Leita í fréttum mbl.is

Kæri Björn

Jæja kæri Björn Bjarnason.

Ég kann þér engar þakkir fyrir að hafa komið því svo fyrir að nú muni nektardansstaðir spretta upp eins og gorkúlur út um allar koppagrundir með þeim fylgifiskum sem oftast fylgja starfsemi af þessu tagi, amk. úti í heimi í þeim löndum sem enn leyfa slíka starfsemi, en þeim fer sem betur fer fækkandi.

Þetta er aldeilis glimrandi tímasetning núna einkum í ljósi nýlegrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem hafa áhyggjur af stöðu jafnréttismála hér á landi og harðri gagnrýni nefndar á þeirra vegum, hvað varðar kynferðisofbeldisdóma.

Vændi er leyfilegt og nú er síðustu hindruninni rutt úr vegi.

Reyndar erum við konur margar hverjar á því að íslenskt dómskerfi sé ekki fyrir okkur og börnin okkar.

Við stefnum hraðbyri aftur í tímann um einhverja áratugi.

En mikið skelfing hlýtur að gefa vel af sér að vera í bisness þar sem líkami kvenna er söluvaran.  Þeir ganga sig upp að hnjám kaupmennirnir.

Sjá hér.


mbl.is Umsóknir nektarstaða til nýrrar umsagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta eru ekki góðar fréttir.  Er eitthvað sem hægt er að gera??

Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 17:38

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

andskotinn bara! ekki til fyrirmyndar

María Guðmundsdóttir, 7.8.2008 kl. 17:43

3 Smámynd: Kolgrima

Tek heilshugar undir með þér. Þetta er hrein ömurð.

Kolgrima, 7.8.2008 kl. 17:45

4 Smámynd: Gunnar Ágúst Ásgeirsson

Ein spurning með fullri virðingu fyrir þínum málstað Jenný...ef vændi væri bannað og þessar konur væru handteknar...hvað ætti að dæma þær í langt fangelsi? Því auðvitað væru þær kynferðisglæpamenn.

En þetta með nektarstaðina er bara gott mál, að því gefnu að þeir verði undir miklu og góðu eftirliti, þannig að engin kona sé nauðug að vinna þar. En frelsi konunnar verður að ná yfir líkama hennar að mínu mati. Ef að konur vilja dansa eða selja líkama sinn...þá ætla ég ekki að taka þátt í því að banna þeim það. Það væri brot á rétti konunnar.

Takk fyrir

Gunnar Ágúst Ásgeirsson, 7.8.2008 kl. 18:01

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Leiðari Fréttablaðsins um málið var góður í dag.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 18:10

6 identicon

Heil og sæl; Jenný Anna, og aðrir skrifarar !

Heyr, fyrir þinni málafylgju, allri, Jenný mín !

Björn Bjarnason; hefir fyrir löngu sannað auðsveipni sína, við glæpa- og klámbylgjunni. Sannkallað lítilmenni, gott fólk.

Ég hafði; allt of lengi, nokkra tiltrú á Birni, en klippti á öll tengsl, við heimasíðu hans, á vormánuðum, hvaðan ég fékk reglulega, í tölvupósti, hugleiðingar hans, sendar. Út yfir tók; hans foragt, með ''aðgerðum'' Reykjavíkur vaktara (lögreglu), við Rauðavatn, gegn Sturlu Jónssyni, og hans sveinum. Það sannaði, hið rétta innræti Björns Bjarnasonar, gott fólk !

Með beztu kveðjum, sem fyrr, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 18:20

7 identicon

gaman væri að fá svör þeirra karlmanna ,sem sjá rautt ef minnst er á að banna nektardans, ef dætur þeirra stunduðu þessa "vinnu".  Þeir hlytu að vera stoltir og glaðir fyrir hönd dætra sinna að fá svona gott djobb, er það ekki, eða gildir annað um dætur annara, en manns sjálfs góðir  karlar???   Ef körlum finnst þetta sjálfsögð atvinnugrein, verða þeir að vera sjálfum sér samkvæmir og tilkynna stoltir í fjjölskylduboðum, að dóttirin sé nú aldeilis komin í góða vinnu, farin að vefja sig utnum súlu og allt :)     nei ætli kæmi ekki annað hljóð í strokkinn, ef þeirra eigin dætur gerðust nektardansmeyjar.

Dísa. 

dísa (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 18:26

8 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 18:46

9 identicon

Gaman væri að fá svar Dísu við því hvað henni þætti ef dóttir hennar stundaði þá "frístund" af fara í BDSM trekant með Steingrími J. og Guðmundi í Byrginu. Hún hlyti að vera stolt og glöð fyrir hönd dóttur sinnar að eiga svona heilbrigt áhugamál og tilkynna það stolt í fjölskylduboðum?

Nei ætli það, en myndi hún vilja banna þessar "frístundir" því að henni líkaði ekki persónulega val dóttur sinnar?

Bottom line: Það geta ekki allir verið í draumadjobbinu og það hafa heldur ekki allir sömu skoðanir og áhugamál. Deal with it.

karl (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 18:50

10 Smámynd: Dísa Dóra

Þetta er bara afturför og það hræðileg afturför

Dísa Dóra, 7.8.2008 kl. 19:40

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Húrra fyrir þessum pistli!

Satt er það að að pistill flokksbróður Björns er ekki í neinu samhengi við það sem er að gerast hér hjá okkar litlu þjóð og segir Þorsteinn réttilega að :

"Sú var tíð að hægri vængur stjórnmálanna hafði þá ímynd að standa eindregnast vörð um almennt siðgæði og siðræn gildií samfélaginu. Þá var þess fremur að vænta að höggvið væri í múra borgaralegra dyggða og kristins siðgæðis frá vinstri. Þessar markalínur virðast ekki jafn skýrar og áður."

Edda Agnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 21:04

12 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Jenfo hvenar sogdu sameinjardjoadnir dad?

Alexander Kristófer Gústafsson, 7.8.2008 kl. 21:16

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég held hann Björn sé orðinn fleygur. svo margar eru orðnar skrautfjaðrirnar, sjáðu

en er ekki réttast að rannsaka þær fullyrðingar um vændi og/eða mansal, sem maður heyrir haldið fram í tengslum við þessa staði? þá á ég við lögreglurannsókn, en ekki einhverja blaðamenn með vangaveltur.

séu fullyrðingarnar réttar, ber að bregðast hart við.

séu þær hinsvegar rangar, sé ég ekkert að því þótt einhver vinni við að glenna sig og dilla á sér bossanum, sé það gert að eigin ósk.

Brjánn Guðjónsson, 7.8.2008 kl. 21:25

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mæer sýnist það vera eins og eitthvert þema að nota þessa setningu "að eigin ósk" í tengslum við vændi.

Ég held að skilningur á þessu fyrirbæri væri kannski fyrst hugsanlegur ef að manneskjur myndu drepa sig (það væri atvinna) í hlutfalli við vændið. Jú okkur ætti að vera andskotans sama því það væri að þeirra eigin ósk.

Hvar eru mörk hins hugsandi manns?

Edda Agnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 21:52

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Edda, bílar & sykur drepa fleiri árlega en berar konur.

Liggja mörkin mázke þarna ?

Steingrímur Helgason, 7.8.2008 kl. 22:05

16 Smámynd: Hin Hliðin

Ég er ekkert sérstaklega hrifnn af BB en í þessu mál gerði hann eins og hann átti að gera, hann fór að lögum.

Það var nákvæmlega ekkert sem sýndi fram á það að á þessum stöðum væri mannsal eða önnur nauðung þannig að ekki var hægt að nota það sem afsökun fyrir banninu.

Málið er bara það að á meðan ekkert kemur fram sem styður þær kenningar að þessar konur séu keyptar hingað til landsins eða að þessi starfsemi ýti undi mannsal þá er ekki hægt að banna þetta "af því bara", það þarf að sanna það.

Að lokum vil ég birta hérna úrdrátt úr 75. gr stjórnarskrárinnar.  Menn eru jú að vitna í stjórnarskránna þegar skemmdarvargarnir í seiving æsland eru að gera allt vitlaust.

75. gr. Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.

Hin Hliðin, 7.8.2008 kl. 22:37

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með sem kom frá nefnd SÞ um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW)... þá hefur ekki verið fjallað svo mikið um það.  Dáldið athyglisvert sumt sem kemur þar fram.

Ma. segir svo um mannsal og svokallaða nektardansstaði:

"Nefndin ræddi einnig mansal og nektardansstaði á Íslandi og vakti máls á óskýrri löggjöf og takmörkuðum stuðningi við fórnarlömb mansals. Lagði nefndin áherslu á að stjórnvöld einbeiti sér að því að vernda fórnarlömb, í stað þess að beina helst athygli að gerendum.

