Mánudagur, 4. ágúst 2008
Ég er ástfangin - púmm og pang - og?
Ástarsorg er háalvarlegt mál. Krísa sem er ekkert ósvipuð því að missa náinn ættingja, þ.e. þegar um löng sambönd er að ræða.
En..
það er ekki mín sérgrein þó ég hafi upplifað nokkrar svoleiðis þá voru þær eiginlega ekki alvöru með nokkrum sárum undantekningum.´
Þegar ég var ung og ör var ég ástfangin nánast á hverjum degi. Af nýjum og nýjum sko. Ástfengnin rann hinsvegar af mér jafn snögglega og hún heltók mig. Búmm Pang.
Ég var að ræða það við gamla vinkonu (Eddu Agnars) um daginn hversu rosalega lítið þurfti til að ástarvíman rynni af manni þarna á upphafsárum fullorðinslífsins.
Svartir krepsokkar sem innihéldu líkhvíta og háruga spóaleggi hröktu hrifningarvímuna á brott eins og hendi væri veifað. Viðkomandi ástarviðfang vissi þá ekki hvaðan á sig stóð veðrið, hafði verið tilbeðinn áður en hann lyfti buxunum upp svo sást í bífurnar og var snarlega hrakinn á brott. Skýringalust.
Svona fór þessu fram í nokkur ár. Asnalegar höfuðhreyfingar, klór í rasskinn, hallærislegur hósti, ótímabær söngur og danstaktar settu hvern drenginn á fætur öðrum á dauðalistann.
Og svo lenti maður í svona niðurskurði sjálfur, sem ég reyndar skil ekkert í enn þann daginn í dag, enda fullkomin þá sem nú.
En alvöru ástarsorgirnar og ævintýrin áttu svo sannarlega eftir að banka á dyrnar með sínum ljúfsáru upplifunum.
Og ég grét flóðum.
En ég tók mig í gegnum allan tilfinningaskalann með hjálp sjálfrar mín og vinkvennanna.
Mínar ófarir hefa sýnt sig verða mun alvarlegri þegar ég tek hana til fagmanna. Þá fer ég nefnilega að bera virðingu fyrir viðkomandi upplifunum og þori ekki að kroppa í þær. Ég held að það sé vegna þess að prísinn á faghjálp er á við meðal sófasett. Algjör bilun.
En þetta á auðvitað ekki við þegar um alvöru krísur í lífinu er að ræða. Þar hafa sálfræðingar og geðlæknar bjargað lífi mínu.
I´m in love. Jájá, so what´s new?
Aðstoð í ástarsorg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:52 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 6
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 2987156
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Múhahahahahahahaha...!!
Drepiði mig ekki ...spóaleggir dauðans maður.....hehe
Guði sé lof fyrir að plebbahelgin er á enda ....
knús
Valdís
Valdís (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 18:23
Ég er mest ástfangin af sjálfri mér! Það bezta við það er að ég veld sjálfri mér aldrei vonbrigðum......
Hrönn Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 18:24
já hver hefur ekki orðið fyrir ástarsorg nokkrum sinnum á ævinni ... annars á maður bara að gera eins og Hrönn og vera ástfangin af sjálfum sér þá verður lífið yndislegt
Rebbý, 4.8.2008 kl. 19:13
Hrönn klikkar aldrei með sín dásamlegu komment. En hjá mér var það svaka turn off ef piltar voru í stuttermabol með smá kraga og svo opið í miðju niður á bringu og reimar fyrir, fékk sko aulahroll dauðans, sérstaklega ef viðkomandi bolur var með t.d. gulum reimum við grænan bol og hvítan kraga/hálsmál. Ojjjjjjjj en svona spóaleggir eins og þú lýsir voru algjör horbjóður. Man ekki eftir að ég hafi valdið vonbrigðum, þó hugsanlega þegar ég fór að pissa einu sinni á balli og kom til baka, voða fín í nýja jakkanum mínum með beltið, beint út á gólf að dansa og þá kom ein vinkona mín og dró annan beltisendann upp úr brókum mínum að aftan og ég var að dansa við einn sem ég hafði áhuga á að krækja í, skemmst frá því að segja að hann hefur ekki talað við mig síðan.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 19:31
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.8.2008 kl. 20:12
Ásdís: Hverslags pempía var þessi dansherra eiginlega eiginlega?
Jenný: Þú þarft að skrifa bók!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 22:33
Sæt er heit og saklaus ást,
sárt er hana að dylja;
eins og það er sælt að sjást,
sárt er líka að skilja
Páll Ólafsson.
Tek undir með Páli :(
Ester Sveinbjarnardóttir, 4.8.2008 kl. 22:37
Ástin hefur hýrar brár
en hendur sundurleitar:
Ein er mjúk en önnur sár
en þó báðar heitar.
GN
Ásdís Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 22:41
Æi spóaleggirnir, það er algert turn off.
En mikið andsk... væri gaman að heyra meira um öll misheppnuðu deitin þín, það er greinilega ekki lognmolla í kringum þig mín kæra.
Elísabet Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 23:10
Ástin logar og hatrið líka. Hver er munurinn?
Edda Agnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 23:13
Kvenlegur skilníngur hérna mér yfirskiljanlegur, skilurðu.
Steingrímur Helgason, 4.8.2008 kl. 23:46
Tek undir með Önnu, þú ættir að skrifa bók kona.
Marta B Helgadóttir, 4.8.2008 kl. 23:47
Stelpur mínar: Bók á leiðnni jájá, bara smá bið og svo smellur þetta.
Steingrímur: Þú þarft ekki að skilja konur, bara umbera honní.
Elísabet: Það mun bresta á með fleiri deitsögum. Bísósjúr.
Edda: Munurinn er enginn nema sá að ég vil brenna upp af logum ástarinnar fremur en hatursins mér finnst það verðugri tilfinning að þjást af. Og nú æli ég af kjaftæðinu í sjálfri mér.
Anna: Segðu.
Ásdís og fleiri: Rosalega eruð þið póetrísk í dag.
Hrönn: Auli.
Rebbý: Ég er reglulega head over heals af ást á sjálfri mér en hætti svo með mér reglulega þar sem ég er óþolandi í sambúð. Lalalala
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2008 kl. 23:56
Alltaf flott..og Hrönn líka!!
alva (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 00:17
Jenný, ænó, truzt mí.
Enda þá væri ekkert varið í að við kynin værum kærlega misskilin.
Steingrímur Helgason, 5.8.2008 kl. 00:22
Ester og Ásdís: Falleg og sönn ljóð. Og þú þarna Jenný yndislegt hvað þú getur komið hlutunum skemmtilega frá þér.
Sporðdrekinn, 5.8.2008 kl. 05:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.