Leita í fréttum mbl.is

Ertu að segja að ég sé feit?

Ég eyddi stórum hluta ævi minnar í megrun.

Og þegar ég skrifa þetta þá virkar það gargandi fáránlegt vegna þess að fyrir utan bústímablilið (áður en ég fór í meðferð) þegar ég safnaði utan á mig dyrkkjulopa þá hef ég tæpast nokkurn tíma verið feit.

En þetta er að ganga í fjölskyldunni, við systurnar höfum verið með sjúklegan áhuga á kílóum, eða vorum lengi vel.

Allt var prófað.  Svelti, hvítvíns- og eggjakúrinn, Scarsdale, prins- og kókkúrinn.  Ég fékk ofboðsleg kikk út úr því að sauma ærlega að sjálfri mér.

Og fituhugsunin var alltaf til staðar.

Er ég feit í þessu, er rassinn á mér stór í þessum buxum, en maginn, en lærin, en, en, en?

Og svo komu yfirlýsingarnar þegar ég fékk fitumóral á leiðinni á ball. "Rosalega næs systur eitthvað að draga mig spikfeita með ykkur á ball!" varð að fleygri setningu í systrahópnum.

Hilma systir fór í öll föt ættarinnar áður en hún gat fundið út í hverju hún var MINNST feit í.  Það varð til þess að við komumst á ballið til þess eins að hitta fólk fyrir utan þegar hleypt var út, eða nánast.

Og dætur mínar erfðu áhugan. 

Maysan kom heim og spurði Söru hvort kexið væri búið.

Saran (bálill) ertu að segja að ég sé feit?W00t

Og svo voru það megrunarpillurnar sem ég grenjaði út úr heimilislækninum þegar ég bjó í Keflavík um árið.  Mirapront hétu þær.  Ég pilluætan tók einni meir en ráðlagður skammtur var (eða fleiri), svaf ekki, fékk sár á tunguna og allskonar.   Pillurnar voru læknaspítt.  Jájá.

En ég var aldrei ánægð,  því mér leið feitt.

Og ég gekk fram hjá spegli og gargaði upp; djöfull er ég ógeðslega feit.

Nú horfi ég stundum á gamlar myndir af grannri stúlku sem fannst hún feit og það hafði ekkert með kílóatölu að gera.

Og ég er alveg viss um að konur fara frekar í megrunarlyf en karlar.  Skilaboðin um hungurlúkkið eru skýr, alveg frá því að við erum smástelpur.

Farin í megrun.. sorrí meina sólbað.


mbl.is Fleiri konur en karlar nota megrunarlyf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

oh thetta helv.fitukjaftædi...og madur er litid ad bestna med árunum...en adeins thó. Á eina threttán ára sem kom fyrst med "fitukomment" ellefu ára! og reif og togadi i skinnid á maganum og stundi yfir fitu... thetta er bara ekki i lagi,hvadan koma thessi skilabod? ekki ad heiman,allavega ekki i okkar tilfelli enda krakkinn grindhoradur og ég hef nú alltaf passad ad tala ekki um fitu og th. bull i mér upphátt , hrikalega medvitud um litla táninginn mér vid hlid...en thad dugdi ekki til..."ég er so feit " var komid fyrir táningsaldurinn

Flott umræda,veitir ekki af..thetta megrunarkjaftædi er ordin helv.vitleysa algerlega. Borda hollt og gott,hreyfa sig og málid er dautt góda helgi til thin

María Guðmundsdóttir, 25.7.2008 kl. 16:14

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Brilljant...

Ég ligg andvaka allar nætur vegna þess að ég er að verða gömul og ljót og mér tókst ekki að ná því takmarki mínu að verða 'grönn' og spengileg. Nú er lífið næstum búið, ég orðin rúmlega þrítug og draumurinn um ofursætuvöxtinn að engu orðinn

Aðalheiður Ámundadóttir, 25.7.2008 kl. 16:18

3 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Nákvæmlega! Þegar ég sé gamlar myndir af "feitutímabilinu" sé ég hreinlega barasta mjóa stelpu í allt of víðum fötum.  Held að það þurfi að tyggja það ofaní þá helst stelpur, að á vissum aldri kemur flottur rass, góðar mjaðmir og brjóst, bara sexy Sumar stelpur eru stoltar af konuvextinum sínum á meðan aðrar eru ekki að höndla þetta og finnst þær vera feitar

Svala Erlendsdóttir, 25.7.2008 kl. 16:32

4 Smámynd: Hulla Dan

Ég hef aldrei verið talin sérstaklega þybbið fyrirbæri, en mér hefur mjög oft liðið eins og strump. Lítil samanrekin og feit. Stundum líður mér hreinlega eins og fermeter.
Ég hef einu sinni prófað megrun, þá var ég 53 kg og leið óstjórnlega feitt. Eftir 2 vikur var ég búin að bæta á mig 2 kg og þá hætti ég.

Annars líst mér ljómandi vel á eggja og hvítvínskúrinn, ef þú vildir vera svo sæt að gefa mér uppskrift af honum.
Sé mig hreinlega í anda liggja hér úti í sólinni, með ískalt hvítvín og hámandi í mig egg. Finnst bæði gott.

Hulla Dan, 25.7.2008 kl. 16:41

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Trek 4500 reiðhjólin fást í Erninum, egg í Einarsbúð og hvítvín í Heiðrúnu.

Fitubollur.

Þröstur Unnar, 25.7.2008 kl. 16:51

6 identicon

Megrunarumræðan er komin út í öfgar,fók verður að fá að vera eins og því líður best,en svo mætti hjálpa þeim sem eiga í erfiðleikum með aukakílóin.

www.gaflarinn.net (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 17:00

7 identicon

sammála Maríu með blótsyrðin en verð að segja að þó fitukomplexarnir hrjái fleiri konur en karla þá eru karlarnir oft ekkert skárri við vissar aðstæður. Ég gleymi aldrei þegar barnsfaðir minn tók þátt í Herra Ísland í den og ég labbaði inn á hann og félagana vera að spegla sig inni í stofu : "Er ég of feitur hér - en hér -  finnst ykkur að ég ætti að leggja meiri áherslu á abs-inn eða tricepinn - hvernig koma lærin út í þessum boxerum - hvort eigum við að fá okkur próteinsheik eða hamborgara (púkaglott)? Ég meina'ða.....

Ég held bara að orðið "megrun" sé hreinlega bæði fitandi og mannskemmandi því fólk á ströngum sveltikúr verður svo hrikalega pirrað í skapinu ;)

ætla út í sólina og fá mér rjómaís með dýfu

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 17:16

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

döh

Jóna Á. Gísladóttir, 25.7.2008 kl. 17:23

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafðu það gott Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.7.2008 kl. 17:38

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

hrmpf....ég er einmitt að hugsa feitt þessa dagana...sérstaklega eftir sumarfríið og er að berjast við súkkulaðilöngun dauðans! Er að fara í brúðkaup á morgun og er með kvíða yfir því hvort ég komist í sparibuxurnar og hvort að upphandleggirnir líti of feitir út í sparibolnum ! Mikið vona ég að einn góðan veðurdag að þetta fitumegrunarvesen hætti og ég verði sátt...þangað til er það bara megrun og aftur megrun !

Sunna Dóra Möller, 25.7.2008 kl. 17:44

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Dásamleg færsla. Einu sinni horaðist ég hratt (var ástfangin og í stressandi vinnu, ekki megrun) og mesta hrósið sem ég fékk var þegar strákarnir sem unnu með mér horfðu á mig með skelfingu einn daginn og spurðu hvort ég væri komin með einhvern sjúkdóm! Þetta er bara klikkun. Einn daginn hætti ég að nenna að taka þátt í þessu og miða mig ekki lengur við módel ... á meðan ég er svona miklu, miklu grennri en háhyrningur er ég sátt við að vera slík mjóna.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.7.2008 kl. 20:08

12 identicon

oh kannast við þetta....

alva (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 20:53

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Minn maður elskar mig hvernig sem ég er.  Hann segir allt í lagi þó þú sért þétt elskan, þá er bara meira af þér til að elska, og ég er ekki að ljúga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2008 kl. 21:58

14 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Ég er að hugsa um að prufa Prins og kók kúrinn, hann hljómar vel. Kaffi og sígókúrinn sem ég er búin að vera á undanfarin ár er líka fínn sko.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 25.7.2008 kl. 22:08

15 identicon

Hvítvíns og banana kúrinn var vinsæll... borða ekki banana þannig að ég drakk bara hvítvín, og stöku súkkulaðimola með.

Knús úr Klettum.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 22:18

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....ég er að spá í að stela manninum hennar Cesil........

Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2008 kl. 23:01

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hrönn, vera stillt, það eru 4 á í næstu forsetakosningar.

Ég er of værukær fyrir svona kúra.  Þyrfti að hreyfa mig meira en hef ekki nennt því hingað til

Sigrún Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 23:21

18 Smámynd: Steingrímur Helgason

Konudýr mitt, sem að hefur háskólapróf í því að íþróttaulast, auk ýmissa annara áunnra sérkennzluréttinda í að pína fólk til hollrar líkamzræktar, (mann einz & mig líka!), byrjar núna hvern morgun á 7 km. neyðarhlaupi, bara út af því að ég missti út úr mér um daginn að razzinn á henni skyggði dáldið á sólarlagið.

Svarið við "Jæja, finnst þér ég hafa fitnað í fríinu!!!" var ekki mitt hértil skynzamlegasta, (fyndið, já,,,), en af ótta við ofzóknir bloggkvennzla minna sit ég á strák mínum með það.

Steingrímur Helgason, 25.7.2008 kl. 23:49

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hah! Steingrímur! Ég vildi svo gjarnan heyra í konudýrinu......

Hrönn Sigurðardóttir, 26.7.2008 kl. 00:24

20 identicon

mirarpront át ég og þótti einstaklega grönn og dugleg.Ég svaf í eina klukkustund á 2 daga fresti.Þökk sé amfetamíninu í lyfinu.Það var óeðlilega hreint,og mikið til af slátri,kæfu,bjúgum,prjónlesi,og hnallþórum á heimilinu.Svo saumaði ég út á þessu tímabili líka.Á stór listaverk frá þesum tíma.Allsber,útsaumuð pör uppi á vegg.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 00:42

21 Smámynd: Laufey B Waage

Vá hvað maður kannast við þessar lýsingar.

Laufey B Waage, 26.7.2008 kl. 01:13

22 identicon

Ýmislegt gott að lesa á þessari síðu : 

http://www.likamsvirding.blogspot.com/

Maddý (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband