Leita í fréttum mbl.is

Ofbeldi gegn börnum

Ég ætla ekki að dæma fólkið sem gleymdi barninu sínu á flugvellinum í Tel Aviv þó ég geti fullyrt að það hefði aldrei getað hent mig að gleyma stelpunum mínum.  Það er svo fjarri lagi.  En aðstæður þekki ég ekki og ætla því að láta það eiga sig að dissa þessa foreldra þó þeir eigi það skilið.

Ég gat aldrei skilið foreldra Maddý í Portúgal sem skildu börnin sín eftir ein á hótelherbergi og mér er nokk sama þó þau hafi séð heim að húsinu, skiptir engu máli.  Svona gerir maður ekki.  Það stendur eftir í þessu sorglega máli.

Og svo er það umræðan um hvað er ofbeldi á börnum.

Fyrir mér er það dagsljóst hvar þau mörk liggja.

Þú beitir börn ekki líkamlegum hirtingum.  Þú misbýður ekki barni með því að nota líkamlegan styrkleika þinn til að brjóta vilja þess á bak aftur.  Öll valdníðsla er ofbeldi.  Afgreitt og búið mál.

Ég sá einu sinni hollenska konu á sólarströnd slá barnið sitt utan undir í hvert skipti sem það hreyfði sig í aðrar áttir en hún kaus.  Ég flaug á kerlinguna.  Ekki að það hafi breytt neinu. 

Ég lenti einu sinni í tjaldi við hliðina á Könum af vellinum sem voru í útilegu með börnin sín.  Maðurinn gekk stöðugt í skrokk á drengjunum sínum og ég flaug á hann líka.  Það breytti heldur ekki neinu, en hvað gerir maður?

Á Íslandi sér maður ekki mikið af fólki sem beitir börn líkamlegu ofbeldi og þeir sem það gera eru örugglega að því á bak við byrgða glugga, svona oftast amk.  Það er að minnsta kosti bannað með lögum á þessu landi að meiða börn og það er sterk andúð á slíku athæfi hér sem betur fer.

En ég sé oft hluti sem eru ekki ásættanlegir og eru ekki síður ofbeldi en barsmíðar.  Í gær var ég í röð við kassa og konan á undan mér var með 3-4 ára barn í körfunni hjá sér.  Barnið vildi úr körfunni og þá sagði þessi móðir við afkomandann: Ef þú hlýðir mér ekki þá fer ég með þig út í bíl og læsi þig inni og skil þig eftir í myrkrinu!

Það er sagt að á Íslandi sé mikið af vanræktum börnum.  Börnum sem fá ekki þörfum sínum fyrir nálægð og umhyggju fullnægt.  Ég veit ekki svo mikið um það enda ekki mikið í svoleiðis kreðsum núorðið og er bara innan þau börn sem að mér snúa.

En barnalögin eru skýr.  Þau taka á öllu þessu. 

Málið er að þau eru ónýtt plagg oft á tíðum á Íslandi nútímans.

Og svo eru það dómstólarnir sem dæma í ofbeldismálum.

Hvað segist um 4 ára dóm fyrir að misnota sjö börn?

Skammist ykkar þið sem stöðugt bregðist börnum í þessu landi en eigið að gæta öryggis þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Heyr heyr tek undir hvert orð hjá þér mín kæra!!

Brynja skordal, 6.8.2008 kl. 13:46

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þeim fjölgar sífellt þeim málum hjá barnaverndarnefndum og hjá féló sem lúta að umönnun barna, það er, þeim er gefið að borða og þau eru klædd en fá takmarkaða umhyggju og atlot og lítð sem ekkert uppeldi er í gangi...ömurleg þróun, ég skipti mér hiklaust af ef ég sé barn beitt ofbeldi....hef líka oftar en ég hef viljað þurft að tilkynna um grun um kynferðislegt ofbeldi sem reyndist eftir allt vera réttur grunur.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.8.2008 kl. 14:00

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mikið djöfull er þetta góður pistill hjá þér kona. Hef ekki orði við þetta að bæta... í bili

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2008 kl. 14:03

4 Smámynd: Kolgrima

Það hefur áhrif að fljúga á fólk! Mun meiri en að kasta sér í vegg  

Góður pistill. Þetta með barnið á flugvellinum, það er aldrei að vita nema að foreldrarnir hafi orðið viðskila, t.d. vegna afskipta flugvallarfólks eða vegna þess að einhver krakkinn þurfti að pissa og að hvort foreldri um sig hafi talið þetta ákveðna barn í vörslu hins. Og að þau hafi setið hvort í sínum enda í vélinni (pabbinn á sagaclass og mamman í almennu) og úps - ekkert fattað fyrr en vélin var komin á loft? 