Nefndin spurði jafnframt að því hvernig stjórnvöld fylgdust með tekjum nektarklúbbseigenda af vændi þar sem nú sé ólöglegt að þriðji aðili hagnist á vændi.  Jafnframt var fjallað um klám og dreifingu þess og hvort aðgerðaráætlunin gegn ofbeldi gegn konum og börnum feli í sér úrræði gegn útbreiðslu kláms." (Mbl.is)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.8.2008 kl. 23:28

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Annars má lesa álitið hér:

http://www.humanrights.is/frettir/nr/2224

Þetta er td. eki síður athyglisvert:

"Athygli nefndarinnar beindist einnig að konum af erlendum uppruna og sérstaklega þeirri staðreynd að þær eru stór hluti þeirra sem leita til Kvennaathvarfsins. Lýsti nefndin áhyggjum sínum af því að útlendingalöggjöf getur neytt konur til að þrauka í ofbeldisfullum samböndum vegna ótta við að vera vísað úr landi; löggjöf á þessu sviði þurfi að vera skýr"

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.8.2008 kl. 23:39

19 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Góður pistill hjá þér... og segi nú bara ekki annað en .. sjálfur. Og niður með þessa staði. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 7.8.2008 kl. 23:53

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kærlega Ómar Bjarki.

Hin hliðin: Áhöld eru um hvort þetta sé lögleg atvinnugrein og svo má henda svona fram sem rökstuðningi en það segir mér ekkert.

Steingrímur: Leim argjúment.

Edda: Sammála þessum pæingum.  Þú hittir naglann á höfuðið.

Alexender: Skoðaðu linkinn á færslunni og þá færðu svar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2008 kl. 23:56

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Karl: Geta ekki allir verið í draumadjobbinu?  Finnst þér þetta smekklegt?

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2008 kl. 23:57

22 identicon

Gott kvöld kæru vinir.

Ég vil nú bara byrja á því að hrósa Birni Bjarnasyni og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins fyrir þessa réttu sýn og viðleitni í málinu.  Björn hefur sagt að fara beri að lögum í þessu máli og það gerir hann.  Lögreglustjóri þorir að breyta um skoðun og sýnir þar með að hann fer að lögum og reglum í starfi sínu frekar en pólitískum þrýstingi hagsmunasamtaka feminista og vinstri manna.  Þetta er honum til mikils sóma og ekkert annað.

Svona lögreglustjóra þurfum við að hafa.  Mann sem setur lög og reglur æðri eigin skoðunum og þrýstingi hagsmunasamtaka.

Þessi breytta afstaða hjá honum er ekkert annað er hárrétt ákvörðum hugsandi manns sem skilur hlutverk sitt í starfi.

Hvað öðru nemur að þá er hún nú alveg ótrúleg þessi yfirlýsta skoðun vinstri manna um að útrýma starfsemi nektardansstaða og hreinlega reyna að fá þá bannaða með öllum tiltækum ráðum þ.á.m. með lagasetningu frá Alþingi ef marka má orð Svandísar Svavarsdóttur í fréttum fyrir skömmu.  Nektardans er í raun hvergi bannaður á vesturlöndum, ekki einu sinni í feministalandinu Svíþjóð.  Þessi starfsemi er bönnuð í Mið-Austurlöndum og þriðja heiminum.  Ég veit eiginlega ekki hverskonar útópíu-ríki þetta fólk telur sig reyna að vera að búa til á Íslandi.  Það er von mín að þetta fólk komist seint eða aldrei til valda á Íslandi.

Breyskleiki á ekki að vera lögbrot.  Kynferðisleg löngun á ekki að vera skömm.

Mikið held ég að stelpurnar á Goldfinger séu ánægðar með þessa ákvörðun lögreglustjóra.  Líklega er Ísland besti áfangastaður þessara kvenna til að starfa í þessum bransa.  Atvinnuástand á almennum vinnumarkaði á Íslandi er gott þ.á.m er atvinnuleysi með því lægsta í heiminum.  Þess vegna má gera ráð fyrir því að á Íslandi séu kjöraðstæður fyrir þessar konur til að komast út úr bransanum og inn á almennan vinnumarkað kjósi þær það.

Við skulum ekki skemma þennan möguleika þeirra með því að banna nektarstaði.  Ef nektardansstaðir verða bannaðir á Íslandi þá koma þessar stúlkur ekki til Íslands og lenda í verri aðstæðum erlendis td. í dýrustu borg heims Moskvu og fleiri glæpaborgum.  Hér á landi hafa þær gott tækifæri til að komast út á almennan vinnumarkað kjósi þær það.  Hér á landi fá þær einnig öll sömu réttindi og ég og þú.  Þetta er bara hið besta mál.

