og nú er svo komið í fæstum löndum hins vestræna heims að það hefur unnist. En það er ekki fullt jafnrétti.
Ára þúsunda venjur, málfar,siðir,þankagangur,uppeldisleg atriði,viðhorf til lista og eiginlega allra menningarlegra þátta sem mótast hafa af "karlægri" hugsun, eru enn til staðar. Það mun taka lengur en 100 ár til að má þau burtu. Jafnrétti, eins og það hefur verið séð, bæði af körlum og konum fram til dagsins í dag miðast við, fyrir utan að ná lagalegu jafnrétti, að hvað miklu leiti konur geta tileinkað sér karllæg sjónarmið og aðferðir. -Dæmi: Karlar kunna að meta konur sem eru eins og þeir, vita hvað allt kostar, en þekkja ekki verðleika neins. - Konur halda að það sé jafnrétti að vera eins áfjálgar að senda syni sína í stríð eins og karlar eru. -
Lesið bara athugasemdirnar hér að ofan, sjáið þið ekki muninn á nálguninni hjá konum og körlum?
Sannleikurinn er sá að þær eigindir sem konur hafa þurft að rækta með sér í aldanna rás og hafa hingað til ekki fengið hljómgrunn í karlægum stjórnunaraðferðum, er það eina sem getur bjargað þessum heimi frá glötun. Auðmýkt, þolinmæði, fyrirgefning, innsæi, langlundargeð, meðaumkun, allt ókarllægar eigindir sem eru sem eitur í blóði harðra viðskiptajöfra og stjórnmálaleiðtoga, karlmanna sem enn stjórna heiminum.
Konur eru jafnvel svo heilaþvegnar af karllægum gildum að þær veigra sér við að sýna þessar hliðar, þegar þær reyna að taka þátt. Það er nefnilega talið svo píkulegt og tilfinningahlaðið.
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.8.2008 kl. 19:53
Hér hefur kona legið í rúminu með hita og tilfinningasveiflur og á meðan fer þessi frábæra umræða hér fram.
Takk Svanur Gísli og Edda fyrir ykkar frábæru innlegg. Sömuleiðis Heiða og merkilegt að það sem þú skrifar skuli frekar hljóta náð fyrir augum Bjögga þó þú sért að segja það nákvæmlega sama og við Kolgríma.
En ég er svakalega ánægð með þessa umræðu. Hún þarf nefnilega að eiga sér stað, mikið oftar en hún gerir í raun.
Áfram svona. Ég er game.
Þó það sé píkulegt og tilfinningahlaðið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 20:04
Vill ekki gleyma neinum, Anna, Dísa Dóra, Lilja Kerúlf og þið öll reyndar. Takk kærlega fyrir ykkar innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 20:06
Já þetta eru skemmtilegar tilgátur hjá þér Heiða. Svanur góður með söguna og samhengið. Mér finnst líka góð innleggin hjá Kolgrímu já og öllum hinum. Það væri auvitað ekkert varið í þetta ef við hefðum öll sömu sýn á þetta. Þetta er líka gott innlegg hjá Bjögga sem minnir mig á hvað við eigum mikið og margt fyrir höndum, sérstaklega að ala strákanna okkar betur og betur upp, gefa þeim meira knús og kram.
Edda Agnarsdóttir, 11.8.2008 kl. 20:15
kvitt kvitt
Linda litla, 11.8.2008 kl. 21:41
Góðar pælingar Jenný en svo skrítið sem það er þá virðast konur falla í þá gryfju að leggjast á sama plan og karlar þegar þær komast í valdastöður. Segir það okkur ekki að völd og peninga eru hættulegir förunautar fryrir sálartetrið. Við missum tengingu við veruleikann og sjáum allt í öðru ljósi en samferðamenn okkar. Í heimi fjármála og stjórnmála hafa jú karlmenn verið í fararbroddi og þá finnst okkur sem þetta séu karlleg sjónarmið en ég vil halda því fram að þetta séu sjónarmið valdabrölts og peningafíknar. Konur eru því miður ekkert betri þegar þær komast í þessa aðstöðu.
Bara smá pæling.
Helga J
Helga J (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 21:46
Innlitskvitt dúllan mín.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 22:06
Alveg hreint magnaður pistill hjá þér Jenný, og stórskemmtilegar umræður og ekki síður fróðlegar, ég kem svo seint inn í þetta að ég tek bara undir með þér Jenný, Kolgrímu, Eddu, Svani Gísla, Önnu og Heiðu B. - Og jafnframt taka undir það þarfa innlegg frá Bjögga, og Brjáni sem skapar áframhaldandi skoðanaskipti, á uppbyggjandi nótum, sem kemur öllum til góða í framtíðinni, og einsog Edda minnir á, í uppeldi strákanna, drengina okkar, og ömmustráka, verum dugleg að ala þá upp við kram og knús. - Og eðlileg skoðanaskipti, á milli kynjanna.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.8.2008 kl. 22:07
Er til mús með sjálfvirku skrolli, karlæg?
Annars fín umræða hér.
Þröstur Unnar, 11.8.2008 kl. 22:21
Jenný mín góð: Elska þig á einlægan hátt!
Himmalingur, 11.8.2008 kl. 23:01
Já Þröstur, ef þú notar eitt l en tvö þá er hún kvenlæg þorrí mins er þreyttur, en reglulega skemmtileg umræða hér að vanda. Takk fyrir mig og góða nótt.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 23:53
frábær grein Jenný - ég hef alltaf gefið skít í feðraveldið og blanda tilfinningum í allt, karlmönnum líkar það - þeir þurfa bara að venjast því málið er að það er ekki vit í neinu öðru.
Svo er náttúrulega spurningin: afhverju stafa erfiðu dómsmálin og afhverju eru þau svona erfið? humm, kannski af því að þau byrja og enda í TILFINNINGUM og öðru píkulegu kjaftæði
halkatla, 12.8.2008 kl. 09:38
Píkukveðja frá mér, við þurfum ekki annað er að líta á heiminn til að sjá hvernig karlarnir hafa stjórnað honum.
rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 12:24
Ég er sammála mörgu í þessari umræðu, en þó er ég helst á því að Helga J hafi hitt naglann á höfuðið.
Það er líka alveg satt að karlmenn eru þeir sem ráða mestu, vegna þess að þeir sækjast frekar í það. Sjáið framboðslista stjórnmálaflokka, meirihlutinn karlmenn. Af hverju er það? Af því að karlmenn sækjast frekar í valdastöður, að ég held.
Það þarf að fara að breyta þessum hugsunarhætti kvenmanna, því auðvitað eiga kynin að standa jöfn. Það er kominn tími til að öllu röfli sé hætt og farið að framkvæma! Umræðan er ágæt, en það þarf einhver að taka af skarið.
En síðan er ein spurning sem ég hef stundum velt fyrir mér. Hafa konur ekki oft haft meiri völd en þær vilja láta uppi. Það er að segja að í mörgum tilfellum hafi karlinn haft völdin út á við, en það er í raun konan sem stjórnar honum? :) bara smá pæling
Finnur (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 12:30
Eins finnst mér dómar í ofbeldismálum, og þá sérstaklega nauðgunarmálum skammarlegir hér á landi, en svarið felst ekki hjá dómstólunum, heldur lögunum. Eins og einhver sagði(minnir að það hafi verið Sigurður Líndal)
Slæm lög af sé slæma dóma
Lögunum þarf að breyta, það er löngu tímabært
Finnur (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 12:35
Vá hvað ég er fatlaður ;)
Slæm lög leiða af sér slæma dóma
Svona á setningin að vera :)
Finnur (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 12:36
Finnur: Takk fyrir þitt framlag til umræðunnar. Lögin í ofbeldismálum eru ágæt. Refsiramminn er stór og í nauðgunarmálum er hann sá sami og í morðmálum. En það eru dómararnir sem nýta sér örlítinn hluta refsirammans og þess vegna er vandamálið fyrst og fremst hjá þeim og því hugarfari sem er ríkjandi innan dómstólanna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 12:49
Mér finnst ofnotkun broskarla (kvenna?) vera kvenlægt...