Þau fá allavega ekki tækifæri til að gleyma því nokkurn tíma að þau gleymdu barni á flugvelli! 

En þetta með mömmuna sem hótaði að loka barnið sitt í myrkrinu er óhugnanlega sorglegt.

Kolgrima, 6.8.2008 kl. 14:03

5 Smámynd: Tína

Tek undir hverju einasta orði hjá þér. Þörf umræða finnst mér.

Takk fyrir þetta.

Tína, 6.8.2008 kl. 14:06

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Gæti ekki verið meira sammála. 

Úff, skil þig eftir í myrkrinu.   Greyið litla.

Elísabet Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 14:36

7 identicon

Það má vera að ég lifi svona vernduðu lífi en mér finnst vera farið afar vel með börn á Íslandi. Þeir foreldrar sem ég þekki sjá ekki sólina fyrir krakkagríslingunum sínum og láta þá ganga fyrir í einu og öllu. Frekar finnst mér eins og foreldrar þessa lands mættu huga betur að sjálfum sér og bara annað slagið látið lífið snúast um annað en að keyra börnin milli áhugamála.

Hvað ofbeldi varðar að þá er það aldrei réttlætanlegt en er heldur ekki liðið á Íslandi nema þá helst hvað varðar unglingsstráka. Er sjálfur nýkominn á það aldursskeið að ofbeldi gagnvart mér telst ekki lengur sjálfsagður hlutur og þakka fyrir það en finnst sérkennilegt hvað allir tala um ofbeldi gagnvart börnum og konum þar sem þetta er það ofbeldi sem allra síst er liðið í samfélaginu. Ég veit ekki um neinn sem telur í lagi að slá konur eða börn, meðan ótrúlega margir virðast finnast það smávægilegt þegar unglingsstrákar eru lamdir.

Héðinn Björnsson (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 15:04

8 Smámynd: Hulla Dan

Eina ferðina en er ég 100% sammála þér.

Pældu í því að segja svona við barnið sitt!!! Hvað framkvæma svo slíkt fólk þegar engin sér til.

Ég veit líka um fólk sem hræðir börnin sín stöðugt í von um að ná fram virðingu.
Það er ekki sama sem merki milli ótta og virðingar. En það er eins og sumir skilji það ekki.

Vona að þér sé batnað

Hulla Dan, 6.8.2008 kl. 15:04

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þennan frábæra pistil, mér þykir ekki ólíklegt að hann birtist í einhverju blaðanna á morgun, mætti alla vega gera það að mínu mati. Það er fullt af börnum sem beitt eru andlegu ofbeldi, það heyrir maður svo oft í biðröðum og þessi hótun sem þú segir frá er alls ekki einsdæmi, börn fá svo mismunandi skilaboð um hegðun að þau eru algjörlega rugluð þessi grey. Ég á erfitt með að heimja mig þegar ég sé ljóta hluti og hef oftar ein einu sinni skorist í leikinn og læt mig hafa það að fá skammir ef það verður til þess að viðkomandi kannski spái smá í framkomu sína, en vísast er ég bara kölluð "ruglaða kellingin í röðinni" þoli það alveg.  En semsagt þetta er því miður allt of satt allt sem þú segir mín kæra.  Takk

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 15:23

10 Smámynd: M

Varð vitni af því oftar en einu sinni að horfa uppá spænska foreldra við hliðina á mér í sólbaði í fríinu slá til korna barna ef þau grenjuðu eða létu hátt. Þetta voru ómálga börn og hneykslaðist ég í spað. Lagði bara ekki í að skipta mér af því ótalandi á spænsku.

Góður pistill hjá þér Jenný. 

M, 6.8.2008 kl. 16:00

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vel skrifaður pistill og ég tek undir hvert orð

Sigrún Jónsdóttir, 6.8.2008 kl. 16:02

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Vel skrifað - beint í blöðin með þennan pistil.

Edda Agnarsdóttir, 6.8.2008 kl. 16:35

13 identicon

Góð færsla.Er svo sammála þér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 17:31

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við eigum alltaf að skipta okkur af verðum við vittni að ofbeldi á börnum í hvaða mynd sem er.  Enda kveða barnalögin svo á um með borgaralegri skyldu hvers og eins.

Héðinn: Allt ofbeldi og þar með talið á unglingsstrákum er ekki réttlætanlegt.  Ég er sammála þér um að flestir eru góðir foreldrar á þessu landi en það er margt sem betur má fara.

Takk öll fyrir þessa góðu umræðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2008 kl. 17:56

15 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir góðan pistil Jenný

Hvenær er eiginlega ástæða til að leggja hönd á aðra mannesku, hvort sem það er barn, kona eða karlmaður. Lokið augunum, ímyndið ykkur skjá með lifandi fólki, sem enga björg getur sér veitt. Litla barnið er tvímælalaust verst sett. Konan getur ekkert annað gert en reynt að stilla til friðar og verja sig. Hún reynir að hlaupa út en getur það ekki vegna þess að hún er of slösuð, hún fær meira á baukinn fyrir að reyna flóttann. Karlmaðurinn er miklu sterkari  og nýtur þess að  misþyrma unga drengnum og stúlkunni líka ef því er að skipta.

Oftast er það karlmaðurinn sem misþyrmir í heimilisofbeldi og níðist á börnum í sinni sjúklegustu mynd. Alltof margar konur eru þó alls ekki saklausar af ofbeldi gegn börnum sínum og eiga ekki skilið að eiga börn. Þess vegna eru til Barnaverndarlög til að bjarga börnunum frá óráðsíunni og ofbeldinu. (Maður verður að treysta því.)

Tilkynningaskylda er nauðsynleg ef grunur eða vissa er um voðaverk. Við gætum bjargað lífum ef við tökum höndum saman og látum slíkt ekki fram hjá fara einsog ekkert sé.

Eva Benjamínsdóttir, 6.8.2008 kl. 18:26

16 Smámynd: Dísa Dóra

Ég er þér fyllilega sammála núna og vil bæta við að okkur ber ekki aðeins borgaraleg skylda til að tilkynna um ofbeldi á börnum heldur einnig hrein og klár lagaleg skylda til þess.

Eða eins og segir í barnaverndarlögum: 

Samkvæmt 16 gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 ber hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við ofbeldi eða áreitni skylda til að tilkynna það barnaverndarnefnd.  Í 17 gr. sömu laga er sérstök áhersla lögð á tilkynningarskyldu þeirra sem starfa með börnum.  Nánari upplýsingar um tilkynningaskyldu og íslensk lög er að finna á www.bvs.is undir: lög og reglugerðir.

Hafa skal í huga, að tilkynna ber grun um misnotkun og að sá sem tilkynnir þarf ekki og má ekki hefja sjálfstæða rannsókn eða aðrar aðgerðir vegna málsins. 

Ef um börn undir lögaldri er að ræða, ber að tilkynna það til barnaverndarnefnda.  Er þá fyrst og fremst leitað til barnaverndarnefndar þar sem barnið býr.  Barnaverndarnefndir starfa í öllum bæjarfélögum.  Nánari upplýsingar um þær má  finna á heimasíðu Barnaverndarstofu, www.bvs.is  Þar eru einnig upplýsingar um hvernig beri að bregðast við, ef grunur leikur á að brotið hafið verið á barni.  Barnaverndarnefndir hafa yfir að ráða sérhæfðu starfsfólki sem tekur við tilkynningum og gerir viðeigandi ráðstafanir í framhaldi af því