Við vitum það alveg að það er eftirsóknarvert að vera á Íslandi.  Líka fyrir nektardansmeyjar.

Jóhannes (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 00:10

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóhannes: Þú ert reglulegur mannvinur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2008 kl. 00:16

24 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jenný, ég var ekkert að 'leim argjúmenta' á annað en innlegg Eddu & líkíngu hennar við dauðann, sem að er 'grafalvarlegt' mál.

Steingrímur Helgason, 8.8.2008 kl. 00:21

25 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Steingrímur: Er þá vændi og mansal ekki "grafalvarlegt" mál? Hefur þú sjálfur þurft að selja líkama þinn til að hafa ofan í þig og á? Hefur þú séð vistarverur þessarra kvenna sem koma hér sem "listamenn" og þurfa því ekki atvinnuleyfi, sjálfur? Hefur þú komið inn á þessa staði allsgáður og í þeim tilgangi að sjá eymdina sem þar ræður ríkjum í allri sinni "dýrð"? Eins og einhver sagði: Been there, done that, own the f***ing T-shirt. En það er alveg morgunljóst að í spillingarríkinu Íslandi þar sem háttsettir menn eru fastakúnnar á þessum stöðum, þá er alveg sama þó fram fari lögreglurannsókn á þessari starfsemi einu sinni í mánuði; það kemur aldrei allur sannleikurinn í ljós!

Og af því einhver sagði þessar vesalings konur eiga möguleika á því að komast inn á almennan vinnumarkað ef þær svo kjósa, þá er það bara alls ekki rétt! Flestar þessarra kvenna koma frá löndum sem eru ekki innan ESB og EES og þurfa því atvinnuleyfi. 

Þakka þér Jenný fyrir skeleggan pistil - að vanda! Heyr heyr!!!!

Berglind Nanna Ólínudóttir, 8.8.2008 kl. 02:13

26 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Setja dauðarefsingu við mannsali

Alexander Kristófer Gústafsson, 8.8.2008 kl. 03:13

27 identicon

Góðan daginn.

Þetta er alrangt hjá þér Berglind.  Flestar nektardansmeyjar sem koma til Íslands hafa verið frá ESB og EES(EEA) löndum sbr. Eystrasaltsríkin, Bretland ofl.  Við skulum ekki skálda og búa til.

Þær vita að hér hafa þær töluverð réttindi og því má ætla að þær sækist frekar eftir störfum hér á landi en annarstaðar.  Við skulum ekki gefa okkur það að þær sér algjörir kjánar.  Þær vita alveg eftir hverju þær eiga að slægjast í þessum málum.

Ísland er eftirsóknarvert.  Líka fyrir nektardansmeyjar eins og einhver sagði að ofan. 

Logi (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 05:11

28 identicon

"Reyndar erum við konur margar hverjar á því að íslenskt dómskerfi sé ekki fyrir okkur og börnin okkar."

Þessi skoðun stafar oftar en ekki af því að margar konur (og karlar líka) vilja láta dæma eftir, ekki bara tilfinningum heldur sínum tilfinningum hverju sinni. Það eina sem skiptir máli er hvað viðkomandi finnst í það og það skiptið. Síðan á að dæma hvert mál eftir tilfallandi reglum, þá væntanlega eftir því hversu mikið "fórnarlambinu" tekst að sýna fram á hvað "vondi maðurinn" (vondi aðilinn er nánast undantekningarlaust karlmaður, oft Björn Bjarnason) var vondur í þetta skiptið.

Lög og reglur eru ekki til að fara eftir, nema þegar það hentar. Ef lögin passa ekki þá eru þau "ósanngjörn" og viðkomandi "finnst að þau ættu að vera öðruvísi" og þá má bara sleppa lögunum og á að dæma eftir "siðferðiskennd" bloggdómarans. Burtséð frá því hvort bloggdómarinn hafi minnstu hugmynd um efniviði málsins annað en það sem verjandi "fórnarlambsins" hefur sagt gagnrýnislausum blaðamönnum.

Jenný, dómstóll bloggheima er langt því frá óskeikull eins og margoft hefur sýnt sig, næst þegar þér finnst dómstólarnir "ósanngjarnir" og "ekki fyrir konur" - segðu þá þessa línu nokkrum sinnum við sjálfa þig:

"Mundu eftir Lúkasi"

Gulli (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 07:33

29 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég ætla að taka mér leifi til að smella einni færslu frá Sleepless hingað.

Ég er ekki venjuleg!

Samfélagið ætlast til þess af okkur öllum að við séum "eðlileg", "venjuleg". En hvað er til ráða þegar maður er það bara ekki og alveg sama hvað maður reynir þá passar maður ekki í það mót sem er ætlast til að maður passi í. Og það sem verra er ef maður reynir að koma því á framfæri að maður er ekki einsog flestir þá er það dregið í efa að maður segi sannleikann.

Það stakk mig rosalega í augun að sjá mikið af fólki hér á moggabloggi draga í efa sannleiksgildi heimildarþátts sem sýndur var á skjá einum um líf vændiskvenna í Englandi. Það er ekkert leyndarmál að ég styð lögleiðingu vændis og öll vitum við rökin með og á móti, ég ætla ekkert að fara útí það. En mig langar að segja frá einusinni í viðbót frá mínum ástæðum fyrir því að fara í stripp og gefa fólki aðeins meiri upplýsingar um mína reynslu og upplifun.Gefa ykkur betri innsýn í afhverju ég er einsog ég er og hversvegna ég passa ekki í neitt fyrirfram ákveðið mót.

Ég hef alltaf upplifað mig öðruvísi, allt frá því ég var barn hef ég verið viss um að ég sjái heiminn allt öðruvísi en  allir aðrir í kringum mig. Ég er alin upp af góðum foreldrum sem jú kannski á tímum voru heldur ströng frekar en eitthvað annað. Ég elska foreldra mína meira en allt einsog hefur komið fram í öðrum færslum. Og ég veit að foreldrar mínir elska mig jafn mikið til baka, en jafnvel þau hafa alltaf vitað að ég er ekki einsog fólk er flest.

Ég leiddist útí stripp og mér fannst það gefa mér mikið bakbein, kjark og þor til að mæta öllu sem blæs á móti mér og tækifæri til að vera sjálfri mér samkvæm án gagnrýni frá þeim sem ég umgekkst mest (sem því miður á þeim tíma voru ekki foreldrar mínir). Ég fann frelsi sem ég hafði aldrei upplifað áður og það fyllti mig af eldmóð sem mun fylgja mér alla ævi. Ein vinkona mín þakkaði mér einusinni fyrir að hafa boðið henni að koma að vinna með mér í eina kvöld stund, upplifði það sama og ég, við vorum frelsaðar frá steríó týpískri sýn á lífið. Lífið er ekki bara svart/hvítt, það er ekki bara til gott og illt, heldur er heimurinn í öllum regnbogans litum og það er til fólk sem er hvorki gott né vont, það bara er...

Ég tel mig vera eina af þeim manneskjum, hvorki vond né góð, ég bara er. Ég hef velt því mikið fyrir mér síðast liðið ár hvort ég sé góð eða ill. Hef jafnvel gengið svo lang að pæla í hvort ég sé góð manneskja sem geri vonda hluti eða vond manneskja sem geri góða hluti. Elskulegi maðurinn minn hefur reynt að sannfæra mig um að ég sé góð stelpa, vel upp alin og geri allt fyrir þá sem mér þykir vænt um og mundi ekki hika við að fórna mér fyrir góðan málstað. En þegar upp er staðið þá mundi ég hiklaust vaða yfir einhvern ef það mundi tryggja mér betri stað í lífinu, ég mundi ekki taka neina ánægju af því, en ég geri það sem ég get til að tryggja sjálfa mig og þá í kringum miságætis lífi.

Ég hef í sjálfu sér aldrei litið svo á að ég væri eittvað óeðlileg, enda er sagt að fólk sé jafn mismunandi og það  er margt. En hvað ef ég væri óeðlileg? Er þá ekkert pláss fyrir mig í ykkar heim? Má ég ekki vera partur af samfélaginu sem ég sé svo öðruvísi? Og ef þið viljið mig ekki í ykkar samfélagi hvar á ég þá að vera?

Ég lít svo á að það eru tvö samfélög á landinu, þetta sýnilega og það ósýnilega. Þetta löglega og það ólöglega. Og ef löglega samfélagið vill mig ekki........

Nýlega tók ég persónuleika próf hjá sálfræðingi og þar kom fram að ég væri frekar venjuleg en ætti tilhneigingu til að vera ögn andfélagsleg. Það er eitthvað sem ég ætla mér ekkert sérstaklega Ég hef bara eiga minn rétt til að vera til. Og já ég er stundum á skjön við samfélagið (og reyndar það eina sem þið hafið séð af mér er að ég sé bara á skjön við samfélagið en það er ekki alveg rétt mynd af mér) en ég meina ekkert illt ég vil alls ekki troða mínum siðgæðum uppá aðra vil bara fá að vera ég sama hversu skrítin ég er í ykkar augum. Ég er sterk og get tekið gagnrýni en ég þoli það illa að vera skikkuð til að fara eftir reglum sem eru settar af fólki sem ekki skilja mig eða taka tilliti til mín. 

Ég hef reynt í mörg ár að koma mínu sjónarmiði á framfæri, það eru ekki allir eins. Ég virði grundvallar reglur samfélagsins og geri engum öðrum illt. Ég reyni að hafa aðgát í nærveru sálar. 

Mig sveið sárt undan þegar ég var að vinna á Goldfinger þegar þangað mættu femínista félagið og mótmæltu konu sem söluvöru. Ég skildi vel og sé enn þann dag í dag þeirra sjónarmið. Og enn þann dag í dag finnst mér þær hafa  einhliða sýn á málinu. Og þegar ég hef boðist til að tala og segja mína sög, einsog svo margar aðrar, þá er sagt að okkar rödd skipti ekki máli. Okkar sýn skiptir ekki máli. Ég hef aldrei viljað neitt meira en að vera partur af samfélagi en fæ hvergi inn því ég skipti ekki máli, ég er vond manneskja samfélagið hefur dæmt mig og ég tek út mína refsingu þar til ég dey, nema ég kunni að dulbúa mig. En mun þá samfélagið ekki alltaf sjá mig sem úlf í sauðagæru?Má ég ekki fá að vera lítið lamb sem villtist aðeins frá hjörðinni, kannski pínu svartur sauður, sem fann mína leið til baka og er svo ánægð að finna hjörðina mína og fá að vera með aftur?

Og hver veit, kannski finn ég önnur lömb á leiðinni sem vilja vera með í hjörðinni? Og það sem meira er kannski finn ég lamb sem raunverulega er verið að ráðast á og ef ég er partur af hjörð get ég kallað á hjörðina til að ráðast gegn óréttlæti. Úlfar eru kannski hættulegir en ef við erum mörg lömb saman þá ráðum við við þá. En ég ein ræð ekki við úlf og get ekki kallað á hjálp ef ég tilheyri ekki hjörð eða er partur af hjörð sem vill ekki heyra í mér.

Ég er ekki venjuleg og hef fengið staðfestingu á því, staðfesting sem mig langar ekki að deila með ykkur því svo langt sem ég veit hefur samfélagið ekki pláss fyrir fólk einsog mig. Og þið sem prumpuðuð á þáttinn á skjá einum gerið ykkur grein fyrir að með því eruð þið að loka á fólk einsog mig og ég er langt í frá að vera ein. Við erum mörg þarna úti sem vilja bara gera gott vilja deila með ykkur því sem við sjáum að er að. Við erum mörg sem erum ekki "norm" en erum heldur ekki ill. En í stað þess að það sé einusinni hægt að taka okkar sögu til greina þá er prumpað á okkur af mikilli óvirðingu, við kölluð nöfnum og allt gert til að lítillækka okkur. Afhverju getum við ekki lifað saman og borið virðingu fyrir því að við séum ósammála? Afhverju getum við ekki unnið saman?

XxX

Sleepless

Sævar Einarsson, 8.8.2008 kl. 08:56

30 identicon

Fussum svei!!

rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 09:52

31 identicon

Þetta er einfalt. Smáborgararnir vilja troða vandamálunum undir yfirborðið þannig að þeir sjái þau ekki. Þess vegna vilja þeir gera starfsemi nektarstaða ólöglega og vændi ólöglegt. Smáborgagararnir halda að ef þeir sjái ekki opna dansstaði þá hverfi mansal, smáborgararnir halda að ef að vændi verði ólöglegt þá hverfi það. Held það sé ráðlegt að horfa til reynslunar af banni á sölu áfengis í Bandaríkjunum á fyrri part síðustu aldar. Það eina sem breyttist var að glæpum fjölgaði gríðarlega og glæpagengi tóku yfir sölu á áfengi. Það sama mun gerast með þessa starfsemi sem fólk vill banna. Mansal með konur til kynlífsþrælkunar mun aukast en ekki minnka ef að þessi starfsemi verður færð undir yfirborðið. Mark my words...

IG (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.