Andri (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 17:15
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 12.8.2008 kl. 18:18
Ég nennti ekki að lesa öll svör, þau eru orðin nokkur núna.
Þarf ég nokkuð að taka fram að ég er sammála öllum MÁLEFNALEGUM punktum OP's, sérstaklega þá hvernig dómarar nýta sér(ílla) refsiramma fyrir ofbeldis glæpum á móti börnum og konum.ég segi bara uugh. Ef þið vissuð bara hvað það er orðið þreytt að heyra hvað karlmenn er vondir blahblabh. Vitið þið hvernig það er að vaxa up sem karlmaður(og drengur) í þessu nútima samfélagi, manni finnst eins of það sé alltaf að vera að mála mann sem sökudólg að einhverju. Eins og ég muni vakna einn daginn og fara að berja konu mína, uppúr þurru. (og ææi ekkert mal um það núna, bara dæmi).
Ég mana ykkur að segja að ég sé að vorkenna mér(Ég sé 100 pósta sem segja "þú ert bara að vorkenna þér" :P)
Ég mæli með lestri af bók sem heitir "Self made man" eftir Norah Vincent(kvenmaður). Hún tekur skemtilega á þessu með kyn og hugsunarhátt.
Til OP.
[quote] Hið karlæga kerfi vill engar breytingar á þessum málaflokkum. Þeir rembast við að halda í löngu úreltan hugsunarhátt, þeir neita að opna augun fyrir staðreyndum.[/qoute]
[quote]Brjánn:Þegar ég tala um "karlaheim" og "karlæga" hluti er ég ekki að beina sjónum mínum að karlmönnum almennt heldur því viðhorfi sem ríkir í þjóðfélaginu sem er stjórnað og uppbyggt af körlum.[/quote]
woot? af hverju missti ég. er semsagt ílagi að segja að karlægir hlutir sé slæmir, tilfinningakaldir og hvað annað.
ef ég tala um þróunn plöntunar, eða ull af [X] tegund af röllum þá er ég að tala um röllunar og plönturnar líka, þú getur ekki skilið að "karlægt" eða "karlheim" frá karlmönnum. Og þangað til þú hættir að gera það með þessum hætti, þá hætta karlmenn - líka þeir sem eru sammála - að móðgast út í skrift þína. En auðvitað, þeir eru bara að haga sér "karlega" eða hvað?
Davíð (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 18:58
Refsiramminn er of stór að mínu mati, lágmarksrefsing finnst mér að ætti að vera mun hærri.
En síðan var ég að heyra að ástæða lágra dóma væri sú að það væru ekki fordæmi fyrir hærri dómum, veit ekki hvað er satt í því, en mér finnst það finnst mér slöpp rök, og dómarar eru gungur fyrir að þora ekki að dæma þessa aumingja í almennilegan tíma.
Sorrý, soldið píkulegt hjá mér
Finnur (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 09:27
Jón Frímann: og hvað með það? "stjórnmál og annað" pfft.
David (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 17:28
gah! hvar er Edit takking minn!
Það sem ég vildi bæta við var. Hefur þú tekið þátt í stjórnmála(og annað, haha, get ekki hætt að flissa yfir þessu) umræðu í, tja skulum segja frakklandi? eða þýskalandi? eða við spánverja? eða.. þarf ég að halda áfram? þú ert ekkert nema ágætis Forums troll eins og sagt er. og eins og maður segir við svoleiðis tröll, Stfu and gtfo
David (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.