Leita í fréttum mbl.is

Raddir okkar Áddna

3

Ég blogga stundum um söngröddina sem guð gaf mér, nú eða forfeður mínir, mér er sama hvaðan hún kemur, en hún er voooond.

Réttara væri að segja að ég hafi enga söngrödd hlotið, merkilegt því nú er ég andskotanum næmari á músík og algjörlega tilvalinn kandídat fyrir hljóðnema fyrir utan þessa örlitlu tæknilegu örðugleika sem ónýt rödd hefur í för með sér.

Reyndar vill húsband fá mig á plötu, honum finnst að röddin mín verði að varðveitast.  Meiri aulinn.

Stundum man ég eftir lagi sem mig langar til að hann muni eftir líka og svo tek ég nokkrar laglínur og spyr hvort hann muni ekki eftir laginu.

Hann alveg: Hvaða lagi?

Ég: Once upon a time in nowhereland where we blablabla...

Hann: Með hverjum ég kannast ekki við lagið?  Ha?????  Syngdu það aftur.

Ég:  My darling is over the ocean wiiiiithhhhhhhhhhh youSmile (vongóð)

Hann: Einu sinni enn þá næ ég þessu!Devil

Ég: Æi farðu og gleymdu þér addna.

Og af hverju er ég að hugsa um þetta núna?

Júbb, ég sá þetta í visi.is

Ég finn til sterkrar samkenndar með Árna Johnsen vegna söngraddanna okkar.

Munurinn á mér og honum er sá að hann er hamingjusamlega ómeðvitaður um að röddin hans er ekki til að hengja út á snúru en ég syng bara í huganum, það gæti einhver heyrt í mér you see. 

Og því bið ég guð um að láta mig aldrei, eitt andartak gleyma því að ég syng hræðilega.

Svo ég fari ekki að vaða um í brekkum landsins eða grillpartíum misþyrmandi eyrunum á fólki, handviss um að ég hafi það sem til þarf.

Ég vil ekki verða svoleiðis.

Lalalalalala og ég blogga til að gleyma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Ég ætla að vona að þú bloggir ekki alltaf til þess eins að gleyma, því þú bloggar það mikið að þú ferð að vera minnislaus áður en þú veist af, það máttu ekki gera okkur sem eru bloggháð þér.

Legg til að þú og Árni bjóði Orkuveitunni að halda fyrir þá tónleika , sem verða bara fyrir boðsgesti. þeir veriði fyrir luktum ég meina LÆSTUM dyrum og verði maraþon tónleikar. Heiðursgestur yrði borgarstjórinn góði.

Ég pant vera í tónleikahöll alþýðunnar á meðan eins og vant er

Einar Örn Einarsson, 8.8.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: Kolgrima

góð!

Kolgrima, 8.8.2008 kl. 20:20

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einar Örn: Frábær.

Kolgríma: Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2008 kl. 20:22

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Arg, þú ert alltaf frábær. Ekki legg ég heldur á fólk að hlusta á mig og ég lendi í sömu vandræðum þegar ég er að spyrja húsbandið um hver hafi sungið eða flutt þetta eða hitt lagið, hann er nefnilega hafsjór af fróðleik um tónlist , tónlistarmenn og plötur og alles, hann fattar yfirleitt ekki hvaða lag ég er að syngja og ég verð svoooo spæld, en svona er þetta bara, sumir eiga ekki að syngja, nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn er Árni.  Er Oliver mættur til landsins? verða ekki myndir á bloggin á morgun?? skemmtu þér konukrútt

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 20:27

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sé fyrir mér Þrjú á pallettu, trío með þér, Árna og Guðlaugi Laufdal (sem er víst úr eyjum líka)  Þið fengju vinnu í Abu Gahrib eða Guantanamo med det samme, þar sem þið hélduð kvöldvökur fyrir fanga og kölluðuð fram ótrúlegustu játningar. Sennilega myndi ég játast Jesú sjálfur í þverkynhneigðri sambúð.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 20:33

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nei hann Gulli Laufdal er sko ekki úr eyjum, hann er Húsvíkingur.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 20:36

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stóð í þeirri trú að Laufdalarnir væru úr eyjum...en what the heck. Hann er allavega gríðarlega öflugur. Klauf fellibyl í ameríku með því að skipa guði fyrir verkum og bjargaði heilli borg. Ekki viss um að hann leyfi <Jenný að blómstra í Tríóinu. Hann er ekki á því að konur eigi að opna munninn á mannamótum, eins og Postulinn kveður á um.

En annars....what the heck...

Jón Steinar Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 20:43

8 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

 Jenný þú ert frábær.

Gunnar Gunnarsson, 8.8.2008 kl. 21:01

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gagalagú  og hvar varst þú? Áttu ekki heima þarna rétt hjá?

Edda Agnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 21:11

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 8.8.2008 kl. 21:17

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe flott.  Ég og minn elskulegi sátum í góðum fíling frammi í garðskála, og vorum búin að hlusta á eitthvað fuglabjarg tímunum saman, þegar það rann upp fyrir mér, að þetta var einmitt brekkusöngur Árna á þjóðhátíð  Þessu var bæði útvarpað og sjónvarpað, er ekki í lagi með fólk? Hins vegar hef ég heyrt röddina þína og þú ert með þessa yndislegu viskýrödd, þú þarft bara að kunna að stýra henni, svona eins og maður lærir á bíl.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2008 kl. 21:28

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Tek undir það sem Ásthildur segir, um þig og þína ótömdu vískýrödd. -  Mér finnst það, fyrir neðan þína virðingu að bera þig saman við fuglabjargsundrið.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.8.2008 kl. 22:47

13 identicon

 Fegin er ég að búa ekki í Rítuhólum.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 22:48

14 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Núna langar mig óstjórnlega til þess að heyra röddina þína .  Ég vona innilega að hugmynd Einars Arnars verði að veruleika.  Ég kem allavega. 

Börnin mín eru þau einu sem hafa þurft að hlusta á mig varnarlaus greyin, fyrir utan heilt hverfi þegar ég missti mig í Sing Star einu sinni.

Elísabet Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 22:52

15 identicon

alva (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 23:37

16 Smámynd: Líney

Já  hvenær eru tónleikarnir,hvar panta  ég miða?

Líney, 9.8.2008 kl. 00:01

17 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það geta allir lært að syngja. Það geta allir lært á hljóðfæri. Þetta er bara þolinmæði og vinna. Það er enginn fæddur laglaus, bara óþjálfaður!

Ef þig langar í alvöru að syngja byrjaðu þá hér:

www.midja.is/davi/textar

Farðu í V og veldu Viltu læra að syngja?

Ef þú hefur úthald til að hætta drykkju (eins og ég reykingum!) ættir þú alveg eins að hafa úthald til að læra söng ef þig langar til þessi í einhverri alvöru. Það er aldrei of seint.

Ég trúði því líka að ég væri alveg laglaus. Nú get ég alla vega haft gaman að því að syngja. Það er svo smekksatriði hvort einhverjum öðrum líkar það

Haukur Nikulásson, 9.8.2008 kl. 01:55

18 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sorrý, söngtextasíða Davíðs er hér.

Haukur Nikulásson, 9.8.2008 kl. 01:57

19 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fyrirgefðu það kemur bara rugl út úr tenglinum. Settu bara inn:

www.midja.is/david/textar

Haukur Nikulásson, 9.8.2008 kl. 01:58

20 Smámynd: María Guðmundsdóttir

madurinn minn er haldinn sama sjúkdómi...hengir sina rødd óspart á snúru...en thá kemur væfid og rífur samstundis nidur af henni aftur...nú einhver verdur ad hafa vit fyrir sumum eitt af thvi kvalafyllra sem ég lendi í....thad sama gildir um ad heyra á Árna Johnsen syngja...ussssss  gæsahúd og hrollur....,

María Guðmundsdóttir, 9.8.2008 kl. 06:54

21 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Rétt hjá Hauk það geta allir lært að syngja sbr. minn elskulega hann fór að halda lagi rétt fyrir sextugsafmælið og stefnir í að að halda tónleika sjötugur, guð hjálpi okkur öllum, hann hefur þessa fínu bassarödd en hífir sig alltaf upp í háu tónana næstum eins og kontratenór, hann getur gert hvern mann vitlausan með þessu góli sínu.  Annars er bara kominn nýr dagur og bara njóttu vel vinkona syngjandi glöð.

Ía Jóhannsdóttir, 9.8.2008 kl. 08:03

22 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég sé við erum þjáningarsystur. Hef átt nákvæmlega sömu samræður og þú lýstir hér við minn fyrrverandi

Við stofnum bara ljóðaklúbb Jenný. Látum hljómfagrar raddir okkar leika um tónlist án þess að vera í einhverri asnalegri raddleikfimi  

Laufey Ólafsdóttir, 9.8.2008 kl. 10:46

23 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...og gleðilegan gleðidag mín kæra!

Laufey Ólafsdóttir, 9.8.2008 kl. 10:47

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðilegan gleðidag Laufey mín og þið öll.

Ég er í hláturskasti yfir ykkur, þið eruð svo skemmtileg að það er ekki hægt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.