Leita í fréttum mbl.is

Að geraða upp í fjalli - búið bless

 titanic

Ég er í nokkrum vanda stödd varðandi áhorf mitt á kvikmyndir.

Í fyrsta lagi þá nenni ég sjaldan í bíó og bíð svo von úr viti eftir að þær myndir sem ég tel að ég verði að sjá komi á leiguna.  Þar sem ég er í och för sig ekki að flýta mér þá er þetta ekki vandamálið.  Það er hinsvegar reglulegt rifrildisefni hér við hirðina á hvaða mynd eigi að horfa þegar þannig stendur á.

Ég er með ákveðna reglu þegar ég vel mér myndir.  Ég vil ekki kúrekamyndir,  sæens fiksjón, söngvamyndir, bardagamyndir (með örfáum undantekningum) og ég vil ekki sjá ástarvellur.    Titanikk sem ég slysaðist á í bíó hérna um árið drap mig nánast tilfinningalega.  Ég get ekki beygt mig fram til að ná mér í epli án þess að fá leiftur í hausinn og sjá fyrir mér helvítis stafnatriðið (eða var það bakborðinn?) úr þeirri ógeðslegu bíómynd.

Þegar þessar bíómyndakategóríur eru mínusaðar frá úrvali eru ekki margar eftir.  Og aftur og aftur kemur húsbandið heim með myndir sem hann vill horfa á og ég ekki.  Hann reynir alltaf að semja mig niður að sjónvarpinu og fá mig til að þagna og gefa myndunum séns.  Sem ég auðvitað geri af því ég er svo friggings líberal.

Og í kvöld tókst honum það.  Brokeback mounten var mynd kvöldsins.  Hún er kúreka- OG ástarmynd.  Hvað get ég sagt?

Húsband sagði mér að hún hafi fengið þrjá Óskara og ég spurði hvort það ættu að vera meðmæli?

En ég horfði.  Voða kjút þriggja vasaklútamynd með hommum í tilvistarkreppu ríðandi upp í fjalli, með kúrekahatta og hesta.

Mínir hommavinir eru ekki svona rosalega dán eins og þessir.  Myndin er ljúf en hún er hundleiðinleg.  Hver bömmerinn rekur annan.  Ekki ljós punktur nema rétt á meðan þeir geraða.  Svo er farið heim í sitthvort héraðið og bömmerinn heldur áfram.

Má ég þá heldur biðja um Guðföðurinn, Kill Bill. Bird Cage og American Gangster.  Þær eru meðal minna uppáhalds.

Já og ég ætla ekki að sjá Batman.  Hún er ekki í mínum flokki.

Plís komið með góðar hugmyndir.  Mig vantar eitthvað að horfa á.


mbl.is Enginn bilbugur á Batman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Hélt samkv.fyrirsögninni að þú værir að blogga um hann Árna og Brekkusönginn

M, 4.8.2008 kl. 01:25

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

HAHAHA Ég gat ekki samsamað mig mikið við Broebackið, nema kannski í dodoinu. Það er svo fjári gaman að vera til. Leiðinlegt að annar aðalleikarinn í Broebackinu skyldi ganga fyrir ætternisstapann svona skömmu síðar. Sætir strákar. En það er eitthvað trend að gera hommamyndir í þeim tón að þetta sé ekkert nema bömmer og tilvistarkreppa. En trúðu mér mín kæra það er öðru nær, í mínum veruleika.

Ætlaði að fara að nefna dans og söngvamyndir en hætti við það um leið ( ég man nefnilega nokkur blogg til baka og er minnisstætt bloggið þitt um slíkar myndir) En í alvöru Jenný, væri það ekki annars gaman á föstudegi í bónus og allir að bugast í stressinu, að allt í einu myndi allt dæmið bresta á með söng og dansi. Allir brosandi út að eyrum á milli háu tónanna í svimandi kóreografíu. ( hmm er ég ekki örugglega að drekka kaffi???, jú kaffi er það, er enn edrú svo það sé á hreinu)

Hvað með að rifja upp Monty Phyton myndirnar, góður húmor þar. Ég er sjálfur með nett amerískt bíómyndaofnæmi, þegar allt leysist upp í God bless America í lokin, langar mig stundum að fleygja einhverju í sjónvarpið

Kveðja úr Atlanshafinu

Einar Örn Einarsson, 4.8.2008 kl. 01:30

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fyndið, ég gat ekki hugsað mér að horfa á þessa mynd. - Endaði með að kaupa pulsupakka þar sem Titanikk fylgdi frítt með, -  En nei ég hef ekki enn komst í gegnum myndina. - Ætla að horfa á hana á elliheimilinu, þá verð ég örugglega í stuði. -

En ég get mælt með einni mynd, vegna þess að ég er búin að fá svo margar upphirngingar útaf henni nú upp á síðkastið,  og því fór ég á útsöluna hjá BT og keypti mér hana á dvd. - Myndin heitir "Köld slóð". - Og það er rétt hún er fanta góð spennumynd. - Það væri gaman að vita hvað þér finnst um hana. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.8.2008 kl. 01:31

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fyrirgefðu Jenný en í annarri línu, annarrar málsgreinar á auðvitað að standa "upphringingar", en ekki ............!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.8.2008 kl. 01:35

5 identicon

Dæmi um hommamynd sem uppfull er af bjartsýni og fegurð er Jarðarber og súkkulaði sem gerist á Kúbu. Hún er held ég bara einhver fínasta mynd sem ég hef séð.

Og fyrst við erum komin út í alternatívt off-Hollywood má ég til með að mæla með japönsku myndinni Onibaba. Og líka Tampopo. Þessar tvær eru ólíkar en æðislegar.  Held þú gætir fílað þær.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 02:48

6 identicon

Nú er ég algjörlega sammála þér. Horfðu bara á breskar myndir. Þær eru bestar Death and a funeral hún er mögnuð.

Ottó (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 03:08

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þessi er t.d. góð: http://www.imdb.com/title/tt0243862/   (Italiensk for begyndere) 

og þessi:

http://www.imdb.com/title/tt0444653/  (Keeping Mum)

Ég er voða hrifin af nýrri dönskum myndum. Elska að vísu dans-og söngvamyndir ... en það er önnur Ella. Titanic var samt ,,klén" .. eitthvað of mikið ,,plastic" við hana. 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.8.2008 kl. 05:47

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

omg...Brokeback mountain... hef hunsad hana og held thvi áfram. Er i svipudum flokki og thú..vil helst bara spennu og hasar,en ekki slagsmálamyndir samt..

Mæli med einni..: 88 minutes, med Al Pacino... bara gód..fyrir utan hvad kallinn er ennthá flottur

María Guðmundsdóttir, 4.8.2008 kl. 07:05

9 Smámynd: Hulla Dan

Ég elskaTitanic. Fannst hún endalaust æði!!!

Í dag er ég búin að sjá byrjunina á ógó mörgum myndum. Sofna alltaf á fyrstu 20 mínútunum (eða í auglýsingunum)

Ég er búin að kaupa mikið af dönskum myndum og þær eru hver annarri betri.
Núna er ég föst í Klovn þáttunum.
Hvínandi snilld.

Eigðu góðan dag.

Hulla Dan, 4.8.2008 kl. 07:14

10 identicon

Held þið skemmtið ykku bæðir yfir Little Miss Sunshine, já og Death at a funeral er auðvitað til að pissa á sig

Bergþór Pálsson (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 07:50

11 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Køld slód er gløtud. Ég fékk "Beck" seríuna (sjónvarpsmyndir) í vetur, finnst thad genial seria. Hef sjálf ekki farid í bíó í fleiri ár.

Klovn er líka genialt.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 10:28

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð æði, ég er komin með lista hérna.

Ditta: Velkomin á bloggið.  Heimurinn sveltur en mér líður vel í guðanna bænum vorkenndu þeim sem þurfa á því að halda.

Kveðja

Gleðinefndin.

Ég ætla að sjá Kalda Slóð og Klovn.  Búin að sjá Little Miss Sunshine og fannst hún brilljant og ég verð að sjá Death at a Funeral.

Ég dái Al Pacino.

Takk fyrir frábærar uppástungur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2008 kl. 11:38

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóhanna: ARG, er í kasti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2008 kl. 11:41

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ætla að stinga upp á Pollyönnu   annars hélt ég að þú myndir fíla Brokeback, þeir eru náttl í tilvistarkreppu vegna þessa að það mátti ekki vera hommi á þeim árum sem myndin á að gerast á. Ég hreifst af Brokeb.  þá loksins skildi ég hversu skelfilegt er að vera hommi í þjóðfélagi sem hafnar þeim, þetta læknaði fordóma okkar hjóna að eilífu. Annars ef þú vilt hreinsa vel úr vömbinni með ælum þá legg ég til að þú setjir í tækir "bodyguard með Huston frúnni og Kostner krembollunni"  kveikir jafnvel á kerti og ilm, það ætti að koma út á þér grænum bólum.  Skemmtu þér annars vel í dag, hér er farið að skína og ég ætla að draga fyrir í hvelli.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 13:00

15 Smámynd: Hulla Dan

Vá ég elskaði bodyguard!!! Ætti kannsi að sjá hana aftur. Minnir að ég hafi verið 15 síðast...

Hulla Dan, 4.8.2008 kl. 13:30

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hulla, ég sá líka Bodyguard og hreyfst en ég er búin að sjá það með Jenný að hún fílar ekki solleiðis.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 13:33

17 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Shawshank Redemtion, Ususal Suspects, Fargo, Million dollar baby, Toy Story, Suspect, Erin Brochowich, As good as it gets..., Notting Hill, Pretty Woman, Sleepless in Seattle, Maid in Manhattan, Titanic, titanic, titanic....

Sko Jenný það eru til tvær gerðir sjómanna .... Þeir sem míga í vaskinn og viðurkenna það og hinri.... sem míga í vaskinn og viðurkenna það ekki.

Ég er viss um að Húsið á sléttunni hefur verið uppáhaldssjónvarpsþátturinn þinn. Sýna kjark stelpa

Þorsteinn Gunnarsson, 4.8.2008 kl. 14:03

18 identicon

The big Lebowski er snilld og svo (Absolutely Fabulous, Bottom, The young ones (þættirnir) ) Jekill and Hyde together again drepfyndin Killer clowns from outer space. Ok allt sem John Waters hefur gert

Já sæll Einar Örn félagi long time no see, sakna þín

Kveðja

Leifur Ugluspegill

Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 14:47

19 identicon

'Ég hef ekki ennþá lagt í Brokeback Mountain af því að ég er viss um að ég verð fyrir vonbrigðum. Titanic er langdregnasta mynd sem ég hef farið á í bíó (líklega skárri á dvd, maður getur spólað)

Tek undir Shawshand Redemption og Fargo (Þorsteinn Gunnars kemur með þær inn í hugmyndabankann). Svo er það náttúrulega Underground. Ég horfi á hana minnst einu sinni á ári.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 15:10

20 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ég thori ad vedja ad thú verdur skúffud yfir "kaldri slód", thetta er ein af theim allra lélegustu myndum sem ég nokkurn tímann hef séd.  Mjøg fyrirsjáanleg. Ég sá hana med danska manninum mínum í vetur, og hálfskammadist mín yfir ad íslensk framleidsla gæti verid svona léleg.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 15:19

21 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Kill Bill er frábær

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 15:20

22 Smámynd: M

Eru þið að meina Bodyguard með Witney Houston ?  Ef svo er þá fannst mér horfandi á hana en ekki góð mynd !!

Notebook Jenný ef þú vilt sjá fallega ástarsögu

M, 4.8.2008 kl. 15:22

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bodyguard???? Ónó, not again.

Takk fyrir frábærar ábendingar.  Nú er ég komin með efni.

Veieiei.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2008 kl. 16:18

24 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

mæli með frábærri heimildarmynd sem heitir Yes men og svo Once were warriors, eiginlega allar myndir sem ég hef séð frá Nýja Sjálandi eru flottar. Whale Rider ótrúlega falleg saga ef þú hefur ekki séð hana er ég viss um að þú myndir fíla hana í botn.

Svo er alltaf gaman að sjá Kundun:)

Birgitta Jónsdóttir, 4.8.2008 kl. 17:35

25 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Getur maður spólað á dvd?? Hvar?

Kær kveðja úr sveitinni..........

Hrönn Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 22:10

26 identicon

Hrönn góð  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2987327

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.