Leita í fréttum mbl.is

Alkafærsla og sölutölur - Hömm

Þegar ég hætti að drekka fyrir nákvæmlega tveimur árum og einhverjum dögum síðan þá var ég þess fullviss að sala í bjór og rauðvíni myndi hrapa niður úr öllu valdi.  Hehemm.

En einhverjir hafa tekið við af mér og gott betur og nú selst brennivín sem aldrei fyrr.

Á milli ára er aukningin á sölu fyrir verslunarmannahelgi 28%.  Það er ekki lítið eða hvað?  Rosalegur þorsti í gangi.

Annars stend ég mig stundum að því eftir að ég varð edrú að hlakka til að fara að sofa af því ég sef svo vel og mig dreymir eðlilega.

Að sofa var eitthvað sem ég las um í bókum hérna á alkatímabilinu.  Þrátt fyrir svefnlyf af fleiri en einni gerð ásamt áfengi sem rann ofan í mig í nokkuð jöfnum takti til að ég gæti sofið, þá gerðist harla lítið.  Svefninn er eitt af því fyrsta sem fer í vaskinn þegar maður er kominn í vond mál í neyslu.

Og draumarnir voru í besta falli martraðir.

Ég man eftir nóttum þar sem ég lá og starði upp í loftið og ég hugsaði með mér að það væri óskastaða að drepast þar sem ég væri komin.  Ekki í sjálfsvorkunn held ég, hún fór fram á daginn á fullu blasti, heldur af praktískum ástæðum.  Það er nefnilega óþolandi að geta ekki lifað í eigin skinni bæði á nóttu sem degi. Ég var orðin andskoti þreytt á ástandinu.

Og þegar ég varð edrú tók það ca. tvo mánuði fyrir svefninn að komast í eðlilegt horf. 

Nú leggst ég á koddann, geri upp daginn og rétt næ æðruleysisbæninni áður en ég er komin í draumalandið og farin að sinna þar mikilvægum verkefnum.

Þannig að þegar allt er týnt til þá er ég nokkuð heppin kona sem er í engum viðskiptum við brennivínsbúðina og hef ekki sést þar s.l. 2 ár.

Það má segja að ég hafi styrkt ríkið um ríflegar fjárhæðir meðan á storminum stóð og sé búin að gera mitt í þeim málum og gott betur.

Farin að lúlla, brakandi edrú og glöð.

Þetta var snúra.  Jájá.


mbl.is Mikið keypt af áfengi fyrir verslunarmannahelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er mikil aukning, og hefur brennivínið ekki líka hækkað um 28% svo það skýrir kannski hluta, fólk kaupir minna í einu en kemur kannski oftar jafnvel sama daginn. 

Las það einhversstaðar að það hefði verið mikið spurt um kælt vín í ríkinu "hitabylgjudaganna" góðu

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.8.2008 kl. 01:16

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Til hamingju med thad Jenný. Já thetta er bølvad bøl thetta áfengi og hefur farid illa med margan manninn/konuna.

Hafdu gódan dag

María Guðmundsdóttir, 7.8.2008 kl. 04:48

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

TIL HAMINGJU!!!!.

Já skil ekki þessa afneitun á þá staðreynd að alcohol ER ein tegund fíkniefna, er eiturlyf  Samt eru heilu vinnustaðirnir og hóparnir sem ganga upp í að lofa þennan andskota, og fólki er skemmt yfir óförum ölóðra vinnufélaga. Mikið er maður feginn hverjum deginum sem frjáls maður undan þessi helsi.

Keep it up girl!!!!!

Alkaveðja með knúsi , kremju og öllum mínum bestu óskum þér til handa Jenný

Einar Örn Einarsson, 7.8.2008 kl. 05:35

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góð snúra

Jónína Dúadóttir, 7.8.2008 kl. 05:42

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 7.8.2008 kl. 06:41

6 Smámynd: Hulla Dan

Þú ert duglegust.
Og góður svefn ER málið. Elska að sofa.

 Knús og kram.

Hulla Dan, 7.8.2008 kl. 09:06

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 7.8.2008 kl. 09:34

8 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Flott hjá thér, thú getur verid stolt af sjálfri thér.

Ég er hætt ad reykja, sem ég er thakklát fyrir á hverjum degi.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 09:43

9 Smámynd: Tína

Fjári ertu góð kona!! Líka ofsalega gott að heyra að þér líði vel og sért sátt við lífið og tilveruna. Gleðin og hamingjan skína líka í gegnum flestar færslur þínar og þá sérstaklega þær sem snúa að þinni yndislegu fjölskyldu. Gott með þig

Eigðu það sem allra best í dag Jenný mín.

Tína, 7.8.2008 kl. 09:56

10 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Þetta er frábært hjá þér til hamingju með þetta Jenný.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.8.2008 kl. 10:03

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.8.2008 kl. 10:39

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk elskurnar.  Þýðir ekkert annað en að leggja spilin á borðið.

Knús í daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2008 kl. 11:21

13 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Til hamingju með þennan frábæra árangur.  Þú ert bara flottust.

Elísabet Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband