Leita í fréttum mbl.is

Vínber og lambaspörð

Ég hef séð nokkur blogg í dag þar sem "fréttamaðurinn" Sverrir Stormsker og svo Helgi Seljan hjá Kastljósi eru spyrtir saman vegna atburða gærdagsins.

Helgi Seljan vegna viðtalsins heimsfræga við Óla Eff

Sverrir Stormsker vegna bjánagangs við Guðna Ágústsson.

Mér finnst þessi samanburður út úr kú. 

Þeir eiga tvennt sameiginlegt þessir ágætu menn.

Þeir eru íslenskir og báðir karlmenn eftir því sem ég kemst næst.

Fleira kem ég ekki auga á.

Helgi Seljan er góður fréttamaður, fylginn sér og mér finnst hann góður í viðtölum.

Sverrir Stormsker er kjaftfor tónlistarmaður sem er bara allt í lagi, ef fólk hefur smekk fyrir svoleiðis. Núna fíflast hann í útvarpi, en það er langur vegur frá því að hann sé fréttamaður. 

Hvað er fólk að fara til hans í viðtöl ef því líkar ekki að láta Sverrir subbukjaftast yfir sig?

Halló, ekki bera saman vínber og lambaspörð.

For crying out loud.

Úje.


mbl.is Guðni gekk út í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þarna orðaðirðu alveg mínar hugsanir, heillin

Hrönn Sigurðardóttir, 31.7.2008 kl. 15:55

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já og mínar líka....Sverrir nærist á athygli út á kjaftháttinn á sér...sem mörgum finnst svakalega fyndinn....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 31.7.2008 kl. 16:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Annar þeirra alltaf á tali,
og aumur kom þar smali,
Sverri gagnrýndi,
en sauðum týndi,
og vitlaus að eigin vali.

Þorsteinn Briem, 31.7.2008 kl. 16:53

4 identicon

Mér sýnist skrattinn hafa hitt ömmu sína á Útvarp Sögu í gær.

Stefán (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 17:11

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég heyrði ekki viðtal Sverris við Guðna en get ímyndað mér að það hafi verið eitthvað svipað og þegar Sylvía Nótt tók viðtöl... t.d. við Geirmund Valtýs hahahahahahahahahahaha

Jóna Á. Gísladóttir, 31.7.2008 kl. 18:52

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég segi eins og Jóna ég heyrði ekki þessi vitöl því miður.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.7.2008 kl. 19:17

7 Smámynd: Dunni

Jahérna. Var einhver að bera Stormsekrið og Seljan saman. Sá hefur verið illa skynskertur.

En það kemur mér ekki á óvart að Guðni gaangi út í beinni ef honum mislíkar. Hann hefur bare ekki meiri sjálfstjórn blessaður karlinn og er gersamlega húmorslaus ef hann segir ekki brandarann sjálfur.  

Dunni, 31.7.2008 kl. 19:43

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

það á auðvitað enginn sem vill tala af viti að tala við Stormsker, hann er athyglissjúkur kall og með kjaft svona a la Agnes, en Agnes er þó mun kurteisari, oftast.  Seljan er aftur á móti góður spyrill og þyrfti bara að hafa lengri tíma til að ræða við sína viðmælendur, eins og í kvöld t.d. þetta var ekki nógu langur tími.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.7.2008 kl. 20:24

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég sé fólk í anda með fulla skál af nýtíndum lambaspörðum að horfa á mynd í sjónvarpinu. Kannski góðan ost með?  Slurp... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.7.2008 kl. 20:28

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég heyrði hvorugt viðtalið en finnst afskaplega langsótt að líkja þeim tveimur saman, Helgi Seljan er frábær fréttamaður en Stormsker er..................................... no comment

Huld S. Ringsted, 31.7.2008 kl. 22:24

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

SVerrir er vissulega ærslabelgur mikill og hefur stundum leikið sér að eldinum, en hann er sannarlega engin asni og skrifar oft mjög fína pistla! Hef aldrei heyrt þessa þætti hans með eða án Halldórs E. svo ég veit ekkert um þá. Þeir eiga nú reyndar fleira sameiginlegt Jenný, Helgi var allavega held ég í rokkböndum fyrir austan, gott ef ekki með hinum þekktu Viðarssonum frá reyðarfirði m.a, Andra og Birki!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.7.2008 kl. 23:10

12 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Mér hefur stundum þótt sérkennilegt hvað Sverrir kemst upp með að láta út úr sér, í pistlum, miðað við það sem fólk getur æst sig upp við aðra, til dæmis moldviðrið út af Baggalút síðustu daga. 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.7.2008 kl. 23:24

13 identicon

Er eitthvað hægt að tala við Sverrir Stormsker ?  Mér finnst hann bara bulla þegar ég heyrir hann tala.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 23:43

14 Smámynd: Linda litla

Halló, ekki bera saman vínber og lambaspörð.  Mjög vel orðað hjá þér.

Ég sá/heyrði ekki þessi viðtöl en mikið er talað um þau. Ég veit ekki með Sverri Stormsker, mér finnst hann skemmtilegur sem grínisti og sögumaður en sem útvarpsmaður finnst mér hann ekki vera hæfur þar sem að hann getur verið með svakalegan sóðakjaft og dónalegur. Mér finnst það bara gott hjá Guðna að ganga út.

Linda litla, 1.8.2008 kl. 00:34

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég heyrði ekki viðtalið hjá honum Sverri enda ekki einusinni neitt um það á síðu Sverris. -

En ég heyrði og sá viðtal Helga við Borgarstjórann,  -og ég hélt fyrst að þarna væri leikarasnillingurinn hann Elli sem lék Ólaf F. í Spaugstofunni kominn með smá sprell í gúrkutíðinni. - Þarna væri hann að leika Ólaf F. sem lélegan "uppistandara"eða eitthvað álíka flippað. -

Mér fannst hann leika Ólaf F. full djarflega, lét hann vera með einræðis tilburði og gerði hann full heimskan að mínum dómi. - Þá fattaði ég að þetta var ekki Elli heldur "Sá blörraði" bara óblörraður, þessvegna þekkti ég hann ekki.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.8.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.