Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Misheppnaður fíflahúmor
Sumum finnst ekki par sniðugt að hver sem er geti bloggað. Pirra sig rosalega á bloggandi almúganum. Allir eru í fullum rétti með þá skoðun sína. Sleppa að lesa bara, málið er leyst.
En svo eru það blöðin. Þar skrifa stundum hálfvitar sem taka sjálfa sig hátíðlega og þeir koma á framfæri vitleysunni í sjálfum sér án þess að fólk depli augnhári, þá eru það ekki vitlausir bloggarar sem eru með lyklaborðið í kjöltunni heldur blaðamenn sko, allt annar Eyfi.
Ástráður, forvarnarstarf læknanema ætlar að dreifa smokkum um verslunarmannahelgina á fjölförnustu stöðum landsins. Gott mál. Ekki mun af veita þegar (st)ríðandi íslensk æska fer að draga sig saman.
Talsmaður Ástráðs segir eftirfarandi í viðtengdri frétt:
"Mér finnst fjölmiðlar stundum gefa röng skilaboð. Í grein í nýjasta hefti Reykjavík Grapewine er t.d. sagt eitthvað á þá leið að Íslendingar séu svo afkastamiklir um verslunarmannahelgina að þar komi flest börn undir og flestar nauðganir eigi sér stað þannig að hvort sem fólk langi til að skemmta sér eða verða líkamlega misnotað sé þessi helgi vel til þess fallin. Þarna er verið að gantast með jafn alvarlegan hlut og nauðganir og kynferðislegt ofbeldi sem mér finnst mjög alvarlegt þegar umræðan ætti að snúast um ábyrgð í kynlífi! segir Ómar Sigurvin."
Grapewine er blað fyrir útlendinga. Svona nokkurs konar "What´s on in Reykjvík". Ég efast um að þeir útlendingar sem hingað koma sem ferðamenn hafi húmor fyrir þessu nema að þeir séu sömu hálfvitarnir og láta þetta ógeðisviðhorf frá sér fara í formi fjölmiðils.
Þetta gerir Baggalút að væmnum sunnudagaskólakennurum.
Þeir eru ekki hálfdrættingar á við Grapewine ógeðismennina, sem skrifa á ensku.
Bullið í Baggalúti er þó á íslensku og sungið í þokkabót þannig að textinn fer væntanlega framhjá mökkdrukknum útihátíðarþátttakendum.
Mikið rosalega er mér misboðið fyrir hönd allra kvenna og barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Mig er farið að langa fremja ólöglega verknaði sem skilja eftir sig polla í lit.
Og ég er friðsöm manneskja og ég trúi ekki á ofbeldi.
Og ég ætla rétt að vona að allir komi heilir heim eftir geðveikina sem er að skella á í fjöldasukki íslensku þjóðarinnar.
Arg.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Við ætlum nú bara á kaffihús í miðbænum um helgina - er það ekki?
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.7.2008 kl. 00:44
LH: Ofkors.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2008 kl. 00:53
Ég er mikið búin að reyna að kommenta hjá þér í dag Jenný, en kerfið hefur ekki leyft mér það. Núna virðist allt vera í lagi. Ég er sammála þér, vonandi koma allir heilir heim eftir stærstu sukkhelgi ársins sem er fram undan. Ég ætla nú bara að faa austur um helgina og vinna og slaka á þess á milli. Hafðu það sem best, bestust
Linda litla, 30.7.2008 kl. 01:10
Ohh hvað ég væri til í að fara með ykkur.......verð heima að passa húsið.....bý í miðjum sollinum á Ak....
En svona í alvöru finnst fólki ekkert að svona skemmtanahaldi...myndir birtast ár eftir ár af tjaldstæðum sem líta út eins og eftir fellibyl....fólk liggur eins og hráviði út um allt og margir eru í sárum.....ég hef hvergi heyrt af svona skemmtanahaldi annars staðar í heiminum, en þið?
Auðvitað veit ég margir geta og munu skemmta sér án vandræða en sá hópur sem hagar sér eins og skríll fer stækkandi ár frá ári.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.7.2008 kl. 01:14
Frábær orð!!
Þú ert nú alveg frábær kona!!!
Ég ætla bara að vera heima á ættarmóti...vona að perrahelvítin haldi sig fjarri...
alva (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 02:03
Mér finnst Grapewine tímaritið mjög áhugavert blað, reyndar mjög skemmtilegt og skondið í raun. Það dettur engum heilvita manni að trúa hverjum bókstaf sem birtist á prenti í svona tímariti, en húmorinn er ætíð stutt undan hjá þeim sem standa að þessu blaði og með húmorinn að leiðarljósi er lesning þess góð.
Lolitalitla, 30.7.2008 kl. 02:35
æ, ég er svo sammála þér Jenný. djöfullinn er þetta að vera alltaf sammála. maður getur ekki fjasað orðið.
mig er líka farið að langa fremja ólöglega verknaði. er að spá í að svíkja undan skatti og hnupla frostpinnum útí 10-11, en þú?
en utan spés, þá tek ég undir með þér.
Brjánn Guðjónsson, 30.7.2008 kl. 04:06
Úpps. Ég er fædd 8. maí... mínus 40 vikur = verslunarmannahelgi.
Ekki sakna ég verslunarmannahelgarinar, vil miklu frekar kúra í garðinum mínum með börnum og manni, gítari og gleði
Knús á þig inn í daginn
Hulla Dan, 30.7.2008 kl. 06:04
Knús knús og sólarsambakveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.7.2008 kl. 06:55
Góðan dag mín kæraÉg vona bara innilega að allir komi ósárir bæði á sál og líkama, undan þessu fári sem fjöldaútilegur á Íslandi eru að verða...
Jónína Dúadóttir, 30.7.2008 kl. 08:23
Ég fór í fyrsta sinn á útihátíð um verslunarmannahelgi 2002. Það var á "bindindismótinu í Galtalæk" eða "blindfylliríismótinu í alkalæk" eins og vinur minn segir. Mjög stór hluti mótsgesta var áberandi ölvaður, án þess að nokkur kippti sér upp við það. Ég hugsaði aftur og aftur með mér: Ef þetta er bindindismót, hvernig er þá fylleríismót?
Laufey B Waage, 30.7.2008 kl. 08:35
Laufey: Sammála með Galtalæk, fór einu sinni með stelpurnar mínar þegar þær voru litlar. Þakkaði einmitt almættinu fyrir að hafa komið þarna og notaði það í baráttunni þegar dætur mínar vildu BARA fá að fara í Galtalæk.
Hallgerður: Vér innipúkar, látum þetta ekki á okkur fá.
Jónína: Sömuleiðis.
Linda: Njóttu dagsins.
Hulla: Þá veist þú hvað gamla settið var að bedrífa. Híhí.
AKÆ: Góða skemmtun.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2008 kl. 08:43
Brjánn: Góður.
Hjördís: Það er greinilega einhver mórall í gangi. Ég fór ekki á neinum taugum, það er amk. öruggt.
Krumma: Ég sé ALLT að svona skemmtanahaldi. Ef skemmtun skyldi kalla.
Linda: Nú er allt komið í lag.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2008 kl. 08:45
Grapevine, ekki Grapewine En greinin stendur.
Hvar og hvenær er kaffihúsahittingurinn?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.7.2008 kl. 09:55
Hehe, þú ert óborganleg stelpa ætla sjálf að fara eins nálægt Snæfellsjökli og ég kemst. Tókst að grenja út úr karli föður mínum eina svona ferð á mínum unglingsárum, það rigndi alla helgina og það lak úr svefnpokanum þegar við vorum að taka saman. Læknaði mig að eilífu af svona útiháíðarferðum. Á þeim tíma var helsta drykkjarvaran volgur Séniver í volgu kóki sem hafði hitnað á milli fóta einhvers svo ég lærði ekki að drekka fyrr en um tvítugt.
Er sammála þér bæði með Baggalút og Grapevipe, er ekki komið nóg að kvenímynd Íslands sem lausgirtum, drukknum stúlkum/konum sem hver sem er getur vaðið í. Áfram stelpur!!
rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 10:37
Má til að leggja orð í belg. Á systur sem var með einum svona hnefahrotta, þegar þetta fréttist innan fjölskyldunnar fór einn bróðir minn á fund dýrsins og sagði honum að ef hann frétti nokkurn tíma að hann hafi lagt hendur á systur hans fengi hann heimsókn af umræddum bróður í félagi við fleiri menn og hann fengi sjálfur sömu útreið og hann skenkti henni. Það gerðist aldrei aftur, meðferðarfulltrúar geta kannski notað þessa aðferð, hún virkaði a.m.k. þarna?
rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 10:43
Æi þetta fór vitlausu megin eða eins og fyrsta tengdamamma mín sagði oft; fyrirgefðu 14 sinnum fröken góð, ég fór í vitlaust gat
rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 10:47
Hjördís: Kommon, þú hlýtur að sjá það, hvað hún meinar híhí.
Hildigunnur: Við þurfum að tala okkur saman. Var að pæla í laugardeginum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2008 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.