Föstudagur, 1. ágúst 2008
Ekki dropi í tvö ár
Ég og fleiri alkar sem ég hef kynnst hafa á einhverjum tímapunkti áður en hundskast er í meðferð fengið þá brilljant hugmynd að flytja. Bara taka sig upp og koma sér fyrir á nýjum stað, byrja nýtt líf. Skilja vandamálin og vesenið eftir á gamla staðnum.
Sem betur fer kannski, hafði ég ekki orku til að framkvæma mikla flutninga nema í huganum, enda fárveikur alki á lokametrunum og þorði ekki út úr húsi, hvað þá heldur að ég hefði getað pakkað niður einni klósettrúllu svo ég tali ekki um heilli búslóð.
En á ákveðnum tímapunkti í neyslu virðist "aðflytjastábrott" ídean alveg frábær lausn.
Kallinn hennar Amy, pabbi hennar og Sarah Harding eru á því að Amy eigi að flytjast frá London og að það muni getað bjargað henni úr neyslunni. Já sæl, sterk í blekkingunni.
Margir sem hafa flutt hafa sagt mér að þeir hafi verið búnir að finna neyslufélagana á nýja staðnum áður en þeir vissu hvar matvöruna var að finna.
Málið er að maður getur dröslast á heimsenda en maður er sjálfur með í för. Það væri svo sem í lagi nema hvað að vandamálið er fyrirbærið sem maður sér í speglinum. Allt eins gott að hanga heima, hringja upp á Vog og drífa sig í meðferð. Það gerast engin kraftaverk meðan maður situr og vælir ofan í glasið eða hvað það nú er sem verið er að nota.
Það verða 2 ár um helgina síðan ég drakk áfengi síðast. Ég átti þá eftir að fara í meðferð út af pillunum og það gerðist í október sama ár. Æi þið sem lesið bloggið mitt vitið þá sögu alla.
En merkilegt hvað tíminn líður. Ég er ennþá alveg svakalega þakklátur alki.
Mikið rosalega vildi ég að Amy Winehouse ásamt öllum hinum sem eru þarna úti í vondum málum sæju lífgjöfina sem felst í því að verða edrú.
Ég bíð og vona.
Lofjúgæs.
Hvetur Amy til að flytja frá London | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Snúra, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:59 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Til hamingju með tvö árin. Ég er gift einum svona óvirkum og ég þakka fyrir að hann var hættur áður en ég kynntist honum. Þið eruð miklu flottari edrú en full.
Anna Guðný , 1.8.2008 kl. 00:53
Já það er sko ein af þessu brilliant hugmyndum sem maður fær sem virkur alki að flytja eitthvert annað en þar sem maður er ....til hamingju með 2 árin:) Mig langaði að biðja þig um greiða en það er að linka á bloggið mitt í færslu hjá þér, málið er að kisan mín litla slapp út á laugardaginn síðasta og er týnd, hennar er mjög sárt saknað af fjölskyldunni og eru drengirnir mínir í rusli því er ég nú að reyna að biðja alla um hjálp með að auglýsa eftir henni með mér....því ég veit það eru margir sem skoða mbl bloggið og því einhver von að fólk sjái hana eða finni.. Ég væri þér óendanlega þakklát ... Með kærri kv. Benna.
Benna, 1.8.2008 kl. 00:56
Hjartanlega til hamingju með 2ja ára afmælið, hugrakka, fallega kona.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.8.2008 kl. 01:02
Til hamingju með 2 árin
Hulla Dan, 1.8.2008 kl. 01:10
Til hamingju Jenný mín
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.8.2008 kl. 01:10
Það er auðvitað ekkert nema flótti frá vandamálinu sem fer ekkert. Flytur bara með þér eins og þú segir.
En til hamingju með þinn flotta áfanga um helgina Jenný
M, 1.8.2008 kl. 01:21
Frábært hjá þér, Jenný mín....fyllirí geta verið svo vitlaus og drep leiðinleg. Verst að ég er að spá í einn alka núna, en voga mér ekki aftur í þá gildru...hann verður að hætta ef ég á að líta á hann.
Góða helgi Jenný mín
Eva Benjamínsdóttir, 1.8.2008 kl. 01:33
Bestu kveðjur og hamingjuóskir elsku Jenný, þetta er góður áfangi og þetta var góð ákvörðun hjá þér að hætta.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 01:39
Samgleðst, það er full ástæða til þess!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.8.2008 kl. 01:43
Til hamingju Jenný
Pabbi er búinn að vera edrú í 30 ár og er að verða 80 ára
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 1.8.2008 kl. 01:52
Til hamingju með þessi 2 ár þú ert frábær hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 1.8.2008 kl. 02:02
Sæl Jenný.
Til hamingju með árin 2.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 02:29
til hamingju, sigurvegari!!
alveg rétt hjá Önnu Guðnýu. maður er flottari edrú en drukkinn. þegar maður þarf að vera flottur er best að láta ölið eiga sig
Brjánn Guðjónsson, 1.8.2008 kl. 02:41
Já sko mína
Skil þig vel , þekki tilfinninguna. Án edrumennsku og 12 sporanna væri ég ekki að senda þér þessa kveðju t.d.
Til hamingju Alkaknús á þig og klapp á bakið.
Amy þyrfti að lesa 5 kaflann heheh. Vonum að hún nái þessu stelpan.
Einar Örn Einarsson, 1.8.2008 kl. 03:07
Til hamingju með edrú-árin tvö.
Laufey B Waage, 1.8.2008 kl. 08:24
Til hamingju Jenný mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 1.8.2008 kl. 09:53
Innilega til hamingju með þennan stóra áfanga - óska þér endalausra ára í viðbót á þessari braut
Dísa Dóra, 1.8.2008 kl. 10:05
Takk öll fyrir falleg orð. Einn dag í einu, það er málið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2008 kl. 10:15
Málið er að maður getur dröslast á heimsenda en maður er sjálfur með í för.
afskaplega vel orðað. Þú hittir svooo naglann á höfuðið í þessum flutningsmálum öllum. Say no more.
Ég hef nú svo sem reynt þetta sjálf með flutninginn. Reyndar af öðrum ástæðum en alka-gamla, en það var flótti engu að síður.
2 ár - góður og merkur áfangi - keep up the good work girl
Jóna Á. Gísladóttir, 1.8.2008 kl. 12:38
Til hamingju með 2 árin! :)
Agnes Vald. (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 15:18
Tíminn líður svo hratt að maður verður bara dauður áður en maður getur áttað sig. En bláedrú! Til hamingju með áfangann!
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.