Dísa Dóra, 6.8.2008 kl. 18:55

17 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Góð grein Jenny eins og oftast hjá þér
Að mínu mati er besta uppeldið fólgið í því að vera fyrirmynd gera rétt haga sér rétt því að svo lærir barn sem fyrir því er haft. Og passa það að skilaboðin séu ekki misvísandi. Það er alveg hægt að ná árangri í uppeldi án hávaða eða refsinga börn eru vitsmunaverur og skilja vel fortölur og útskýringar.
Eva B ég vil benda þér á þennan link og það eru fleiri rannsóknir sem að leiða það sama í ljós. http://www.ifeminists.net/introduction/editorials/2006/0118roberts.html

Þarna kemur fram að
"In 2003, females, usually mothers, represented 58% of perpetrators of child abuse and neglect, with men composing the remaining cases. In that same year an estimated 1,500 children died of abuse or neglect. In 31% of those cases, the perpetrator was the mother acting alone, compared to 18% of fathers acting alone."
Bendi þér á að lesa þessa grein og skoða þessi mál þau eru ekki eins einföld og augljós eins og flestir vilja halda

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.8.2008 kl. 20:13

18 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Í gegnum tíðina hef ég unnið við þó nokkur störf. En það erfiðasta var sennilega er ég var í leikfangadeildinni í Hagkaup í Kringlunni. Leikfangadeildin var einskonar geymslustaður fyrir börn og hefði ég allt eins getað unnið á leikskóla því ég var svo upptekin við að hafa hemil á krílunum. En þar varð ég vitni af ýmsu miður fögru ..... konu sem kíldi dóttur sína í gólfið og réðist svo á mig fyrir afskiptasemina, hjónum sem kröfðust þess að ég hringdi á öryggisverði til að fjarlægja grátandi dóttur sína út úr versluninni því þau skömmuðust sín svo mikið fyrir hana, manni sem kærði mig fyrir líkamsárás eftir að hafa varið sjálfa mig ásamt fjögurra ára syni hans fyrir ofstækinu í honum, fósturmömmu sem dró litla telpu út úr deildinni á hárinu og þar fram eftir götunum ...... fyrir utan auðvitað allar hótanirnar sem voru látnar fjúka þarna í leikfangahorninu í átt til þeirra sem þú vitnar í.  Það var í þessu leikfangahorni sem ég áttaði mig á því að það er ekkert alltaf yndislegt að vera barn, og það var verulega sár uppgötvun.

 
Takk fyrir góðan pistil.

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 6.8.2008 kl. 20:37

19 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Gódur pistill. Takk fyrir.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 6.8.2008 kl. 23:23

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábær pistill. Sumt fólk á ekki að eiga börn, það er alveg víst.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.8.2008 kl. 00:09

21 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þakka þér fyrir að benda mér á þessar ömurlegu staðreyndir Jón A. Ég var að vitna meira 'generalt' í heimilisofbeldi. Þetta er svakalegt ástand hjá konunum, ég á bágt með að ímynda mér þann hrylling, sem börnin þurfa að líða en ég veit að óværan þrífst í okkar samfélagi. - Enn hvað ég vildi óska þess, að manneskjurnar leituðu sér hjálpar í staðinn fyrir að grípa til ofbeldis gegn börnum. -

BILAÐ FÓLK Í ÓJAFNVÆGI!!!EKKi Í LAGI!!!

Eva Benjamínsdóttir, 7.8.2008 kl. 00:40

22 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir þennan frábæra pistil Jenný, það er engu við hann að bæta. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.8.2008 kl. 01:52

23 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Þarfur pistill hjá þér Jenný

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.8.2008 kl. 03:16

24 identicon

Mamma, svo godur pistill hja ther. Se og les allt of mikid af raunarsogum af FORELDRUM sem misbjoda og bregdast traustinu sem bornin theirra hafa til theirra. Eg gratandi i lestinni a morgnana yfir frettum dagsins i morgunblodunum er allt of algengt. Sumum aetti ad banna ad upplifa thau forrettindi ad vera foreldri. Thad eru nogu margir tharna uti sem eru thess meira verdugir.

Love u, Maysan

Maysan (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband