Leita í fréttum mbl.is

Hegðið ykkur á meðan ég sef

Þá er þessi sunnudagur liðinn og kemur ekki aftur. 

Ég er búin að vera skjálfandi úr kulda í allan dag vafin innan í peysur og hef farið tinandi eins og gamalmenni á milli stóla.  Lesandi.  Það hefur bjargað lífi mínu í þessu furðulega kuldakasti sem hefur herjað á mig frá því ég opnaði augun blásaklaus í morgun að vera með góða bók.

Ég er að lesa svo magnaða bók sem heldur mér í heljargreipum.  Glerkastalinn heitir hún og er glæný úr prentsmiðjunni.

Ég blogga auðvitað um þessa bók en ég lofa ykkur að þessa verðið þið að lesa.

Stundum er sjálft lífið lygilegra en nokkur fantasía.  Hrífandi frásögn bandarískrar konu af æsku sinni.  En meira um það seinna.

Ég ætla að vona að ég nái upp í eðlilegan hita þegar líða fer á vikuna.  Ég ætla nefnilega í berjamó.  Jess og ég er ekki að ljúga.  En ég veit ekki hvert er best að fara til berja svona dagstund og er að hugsa um að hringja í lækni sem ég þekki og fá hjá honum upplýsingar.  Hann er berjamaðurinn með ákveðnum greini í EINTÖLU.

Og svo er verið að segja mér að rabbarbari vaxi eins og mófó upp í Skammadal og það sé ölum frjálst að rífa hann upp með rótum og fara með heim.

Miðað við efnahagsástandið og veiklulega innkomu undirritaðrar (má lesa um það hjá Gurrí, muhahahaha) verður maður að fara að nýta sér allar mögulegar matarholur.

En...

Mér finnst ég verða að blogga um nálgunarbannsmálið sem er að kæfa mig úr reiði en það er sunnudagskvöld og ég bíð til morguns með að springa.

En þá verð ég líka óð á lyklaborðinu.

Nigthy - nigthy.

Hegðið ykkur á meðan ég sef.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Líst vel á þessa bók.

Lofa að vera góð inní nóttina

M, 11.8.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Kolgrima

Hlakka til að heyra meira um þessa bók - góða nótt og góðan bata. Já, og læknirinn hefur náð að koma berjatínslu upp á hærra plan

Kolgrima, 11.8.2008 kl. 00:51

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Í ríki þýðverja hefði þessi sagnbeyjíng kostað kúrda.

Gott að vera ezkimói.

Steingrímur Helgason, 11.8.2008 kl. 00:54

4 Smámynd: Beturvitringur

Eina "berja"athöfnin mín hefur verið að reyna að berja mér til hita í dag. Þess vegna fannst mér tilvalið að skrifa þér sem þjáningasystur minni. Hvað á það að þýða að vera eins og tæringarsjúklingur með hor, og í ullarpeysu og norsk uld, og þetta fína veður, og mig minnir að ekki vanti hitaeiningarnar.

Beturvitringur, 11.8.2008 kl. 01:20

5 Smámynd: Jens Guð

  Þegar þú ert búin með þessa bók þarftu að kíkja á ævisögu Erics Clapstons.  Hún er assgoti skemmtileg - þó ritstíllinn sé ekki hár.

Jens Guð, 11.8.2008 kl. 01:22

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hlakka til að heyra meira um þessa bók. - Þú ert þó ekki búin að næla þér í flensuna sem hefur verið að ganga, úff ég vona þín vegna ekki. -

Það er líka forvitnilegt að heyra hvert læknirinn fer í berjamó þetta haustið. -

En í almáttugs bænum farðu vel með þig,  - farðu nú ekki að ana í berjamó sárlasinn, það er ekki hagsýnni húsmóður sæmandi, enda lítill sparnaður í því að láta slíkt fréttast um sig, að sparnaðurinn hafi farið í vinnutap vegna forkælingar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.8.2008 kl. 01:33

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nálgunarbannsmálið úff. Ef þu bloggar um það skellur á 3. heimsstyrjöldin. Vont mál

Hólmdís Hjartardóttir, 11.8.2008 kl. 01:48

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvar er þessi skammastíndalur?

Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 01:57

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag, vona hitastigið hafi hækkað

Jónína Dúadóttir, 11.8.2008 kl. 06:56

10 Smámynd: Hulla Dan

Ég gæti gefið móðursystir mína fyrir 5 kg af krækjiberjum núna!
Vona að þér vakni hlýtt í dag mín kæra.

Hulla Dan, 11.8.2008 kl. 07:49

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hulla: Krækiber?  Úff það eru bláberin sem blíva.

Jónína: Mér er enn kalt.

Hrönn: Þú ferð upp í Mosfellsdal og þar er afleggjari merktur Skömminni.

Hólmdís: Ég vildi að ég væri svo mögnuð.

Lilja Guðrún: Ég veit það er ekki heilsunni fyrir berin fórnandi.

Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 09:03

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kolgríma og Lilja Guðrún: Læknirinn fer um landið og miðin til berja.  Og hann hefur gert berjatínslu að listgrein.

Steingrímur: Þú ert stundum svo djúpur að ég skil þig ekki.  Híhí.

Góðan daginn og beturvitringur; ekki berja yður til óbóta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 09:04

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Úff hvað ég er fegin að heyra að fleiri eru Steinblindir þegar Steingrímur er annars vegar.

Farðu vel með þig kelling

Jóna Á. Gísladóttir, 11.8.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2986902

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband