Leita í fréttum mbl.is

Jenný Önnu er hætt að standa á sama

Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins og viðtal Helga Seljan við Ólaf Eff þá féllust Jenný Önnu eiginlega hendur.  Hvað er að manninum, fyrirgefið borgarstjóranum?

Hvað eru Sjálfstæðismenn að hugsa með því að láta manninn fara svona fram?  Þeir eru líka í ábyrgð fyrir meirihlutanum í Reykjavík þó það verði svo sannarlega ekki séð af viðbrögðum þeirra við útspili borgarstjórans þessa dagana.

Jenný Anna skreið undir borð í huganum, setti hauspoka á sjálfan mig, og langaði að hverfa úr landi.  Þetta er orðið svo pínlegt.

Nú eiga Reykvíkingar að fara að krefjast þess að spilin verði lögð á borðið.  Er meirihlutinn að spila út í borginni?

Þetta er ekki í lagi og svo langt frá því.

En takk Helgi Seljan fyrir að gera þitt besta til að reyna að ná í svör fyrir okkur sem sitjum gapandi hissa á þessu sjónarspili öllu.

Og svo setur að Jenný Önnu skelfingarhroll þegar fólk talar síendurtekið um sig í þriðju persónu.

Jenný Önnu finnst það svo geðveikislegt eitthvað.

Úff, Jenný Anna er bara orðin paranojuð hérna.W00t

Í alvöru þetta er alls ekki ekki fyndið.

Hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jenný Anna

Ef ég hef einhver tíma fengið bjánahroll þá var það þegar ég horfði á þennan meinta borgarstjóra reyna að klóra yfir vanhugsaðar eiginhagsmuna aðgerðir sínar ??hvað er í gangi eiginlega þarna í Höfuðhreppnum??? Ánægð með Helga að láta ekki fipast við raupið í Ólafi ,þá er ég nú einhvað ánægðari með minn borgarstjóra sem ákveður eitt fyrir hádegi og annað eftir mat s.b þökulagningu Ráðhústorgsins en annars sammála þér með þessa færslu sé mest eftir að hafa álpast til að horfa á þennan þátt eins og veðrið er nú gott og ég geta verið úti að telja fiðrildi......... en takk og bless

Hjördís Blöndal (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 00:25

2 Smámynd: Lolitalitla

Helgi Seljan var verulega dónalegur gagnvart Borgarstjóra, gaf manninum ekki einu sinni færi á að tala út eða útskýra eitt eða neitt. Það er miður þegar fréttafólk gefur viðmælanda ekki færi á að tjá sig eða klára að tala út um eitt áður en því næsta er skotið að viðmælanda. Það er ekkert skrýtið þó Borgarstjóri fari í flækjur þegar svona er vaðið í kross og flækjur yfir hann í einhverju ljótu tímahraki sem svona viðræðum er skammtað.

Lolitalitla, 31.7.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hrafnhildur skilur hvorki upp eða niður í manninum..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 31.7.2008 kl. 00:54

4 Smámynd: Signý

Lolitalitla: Ef einhver spyr mann ákveðinnar spurningar, sem krefst ekki flókins svars en viðkomandi byrjar að tala um eitthvað allt annað, er þá óeðlilegt af spyrjandanum að hann spyrji aftur? Ólafur ætlaði ekki að svara neinum spurningum í þessum þætti, það kom strax í ljós um leið og hann opnaði á sér trantinn.

Helgi vildi fá svör við ákveðnum spurningum, sem snerta margumtöluð "borgarmál" Ólafs jafn mikið ef ekki meira en eitthvað annað. Það að Helgi hafi staðið á sýnu og heimtað svör er góð blaðamennska.

Maðurinn hlítur að hafa gert sér grein fyrir því áður en hann settist í stólinn hjá Helga að það væri ekki verið að fara tala um blómapotta eða nýmálaða veggi.

En ef ekki, tjah... þá má fara setja fleiri spurningamerki við þennan mann en bara hvort hann sé óhæfur í starfi...

Signý, 31.7.2008 kl. 01:18

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Að horfa á þetta "viðtal" við Borgarstjóra var dapurlegra en orð fá lýst, - þarna er eitthvað mikið að. -

 Helgi Seljan var mjög kurteis, og komst hann í raun furðu vel frá þessari stórundarlegu framkomu Borgarstjóra.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.7.2008 kl. 01:44

6 identicon

Helgi stóð sig vel.En Ómæ að hlusta á Ólaf

Þetta var ótrúlegt viðtal

Mátti til að commentera hjá þér,þú frábæri bloggari

Áfram JENNÝ ANNA!

Guðrún (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 01:53

7 Smámynd: Heidi Strand

Ég gat ekki fylgst með viðtali vegna þess að Helgi leyfði ekki borgarstjórann að svara. Helgi var alltaf að gripa fram fyrir hann.

Það er alveg rétt  sem Lolitalitla er að segja.

Heidi Strand, 31.7.2008 kl. 06:39

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.7.2008 kl. 07:33

9 Smámynd: Hin Hliðin

Það er ekki oft sem ég er sammála því sem kemur fram hérna en það var ótrúegt að horfa á þetta.  Borgarstjórinn virkaði eins og fílugjarnt barn sem langar að verða stjórnmálamaður þegar það stækkar.

Kjáni.

Hin Hliðin, 31.7.2008 kl. 08:23

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Helgi var frábærlega góður - ég velti því fyrir mér á tímabili í viðtalinu hvort borgarstjórinn ætlaði að bresta í grát..... Er maðurinn á einhverju?

Hrönn Sigurðardóttir, 31.7.2008 kl. 08:50

11 identicon

Borgarstjóri er einræðisherra.. Gísli,Hanna og hinir skríða í gólfinu vegna þess að þau vilja halda sæti sínu.

Allt þetta lið sýnir okkur að við höfum ekki efni á að láta þau vinna fyrir okkur, dæmið snýst allt um þau sjálf; Ekkert um okkur.

Munið það í næstu kosningum.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 09:28

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ráðalaust var rifrildi,
ráð er að telja fiðrildi,
á Akureyri,
ei yfir keyri,
Blöndalsstelpur bústnar af ildi.

Þorsteinn Briem, 31.7.2008 kl. 09:34

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst svo skrýtið  þegar fólk er að djöflast í Helga Seljan fyrir að vilja frá svör við spurningum sem hann leggur fyrir fólk, saman ber Jónínu hér um árið.  Er ekki Helgi Seljan okkar besti fjölmiðlamaður, hann vill fá svör, hann er ákveðin, en ég hef aldrei heyrt hann vera dónalegan.  Eiga menn ekki heimtingu að fá svör vð því sem brennur á fólki á pólitíska sviðinu.  Eða á það nú af vefjast inn í bómull og ekki leyfa umtal líkt og í Kína.

Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega.  Og ég tak það fram hér heyrði ekki viðtalið, en Ólafur F. Magnússon er ekki í Frjálslyndaflokknum.  Hann sagði sig úr honum, og er í Íslandshreyfingunni eða var þar allavega.  Ég hafði mikið álit á Ólafi F. En því miður verður að segjast eins og er, að það álit hefur beðið ansi mikla hnekki undanfarið.  Og þessi síðasta gjörð með Ólöfu Valdimarsdóttur, þá mætu konu, gekk alveg fram af mér.  Og svo að neita að ræða þetta.  Það verður fróðlegt að vita hvað meirihlutinn í Borgarstjórn gerir, ætla þeir að styðja Ólaf í þessu, eða hvað gerist ef þeir fella þessa tillögu hans ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2008 kl. 10:22

14 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þetta var afskaplega pínlegt svo ekki sé meira sagt. Ég óskaði tveim samstarfsmönnum mínum til hamingju með að vera Garðbæingur og Hafnfirðingur

Og svo þetta kjaftæði að Ólöf gæti ekki unnið með öðrum í Frjálslynda flokknum í Reykjavík. Hummmm - eru þar aðrir en Ólafur?

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 31.7.2008 kl. 10:39

15 identicon

Helgi Seljan er frábær fjölmiðlamaður og spyrjandi í Kastljósi. Ólafur borgarstjóri hefur slæma málstaði að verja og hefur greinilega hvorki taugar né vit til að svara fyrir sig eins og fullorðinn maður. Eini stuðningsmaður Ólafs sem ég þekki skammaðist sín rosalega mikið eftir þáttinn í gærkvöldi og ég er viss um að það gerðu borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Jakob Frímann líka. 

Stefán (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 11:14

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvorugum get ég hrósað eftir þetta viðtal, í mínum augum var þetta verra en sandkassaslagur.  Eins og Helgi er oft góður fannst mér hann leiðinlegur í gærkvöldi, Ólaftur er ROBOT.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.7.2008 kl. 12:01

17 Smámynd: Ólafur Als

Ætli megi ekki finna að hvorum tveggja, Helga og Ólafi F. Mér fannst þeir báðir vera úti á þekju. Fréttamaðurinn, með réttu eða röngu, greip ítrekað frammí fyrir borgarstjóranum, sem hafði annars lítið til málanna að leggja. Ef fréttamaðurinn fær ekki þau svör sem honum líkar verður hann á einhverjum tímapunkti að láta gott heita og leiða viðtalið inn á aðrar brautir. Einhverra hluta vegna var honum það um megn og því verður hann að bera sína ábyrgð á "bjálfahrolli" margra okkar sem á horfðu og hlýddu.

Ljóst er að Ólafur F. á í erfiðleikum að fóta sig í hlutverki borgarstjóra. Sjálfum finnst mér hann halda borgarbúum í gíslingu verndarsjónarmiða um ásýnd Laugavegarins sem ég, og að ég held margir aðrir, annað tveggja skilja ekki eða eru aldeilis ósammála. Eitt er að viðhalda menningar- og byggingasögulegum verðmætum, annað er að halda í gamla - og ekki svo gamla - kumbalda sem fáir sjá tilgang í að viðhalda. Er einhver t.d. sem áttar sig hvað Ólafur á við með götumynd Laugavegarins? Í mínum huga er hún víða annað hvort ljót eða minnir á skipulaga óreiðu. Ein alskemmtilegasta uppbygging á Laugaveginum í seinni tíð voru verslunarhús Bolla og Svövu á móti gamla Stjörnubíó, svo dæmi sé tekið.

Umræðan um verndun og uppbyggingu miðborgar og Laugavegar er í hrærigraut og borgarstjórinn virðist ekki kunna uppskriftina. Vitanlega verður hér ekki gert svo öllum líki en hví að matreiða rétt sem engum hugnast og öllum virðist líka illa við - þ.e. þeim sem enn nenna að setja sig inn í skipulagsmál höfuðborgarinnar.

Í mínum huga bera allir flokkar í borginni ábyrgð á þeirri vitleysu sem skipulagsmálin standa nú í. R-listinn kastaði frá sér fjölmörgum tækifærum til þess að betrumbæta borg og byggð og síðan hafa aðrir meirihlutar haldið vitleysunni áfram. Er ekki mál að linni?

Kveðja,

Ólafur Als, 31.7.2008 kl. 12:09

18 identicon

Ég fékk sömu tilfinningu og þú Jenný nema hvað ég hugsaði að ef ég ætti heima í Reykjavík hefði ég arkað út ösku sjóðandi ill í kröfugöngu að Ráðhúsinu með mótmælaspjald og krafist þess að ég sem borgarbúi þyrfti ekki að búa við þennan gjörsamlega glataða borgarstjóra lengur 'Eg hef stundum gagnrýnt framgöngu Helga í sjónvarpi en þarna var hann ekkert að gera annað en til stóð, spyrja Ólaf um ákveðin mál. Hinn gjörsamlega ótengdi Ólafur svaraði oftast út í hött en þar sem Helgi fann þráð reyndi hann að halda áfram að spyrja út frá honum. Hvað eftir annað ýtti Ólafur á play-takkann: "við höfum lyft grettistaki í borginni, verkin tala, málefnin ráða" og alla hina vélrænu frasana sem fá mig til að reyta hár mitt í pirringi. Ég var eiginlega hissa hvað Helgi hélt þennan mann út. Og þegar Ólafur sagði í viðtali við visir.is um Kastljósviðtalið að hann væri sár fyrir hönd borgarbúa var mér allri lokið.  Mér finnst það orðið embarrassing dæmi að Ólafur F. skuli bera titilinn borgarstjóri Reykvíkinga.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 13:01

19 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Helgi var ekki dónalegur, Borgarstjórinn var dónalegur fyrir að svara ekki spurningum sem almenningur á rétt á að vita um.  Hann er ekki einvaldur, hann er að vinna fyrir okkur(eða á að vera að gera það).

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 31.7.2008 kl. 15:34

20 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég er á því að Helgi Seljan hafi algjörlega farið offarir í þvi hvernig hann djöflaðist í manninum.

Finnst reyndar að Helgi fari of oft yfrir strikið, en aldrei eins og núna

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 31.7.2008 kl. 17:09

21 identicon

Hvað meinar þú Gísli, ertu virkilega ekki orðin leiður á drottiningarviðtölum íslenskra fréttamanna.

Svona eiga fréttamenn að taka á stjórnmálamönnum og ekkert múður með það.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 18:44

22 identicon

Þetta var eins og að horfa á bílslys. Þarna mættust tveir óþolandi leiðinlegir og óhæfir einstaklingar.

Ojbara. Gubb og æl.

Linda (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband