Leita í fréttum mbl.is

Tími reykingamanna er að renna upp - úje

Ég er í aðgerðum.  Hér á Leifsgötunni sko.  En það er leyndarmál, því ef það klikkar hjá okkur rokkhjónunum þá nennum við ekki að láta rukka okkur um það.  Þið farið með þessa færslu í gröfina - eðaeggi?

Við erum að trappa niður sígóið.  Kannski að hætta bara.  Það væri þá saga til næsta bæjar.

Tilvalið að gera á meðan við erum í húsapössun.  Út í garð að reykja og svona, ekki alltaf nenna fyrir því á kærleiksheimilinu.

Og ég keypti nikótínúða (þennan sem slengir manni í vegg) og munnstykki.

Ég segi ykkur að þetta gengur bara ljómandi vel.  Verð komin niður í karton á dag áður en grísinn nær að blikka.  Eða þannig.

Svo sá ég þessa frétt af honum Damien Rice sem reykti á sviðinu á Nasa í gær.

Er ég tímaskekkja?  Er ég að gefast upp í nikótínstríðinu á kolröngum tímapunkti þegar sigur mökkaranna er að ná landi?

Damien smókaði sig á sviðinu og reykingalöggan var ekki kölluð til.  Ha?

Það þýðir bara eitt, tími reykingamannanna er að renna upp.

Eða getur verið að maðurinn hafi fengið einhverja sérmeðferð af því hann er frægur, hipp og kúl?

Neh það getur ekki verið.  Við erum svo laus við snobb vér Íslendingar.Devil

Æi,ég held áfram niðurskurðaraðgerðum.

Það er ekki á vísan að róa með neitt.

Farin út í garð í morgunsígóið.

En ég mæli með úðanum.  Djöfuls kikk.


mbl.is Damien Rice lék á als oddi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jenný mín hahaha ég vona að þú haldir áfram með niðurtrippið, karton á dag ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 10:11

2 identicon

Góð

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 10:34

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég undirrituð, er heimsmeistari í að hætta að reykja.  Fór á nokkur námskeið hjá Krabbameinsfélaginu, í dáleiðslu hjá Frísinett, reglulegar handayfirlagnir, bænastundir, og ákall til Drottins og síðast en ekki síst var Einar á Einarstöðum kvaddur til.

ÉG hef ekki reykt í 17 ár.

Ég er þannig stödd í lífinu í dag að  myndi ekki fá mér sígarettu þó búið væri að kveða upp dauðadóminn yfir mér.

Óska þér og þínum alls hins besta, ÞETTA KEMUR!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.7.2008 kl. 11:48

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mæli með Gretu Garbo stellingum og munnstykki á almannafæri:)

Ekki gleyma þokkafullu göngulaginu og bresta í söng ef einhver setur út á reykingar þínar.

Birgitta Jónsdóttir, 26.7.2008 kl. 11:49

5 Smámynd: Tína

Ætla að fá mér smók þér til samlætis vinkona. Annars finnst mér við nánast vera í útrýmingarhættu. Spurning hvort þessi Damien stofni ekki svona "saving the smokers" hóp, okkur til bjargar. Tja mar spyr sig.

Farðu vel með þig darling.

Tína, 26.7.2008 kl. 12:28

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hver er þessi úði? Stundum þarf maður start á morgnanna eins og gamall Moskvíts. Nenni samt ekki að fara í kókið. Það fer svo illa með nefið. Hrísið var samt flott að fá sér puff og gefa bjór.

Villi Asgeirsson, 26.7.2008 kl. 12:49

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er nú alltaf gott að vera í jáhópnum - en ég er í neihópnum eða þannig, reykti nú síðast tvær sígarettur í vor á skemmtiferðalagi uppi í sveit með samstarfsfélögum.

Afi sagði einu sinni við mig "Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi" þetta er mín fílasófía og hefur gengið nokkuð vel.

Gangi þér vel og ekki gleyma vatninu.

Edda Agnarsdóttir, 26.7.2008 kl. 12:54

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi þér vel.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.7.2008 kl. 13:13

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Gangi thér bara vel ad skera nidur, flott ef údinn fleygir thér i vegg  allt flott sem virkar. Búin ad prófa einu sinni, féll á rakkatid eftir tvo mánudi..en kannski næst bara.

eigdu gódan laugardag

María Guðmundsdóttir, 26.7.2008 kl. 13:21

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jenný frábært ! Veit ekki hvort þú hefur reynt oft en þetta getur tekið nokkrar tilraunir. Mér var bannað að fara á nikótínlyf, doktorinn sagði að það væri ekki nógu góður árangur, þeir sem færu að reykja aftur notuðu áfram nikótínlyfið þannig að fíknin yrði tvöföld.....vonandi dugar þetta þér. Baráttu kveðjur til ykkar hjóna.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.7.2008 kl. 13:25

11 Smámynd: Helga skjol

Dugleg ertu kona

Helga skjol, 26.7.2008 kl. 13:39

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

best ég fái mér að reykja líka, þér til samlætis

Brjánn Guðjónsson, 26.7.2008 kl. 13:49

13 Smámynd: Hugarfluga

Ég er mætt á hliðarlínuna með dúskana! Jenný! tatata Jenný! tatata Jenný! tatata  You go woman!!!

Hugarfluga, 26.7.2008 kl. 14:07

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk en viljið þið gjöra svo vel að hemja gleðina.  Ég er ekki hætt, bara að minnka.  But I´m going there.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2008 kl. 14:17

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Dugleg krakkar mínir. Það breytir einmitt ansi miklu að þurfa að fara út að reykja. Maður reykir mikið minna að sjálfsögðu.

Passaðu að skaða ekki neitt í þessum veggjaköstum þínum

Jóna Á. Gísladóttir, 26.7.2008 kl. 16:47

16 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

gangi þér vel

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.7.2008 kl. 17:07

17 Smámynd: Laufey B Waage

Sko mína. Gangi þér vel.

Laufey B Waage, 26.7.2008 kl. 23:10

18 identicon

Eins og ég hætti, 49 ára. Var búin að finna verulega fyrir þeim áhrifum af reykingum og ákvað að hætta af því að ég gat ekki reykt í vinnunni á daginn en tók það bara út á kvöldin. Ákvað að hætta af því að tækifærið gafst var með plástur í viku (það nægði) en loforðið sem ég gaf mér: ,,Ef þú nærð 70 ára aldri máttu byrja aftur að reykja, ef þú vilt"! Ég lifði lengi á þessu og á næsta ári eru tíu ár frá því ég hætti. Ég man alltaf gömlu manneskjuna sem horfði á ungu manneskjuna sem keðjureykti og sagði ofur rólega :,, Ef Guð hefði skapað þig til að reykja, þá hefði hann skapað þig með reykháf!!. Það er bara hárrétt!!Stattu þig bara!! og baráttukveðjur!!

Eybjörg (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2986890

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband